Morgunblaðið - 16.09.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
Í óundirbúnum fyrirspurnatíma
borgarstjórnar í gær
tókust Dagur B.
Eggertsson borg-
arstjóri og Eyþór
Arnalds, oddviti
sjálfstæðismanna, á
um skuldir borgar-
innar. Eyþór benti á
að skuldir borgar-
innar hefðu vaxið
hratt á síðustu árum,
þ.e. áður en kórónu-
veiran kom til, þrátt
fyrir góðæri. Þessi
skuldasöfnun væri
þvert á loforð vinstri manna í meiri-
hlutasáttmála þeirra og Eyþór
spurði hvað hefði klikkað.
Dagur kenndi falli WOW og sam-drætti í ferðaþjónustu um ófar-
irnar (!) en hélt því um leið fram að
skuldahlutfall borgarinnar væri til-
tölulega lágt miðað við önnur sveit-
arfélög. Þar miðaði hann við A-hlut-
ann, borgarsjóðinn einan, en ekki
B-hlutann, fyrirtæki borgarinnar.
Það getur vissulega komið sér velað undanskilja fyrirtæki
borgarinnar, sérstaklega þegar
borgin er búin að færa stóran hluta
skulda sinna úr borgarsjóði yfir í
„fyrirtæki“. Þessi fyrirtæki eru þó
að hluta til með ábyrgð borgarinnar,
eins og Eyþór benti á, þ.a. fráleitt er
að undanskilja skuldir B-hlutans.
Þar að auki eru til dæmis Félags-bústaðir í B-hlutanum, en þar
fer fram velferðarþjónusta en ekki
raunverulegur fyrirtækjarekstur.
Dagur gæti allt eins sett gang-stéttir borgarinnar í sérstakt
hlutafélag og skuldir á móti og lækk-
að þannig skuldahlutfall A-hluta
borgarinnar. Það mundi þó engu
breyta um hratt versnandi skulda-
stöðu síðustu ára, en gæti mögulega
nýst í spunavinnunni.
Eyþór Arnalds
Gangstéttir hf...?
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kominn er til Reykjavíkur hol-
lenskur dráttarbátur, Phoenix, sem
Faxaflóahafnir hafa fengið að láni
frá hollensku skipasmíðastöðinni
Damen. Báturinn verður hér fram í
desember á meðan stöðin vinnur að
lagfæringum á hinum nýja dráttar-
báti, Magna. Hann var smíðaður fyr-
ir Damen í Víetnam.
Sem kunnugt er kom Magni til
landsins í lok febrúar sl. Fljótlega
kom í ljós að ekki var allt með felldu
varðandi bátinn. Svo miklir gallar
voru á smíðinni að ákveðið var að
sigla bátnum til viðgerða í Hollandi.
Listi yfir smíðagallana er langur.
Alvarlegasti gallinn var sá að hvorug
aðalvél var rétt staðsett og þarf að
rétta þær af. Þá þarf að skipta um
togspil að framan og þrífa elds-
neytiskerfi og tanka. Öll atriði á
verkefnalistanum eru í ábyrgð og er
allur kostnaður sem til fellur greidd-
ur af Damen, samkvæmt upplýsing-
um frá Faxaflóahöfnum. Áætlað er
að viðgerðum á Magna ljúki í lok
nóvember en þá er heimsigling til
Reykjavíkur eftir. Gísli Jóhann
Hallsson yfirhafnsögumaður og El-
liði Aðalsteinsson yfirvélstjóri fylgj-
ast með viðgerðunum.
Phoenix verður mannaður starfs-
mönnum Faxaflóahafna og fara þeir
í þjálfun næstu daga. sisi@mbl.is
Lánsbáturinn kominn til landsins
Alvarlegir gallar eru á nýja Magna
Skipasmíðastöðin borgar viðgerðina
Mynd/Faxaflóahafnir
Lánsbátur Phoenix er með 61 tonns
dráttargetu, nokkru minni en Magni.
Fyrirhugað er að rýmka skilyrði
sem sett eru fyrir endurgreiðslu
hluta kostnaðar við útgáfu hljóðrit-
ana og koma þannig „til móts við
þarfir útgefanda og listamanna í
kjölfar breyttra markaðsaðstæðna
og rekstrarumhverfis“, eins og segir
í kynningu á nýjum frumvarps-
drögum atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins.
Drögin hafa verið birt á samráðs-
gátt stjórnvalda og felst breytingin í
því að lagt er til að samanlagður spil-
unartími tónlistarhljóðritana miðist
við 14 mínútur í stað 30 svo heimilt
sé að endurgreiða kostnað við þær.
Viðmið endurgreiðsluhæfrar út-
gáfu tónlistarinnar sem taka á upp
yrði því að lágmarki fjögur lög,
þ.e.a.s. ef miðað er við að hvert lag
sé að jafnaði 3,5 mínútur.
Núgildandi lög gera ráð fyrir að
heimilt er að endurgreiða 25% af
endurgreiðsluhæfum kostnaði sem
fellur til við hljóðritun. Eitt af skil-
yrðum þess er að samanlagður spil-
unartími hljóðritana sé ekki undir 30
mínútum og segir í greinargerð að
með 30 mínútna spilunartíma sé að
vissu leyti vísað til lágmarkstíma
þess sem í daglegu tali er nefnt
breiðskífa (LP-plata).
Dægurlögin styttri en áður var
Með breyttum markaðsaðstæðum
og rekstrarumhverfi hafi fjöldi tón-
listarmanna kosið að gefa út stök lög
(e. single) eða stuttskífu (EP-plata).
Í daglegu tali sé vísað til stuttskífu
sem hljómplötu sem inniheldur fleiri
en eitt lag, oft fjögur til sex, en er þó
innan við hefðbundinn 30 mínútna
hljóðritunartíma breiðskífu. Þá er
bent á að meðallengd dægurlaga sé
minni nú en áður eða þrjár mín. og
þrjátíu sek. en var að jafnaði fjórar
mínútur fyrir 20 árum. omfr@mbl.is
14 mín. spilunartími
dugi til endurgreiðslu
Komið til móts við
listamenn í nýjum
frumvarpsdrögum
Morgunblaðið/Golli
Unnið í hljóðveri Endurgreiða má
hluta kostnaðar við hljóðritun.