Morgunblaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020
80 ára Ómar er þjóð-
þekktur af störfum sín-
um sem skemmtikraft-
ur, leikari, fréttamaður,
flugmaður og rithöf-
undur svo aðeins fátt
eitt sé nefnt.
Maki: Helga Jóhanns-
dóttir, f. 1942.
Börn: Jónína, kennari, f. 1963, Ragnar,
byggingafræðingur, f. 1963, Þorfinnur,
fjölmiðlafræðingur og framkvæmda-
stjóri, f. 1965, Örn, tónlistarmaður, f.
1967, Lára, fréttamaður, f. 1971, Iðunn,
kennari, f. 1972, og Alma, fjölmiðlafræð-
ingur, f. 1974.
Foreldrar: Jónína Rannveig Þorfinns-
dóttir húsfreyja, f. 1921, d. 1992, og
Ragnar Edvardsson bakarameistari, f.
1922, d. 2002.
Ómar Ragnarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú veltir fyrir þér hvað þú þarft
mikla peninga eða aðstoð til að lifa með
þeim hætti sem þú telur við hæfi. Allt sem
þú gerir gengur vel og hratt fyrir sig.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er óvitlaust að hafa aðra áætlun
í bakhöndinni ef sú fyrri skyldi bregðast.
Allt sem þú byrjar á í dag reynist ábata-
samt í framtíðinni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Forvitni þín um mannlegt eðli
heltekur þig. Stuttar ferðir, heimsóknir,
samningar, kaup og sala munu tryggja að
þú hafir nóg að gera.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú átt auðvelt með að hlusta á
aðra í dag. Reyndu að taka styttri tíma fyr-
ir í einu og starfa þá af fullum krafti við að
leysa verkefni dagsins.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Foreldrar verða að vera þolinmóðir
við börnin sín í dag. Engum sem reynir að
slá þig út af laginu verður kápan úr því
klæðinu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Lífið er eins og dans á rósum og
þér finnst þú svífa um í draumi. Þú færð
óvænt símtal frá gömlum vini sem færir
þér góðar fréttir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt hlutirnir freisti skaltu skoða það
vandlega hvort þú hafir einhverja þörf fyrir
þá og ekki kaupa nema þörfin sé brýn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú fer að sjá fyrir endann á
því álagi sem þú hefur búið við og þá
máttu búast við umbun erfiðis þíns.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú gætir rekist á gamla kunn-
ingja og skólafélaga og það mun hugs-
anlega opna þér ný tækifæri. Einhver gerir
þér greiða sem þú kannt vel að meta.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er undir sjálfum þér komið
hvort samskipti þín eru góð eða slæm við
annað fólk. Skipuleggðu veislu, frí eða
hverja þá skemmtun sem þú kýst.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert í fínu formi þessa dag-
ana og átt einkar auðvelt með allt sam-
starf við vinnufélaga þína. Mundu að hlát-
urinn lengir lífið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hafðu góðar gætur á peningunum
þínum næstu vikurnar og fylgstu með því
sem þú eyðir í gjafir og þess háttar. Gættu
þess að huga að heilsunni.
vinna fulla vinnu og rúmlega það
heldur er hann einnig virkur í fé-
lagsmálum og hefur beitt sér víða.
Hann sat í ráðgjafanefndum EES og
EFTA 2005-2007, var í stjórn Kan-
adísk-íslenska viðskiptaráðsins
2011-2017, í stjórn Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna 2015-2017, var
formaður stýrihóps mennta- og
menningarmálaráðherra um mál-
tækni fyrir íslensku 2016-2017 og
að vera í 23 ár í flokksstarfinu sem
er langt því ég er ekki gamall maður.
Það sem hefur knúið mig mest
áfram bæði þar og í vinnunni líka er
áhuginn á því að gera lífið betra. Það
hlýtur að vera eitthvað sem við öll
erum sammála um en okkur greinir
kannski á um leiðirnar að því mark-
miði. Það er auðvitað í hnotskurn
það sem stjórnmálin snúast um.“
Davíð lætur sér ekki nægja að
D
avíð Þorláksson fædd-
ist 16. september 1980
á Akureyri þar sem
hann ólst upp. Davíð
dvaldi oft í sveit hjá
afa sínum og ömmu og síðar föð-
urbróður og frænku á Hrauni í Ölf-
usi. Hann gekk í Barnaskóla Akur-
eyrar, Gagnfræðaskólann á
Akureyri og varð stúdent af nátt-
úrufræðibraut Menntaskólans á Ak-
ureyri. „Ég var svo heppinn að eiga
mjög góða æsku og er þakklátur fyr-
ir það. Það sem stendur upp úr í
minningunni er að vera í sveitinni á
Hrauni í Ölfusi. Skemmtilegast var
að fara með frændsystkinunum á
hestbaki þar niður í fjöru og há-
punkturinn ef maður sá sel í fjör-
unni. Eins var það ævintýri líkast að
fara á bátum út í skerin að tína söl.“
Eftir menntaskólann fluttist
Davíð til Reykjavíkur, í vestur-
bæinn, og hann lauk embættisprófi í
lögfræði frá Háskóla Íslands 2006 og
fékk lögmannsréttindi árið 2009.
Ekki lét Davíð þar staðar numið því
MBA-gráða frá London Business
School fylgdi í kjölfarið árið 2016 og
hann varð löggiltur verðbréfamiðlari
árið 2017.
Davíð hefur verið mjög virkur í at-
vinnulífinu og var lögfræðingur Við-
skiptaráðs 2005-2007 og samhliða
því verkefnastjóri við lagadeild HR
2006-2007. Síðan var hann yfirlög-
fræðingur Askar Capital 2007-2009
og yfirlögfræðingur Icelandair Gro-
up 2009-2017 og samhliða því fram-
kvæmdastjóri fasteignafélagsins
Lindarvatns 2015-2017. Frá árinu
2017 hefur hann verið forstöðumað-
ur hjá Samtökum atvinnulífsins.
Davíð var ungur þegar hann
ákvað að leggja sitt af mörkum til
þess að hafa áhrif á samfélagið.
Hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn 17
ára og hefur verið virkur þar síðan.
Setið í stjórn ungra sjálfstæðis-
manna á Akureyri, stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna og verið
formaður þess. Einnig hefur hann
setið í miðstjórn og stjórn flokks-
ráðs, verið formaður Félags sjálf-
stæðismanna í Vesturbæ og Miðbæ
og formaður allsherjar- og mennta-
málanefndar flokksins. „Ég er búinn
var pistlahöfundur í Viðskipta-
blaðinu frá 2015-2018. Er nú formað-
ur stjórnar VIRK starfsendurhæf-
ingarsjóðs og einnig formaður
stjórnar Ungra frumkvöðla og hefur
verið pistlahöfundur í Fréttablaðinu
frá 2018.
„Þegar maður hefur brennandi
áhuga á þjóðfélagsmálum er maður
oft kominn í mörg störf, og þá er
gott að hafa gaman af vinnunni,“
segir Davíð.
En lífið er ekki bara vinna og Dav-
íð hefur mjög gaman af ferðalögum
og hefur ferðast víða um Asíu, Norð-
ur- og Suður-Ameríku og Evrópu.
„Það skemmtilegasta sem ég geri
er að ferðast. Þótt það sé gaman að
ferðast innanlands er mikilvægt að
víkka sjóndeildarhringinn og ferðast
út fyrir landsteinana líka. Það er
ekki laust við að maður finni fyrir
ákveðinni innilokunarkennd þegar
það er ekki hægt um þessar mundir.
Eftirminnilegasta ferðin er til Kól-
umbíu í fyrra þar sem ég fór m.a. til
Guatapé, gekk upp á El Peñón og
sigldi um vatnið yfir gamla bæinn
sem nú er kominn undir vatn.“
Eins og við má búast hefur hann
mikinn áhuga á öllu sem viðkemur
Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins - 40 ára
Ljósmyndir/úr einkasafni
Á ferðalagi Með kærastanum, Daniel Barrios Castilla, við hina tilkomumiklu Penahöll í Portúgal í sumar.
Áhuginn á því að gera lífið betra
Fjölskyldan Með móður, systkinum, mágkonu og bróðursyni í Kjarnaskógi í
sumar. F.v. Sólon Elfar Arnarsson, Telma Dögg Stefánsdóttir, Gauti Elfar
Arnarsson, María Grenó, Davíð Þorláksson og Nína María Arnarsdóttir.
60 ára Bergsteinn
fæddist á Sjúkrahúsi
Selfoss og býr enn á
Selfossi. Hann er
forstjóri fyrirtækisins
Sets ehf. sem selur
verkfæri og lagna-
vörur. Fyrir utan
starfið eru helstu áhugamálin tónlist
og stangveiði.
Maki: Hafdís Kristjánsdóttir, f. 1959,
starfar á Héraðsbókasafninu á Sel-
fossi.
Börn: Sigríður Edda, f. 1980, Brynjar,
f. 1985, og Kristján, f. 1992.
Foreldrar: Sigríður Bergsteinsdóttir, f.
1941, fv. röntgentæknir og Einar Elías-
son, f. 1935, byggingameistari og
stofnandi Sets ehf. Þau búa á Sel-
fossi.
Bergsteinn Einarsson
Til hamingju með daginn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
HÁTT
HITAÞOL
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is