Morgunblaðið - 16.09.2020, Page 13
Í fyrra stóð Róbert Spanó,
íslenski dómarinn við Mannrétt-
indadómstól Evrópu, að furðu-
legum dómi í máli gegn Íslandi.
Það mál varðaði skipun dómara
í Landsrétt. Þar átti íslenski
dómarinn hlut að dómi MDE á
hendur heimalandi sínu með
þeirri niðurstöðu að Lands-
réttur hefði ekki verið skipaður
samkvæmt lögum. Þetta sáu
allir lögfróðir menn að var stað-
leysa. Skipan dómsins fór að
öllu leyti fram samkvæmt lög-
um og hafa allar valdastofnanir
á Íslandi staðfest að svo sé,
Alþingi, ráðherra, Hæstiréttur
(mál nr. 10/2018) og meira að
segja forseti Íslands. Enginn
réttur var brotinn á kæranda
sem hafði játað ölvunarakstur
og var ákveðin refsing fyrir
það.
Á sama tíma hefur Róbert
Spanó staðið að því að vísa frá MDE fjölda kærumála frá
Tyrklandi, þar sem m.a. dómurum var vikið úr starfi í
stórum stíl fyrir þær sakir að vilja ekki þýðast harðstjór-
ann Erdógan. Svo bítur Róbert Spanó höfuðið af skömm-
inni með því að þiggja boð til Tyrklands til að hitta Erdóg-
an og láta þar sæma sig heiðursnafnbót, allt undir forsjá
harðstjórans. Þetta er ótrúleg atburðarás, ekki síst þegar
málið gegn Íslandi er skoðað til samanburðar.
Ekki er auðvelt að ráða í ástæðurnar fyrir framferði
þessa dómara. Hann virðist helst vera í einhverjum póli-
tískum og persónulegum leik, þar sem lög og réttur skipta
hann ekki miklu máli.
Það er orðið ljóst að Róbert Spanó er með Tyrklands-
hneykslinu búinn að skaða Mannréttindadómstól Evrópu
með þeim hætti að honum ber siðferðileg skylda til að biðj-
ast lausnar; a.m.k. ef hann metur hag dómstólsins meira
en eigin hégómagirnd.
Ég spái því að hann muni samt ekki gera þetta. Hann
mun bregðast við eins og svo margir gera við hliðstæðar
aðstæður. Forherðast og sitja sem fastast.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Þetta er
ótrúleg at-
burðarás, ekki
síst þegar málið
gegn Íslandi er
skoðað til sam-
anburðar.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður
Honum ber
að biðjast
lausnar
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
Á ferð Þegar borgarbúar ungir sem aldnir þurfa að sinna erindum ýmiss konar getur stundum verið gott að ferðast á tveimur
jafnfljótum, ekki síst þegar vel viðrar. Enn betra þykir eflaust sumum að svipast um af baki samferðamanna sinna.
Eggert
Eftir því sem mikil-
vægi Kína í alþjóðlegu
efnahagslífi eykst hefur
ritskoðun komm-
únistaflokksins yfir
landamæri orðið auð-
veldari, skilvirkari og
áhrifameiri. Aukin al-
þjóðleg áhrif Peking
hafa leitt til þess að rit-
skoðunararmur kín-
verska kommúnista-
flokksins hefur náð taki á
útgefendum, fræðimönnum, rithöf-
undum, blaðamönnum og ekki síst
kvikmyndaiðnaðinum, óháð rík-
isborgararétti þeirra eða landamær-
um.
Í nýlegri skýrslu PEN America
um áhrif stjórnvalda í Peking á kvik-
myndaiðnaðinn er dregin upp dökk
mynd. Skýrslan veitir innsýn í hvern-
ig kínversk stjórnvöld hafa með
beinni og óbeinni ritskoðun haft áhrif
á Hollywood og alþjóðlegan kvik-
myndaiðnað. Með skipulegum hætti
hefur kínverski kommúnista-
flokkurinn náð kverkataki á kvik-
myndagerð. Stærstu framleiðendur
heims leika eftir þeirri forskrift sem
þeim er gefin. Þar með mótar Peking
áhrifamesta listræna og menning-
arlega miðil heims – kvikmyndir –
langt út fyrir eigin landamæri.
PEN America berjast fyrir frjálsri
tjáningu listamanna og almennum
mannréttindum og eru hluti af al-
þjóðlegum samtökum rithöfunda,
blaðamanna og annarra fulltrúa hins
skrifaða og talaða orðs. Samtökin
eiga rætur í Bretlandi en tóku til
starfa í Bandaríkj-
unum árið 1922.
Frjáls tjáning
út í horn
Fyrir marga er að-
gangur að kínverska
markaðinum mik-
ilvægur og þar er kvik-
myndaiðnaðurinn ekki
undanskilinn. For-
senda þess að geta átt
viðskipti innan landa-
mæra Kína er að við-
komandi felli sig við
reglur stjórnvalda í Peking, ekki síst
strangar reglur ritskoðunar. Á síð-
ustu árum hafa forráðamenn kvik-
myndaiðnaðarins lært leikreglurnar
og stunda nú sjálfsritskoðun. For-
stjórar kvikmyndavera aðlaga hand-
rit bíómynda – söguþráð, samtöl og
umgjörð – að því sem þeir telja vera
þóknanlegt kínverska komm-
únistaflokknum. Val á leikurum má
heldur ekki styggja ráðamenn í Pek-
ing.
Kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood
hefur þannig sett frjálsa tjáningu út í
horn. Oft er fulltrúum kínverskra rit-
skoðara boðið í kvikmyndaverin til að
gefa ráð um hvernig standa skuli að
verki til að tryggja að bíómynd kom-
ist fyrir augu almennings í Kína.
Sjálfsritskoðun kvikmyndaiðn-
aðarins – flóttinn frá frjálsri tjáningu
– hefur að mestu farið fram í kyrr-
þey. Og það er mikið í húfi fyrir
bandarískan kvikmyndaiðnað.
Kínverski markaðurinn er stærsti
markaður kvikmynda í heiminum. Á
fyrsta ársfjórðungi 2018 fór Kína
fram úr Bandaríkjunum í miðasölu
kvikmyndahúsa. Í áætlun (gerð fyrir
kórónuveirufaraldurinn) var því spáð
að heildartekjur kvikmyndahúsa
verði um 15,5 milljarðar dala árið
2023. Á sama tíma er búist við að
tekjur í Bandaríkjunum verði um
11,4 milljarðar. Uppgangur í kín-
verskri kvikmyndagerð og auknar
vinsældir hafa aukið þrýsting á
Hollywood og leitt til sífellt meiri
sjálfsritskoðunar og opnað greiða leið
fyrir ritskoðun kínverska komm-
únistaflokksins.
Kysst á vöndinn
Sá tími er liðinn þegar Hollywood
skipaði sér á bekk með baráttufólki
fyrir almennum mannréttindum í
Kína. Draumasmiðjan framleiðir ekki
lengur myndir líkt og Sjö ár í Tíbet
með Brad Pitt í aðalhlutverki, Kund-
un leikstýrt af Martin Scorsese eða
Red Corner þar sem Richard Gere
fór með aðalhlutverkið. Myndirnar
eru ádeila á mannréttindabrot kín-
verskra stjórnvalda, draga upp ógeð-
fellda mynd af lögregluríki og dóms-
kerfi sem framfylgir aðeins stefnu
stjórnvalda.
Engin þessara kvikmynda var
sýnd í Kína en á þeim tíma skipti það
litlu. Árið 1997 var kínverski mark-
aðurinn svipaður og í Perú – hafði lítil
áhrif á afkomu kvikmyndaveranna.
En fljótt skipast veður í lofti. Ári
eftir að Kundun var frumsýnd átti
Michael Eisner, forstjóri Disney sem
framleiddi myndina, fund með Zhu
Rongji, þáverandi forsætisráðherra
Kína, til að ræða stækkunaráform
fyrirtækisins. Af því tilefni sagði Eis-
ner um Kundun: „Slæmu fréttirnar
eru þær að myndin var framleidd,
góðu fréttirnar eru þær að enginn
horfði á hana.“ Og forstjóri Disney
lét ekki þar við sitja enda mikið und-
ir, m.a. undirbúningur að Disney
World í Shanghai. Hann bað kínversk
stjórnvöld afsökunar og lofaði að
fyrirtækið myndi ekkert gera í fram-
tíðinni „sem móðgar vini okkar“.
Þrælslund Hollywood gagnvart
kínverska kommúnistaflokknum birt-
ist skýrlega í yfirlýsingu Jean-
Jacques Annaud, leikstjóra Sjö ára í
Tíbet, um að hann hefði aldrei stutt
sjálfstæðisbaráttu Tíbeta og aldrei
átt samskipti við Dalai Lama. Leik-
stjórinn lýsti því hátíðlega yfir að úti-
lokað væri að hann yrði vinur sjálf-
stæðishetju og trúarleiðtoga Tíbeta.
Allt er gert til að forðast „svartan
lista“ yfir óæskilega listamenn með
sjálfstæðar skoðanir.
Í kreditlista Mulan, nýrrar kvik-
myndar Disney-samsteypunnar
(endurgerð samnefndrar teikni-
myndar frá 1998), þakkar framleið-
andinn kínverska áróðursráðuneyt-
inu og öryggislögreglunni í
Xinjiang-héraði, þar sem myndin var
tekin upp að hluta, sérstaklega fyrir
veitta aðstoð. Í héraðinu hefur yfir
ein milljón Úigúra verið send í fanga-
búðir, sem stjórnvöld kalla aðlög-
unarbúðir, og tugir þúsunda hafa ver-
ið sendir brott til að vinna í
verksmiðjum víða í Kína. Ofsóknir
gagnvart Úigúrum – minnihlutahópi
múslima – hafa staðið áratugum sam-
an þar sem markvisst er stefnt að því
að brjóta niður siði og venjur minni-
hlutahóps. Fangabúðir og nauðung-
arvinna – þrælkun – eru léttvæg í
hugum þeirra sem stýra áhrifamestu
listgrein heims.
Sálin framseld
Eisner og Annaud eru ekki þeir
einu í draumaborginni sem kyssa rit-
skoðunarvönd kínverska komm-
únistaflokksins. Það gera flestir en á
því eru sem betur fer undantekn-
ingar. Quentin Tarantino lét ekki
beygja sig. Richard Gere er á svört-
um lista og bannfærður í Kína –
stuðningur við sjálfstæðisbaráttu
Tíbeta er ein stærsta synd sem nokk-
ur listamaður getur drýgt í augum
ráðamanna í Peking.
Áhrif Peking-stjórnarinnar á kvik-
myndagerð í Hollywood eru ekki
einkamál forstjóra kvikmyndavera,
leikstjóra, leikara og handritshöf-
unda. Með sköpun sinni hefur kvik-
myndaborgin haft gríðarleg áhrif á
menningu og samfélög um allan
heim. Í þeim efnum þekkir listin eng-
in landamæri. Hollywood nær til
milljarða manna sem standa í þeirri
trú að í draumaborginni ráði frjáls
tjáning för. Hafi draumaborgin
Hollywood einhvern tíma átt sál, þá
er hún búin að framselja hana til kín-
verskra stjórnvalda í skiptum fyrir
aðgang að stærsta markaði heims.
Og með þessa staðreynd í huga
verðum við sem elskum kvikmyndir
að fara í bíó.
Eftir Óla Björn
Kárason » Sjálfsritskoðun kvik-
myndaiðnaðarins –
flóttinn frá frjálsri tján-
ingu – hefur að mestu
farið fram í kyrrþey.
Mikið er í húfi fyrir
Hollywood.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Framleitt í Hollywood – ritskoðað í Peking