Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020
Íslands tók Heilsugæsla Sól-
vangs í Hafnarfirði við. Þar var
hún framkvæmdastjóri stöðvar-
innar ásamt því að leiða hjúkr-
unarþjónustuna. Hafnarfjörður
togar ávallt í sitt fólk, það var
mikill fengur að fá slíka konu í
framvarðarsveit heilsugæslunn-
ar.
Kristín heillaðist snemma af
golfíþróttinni og eins og hennar
var von og vísa tók hún það
föstum tökum, fór til golfkenn-
ara og æfði af metnaði og
dugnaði. Hún gerði heiðarlega
tilraun til að smita Lilju af
íþróttinni og ástríðunni. Ekki
fer mörgum sögum af afrekum
Lilju í golfinu en Kristín varð
fljótt ein af okkar bestu golf-
konum. Íslandsmeistari mörg-
um sinnum og í fremstu röð í
mörg ár.
Hver morgunn nýr, hugvekj-
ur Jónasar heitins Gíslasonar
vígslubiskups í Skálholti, er
einstök bók. Þar tekur hann
fyrir alla helgidaga ársins með
skírskotun kristinnar trúar til
nútímans. Ein hugvekjan fjallar
um hvort nafn þitt sé skráð í
Lífsins bók.
Kristín hefur fengið nafn sitt
skráð í Lífsins bók; hún er far-
in til Guðs og hefur með sinni
alkunnu röggsemi sagt við
Lykla-Pétur:
Ljúktu upp
fyrir mér.
Mér er boðið
í himin Guðs.
Og Pétur hefur lokið upp, því
himnaríki er fyrir boðsgesti
Jesú Krists og Kristín var einn
af þeim.
Ástvinum hennar sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Kristínar
H. Pálsdóttur.
Sigþrúður
Ingimundardóttir,
Lilja U. Óskarsdóttir,
Stefanía V.
Sigurjónsdóttir,
Hertha W. Jónsdóttir.
Kveðja frá
Golfklúbbnum Keili
Kristín Pálsdóttir hóf golf-
iðkun hjá Golfklúbbnum Keili
árið 1970.
Það var sérstaklega tekið
eftir því hve fljótt hún náði tök-
um á íþróttinni og var hún
sennilega með fyrstu konum til
að æfa sig markvisst í golfi með
það fyrir augum að ná árangri.
Kristín var mikil keppniskona
enda kom hún úr handboltanum
í FH þar sem hún varð tvisvar
sinnum Íslandsmeistari.
Hún varð klúbbmeistari og
síðar öldungameistari Keilis
nokkrum sinnum.
Kristín varð fyrsti Íslands-
meistari Keilis í meistaraflokki
kvenna árið 1975 og ruddi með
því brautina fyrir alla aðra af-
rekskylfinga Keilis sem á eftir
henni komu. Aftur varð hún Ís-
landsmeistari árið 1976 og öld-
ungameistari Golfsambands Ís-
lands (GSÍ) nokkrum sinnum.
Hún vann ötult starf í þágu
golfíþróttarinnar bæði sem liðs-
stjóri kvennalandsliðs Íslands í
13 ár auk þess sem hún sat í
stjórn Keilis, GSÍ og Lands-
sambands eldri kylfinga. Hún
var sæmd bæði gullmerki Keil-
is og gullmerki GSÍ.
Kristín Pálsdóttir var ein af
driffjöðrum golfs á Íslandi og
sérstök fyrirmynd kvenna í
golfi.
Stjórn, starfsmenn og fé-
lagsmenn Keilis senda Guð-
mundi Friðriki, börnum og fjöl-
skyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur við fráfall
hennar.
Fyrir hönd stjórnar og fé-
lagsmanna Keilis,
Guðbjörg Erna Guð-
mundsdóttir, formaður
Golfklúbbsins Keilis.
Í dag kveðjum við okkar
dásamlegu Kristínu. Ég hafði
einhvern veginn alltaf vitað af
Kristínu í Hafnarfirðinum en
kynntist henni fyrst þegar hún
bauð mér vinnu við heima-
hjúkrun í Hafnarfirði haustið
1997 og unnum við náið saman
á Heilsugæslunni Sólvangi
næstu tæpu tuttugu árin. Það
má segja að með þessu hafi
Kristín lagt grunninn að starfs-
vettvangi mínum innan hjúkr-
unar, sem ég þakka henni.
Í sumar var hvatningarátak-
ið „Til fyrirmyndar“ í gangi
sem tileinkað var frú Vigdísi
Finnbogadóttur og íslensku
þjóðinni. Þar voru landsmenn
hvattir til að senda kort til
þeirra sem þeim fannst vera
þeim fyrirmynd. Kristín var ein
af þeim fyrstu sem komu upp í
huga minn og sendi ég henni
„Til fyrirmyndar“-kort með
þessum orðum: „Kæra Kristín!
Þú hefur verið mér stórkostleg
fyrirmynd sem hjúkrunarfræð-
ingur, stjórnandi og persóna.
Þú hefur kennt mér að viðhafa
fagleg vinnubrögð og sýna fag-
legan metnað í öllum störfum.
Betri stjórnanda er varla hægt
að hugsa sér. Með ákveðna sýn
og stefnu á verkefnin og stað-
föst en gefa samt samstarfs-
fólki tækifæri til að segja sína
skoðun og taka þátt í ákvörð-
ununum. Þú ert frábær per-
sóna, heiðarleg, metnaðarfull,
sanngjörn, umhyggjusöm, mjög
drífandi og óhrædd að takast á
við áskoranir og svo auðvitað
frábær í golfi. Elsku Kristín,
takk fyrir að vera frábær fyr-
irmynd.“ Þessi kveðja mín til
Kristínar lýsir þeim góðu áhrif-
um sem hún hefur haft á mig í
gegnum tíma okkar saman og
hvaða augum ég lít hana. Ég
þakka fyrir það frábæra sam-
starf og samveru sem ég átti
með Kristínu og minnist henn-
ar með hlýju og virðingu sem
mikillar persónu.
Ég votta fjölskyldu og vinum
Kristínar mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Inga Valgerður
Kristinsdóttir.
Við kveðjum hér í dag Krist-
ínu H. Pálsdóttur, fyrrverandi
hjúkrunarforstjóra og braut-
ryðjanda í heilsugæslu, sem ég
hef haft heiður af að starfa með
í hartnær 30 ár. Kristín var
stór persónuleiki. Hún var heil-
steypt, fylgin sér, eldklár,
metnaðarfull, skemmtileg og
hrókur alls fagnaðar í góðra
vina hópi. Hún var mikill hjúkr-
unarfræðingur og hafði skýra
sýn á hlutverk hjúkrunarfræð-
inga enda valdist hún snemma
til forystustarfa innan hjúkr-
unar. Okkar kynni hófust þeg-
ar ég hóf störf sem hjúkrunar-
stjórnandi innan heilsu-
gæslunnar en Kristín hafði þá
gegnt sambærilegu starfi á
heilsugæslustöðinni á Sólvangi
í fjögur ár.
Hún var þá þegar orðin
þekkt fyrir að vera leiðandi í
heilsugæsluhjúkrun og var
ítrekað leitað til hennar sem
álitsgjafa varðandi uppbygg-
ingu heilsugæsluþjónustu og
heilsugæslustöðva á höfuðborg-
arsvæðinu. Ég bar mikla virð-
ingu fyrir Kristínu sem
hjúkrunarforstjóra og rekstr-
arstjóra. Ef spurningar eða
vandamál komu upp, hvort sem
þau voru fagleg eða rekstrar-
leg, þá var viðkvæðið alltaf:
Spurðu Kristínu. Þar var aldrei
komið að tómum kofunum,
endalaus þolinmæði við að leið-
beina, styðja og upplýsa þegar
þörf var á. Kristín var vakin og
sofin yfir starfsemi heilsugæsl-
unnar á Sólvangi og átti stóran
þátt í því hve vel hefur tekist
til við uppbyggingu heilsu-
gæsluþjónustu í Hafnarfirði
enda Hafnfirðingur af Guðs
náð.
Mikil eðalkona er horfin á
braut og með henni einn öfl-
ugasti talsmaður heilsugæslu
og heilsugæsluhjúkrunar. Ég
minnist hennar sem lærimeist-
ara, fyrirmyndar og öflugs
liðsmanns Heilsugæslunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Blessuð
sé minning Kristínar H. Páls-
dóttur.
Ég votta eiginmanni, börn-
um og barnabörnum mína
dýpstu samúð.
Þórunn Ólafsdóttir, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
hjúkrunar hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Halldóru Páls-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
AXEL PÉTUR JUEL EINARSSON,
lést á Landspítalanum laugardaginn
5. september. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju fimmtudaginn 24. september
klukkan 15 að viðstöddum nánustu vinum
og aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni og hlekk má
nálgast á facebooksíðum aðstandenda og Axels.
Elísabet Axelsdóttir Arngrímur Thorlacius
Rakel María Axelsdóttir Brynjar Már Karlsson
Heiðar Steinn Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar yndislega og ástkæra
ALMA DRÖFN GEIRDAL ÆGISDÓTTIR,
Nönnustíg 8, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 19. september, umvafin
sínum nánustu.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Sigvarðsson
Ægir Geirdal Lilja S. Jónsdóttir
Sylvía Sól Martin Máni
Henrik Hugi Sólveig Rut
Gunnar Logi
Freyja Geirdal Ulf Sundin
Sigurborg Geirdal Valdimar Víðisson
Jón Gunnar Geirdal Fjóla Katrín Steinsdóttir
Lilja Rut Geirdal
og systkinabörn
Okkar elskaði
BIRGIR SIGURÐSSON,
Krummahólum 47, Reykjavík,
fyrrverandi stjórnarformaður Hreyfils,
sem lést miðvikudaginn 9. september,
verður jarðsunginn frá Lindakirkju
föstudaginn 25. september klukkan 13.
Elín Pétursdóttir
Erla Kristín Birgisdóttir Erling Magnússon
Ólafur Birgir Birgisson Anette Trier Birgisson
Sigríður Esther Birgisdóttir Guðjón Guðjónsson
Kristinn Pétur Birgisson Ásdís Sigrún Ingadóttir
Theodór Francis Birgisson Katrín Þorsteinsdóttir
Elín Birgitta Birgisdóttir Ketill Már Júlíusson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
HAUKUR GÚSTI JÓHANN
GUÐMUNDSSON,
lést í Brákarhlíð 16. september.
Útför fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn
24. september klukkan 15.
Anna Magnea Jónsdóttir
Gunnar Örn Hauksson
Haukur Ársæll
Jóhann Örn
Sigrún Jóna
Kristbjörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGFÚS KARL ÍSLEIFSSON,
áður til heimilis í Skeljanesi 8,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, Kleppsvegi,
sunnudaginn 13. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ingólfur Sigfússon Steinunn Unnsteinsdóttir
Ísleifur Ari Sigfússon
Ellen Sigfúsdóttir Atli Unnsteinsson
Jóhann Sigfússon Anna Dís Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku bróðir okkar, mágur, frændi og vinur,
SÖLVI RÚNAR VÍKINGSSON
frá Grænhóli, Akureyri,
andaðist á sambýlinu Snægili 1, Akureyri,
föstudaginn 18. september.
Jarðarförin fer fram í Glerárkirkju, Akureyri,
föstudaginn 25. september klukkan 10.30 og verður streymt í
beinni útsendingu á FB, Jarðarfarir í Glerárkirkju, bein
útsending.
Arnbjörg Guðmundsdóttir Gunnar Sigurðsson
Laufey Björnsdóttir Rúnar Guðjónsson
Guðmundur Víkingsson Sóley Jóhannsdóttir
Vignir Víkingsson Hildur Stefánsdóttir
Elín Margrét Víkingsdóttir
Jón Víkingsson Erna Valdís Sigurðardóttir
Guðný Sigríður Víkingsdóttir Pétur Valgeir Pálmason
Gunnar Ingi Víkingsson
Þórunn Hyrna Víkingsdóttir Ragnar Sigurðsson
frændsystkini og vinir
Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR VILBORG
VILBERGSDÓTTIR,
lést mánudaginn 14. september á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi.
Útförin fer fram laugardaginn 26. september klukkan 14 frá
Eyrarbakkakirkju.
Magnús Grétar Ellertsson
Ellert Ágúst Magnússon
Ragnheiður Magnúsdóttir Indriði Ingvarsson
Heimir Magnússon Brit Helen Leikvoll
Sólveig Magnúsdóttir Ari Jóhannes Hauksson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNSTEINN SVAVAR SIGURÐSSON
vörubílstjóri,
Traðarstíg 5, Bolungarvík,
áður Hléskógum 2, Reykjavík,
sem lést 5. apríl á hjúkrunarheimilinu Bergi, verður jarðsunginn
frá Áskirkju föstudaginn 25. september klukkan 11.
Sigríður Gunnsteinsdóttir Magnús Samúelsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
VILHELMÍNA NORÐFJÖRÐ
SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 16. september.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 25. september klukkan 13:30.
Hjalti Hjaltason
Anna Hulda Hjaltadóttir Ólafur Þorsteinn Ólafsson
Sigrún Elva Hjaltadóttir Baldur Heiðar Hauksson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HELGI S. KRISTINSSON,
fyrrverandi verkstjóri í Fiskanesi,
áður til heimilis á Ránargötu 4,
Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
föstudaginn 18. september. Útförin fer fram í Grindavíkurkirkju
föstudaginn 25. september klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýju.
Kristín Vilborg Helgadóttir Hallgrímur P. Sigurjónsson
Elín Margrét Helgadóttir Hafsteinn Þórir Haraldsson
Þorvaldur Þorvaldsson Divina Thorvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn