Morgunblaðið - 16.09.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við hefjum undirbúning jólanna 1. apríl
þegar við sáum fyrir rauðkálinu,“ segir
Þröstur Jónsson hjá Garðyrkjustöð Sigrún-
ar á Flúðum þegar hann hellir úr körfu
fullri af rauðkálshausum í flutningsgrind.
Þau voru nokkur að skera kál á akri í landi
Hellisholts. Uppskera á káli er ágæt á Suð-
urlandi, þótt hún sé eitthvað misjöfn á milli
tegunda og garðyrkjubýla.
Ræktun jólarauðkálsins hefst sem fyrr
segir með sáningu í gróðurhúsi í byrjun
apríl og síðan eru plönturnar fluttar út á
kálakurinn í maí og haustið er uppskerutím-
inn. Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir garð-
yrkjubóndi segir að rauðkál og fleiri teg-
undir geymist fram í mars en undanfarin ár
hafi birgðirnar klárast um áramót. Aftur á
móti eru blómkál og spergilkál viðkvæmari
afurðir og þurfa að komast ferskar á mark-
að. Þær endast því aðeins fram í október.
Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmda-
stjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkju-
manna, segir að sala á útiræktuðu græn-
meti gangi vel. Allt rjúki jafnóðum út. Á
undanförnum vikum hafi ekki alltaf tekist
að anna eftirspurn eftir blómkáli og sperg-
ilkáli en framboðið sé nægt þessa dagana.
Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi á Mel-
um á Flúðum, segir að mjög góð uppskera
sé úr görðunum í haust en hann ræktar
margar tegundir káls og annars grænmetis.
Hjá honum er útiræktunin hliðargrein með
ylrækt í gróðurhúsum. „Það hefur verið
mjög gott ræktunarveður, við höfum fengið
rigningu eftir þörfum. Blómkál og spergil-
kál hafa vaxið frábærlega og við höfum ekki
lent í neinum áföllum í ræktuninni eins og
stundum gerist,“ segir Guðjón.
Sigrún notar ekki eins sterk orð um upp-
skeruna og Guðjón, segir að uppskeran
verði í meðallagi. Hún segir að neysla á káli
hafi aukist en framleiðendum fækkað. Það
sé ástæða þess að birgðirnar klárist fyrr en
áður. Kaupendur vilja helst fá kálið áður en
búið er að framleiða það. Áhuginn er mikill
og segir Þröstur leitt að geta ekki haft und-
an þótt mikið sé unnið. Sigrún segir að
neytendur séu hliðhollir innlendri fram-
leiðslu, vilji kaupa íslenskar vörur þegar
kostur er á.
Erfið en skemmtileg vinna
Útiræktun á grænmeti er áhættusöm at-
vinnugrein því uppskeran fer eftir því
hversu hagstæð tíðin er og ræðst einnig af
ýmsum öðrum utanaðkomandi atriðum. Þá
hefur afkoman ekki verið nógu góð að mati
Sigrúnar og Þrastar. Loks má nefna að
vinnan er erfið, allt unnið á höndunum.
Þrátt fyrir að tarnirnar séu erfiðar finnst
þeim vinnan skemmtileg. „Ef það væri ekki
þá værum við hætt fyrir löngu,“ segir Sig-
rún.
Fjölbreytt Guðjón með litskrúðugt blómkál og á bak við sést rautt grænkál.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Á hnjánum Sigrún Pálsdóttir garðyrkjubóndi sker rauðkálshausa sem vonandi enda á jólaborði einhvers.
Skera rauðkál fyrir jólamatinn
Uppskera á káli í meðallagi og sums staðar góð Bændur hafa varla undan í uppskerustörfunum
Áður gátu allir komið í garðyrkjustöðvar
og keypt sér grænmeti. Það var ónæði og
gat verið sjúkdómahætta. Guðjón Birg-
isson og Sigríður Helga Karlsdóttir garð-
yrkjubændur á Melum settu upp sjálfs-
afgreiðsluskýli uppi á vegi og var það
vinsælt meðal gesta á Flúðum. Fyrir fjór-
um árum settu þau upp verslun sem gestir
kölluðu Litlu Melabúðina og festist nafnið
við hana. Guðjón ræktar margar tegundir
og litaafbrigði grænmetis til að hafa í búð-
inni, þau baka brauð og bjóða upp á ýmsar
aðrar vörur úr héraði. „Svo skapar þetta
tengsl við kúnnana. Það er gaman að geta
svarað spurningum þeirra um ræktun.“
Tengsl við kúnna
LITLA MELABÚÐIN
Fulltrúar bankanna segja þá ekki
hafa haft til skoðunar að afskrifa af-
borganir ferðaþjónustufyrirtækja.
Tilefnið er viðtal við Eirík Svav-
arsson, hrl. og lögmann Fosshótels
Reykjavík, í
Morgunblaðinu í
gær. Sagði Eirík-
ur brýnt að bank-
ar komi til móts
við leigusala og
leigutaka í hótel-
geiranum sem
hafi orðið fyrir
tekjufalli í far-
aldrinum. Þá
kunni lögbannskrafa Fosshótels
Reykjavík við þeirri fyrirætlan Ís-
landsbanka að greiða út banka-
ábyrgð, skv. kröfubréfi Íþöku fast-
eigna, að vera fordæmisgefandi.
Bjóða að fresta greiðslum
Þessi sjónarmið voru borin undir
bankana en jafnframt var spurt
hvort þeir hefðu fengið kröfu um að
bankaábyrgð yrði greidd út vegna
vangoldinnar leigu fasteignafélaga.
Fulltrúi Landsbankans sagði
bankann ekki hafa skoðað að afskrifa
afborganir ferðaþjónustufyrirtækja
en bjóði fyrirtækjum í greiðsluerf-
iðleikum ýmis úrræði, m.a. frestun
greiðslna. Ekki væru veittar upplýs-
ingar um einstaka viðskipti, s.s. kröf-
ur vegna bankaábyrgða.
Upplýsingafulltrúi Arion banka
sagði afskriftir á afborgunum ferða-
þjónustufyrirtækja í faraldrinum
ekki hafa verið í sérstakri skoðun.
„Hins vegar hefur bankinn boðið
greiðsluhlé sem mörg fyrirtæki hafa
nýtt sér. Bankinn hefur ekki fengið
mál sem þetta á sitt borð,“ sagði
hann spurður um bankaábyrgðina.
Vísað til endurskipulagningar
Fulltrúi Íslandsbanka sagði bank-
ann hafa boðið almenn úrræði til að
koma til móts við breyttar þarfir við-
skiptavina vegna faraldursins.
„Í þeim hópi eru fjölmörg fyrir-
tæki í ferðaþjónustu. Úrræðin sem
bankinn hefur boðið upp á felast í
tímabundinni frestun afborgana og
vaxta. Afskriftir skulda eru hins veg-
ar ekki hluti af þeim almennu úrræð-
um. Til afskrifta skulda gæti t.a.m.
komið við endurskipulagningu á fjár-
hag félaga, bæði á grundvelli frjálsra
samninga eða nauðasamninga við
kröfuhafa,“ sagði hann. Varðandi
kröfu um bankaábyrgð hefðu nokkur
slík mál komið upp. baldura@mbl.is
Ekki skoðað að
fella niður kröfur
Bankar bjóða ferðaþjónustu ýmis úrræði
Afskriftir ekki til skoðunar vegna tekjufalls