Morgunblaðið - 16.09.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.09.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Alls hafa rúmlega tvær milljónir hektara gjör- eyðilagst í gróðureldum sem geisa nú á vest- urströnd Bandaríkjanna. Hið minnsta 36 hafa spáð víða á vesturströndinni síðar í vikunni sem yfirvöld vona að hafi í för með sér langþráða rigningu. Storminum gætu þó fylgt eldingar. látist í Oregon-ríki, Kaliforníu og Washington- ríki. Í Oregon er tuga enn saknað og þúsundir heimila hafa brunnið til kaldra kola. Stormi er AFP Tvær milljónir hektara brunnið til kaldra kola Morten Jesper- sen, sendiherra Danmerkur hjá Sameinuðu þjóð- unum í Genf, las í gær yfirlýsingu fyrir hönd 29 þjóða í mannrétt- indaráði Samein- uðu þjóðanna, þar sem Sádi- Arabar voru for- dæmdir fyrir margvísleg og alvar- leg brot á mannréttindum, og þess krafist að þeir sem myrtu blaða- manninn Jamal Khashoggi myndu svara til saka, en dómstóll í Sádi- Arabíu mildaði dóma yfir átta sak- borningum fyrr í mánuðinum. Ríkin 29 fordæmdu einnig fregn- ir af pyndingum á föngum, auk þess sem vakin var athygli á máli fimm kvenna sem sitja í fangelsi vegna baráttu sinnar fyrir auknum rétt- indum. Mannréttindabrot fordæmd í Genf Jamal Khashoggi SÁDI-ARABÍA Donald Trump Bandaríkja- forseti lýsti því yfir í gær að hann hefði viljað láta ráða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, af dög- um árið 2017, en að Jim Mattis, þáverandi varn- armálaráðherra Trumps, hefði lagst gegn því. „Ég hefði frekar viljað taka hann út. Ég var með allt til reiðu,“ sagði Trump í morgunþættinum Fox & Friends í gærmorgun. Trump sagði að Mattis hefði verið „mjög ofmetinn hers- höfðingi“ og því hefði hann látið hann fara. Trump sagði í gær að hann sæi ekki eftir því að hafa ekki fyrir- skipað árásina, en hugmyndin kviknaði eftir að Assad gerði efna- vopnaárás á eigin ríkisborgara í apríl 2017. Bandaríkjamenn völdu í staðinn að gera eldflaugaárás á herflugvöll í Sýrlandi. Hugðist ráða Assad af dögum 2017 Donald Trump BANDARÍKIN Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Na- valní greindi frá því í gær að hann gæti nú aftur dregið andann án aðstoðar öndunarvéla, í fyrsta sinn frá því að eitrað var fyrir honum 20. ágúst síðastliðinn. Kíra Yarmush, talskona Navalnís, sagði við AFP-fréttastofuna að hann hygðist snúa aftur til Rússlands þegar hann hefði náð sér að fullu. „Enginn annar kostur hefur verið íhugað- ur,“ sagði hún. Navalní birti mynd af sér, Júlíu konu sinni og tveimur börnum þeirra frá sjúkrabeði sínum í Berlín á samskiptamiðlinum Instagram í gær. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagðist hafa getað andað á ný hjálparlaust allan mánudaginn. „Það er undravert ferli og vanmetið af mörgum. Ég mæli með því,“ sagði Navalní og bætti við að hann saknaði stuðningsmanna sinna. Þýsk stjórnvöld lýstu því yfir í fyrradag að óháðar rannsóknir í Frakklandi og Svíþjóð hefðu staðfest niðurstöðu rannsókna þýska hersins um að taugaeitrinu novichok hefði verið beitt gegn Navalní. Aðstandendur Navalnís segja að það þýði að einungis rússneska ríkið geti borið ábyrgðina á árásinni, en novichok var einnig beitt í eiturvopnaárásinni gegn Skrípal-feðginunum ár- ið 2018. Hafa margar spurningar Rússnesk stjórnvöld hafa hins vegar hafnað þeim ásökunum með öllu, og sagði Sergei Narys- hkin, yfirmaður rússnesku utanríkisleyniþjónust- unnar, að rússneskir læknar hefðu ekki fundið neinar menjar þess að eitrað hefði verið fyrir Nav- alní. „Við höfum því margar spurningar handa Þjóðverjum,“ sagði Naryshkin á blaðamanna- fundi. Þá lýsti Naryshkin því yfir að læknateymið í borginni Omsk í Síberíu hefði bjargað lífi Navalnís og gert ítarlegar prófanir á honum. Að auki hefðu rússnesk stjórnvöld fargað birgðum sínum af no- vichok, og því væru ásakanir um að Rússar byggju enn yfir því byggðar á röngum upplýsingum. Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sagði í gær að tíðindin um bætt ástand Navalnís myndu „gleðja alla“. Ítrekaði Peskov beiðni rússneskra stjórnvalda um upplýs- ingar frá Þjóðverjum um eiturefnapróf Navalnís, en Rússar hafa ekki viljað hefja opinbera rann- sókn á atvikinu fyrr en þær liggja fyrir. Ætlar aftur til Rússlands  Alexei Navalní kominn úr öndunarvél og með fulla meðvitund  Ekkert annað hafi komið til greina en að snúa aftur  Rússnesk stjórnvöld vísa ásökunum á bug AFP Úr öndunarvél Alexei Navalní setti mynd af sér og fjölskyldu sinni frá sjúkrabeði á Instagram. Þýsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust bjóða 1.500 flóttamönn- um sem nú dveljast í búðum á grísk- um eyjum hæli í landi sínu. Búið er að reisa nýjar búðir yfir um það bil 800 manns af þeim rúmlega 12.000 flóttamönnum sem misstu skjól sitt þegar Moria-flóttamannabúðirnar á eyjunni Lesbos brunnu til kaldra kola fyrir rúmri viku. Hafa flestir þeirra hafst við í yfirgefnum húsum eða við vegkant frá þeim tíma. Þjóðverjar höfðu áður boðist til þess að taka við um 150 ungmennum af 400 sem dvöldu í búðunum án full- orðinna aðstandenda, en nú hyggj- ast þeir einnig bjóða fjölskyldum með börn hæli, en boðið verður ekki bundið við fólk sem dvaldist í Moría- búðunum. Grísk stjórnvöld tilkynntu jafn- framt í gær að fimm hefðu verið handteknir vegna gruns um að þeir hefðu átt þátt í að eldurinn kviknaði. Mönnunum fimm var lýst sem „ung- um erlendum ríkisborgurum“ í til- kynningu stjórnvalda, og er sjötta mannsins enn leitað. Talið er að sá hafi þegar flúið Lesbos. Taka á móti 1.500 manns  Fimm handteknir vegna eldsvoðans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.