Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera   k Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir            ! "#   $ %%%&'()*+,&-. AÐALFUNDUR 2020 Byggingasamvinnufélags samtaka aldraðra bsvf Verður haldinn þann 24. september kl. 16:00, á Grand Hótel, Sigtúni 38 (í fundarsal nefndur Gullteigur) í Reykjavík. Á aðalfundi skal leggja fram ársreikning og skýrslu skoðunarmanns/manna ásamt skýrslu stjórnar um hag félagsins: Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Staðfesting ársreiknings. 3. Kjör stjórnar og skoðunarmanna. 4. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár. 5. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund samkvæmt lögum og félagssamþykktum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Stjórnin. Veiði Vegna flutninga og skipulagsbreytinga Seljum neoprene mittisvöðlur og skó til strandveiða. Einning öndunarvöðlur og skó. Flugustangir og fluguhjól, strandveiðistangir, og hjól. Ásamt úrvali af spúnum til lax-, silungsveiða og strandveiða, ásamt ýmsu veiðidóti til sportveiða. Opið verður á miðviku- og fimmtudag frá kl. 13.00-17.00 og föstudag frá kl. 13.00-16.00. I. Guðmundsson ehf., Nethyl 1, 110 Reykjavík, sími 533 1999 Félagsstarf eldri borgara SAflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30, nóg pláss. Stólaleik- fimi í Hreyfisal kl. 9.30. Gönguferð um hverfið kl. 10.30. Söngstund við píanóið, með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóla- dans með Þóreyju kl. 10.30. Spænskukennsla kl. 14. Bónus-bíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt Skógarmanna kl. 13-14. Spænsku- kennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 411 2600. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Námskeið í tálgun kl. 9.15-11.45. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall við hringborðið kl. 8.50-11. Skráning á þátttökulista fyrir vetrarstarfið er á skrifstofunni kl. 8.50-16. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgað með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með- læti með síðdegiskaffi er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jóns- húsi kl. 11. Leir í Smiðju kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.30 og 17.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 útskurður með leiðbeinanda (Grænagróf), kl. 11 leikfimi Helgu (Háholt), kl. 12.30-15 Döff, félag heyrnalausra (Lágholt). kl. 13-16 útskurður / pappamódel með leiðbeinanda. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 postulínsmálun, heitt á könnunni kl. 9-16. Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun og silfursmíði kl. 13. Línu- dans kl. 14 og línudans fyrir byrjendur kl. 15 ef næg þátttaka næst. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn og allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Dansleikfimi kl. 13- 13.45. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur kl. 13-16. Spilað kl. 13. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Ganga kl. 10 í dag frá Borgum og kaffispjall á eftir. Allir velkomnir í keilu í Egilshöll kl. 10 í dag. Korpúlfabingó kl. 13 í dag í Borgum allir velkomnir og við virð- um samfélagssáttmálan um sóttvarnir. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist bútasaumshópur kl. 9-12 í handavinnustofu. Klukkan 10.30 verður hópþjálfun með sjúkraþjálfara í setustofu 2. hæðar. Bókbandið verður á sínum stað í smiðju eftir hádegi kl. 13-17 og Handaband kl. 13-15.30 í handavinnustofu. Þá verður einnig haldin söngstund kl. 13.30-14.30 í matsal. Við vekjum athygli á að frá með morgundegi er hádegisverður með fyrri hætti kl. 11.30-12.30. Seltjarnarnes Bónusbíllinn fer frá Skólabraut kl. 9.45. Gler og bræðsla kl. 9 og 13. Leir á Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timbur- menn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna, samvera og kaffi á Skóla- braut kl. 13. Af gefnu tilefni: Á meðan núgildandi sóttvarnarreglur vara verður ekki boðið upp á félagsvist á vegum tómstundastarfsins. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Nú  þú það sem þú eia að FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar Góður vinur Odd- geir Ísaksson var til moldar borinn á laugardag 87 ára að aldri. Það var falleg athöfn og fjöl- menni eins og við var að búast. Grenvíkingar voru að kveðja einn af sínum bestu sonum. Um áratugi hafði hann verið einn af burðarásum atvinnulífsins á staðnum, setið í hreppsnefnd og látið að sér kveða í hvers konar umbóta- og félagsstarfi. Ég hef þráfaldlega verið að hugsa til Oddgeirs þessa síðustu daga og það er bjart yfir minn- ingu hans. Hann var hlýr og traustur. Vinátta okkar var náin og það var mér styrkur í mínu pólitíska starfi að geta sótt ráð til hans og farið yfir málin. Það er nauðsyn- legt hverjum stjórnmálamanni að eiga þvílíka vini að sem eru hrein- skilnir og vita hvað þeir eru að segja. Við Oddgeir áttum margar góðar stundir saman. Einu sinni fórum við á sjóstöng nokkrir og var Jakob Þorsteinsson á Frosta með í för og gistum í Þorgeirs- firði. Það var í senn fróðlegt og Oddgeir Ísaksson ✝ Oddgeir Ís-aksson fæddist 16. júlí 1933. Hann lést 30. ágúst 2020. Útför Oddgeirs fór fram 12. sept- ember 2020. skemmtilegt að fylgjast með þeim Oddgeiri og hlusta á orðræður þeirra og athugasemdir. Þeir þekktu sjólagið eins og fingurna og vissu hvar skyldi renna. Þegar við komum út fyrir Gjögrana sagði annar: „Eigum við ekki að ná í lúðu?“ „Jú,“ svaraði hinn. „Við skulum fara á Botnsblettinn!“ Mið voru tekin af kennileitum í landi og áður varði vorum við þangað komnir. Þeir sögðu Björgólfi Jóhannssyni að renna. Og viti menn: Það beit lúða á krókinn! Atvik eins og þetta fell- ur manni ekki úr minni. Þegar ég kynntist Oddgeiri átti hann Sjöfn og urðu þær fjórar talsins. Hann var skipstjóri í 47 ár, hann var góður aflamaður, hélt vel utan um áhafnir sínar og fór vel með skip og afla. Og má raunar segja, þegar horft er yfir lífshlaup hans, að hann hafi verið ræktunarmaður í lífi og starfi. Þegar ég skrifa þessar línur verður mér hugsað til Margrétar. Söknuðurinn er sár. Oddgeir var mikill fjölskyldumaður og farsæll í sínu einkalífi. Ekki veit ég hvort það er hugg- un harmi gegn en sá sem hefur misst mikið hefur líka átt mikið. Halldór Blöndal. Þegar eldri dóttir mín fæddist árið 1979 þá mættu móð- ursystur mínar, Inga og Vigga, á fæðingardeildina til að heilsa upp á nýbakaða móður og skoða barnið. Þær Dönustaða- systur létu það ekki trufla sig hver var mamma eða amma hvers af sínum stofni. Þær voru og eru mæður barna sinna, en líka mæð- ur barna systranna. Allir njóta góðs af. Líka móðirin unga sem aldrei hafði séð þær fyrr og þáði af þeim burðarrúm að gjöf. Nú var hún Inga, Ingibjörg Jó- hanna Skúladóttir, að deyja. Hvíldin er henni góð því erfið veikindi hafa hrjáð hana undan- farin ár. Inga var ákaflega vönduð og skemmtileg kona. Mig langar að minnast hennar nokkrum orð- um. Þannig háttaði að æskuheimili mitt í Kópavogi og heimili Ingu og hennar manns, Steina (Þorsteins Guðbrandssonar frá Broddanesi), voru skammt hvort frá öðru. Frá fimm ára aldri og fram yfir tvítugt var ég heimagangur hjá Ingu. Minningar hrannast upp og engin leið að henda reiður á þeim nema með því að segja að allt var þar með Ingu blæ: Afslappað þótt stundum gengi mikið á, alltaf var hægt að finna eitthvað fyndið að segja frá, allt gekk sinn vanagang en samt var alltaf mikið að gerast. Eitthvað sem gott var að ræða of- an í kjölinn við eldhúsborðið á Álf- hólsveginum. Inga var þriðja yngst barna þeirra hjóna Skúla Jóhannessonar og Lilju Kristjánsdóttur frá Dönustöðum í Laxárdal í Dölum. Yngri eru Guðrún Lilja sem dó 2016 og Iða Brá sem býr í Stokk- hólmi. Eldri systkini eru Sólrún, Sigríður, dáin 1999, Daði, dáinn Ingibjörg Jóhanna Skúladóttir ✝ Ingibjörg Jó-hanna fæddist 16. febrúar 1936. Hún lést 23. ágúst 2020 á Útför Ingibjarg- ar fór fram 7. sept- ember 2020. 1955 og Viktoría sem er elst og lifir enn, ern í hárri elli. Eins og gengur með miðjubarn, ekki síst í neðri hluta barnaskara, var Inga góður sátta- miðlari. Hún þótti skapgott og þægi- legt barn en fremur matvönd. Snemma bar á hæfileika hennar til að segja frá og sjá það skoplega í umhverfinu. Ekkert hafði gerst í ferðinni eða á deg- inum fyrr en Inga fór að segja frá. Þá var allt í einu allt orðið drep- fyndið. Einstakt skopskyn var stór hluti af hennar karakter alla tíð. Inga fór í húsmæðraskólann og hitti síðan Þorstein eftirlifandi eiginmann sinn og giftist honum 1961. Þau eignuðust fimm börn og afkomendur eru í heild orðnir tuttugu. Íslensk fjölskylda upp- runnin af Ströndum og Dölum. Mannvænlegt fólk. Ungu hjónin keyptu lóð í Kópavoginum og byggðu þar sitt óðal við Álfhóls- veg. Önnur kynslóð frumbyggja í bænum. Þar bjuggu þau síðan alla tíð. Steini starfaði sem rafvirki og síðar rafverktaki og Inga sem verkakona, m.a. í Fiskvinnslunni Barðanum og hjá niðursuðuverk- smiðjunni ORA auk þess að reka stórt heimili. Inga var mjög dug- leg kona eins og hún átti kyn til. Að eiga að minnast manneskju sem hefur fylgt manni allt lífið og samskiptin verið mikil á löngum köflum er erfitt. Það slær mann auðvitað að Dönustaðasystrum fækkar. Sigga er farin, Gunna og nú Inga. Það er eftirsjá að þessum kviku, greindu, heiðarlegu og dug- legu konum. Ingu vil ég þakka fyrir frábæra viðkynningu, góðan og ómældan mat, ævinlega hlýju í samskiptum og fyrir mikla þolinmæði. Takk fyrir mig. Ég votta Steina, börnum og af- komendum mína innilegustu sam- úð. Böðvar Bjarki Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.