Morgunblaðið - 16.09.2020, Síða 12
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Breytt heimsmynd kannsenn að blasa við í Mið-Austurlöndum eftir þvísem fleiri arabaríki taka
upp samskipti við Ísrael eftir ára-
tuga langa einangrun eða hreina
óvináttu.
Síðastliðinn föstudag greindi Don-
ald Trump Bandaríkjaforseti frá því
að Bahrein myndi taka upp samband
við Ísrael, en varla er mánuður frá
því að Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin (SAF) ákváðu að færa tengsl-
in við Ísrael í eðlilegt horf tveggja
nágrannaríkja með margvíslega
sameiginlega hagsmuni. Þar eru
áhyggjur af uppivöðslusemi Írana
sjálfsagt ríkastar.
Trump getur með réttu hreykt sér
af þessum árangri á utanríkissviðinu
og veitir víst ekki af góðum fréttum í
aðdraganda forsetakosninganna í
nóvember.
Það er þó frekar að Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra Ísraels,
geti hrósað sigri í þessu máli, en
hann hefur um árabil unnið að því
leynt og ljóst að koma á eðlilegu sam-
bandi við nágrannaríkin í Mið-
Austurlöndum. Málamiðlun Trump-
stjórnarinnar og þá sér í lagi Jared
Kushner, tengdasonar forsetans,
skipti vissulega máli, en forsetakosn-
ingarnar vestra spila þar einnig inn í.
Arabaríkin óttast að hafi Joe Biden
sigur í þeim, muni hann aftur taka
upp friðþægingarstefnu Baracks
Obama, fyrirrennara síns, gagnvart
Íran.
Palestínuarabar hafa hins vegar af
því töluverðar áhyggjur að þeir séu
að einangrast í baráttunni við Ísra-
elsríki um land og ríkisstofnun, þeg-
ar bandamenn þeirra í arabaríkjun-
um hopa einn af öðrum.
Tilkynningin kom ekki fullkom-
lega á óvart og Bahrein er minnst
Persaflóaríkjanna, svo út af fyrir sig
munu samskipti þess og Ísraels ekki
breyta miklu. Hitt skiptir meira máli,
að Bahrein er tengt Sádi-Arabíu
nánum böndum og hefur ekki (frekar
en SAF) afráðið að stíga þetta skref
án þess að hafa fengið þegjandi sam-
þykki Sádi-Arabíu fyrst. Sjálfsagt
munu fleiri eftir fylgja.
Ekki eru þó öll arabaríki svo sátt-
fús. Katar og Kúveit gefa til kynna
að þeim verði ekki þokað, þótt ýmsir
telji að Katar kunni að láta sér það
lynda geti það rofið einangrunina við
önnur ríki á Arabíuskaga.
Sátt við Sádi-Arabíu
meginmarkmið Ísraelsmanna
Mestu mun þó muna ef Ísraels-
mönnum tekst að ná meginmarkmiði
sínu um sættir við Sádi-Arabíu. Nú
þegar eru þar á milli ýmis óopinber
eða leynileg tengsl, einkum vegna
sameiginlegra hagsmuna þeirra um
að halda aftur af ofmetnaði klerka-
stjórnarinnar í Íran. Mohammed bin
Salman, hinn áhrifamikli krónprins
Sádi-Arabíu, hefur gefið eindregið til
kynna að hann vilji taka upp bætt
samskipti við Ísrael, en þó að Salman
konungur, faðir hans, þybbist við, þá
er hann orðinn 84 ára gamall, ekki
heilsuhraustur og þjakaður af Alz-
heimer.
Til þessa hefur Sádi-Arabía haldið
fast við að frekari þíða í garð Ísraels
sé háð því að Ísraelsmenn hverfi aft-
ur að landamærunum, sem voru fyrir
hina misheppnuðu árás arabaríkj-
anna í sexdagastríðinu 1967, og að
sjálfstætt ríki Palestínu verði stofn-
að, en atburðir undanfarinna vikna
benda til þess að sú stefna verði brátt
fyrir bí.
Það var hugsanlega til marks um
það, að þegar fulltrúar Palestínu-
araba reyndu í liðnum mánuði að fá
Arababandalagið til þess að for-
dæma SAF fyrir að vingast við Ísr-
ael, uppskáru þeir einungis skammir
fyrir afskiptasemi.
Hið merkilegasta í þessu öllu er þó
mögulega það, að viðbrögð almenn-
ings í arabaríkjum — Arabastrætis-
ins svonefnda — hafa öfugt við það
sem margir Mið-Austurlandasér-
fræðingar hafa varað við árum sam-
an, verið nákvæmlega engin. Þessi
breytta staða, sem endurspeglar
raunveruleikann frekar en ósk-
hyggju, virðist fáa trufla nema Pal-
estínuaraba. Sem þá þurfa mögulega
að hugsa sinn gang.
Arabaríki taka upp
samskipti við Ísrael
S.A.F.
30° 40° 50°
10°
20°
30°
40°
10
20°
30°
40°
Svartahaf
Kaspía-
haf
Hor
muz
Arabíuhaf
Miðjarðarhaf
Persaflói
Ómanflói
R
auðahaf
Aden-flói
60°
SAÚDÍ
ARABÍA
SÚDAN
SUÐUR-
SÚDAN
EGYPTA-
LAND
TYRKLAND
EÞÍÓPÍA
SÓMALÍA
RÚSSLAND
KÝPUR
JÓRDANÍA
ÍSRAEL
ARMENÍA
PAK.
KÚVEIT
KATAR
BAHREIN
TÚRKMENISTAN
ÚZBEKÍSTAN
GEORGÍA
AZERBADZJAN
ERÍTREA
DJÍBÚTÍ
ÓMAN
SÝRLAND
ÍRAK ÍRAN
AFGAN-
ISTAN
JEMEN
LÍBANON
Ankara
Damaskus Baghdad
Amman
Kaíró
Riyadh Múskat
Sanaa
Jerúsalem
Mekka
Jeddah
Abú
Dhabí
Beirút
Dúbaí
Tehran
Sínaí
500
Km
10000
Gólan
GRIKK-
LAND
KAZAKHSTAN
Stjórnmálatengsl
Óbein tengsl
Engin tengsl / óvinátta
Ísrael og tengslin við nágrannana
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fasteignamat-ið er sér-stakt fyrir-
bæri í íslenskri
stjórnsýslu. Fast-
eignamatið er notað
til grundvallar fast-
eignagjöldum. Ef matið hækkar
hækka fasteignagjöldin sömu-
leiðis. Iðulega er þessi hækkun
langt umfram verðbólgu og
stundum hafa sveitarfélög
brugðist við með því að lækka
hlutfall fasteignagjaldsins,
sjaldnast þó það mikið að ekki
halli á skattgreiðandann þegar
upp er staðið.
Mótsagnir fasteignamatsins
voru rækilega afhjúpaðar í máli
Hótels B59 í Borgarnesi, sem
fjallað var um í Morgunblaðinu í
gær. Eigendur Hótels B59 gerðu
athugasemdir við það að fast-
eignamat þeirra var mun hærra
en mat keppinauta. Fasteigna-
mat Hótels B59 var 55 til 75%
hærra en fasteignamat annarra
hótela á svæðinu, þar á meðal
Hótels Húsafells og Hótels
Hamars. Bentu þeir á að þetta
skekkti samkeppnisstöðu hótels-
ins í Borgarnesi verulega.
Í fréttinni er rætt við Hjörleif
B. Kvaran, lögmann Hótels B59.
Þar segir hann að fyrst hafi mál-
ið verið kært, en kærunni verið
hafnað og sagt að matið skyldi
standa. Þá var kært til yfirfast-
eignamatsnefndar, sem felldi úr-
skurðinn úr gildi. Í
kjölfarið var farið
fram á að fram-
kvæmt yrði nýtt
mat og er nú beðið
eftir því.
Það er vissulega
gott að niðurstaðan skuli hafa
orðið sú að þetta skuli endur-
skoðað þótt ekki hafi það náðst
fram í fyrstu atrennu. Mismun-
unin virðist augljós og tregðan
til að leiðrétta hana er ekki í
anda orða Bjarna Benedikts-
sonar fjármálaráðherra í viðtali í
Viðskiptamogga fyrir skömmu
þar sem hann sagði að hann vildi
beita sér fyrir viðhorfsbreytingu
í kerfinu.
„Það á að vera viðkvæðið hér í
ráðuneytinu, hverri einustu
stofnun og skrifstofu hins op-
inbera að símanum sé svarað
með orðunum: „Góðan dag,
hvernig get ég aðstoðað?““
Fasteignamat á ekki að vera
leið til að mismuna fyrirtækjum í
sambærilegum rekstri. Það á
heldur ekki að vera skjól til að
hækka skatta án þess að til þess
þurfi sérstaka ákvörðun. Hækk-
að verð á fasteign skiptir engu
máli fyrir eigandann nema hann
selji fasteignina. Hærra fast-
eignaverð hækkar hvorki launin
né eykur verðmæti framleiðsl-
unnar. Sambandið milli fast-
eignamats og fasteignagjalda
þarf að endurskoða.
Sambandið milli
fasteignamats og
fasteignagjalda þarf
að endurskoða}
„Hvernig get
ég aðstoðað?“
Sveitarstjórn-arkosningar í
sambandsríkinu
Nordrhein-
Westfalen í Þýska-
landi eru almennt
ekki þess virði að
þeim sé veitt sér-
stök athygli utan
Þýskalands, jafnvel
ekki utan sam-
bandsríkisins þó að það sé það
langfjölmennasta í Þýskalandi.
Lengi vel var þetta vegna þess
að Sósíaldemókratar (SPD)
„áttu“ þetta sambandsríki og
voru gjarnan með um 50%
stuðning þar og þess vegna ekki
mikilla hræringa að vænta það-
an, en líka almennt vegna þess
að sveitarstjórnarkosningar
þykja almennt ekki mjög eftir-
tektarverðar fyrir aðra en
íbúana, sérstaklega ekki í sam-
bandsríkjum.
Sveitarstjórnarkosningarnar
í Nordrhein-Westfalen um liðna
helgi kunna þó að hafa meiri
áhrif í þýskum stjórnmálum en
venja er. SPD hafði gefið nokk-
uð eftir áður og var í kosning-
unum 2014 komið niður í 31% en
nú fékk flokkurinn annað högg
með aðeins 24% atkvæða.
Kristilegir demókratar (CDU)
lækkuðu líka, en mun minna og
halda 34% fylgi og
eru þar með lang-
stærsti flokkurinn á
sveitarstjórnarstig-
inu í sambandsrík-
inu.
Þetta kann að
hafa talsverða þýð-
ingu því að for-
sætisráðherra
Nordrhein--
Westfalen, Armin Laschet, er
einn þeirra sem hyggjast bjóða
sig fram til leiðtoga CDU í des-
ember og talið er að útkoman nú
sé að nokkru honum að þakka og
í það minnsta að hann muni geta
nýtt sér úrslitin til að auka líkur
sínar á sigri.
Það má því segja að Laschet
sé skrefi nær því eftir kosningar
helgarinnar að taka við leiðtoga-
sætinu og þar með að verða
kanslaraefni flokksins í kosn-
ingunum sem verða ekki síðar
en haustið 2021.
Á hinn bóginn má segja að þó
að hann vinni sigur innan
flokksins og flokkur hans í fram-
haldi af því sigur í þýsku þing-
kosningunum er ekki endilega
líklegt að mikilla breytinga sé
að vænta, enda fátt sem bendir
til að Laschet muni víkja frá
þeirri stefnu sem Angela Mer-
kel hefur lagt í helstu málum.
Þýsk stjórnmál
eru ekki þau
líflegustu, en ekki er
útilokað að kosn-
ingar um helgina
kunni að hafa ein-
hver áhrif – og þó}
Kosningar sem gætu skipt máli
R
íkisstjórnir víða um heim hafa á
undanförum vikum og mánuðum
sett á ferðatakmarkanir, sam-
komubann og á einstaka stöðum
útgöngubann. Slíkar ákvarðanir
um að takmarka frelsi einstaklinga á aldrei að
taka af léttúð. Í mannréttindakafla stjórnar-
skrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu
er gert ráð fyrir heimild ríkisvaldsins til að
setja skorður við frelsi einstaklinga og þá ein-
vörðungu þegar almannahagsmunir krefjast
þess.
Þrátt fyrir framangreindar heimildir er
ljóst að þær eru vandmeðfarnar og stjórn-
völdum eru settar ákveðnar skorður. Aðgerðir
verða að eiga sér stoð í lögum, þær eiga ekki
að ganga lengra en tilefni er til og vara ekki
lengur en nauðsyn krefur. Þetta er mikilvægt.
Á tímum Covid-19-faraldursins er til dæmis
nauðsynlegt að engar takmarkanir séu settar á tjáning-
arfrelsi. Við þurfum alltaf að virða réttinn til skoðana-
skipta, ekki aðeins meðal lækna eða annarra sérfræð-
inga heldur rétt alls almennings til að tjá mismunandi
sjónarmið og rökræða um ráðstafanir stjórnvalda.
Skjót viðbrögð hér á landi í upphafi faraldursins
leiddu til þess að ekki þurfti að grípa til jafn harðra ráð-
stafana og aðrar þjóðir hafa neyðst til að gera. Þjóðin
stóð saman og allir lögðu sitt af mörkum til að halda
fyrstu bylgju faraldursins í skefjum. Þegar ný bylgja fór
af stað í lok júlí var ákveðið að herða til muna aðgerðir á
landamærum. Sú ákvörðun var heldur ekki
tekin af léttúð enda ljóst að kórónuveiru-
faraldurinn kemur harkalega niður á efna-
hagslífi landsins, þá sérstaklega ferðaþjón-
ustunni. Eðli málsins samkvæmt gætir
óþreyju og spurt er hvort of langt hafi verið
gengið þar sem ljóst er að veiran mun halda
áfram að skjóta upp kollinum þrátt fyrir
þessar hertu aðgerðir á landamærunum.
Markmið okkar er óbreytt; að halda kúrf-
unni niðri og vernda þá sem eru í áhættuhóp-
um. Þá þarf að taka ákvarðanir sem miða að
því að verja rétt fólks til öryggis og heilsu.
Samhliða þarf þó að vega efnahagslega þætti
og gæta meðalhófs. Með öðrum orðum: Það
þarf að meta afleiðingar takmarkana á líf og
heilsu almennings og hagkerfið í samanburði
við beinar afleiðingar veirunnar.
Ákvarðanir stjórnvalda hafa hvílt á mati á
heilsu og heildarhagsmunum þjóðarinnar. Í því mati þarf
ekki síst að horfa til efnahagslegra þátta sem og félags-
legra. Það er stundum sagt að lækningin megi aldrei
verða verri en sjúkdómurinn sjálfur. Það á ekki síður við
nú. Í ástandi þar sem forsendur og veruleiki breytast frá
viku til viku þurfa stjórnvöld þó að vera tilbúin til að end-
urskoða ákvarðanir ef gild rök liggja að baki þeim. Við
höfum fram að þessu hugsað í lausnum og við munum
halda því áfram í þessu ferli.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Baráttan við veiruna heldur áfram
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen