Morgunblaðið - 23.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020
pinnamatur
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitinbgatrnar þínar.
Pinna og tapasréttir eru afgreiddir á
einnota fötum, tilbúið fyrir veisluborðið
Fagnaðir
Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikill umsnúningur til verri vegar
hefur átt sér stað í rekstri stærstu
sveitarfélaga landsins á tímum
veirufaraldursins og voru heildar-
tekjur fjögurra af fimm stærstu
sveitarfélögum landsins í A-hluta
rekstrar 1,6% lægri á fyrri hluta árs-
ins en á sama tíma í fyrra. Þetta er
lækkun um 3,9% ef reiknað er á föstu
verðlagi. Rekstrarafgangur í fyrra
hefur snúist yfir í verulegan halla.
Skuldir og skuldbindingar þessara
fjögurra sveitarfélaga voru komnar í
223 milljarða króna í lok júní sl. og
höfðu þá hækkað um 10,2 milljarða
kr. frá áramótum.
Samband íslenskra sveitarfélaga
birti í gær þessar upplýsingar úr
árshlutauppgjörum fjögurra af fimm
stærstu sveitarfélögunum, þ.e.a.s.
Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnar-
fjarðar og Akureyrar. Í þeim búa
nær 220 þúsund manns eða tæplega
60% landsmanna. Þegar heildar-
tekjur þeirra eru skoðaðar kemur í
ljós að tekjufallið er mest í Reykja-
víkurborg, eða um 2,6%, og er það
sagt skýrast ekki síst af samdrætti í
sölu byggingarréttar.
Á hinn bóginn hafa skatttekjur
þriggja af þessum fjórum sveitar-
félögum hækkað lítillega á fyrri
hluta ársins eða um 0,7%. Í Hafnar-
firði lækkuðu skatttekjurnar örlítið
frá í fyrra. Skatttekjur Akureyrar-
bæjar hækkuðu um 3,2% á fyrstu sex
mánuðum ársins. Veltufé frá rekstri
á fyrri helmingi ársins er 64% minni
en á sama tíma í fyrra.
Framlög sem sveitarfélögin hafa
fengið úr Jöfnunarsjóði hafa lækkað
vegna lægri tekna sjóðsins af skatt-
tekjum ríkissjóðs og kemur það
þyngst niður á Kópavogsbæ þar sem
framlögin hafa lækkað um 13%.
Útgjöld sveitarfélaganna hafa
hækkað verulega, samtals um 4,3
milljarða á fyrri hluta ársins eða um
4,6% og vega þar launahækkanir
þungt en laun og tengd gjöld hafa
aukist um 6,7% á fyrri helmingi yfir-
standandi árs. „Launakostnaður
hækkar mest hjá Reykjavíkurborg,
um 7,6%, en minnst á Akureyri um
4,1%,“ segir í umfjöllun Sambands
ísl. sveitarfélaga.
Á fyrri hluta seinasta árs skiluðu
sveitarfélögin fjögur 2,3 milljarða kr.
rekstrarafgangi en nú hefur staðan
versnað mikið eins og fyrr segir ef
litið er á heildarniðurstöðuna og snú-
ist yfir í halla upp á 3,6 milljarða kr.
Þetta er viðsnúningur sem nemur
5,9 milljörðum króna á einu ári.
Missa 10 til 15 milljarða
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir sveitarfélögin á landinu hafa
orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og
mikilvægt sé fyrir þau að ná góðri
niðurstöðu í yfirstandandi viðræðum
við ríkið um með hvaða hætti ríkið
geti stutt við þau mikilvægu verkefni
sem sveitarfélögin sinna.
Fundi sem halda átti um þessi mál
í hádeginu í gær var frestað vegna
veikinda og er vonast til að samtölin
milli ríkis og sveitarfélaga geti hald-
ið áfram í dag en boðað er til fundar í
svonefndri Jónsmessunefnd í dag.
„Við erum í miklum samskiptum
við ríkisvaldið um með hvaða hætti
við getum í sameiningu séð til lands.
Við erum að horfa til margra hluta,
almenns framlags til að mæta tekju-
falli eins og t.d. af útsvarinu en þar
sýnist mér að sveitarfélögin séu að
missa 10 til 15 milljarða,“ segir Aldís.
Þá eru ótaldar margvíslegar aðrar
tekjur sveitarfélaganna sem hafa
dregist saman. Komið hefur fram að
framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélag-
anna verði fjórum milljörðum króna
minni en sveitarfélögin höfðu gert
ráð fyrir. Að sögn Aldísar blasir því
við mikið tekjutap og á sama tíma
eigi sér stað veruleg aukning út-
gjalda. Launahækkanirnar sem
samið hefur verið um eru mjög mikl-
ar þar sem laun eru að hækka um
6,7% á árinu.
Ganga þarf frá samkomulagi
við ríkið fyrir mánaðamót
Hafa þarf hraðar hendur því ríkis-
stjórnin þarf að leggja fram endur-
skoðaða fjármálastefnu, fjármála-
áætlun og fjárlagafrumvarp næsta
árs þegar þing kemur saman 1. októ-
ber. Aldís bendir á að lögin um op-
inber fjármál kveði á um að þá þurfi
að vera búið að ganga frá samkomu-
lagi milli ríkis og sveitarfélaga um
fjármálahlið rekstrar beggja aðila.
,,Ég lít þannig á að við höfum þessa
viku og mögulega næstu til þess að
ná lendingu um með hvaða hætti rík-
isstjórnin ætlar að vernda þessa
þjónustu sem sveitarfélögin eru að
sinna.“
Skuldir jukust um 10,2 milljarða
Fjárhagsstaða fjögurra af stærstu sveitarfélögunum hefur versnað til muna á árinu Útgjöld jukust
um 4,3 milljarða Tekjufallið mest í Reykjavíkurborg Launakostnaður hækkaði þar um 7,6%
Morgunblaðið/Eggert
Akureyri Fjárfestingar í sveitarfélögunum drógust saman um 18,9%.
Úr rekstrarreikningi stærstu sveitarfélaganna
Kennitölur, hlutföll af tekjum á tímabilinu janúar til júní 2019 og 2020
Skuldir og skuldbindingar
námu í lok júní 2020 alls 223 ma.kr. og hækkuðu um 10,2 ma.kr. frá áramótum
Allar tölur eru
í prósentum
Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Akureyrl
2019 2020 2019 2020 2019 2020 2019 2020
Rekstrar-
niðurstaða 2,9 -5,1 1,9 -1,3 -1,9 -5,9 -5,9 -3,4
Skuldir og
skuldbindingar* 89,9 97,4 130,5 135,7 158,5 166,3 101,6 111,9
Veltufé
frá rekstri 10,8 3,1 6,7 3,2 8,2 4,3 2,3 -1,6
Handbært
fé frá rekstri 5,5 -1,1 13,8 3,3 14,3 -5,3 8,8 7,9
*Miðað við heilsárstekjur.
Heimild: Samband
íslenskra sveitarfélaga.