Morgunblaðið - 16.09.2020, Page 22

Morgunblaðið - 16.09.2020, Page 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2020 Sverrir Ingi Ingason, landsliðs- maður Íslands í knattspyrnu og leikmaður gríska knattspynu- félagsins PAOK, var í byrjunarliði gríska liðsins þegar það fékk Ben- fica í heimsókn í 3. umferð und- ankeppni Meistaradeildarinnar í Grikklandi í gær. Leiknum lauk með 2:1-sigri PAOK en Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn gríska liðs- ins. PAOK mætir Krasnodar í um- spili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikirnir fara fram dagana 22.-23. september og 29.-30. september næstkomandi. Sverrir nálgast Meistaradeildina Morgunblaðið/Eggert Sending Sverrir Ingi í landsleik gegn Englandi á dögunum. Haukur Páll Sigurðsson og Krist- inn Freyr Sigurðsson, lykilmenn Vals í úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu, verða báðir í leikbanni vegna gulra spjalda þegar liðið mætir Stjörnunni næsta sunnu- dagskvöld. Þetta kom fram á viku- legum fundi aga- og úrskurð- arnefndar KSÍ í gær. Þar sem bönn vegna gulra spjalda taka gildi á há- degi á föstudegi geta þeir spilað gegn ÍA á fimmtudaginn. Valur er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig en Stjarnan er í öðru sætinu með 24 stig og á leik til góða á Valsmenn. Í leikbanni gegn Stjörnunni mbl.is/Þorsteinn Fyrirliði Haukur Páll Sigurðsson er lykilmaður í liði Valsmanna. 16. UMFERÐ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Aron Bjarnason átti góðan leik fyrir topplið Vals sem hafði betur gegn Víkingi Reykjavík í 16. um- ferð Pepsi Max-deildar karla í fót- bolta á sunnudaginn var, 2:0. Aron skoraði fyrra mark Vals og fékk M fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hefur Aron fengið 8 M í sumar, en aðeins Patrick Pedersen hefur fengið fleiri M í Valsliðinu eða níu. Komu bæði mörk Valsmanna í seinni hálfleik en það voru gest- irnir úr Fossvogi sem voru spræk- ari í fyrri hálfleik. „Þetta var nokk- uð jafnt í fyrri hálfleik en þeir þó aðeins með yfirhöndina, þótt þeir hafi ekki skapað sér mikið af fær- um. Við hefðum getað spilað betur og haldið betur í boltann, en í seinni hálfleik keyrðum við vel á þá frá byrjun, fengum gott mark, og eftir það var þetta aldrei spurn- ing,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið. Getum alltaf skorað mörk Valsmenn hafa unnið níu leiki í röð í öllum keppnum. Hefur liðið oft spilað betur en t.d. gegn Vík- ingi, en það sýnir styrk liðsins að það getur unnið leiki án þess að vera upp á sitt besta. „Það hefur verið þannig í síðustu leikjum að við örvæntum ekki þótt við séum ekki að spila okkar besta leik. Við höfum verið að verjast vel og við vitum að við getum alltaf skorað mörk, þótt við séum ekki að spila vel. Við erum með menn sem hafa reynslu af því að vera í toppbaráttu og vita hvað til þarf.“ Aron segir Valsmenn ekki hugsa of langt fram í tímann, enda nóg eftir af Íslandsmótinu, en hann viðurkennir að leikmönnum liðsins líði eins og þeir geti ekki tapað. „Það er klárlega svolítið þannig en á sama tíma er mikil áhersla lögð á að taka bara einn leik í einu og það þýðir ekki að dvelja of lengi yfir hverjum sigurleik því við verðum að vera áfram á tánum og halda áfram að vinna.“ Aron hefur spilað vel í sumar, skorað þrjú mörk og lagt upp nokkur til viðbótar. Hann er sjálfur sáttur við eigin spilamennsku á tímabilinu til þessa. „Frammistaða mín hefur verið fín og á meðan liðið er að vinna getur maður ekki ein- blínt of mikið á eigin frammistöðu. Ég hef verið að leggja upp og kannski fer minna fyrir því en frammistaðan hefur verið fín.“ Vann síðast bikar 18 ára Valsmenn eru í afar góðri stöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratit- ilinn en Aron hefur ekki fagnað titli síðan hann varð bikarmeistari með Fram árið 2013, þá aðeins 18 ára gamall og nýkominn til fé- lagsins frá Þrótti Reykjavík. Ar- on lék aðeins einn leik með Fram í bikarkeppninni, sjálfan úrslita- leikinn gegn Stjörnunni sem Fram vann í vítakeppni eftir 3:3- jafntefli. „Ég var bara ungur pjakkur og nýkominn til Fram. Það eru mjög góðar minningar og ég kom inn á í úrslitaleiknum. Ég bjóst ekki við því þegar tímabilið byrjaði að ég væri að fara að vinna bikarmeist- aratitil. Það var frábær dagur og úrslitaleikurinn var geggjaður og endaði í vító þar sem Ögmundur Kristinsson var hetjan,“ rifjar Ar- on upp. „Það er kominn tími á það hjá mér að vinna eitthvað aft- ur,“ bætti hann við. Ekkert heyrt í Ungverjunum Aron er að láni hjá Val frá ung- verska félaginu Újpest, en tæki- færin hjá Újpest voru af skornum skammti síðari hluta síðasta tíma- bils. Aron segist ekkert hafa heyrt í forráðamönnum Újpest og staða hans hjá félaginu því í óvissu. „Staðan þar er óljós. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim varðandi framhaldið. Það verður að fá að koma í ljóst. Ég er einbeittur á þetta verkefni með Val og svo tökum við stöðuna eftir tímabilið. Ég hef verið í einhverju sambandi við leikmenn í liðinu en ég hef ekki verið í neinu sambandi við stjórnina úti,“ sagði Aron. Var bara ungur pjakkur og nýkominn til Fram  Aron spilar vel með toppliði Vals  Vill vinna fyrsta bikarinn í sjö ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlíðarendi Aron Bjarnason er lykilmaður hjá toppliði Vals en hann er að láni frá Újpest. Fylkismaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson kveður Pepsi Max-deild karla í efsta sætinu í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hann lék kveðjuleik sinn gegn KA á sunnudaginn og er eftir hann með samtals 13 M í 14 leikj- um með Fylki. Hann fer nú til Strømsgodset í Noregi. FH-ingurinn Steven Lennon og Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðar- son koma næstir á eftir Valdimari með 12 M hvor. Atli Sigurjónsson úr KR og Þórir Jóhann Helgason úr FH eru næstir með 11 M og síðan Kennie Chopart úr KR og Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi með 10 M. Með 9 eru Thomas Mikkelsen úr Breiðabliki, Patrick Pedersen úr Val, Valgeir Val- geirsson úr HK og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA. 16. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-3-3 Kristijan Jajalo KA Guðmann Þórisson FH Rasmus Christiansen Val Brynjar Ingi Bjarnason KA Daníel Laxdal Stjörnunni Valgeir Valgeirsson HK Ásgeir Marteinsson HK Aron Bjarnason Val Kristófer Orri Pétursson Gróttu Guðjón Baldvinsson Stjörnunni Steven Lennon FH 2 2 2 2 2 3 4 Yfirgefur deildina á toppnum Lengjudeild karla ÍBV – Leiknir F........................................ 0:0 Vestri – Magni .......................................... 2:1 Staðan: Fram 15 9 5 1 34:20 32 Keflavík 14 9 3 2 44:21 30 Leiknir R. 15 9 2 4 35:20 29 ÍBV 16 6 8 2 26:19 26 Þór 15 7 2 6 29:27 23 Vestri 16 6 5 5 22:22 23 Grindavík 14 5 7 2 29:25 22 Víkingur Ó. 15 4 4 7 21:34 16 Afturelding 15 4 3 8 30:26 15 Þróttur R. 15 3 3 9 12:28 12 Leiknir F. 16 3 3 10 16:34 12 Magni 16 2 3 11 17:39 9 3. deild karla Sindri – Höttur/Huginn ........................... 1:0 Ægir – Reynir S. ...................................... 2:3 Álftanes – Vængir Júpíters......................1:0 Tindastóll – Einherji ................................ 5:1 Elliði – KFG.............................................. 0:1 KV – Augnablik ........................................ 4:1 Staðan: KV 16 12 1 3 47:22 37 Reynir S. 16 11 2 3 49:29 35 KFG 16 7 4 5 31:27 25 Augnablik 16 7 4 5 34:31 25 Tindastóll 16 6 6 4 31:31 24 Sindri 16 6 4 6 29:37 22 Elliði 16 6 2 8 28:31 20 Vængir Júpiters 16 5 3 8 23:29 18 Ægir 16 4 5 7 25:31 17 Einherji 16 5 2 9 27:43 17 Höttur/Huginn 16 4 3 9 24:28 15 Álftanes 16 3 4 9 25:34 13 Lengjudeild kvenna Völsungur – ÍA ......................................... 1:2 Haukar – Afturelding .............................. 3:2 Staðan: Tindastóll 13 11 1 1 37:5 34 Keflavík 13 9 3 1 33:12 30 Haukar 13 8 2 3 23:14 26 Grótta 13 5 4 4 16:18 19 Afturelding 13 5 3 5 17:17 18 Víkingur R. 13 4 3 6 19:23 15 Augnablik 12 4 3 5 17:26 15 ÍA 13 2 6 5 19:22 12 Fjölnir 13 2 1 10 7:27 7 Völsungur 12 1 0 11 7:31 3 2. deild kvenna Grindavík – HK ........................................ 3:0 Staðan: HK 13 10 0 3 42:10 30 Grindavík 12 8 2 2 30:10 26 Fja/Hött/Leikn. 12 7 2 3 29:21 23 Hamrarnir 13 5 3 5 18:20 18 Álftanes 10 5 1 4 19:25 16 ÍR 13 2 4 7 25:34 10 Sindri 12 3 1 8 16:29 10 Hamar 11 3 1 7 15:29 10 Fram 12 2 4 6 22:38 10 Meistaradeild Evrópu 3. umferð: Dynamo Kiev – AZ Alkmaar.................. 2:0  Albert Guðmundsson lék fyrstu 58. mín- úturnar með AZ Alkmaar. PAOK – Benfica....................................... 2:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Gent – Rapid Vín ...................................... 2:1 England Deildabikarinn: Millwall – Cheltenham............................ 3:1  Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik- mannahóp Millwall. Slóvakía Rovinka – Senica ..................................... 3:2  Nói Snæhólm Ólafsson leikur með Se- nica.  KNATTSPYRNA Lengjudeild karla: Nettóvöllurinn: Keflavík – Fram ........16:30 Grindavík: Grindavík – Leiknir R. ......16:30 Þórsvöllur: Þór – Víkingur Ó. ..............16:30 Eimskipsv.: Þróttur – Afturelding ......19:15 2. deild kvenna: Bessastaðavöllur: Álftanes – Hamar........17 Í KVÖLD! Kamilé Berenyté er gengin til liðs við KR og mun hún leika með liðinu í úr- valsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, á komandi keppn- istímabili en þetta kom fram á sam- félagsmiðlum félagsins í gær. Kamilé, sem er 23 ára gömul, er 185 sentimetra framherji frá Lithá- en. Hún spilaði síðast með Siauliu Si- auliai í heimalandi sínu, en liðið lék í efstu deild sem og í Douglas Baltic League, þar sem lið frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen leika. Kamilé á að baki landsleiki með U18 ára og U20 ára landsliði Litháen. Lithái til liðs við KR-inga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.