Morgunblaðið - 16.09.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
t í næsta
óteki
Kemur sem hentugur úði en honum er spreyjað yfir augnlokin þ.e. á lokuð augun.
Úðann má nota með farða og augnlinsum.
Fæs
Ap
úr silki
LEIKFÖNG
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Ný og endurbætt
netverslun
Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi félags-
málaráðherra, þingmaður og forseti bæjar-
stjórnar í Kópavogi, fékk óvænta kveðju í gær-
morgun þegar hún hélt upp á áttræðisafmæli
sitt, en vinir Rannveigar og samstarfsmenn úr
Samfylkingunni komu henni á óvart og heiðr-
uðu með blómvendi. Þá komu börn úr Kársnes-
kórnum undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og
sungu afmælissönginn fyrir Rannveigu.
„Þegar ég lít um öxl er fjölskyldan dýrmæt-
ust,“ segir Rannveig og hún segist vera full af
þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa í stjórn-
málum meðan hún sóttist eftir því og metur
mikils þá gæfu að hafa eignast þennan stóra
vinahóp í flokknum.
„Ég naut þeirrar gæfu að vera borin fram af
fólki sem treysti mér til þess að halda á lofti
jafnaðarstefnunni og berjast fyrir gildum henn-
ar,“ segir Rannveig og bætir við að hún hafi
notið þess að vera í forystu fyrir jafnaðarmenn,
bæði í bæjarmálum og á þingi. sgs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afmæli Börn úr Kársneskórnum voru á meðal þeirra sem hylltu Rannveigu og sungu afmælissönginn fyrir hana.
Rannveig heiðruð á afmælinu
Óvænt ánægja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (t.h.), fyrrverandi
formaður Samfylkingarinnar, kom Rannveigu á óvart í gær.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Greiningum hefur fjölgað en hættan
á að hver einstaklingur fái krabba-
mein hefur aftur á móti minnkað,“
segir Laufey Tryggvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsskrár
Krabbameinsfélagsins.
Fólki fjölgar hér á landi og þjóðin
er að eldast. Fyrir vikið fjölgar
greiningum enda eykst nýgengi
krabbameina með aldrinum. Hins
vegar hefur hættan á að fá krabba-
mein minnkað með árunum með
breyttum og betri lífsháttum; hollara
mataræði og minni reykingum, auk
skimunar fyrir forstigum legháls-
krabbameins.
Framfarir í meðferð, ásamt grein-
ingu á lægri stigum, hafa aukið til
muna lífslíkur þeirra sem greinast
með krabbamein en þeir eru að jafn-
aði um 1.600 árlega hér á landi. Yfir
fimmtán þúsund manns sem greinst
hafa með krabbamein eru nú á lífi á
Íslandi.
Lægsta dánartíðni í heimi
Laufey bendir á að dánartíðni af
völdum krabbameina hafi stöðugt
lækkað hér á landi síðustu tvo ára-
tugi, hjá báðum kynjum. Nýgengis-
lækkun hafi þó stöðvast hjá körlum,
alla vega í bili. Vert er að halda til
haga þeim árangri sem náðst hafi í
baráttu gegn leghálskrabbameini
hér frá því leit hófst árið 1964, að
mati Laufeyjar. Bæði nýgengi og
dánartíðni hafi lækkað mikið og nú
sé svo komið að Ísland sé í hópi
þeirra landa sem hafa lægsta dánar-
tíðni í heiminum af völdum legháls-
krabbameins, eða minna en tvö
dauðsföll árlega á hverjar 100.000
konur. Deilum við þeim árangri með
hinum Norðurlandaþjóðunum og
Norður-Ameríku en í Evrópu er
dánartíðnin tæplega fjórir af 100.000
og í öðrum heimsálfum er hún enn
hærri.
Gæðaskráning innleidd
Alþjóðadagur krabbameinsrann-
sókna er í næstu viku, 24. september.
Laufey segir í samtali við Morgun-
blaðið að af því tilefni sé gaman að
greina frá því að nýverið hafi
Krabbameinsfélagið gert samkomu-
lag við Landspítalann og Sjúkrahús-
ið á Akureyri varðandi gæðaskrán-
ingu á greiningu og meðferð
krabbameina. Gæðaskráning felst í
söfnun og skráningu klínískra gagna
á samræmdan rafrænan hátt og hef-
ur hún í síauknum mæli verið notuð á
Norðurlöndunum. Með slíkri skrán-
ingu fæst yfirlit yfir greiningar- og
meðferðarferli krabbameinssjúkl-
inga frá aðdraganda greiningar til
loka fyrstu meðferðar en einnig er
fylgst með sjúklingum að meðferð
lokinni fram að endurkomu sjúk-
dóms.
„Við erum nú komin af stað með
gæðaskráningu á stöðugt fleiri
krabbameinum og er hún að sænskri
fyrirmynd, svo við getum borið okk-
ur saman við þá. Svíar hafa verið með
slíka gæðaskráningu um áratuga-
skeið og þeirra kerfi er mjög þróað
og flott,“ segir Laufey.
Hún segir að stefnt hafi verið að
þessu í allmörg ár og að lengi hafi
verið góð samvinna um þetta mál á
milli Krabbameinsfélagsins og Land-
spítalans. „Þegar svona gæðaskrán-
ing er komin færist starfsemin til enn
betra horfs, því þarna er byggt á al-
þjóðlega samþykktum gæðavísum.
Þannig er gæðaskráningin mikil-
vægt hagsmunamál þeirra sem
greinast með krabbamein.“
Áhættan hef-
ur minnkað
Krabbamein á Íslandi
Nýgengi krabbameins og dánartíðni á hverja 100.000 íbúa
350
300
250
200
150
100
'59-'63 '64-'68 '69-'73 '74-'78 '79-'83 '84-'88 '89-'93 '94-'98 '99-'03 '04-'08 '09-'13 '14-'18
33%
Um þriðjungur
Íslendinga fær
krabbamein einhvern
tímann á lífsleiðinni
Yfi r fjórðungur
dánarmeina
er af völdum
krabbameins
Helmingur allra
krabbameina greinist
eftir 65 ára aldur
66 ár er meðalaldurvið greiningu
50%
25%
Heimild: Krabbameinsfélagið
Fimm ára lífshorfur hafa meira
en tvöfaldast frá því skráning hófst
Á árabilinu 2014-2018 greindust
að meðaltali árlega 832 karlar
og 815 konur með krabbamein
Í árslok 2018 voru á
lífi 15.294 einstak-
lingar (6.832 karlar
og 8.462 konur)
sem greinst höfðu
með krabbamein
Nýgengi hjá körlum
Nýgengi hjá konum
Dánartíðni hjá körlum
Dánartíðni hjá konum
KarlarKonur
1954
2013
297
98
145
198
85132
199
294
Karlar Konur
Bættir lífshættir hafa aukið lífslíkur