Morgunblaðið - 23.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.2020, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi Umhverfisvænt og náttúrulegt Þurrgufan í LauraStar hreinsar fötin þín á náttúrulegan hátt án þess að nota efnavörur. Meira en 99,999% af bakteríum, sveppagróðri, rykmaurum og lykt er útrýmt á áhrifamikinn hátt. Þurrgufan hjá LauraStar skilar fatnaðinum fullkomlega þurrum og gefur þannig örverum litla möguleika á að vaxa. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Við megum ekki vera að draga þjóðir í einhverja dilka út af svona tilfellum,“ segir Guðlaug M. Jak- obsdóttir, forseti stjórnar Alliance Française, spurð út í ummæli Þór- ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem kallaði afbrigði kórónuveir- unnar „Frakkaveiruna“ á upplýs- ingafundi almannavarna í fyrradag. Ummæli sóttvarnalæknis eru tilkomin vegna þess að langflest smit sem hafa komið upp að undan- förnu eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greind- ust með í ágúst. Ferðamennirnir fylgdu ekki sótt- varnareglum. „Þetta eru einstaklingar sem höguðu sér óá- byrgt og það er alveg sama hvað- an þeir koma, þetta var bara óá- byrg hegðun,“ segir Guðlaug um það. Ummæli Þórólfs eru að hennar mati óheppi- leg. „Þessi Frakkaveira, sem við get- um kannski kallað svo, er yfir- gæfandi svolítið núna,“ sagði Þórólfur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Í lok ágúst hvatti Alma D. Möll- er landlæknir fólk til að forðast það að tengja veiruna við staði enda væri það óábyrgt. Þá höfðu smit komið upp sem bæði tengdust Akranesi og hóteli á Suðurlandi. Trump og „Kínaveiran“ Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekað kallað veiruna Kínaveiruna þar sem hún á rætur sínar að rekja til Wuhan í Kína. Það hefur sætt mikilli gagnrýni. Sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi kallaði veiruna einnig Kínaveiruna í tísti í júlí- mánuði og féll það illa í kramið hjá mörgum Íslendingum. Telur ummæli Þórólfs um Frakkaveiruna óheppileg Guðlaug M. Jakobsdóttir  Stjórnarformaður Alliance Française varar við því að verið sé að draga þjóðir í dilka í umræðu um kórónuveiruna Skúli Halldórsson sh@mbl.is Alls greindust 38 kórónuveirusmit innanlands á mánudag, þar af 31 úr einkennasýnatökum, fjögur í sóttkví- ar- og handahófsskimunum og þrjú í skimunum á vegum Íslenskrar erfða- greiningar. Af þeim sem greind- ust var helmingur í sóttkví, eða nítján manns. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær er 281 í ein- angrun og enn eru tveir á sjúkrahúsi. Alls voru 3.009 sýni tekin hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins gær. Áður höfðu mest verið tekin um tvö þúsund sýni hjá heilsugæslunni á einum degi. Opnað var í hádeginu og var vaktin staðin til kl. 20 í gærkvöldi. Athygli hefur vakið sá fjöldi smita sem greinst hefur í skólum á höfuð- borgarsvæðinu að undanförnu, og þær aðgerðir sem þar hefur í kjölfar- ið verið gripið til. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur fengið frá Reykjavíkurborg eru samtals 320 nemendur í sex grunnskólum í sóttkví, þar af um 98 á yngsta stigi, 155 nemendur í 7. bekk og 46 á ungl- ingastigi. Þá eru 43 starfsmenn á grunnskólastigi í sóttkví. Í þremur grunnskólum er allur eða stór hluti 7. bekkjar í sóttkví, og í ein- um litlum skóla er allt unglingastigið í sóttkví, samkvæmt þessum upplýs- ingum. Í öðrum litlum skóla er 1.-4. bekkur í sóttkví. Einnig eru 33 leikskólabörn í sóttkví frá tveimur leikskólum, og ell- efu starfsmenn í sóttkví. Áhrifin eru þau að tveimur leikskóladeildum hef- ur verið lokað tímabundið. Verðum að vera viðbúin „Í öllum tilvikum þar sem nemend- ur fara í sóttkví stunda þeir fjarnám,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs í Reykjavík, og á þá við grunnskólanemendur. „Við sögðum strax í byrjun ágúst að við yrðum sem skólasamfélag að vera viðbúin bæði smærri og stærri bylgjum af kórónuveirufaraldrinum. Þá vorum við í raun að stíga inn í bylgju. Ég reyndar hélt fyrir svona rúmri viku að við værum jafnvel laus að sinni við þetta og að ef til vill kæmi næsta stóra bylgja í kringum jólin. Þess vegna kemur þetta á óvart, en fólkið okkar hefur sett sér þá línu að við verðum bara að vera viðbúin því í okkar skipulagi að svona geti gerst,“ segir Helgi. Allur viðbúnaður lúti að því að geta mætt smitbylgjum á borð við þessa, sama hvort þær eru smáar eða stór- ar. „Við reynum sífellt að lesa í að- stæður í samráði við sóttvarnayfir- völd hverju sinni og ákveðum út frá því hvaða form aðgerðir eigi að taka.“ Hann segir það eiga til að gleymast í umræðunni að þegar lagður er sam- an fjöldi nemenda og starfsmanna þá sé skóla- og frístundasvið Reykjavík- urborgar um þrjátíu þúsund manna vinnustaður. Áætlunin virki býsna vel „Þó svo það séu svona margir sem fara í sóttkví, þá snýst þetta kannski um tiltölulega fáa sem eru með smit. Það er alltaf svo stór hópur sem tek- inn er úr leik þegar smit koma upp. Þetta virkar því oft svo stórtækt, en það er í raun bara verið að gera þessi inngrip til að koma í veg fyrir mögu- lega útbreiðslu,“ segir hann og bendir á að í aðeins tveimur tilvikum svo vit- að sé, hafi smit borist innan skóla. „Sem þýðir að menn eru að standa sig mjög vel í sóttvörnum og að sú áætlun sem lagt var upp með virkar býsna vel.“ Morgunblaðið/Eggert Beðið eftir skimun 3.009 sýni voru tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær. Komust allir að sem vildu. 320 nemendur eru í sóttkví  Nemendur úr sex grunnskólum Reykjavíkurborgar í sóttkví  33 leikskólabörn  Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi  Smit aðeins borist tvisvar innan skóla Kórónuveirusmit á Íslandi Nýgengi smita frá 30. júní 2.419 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 21. sept. 68,4 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 2 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 258.015 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 145.657 sýni, samtals í skimun 1 og 2 2.183 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 50 40 30 20 10 0 68,4 4,9 2.283 einstaklingar eru í sóttkví 281 eru með virkt smit og í einangrun Nýgengi innanlands Nýgengi, landamæri júlí ágúst september Skólar og kórónu- veirusmit í haust Smit komið upp eða starfs- menn og nemendur í sóttkví ● Háskóli Íslands ● Háskólinn í Reykjavík ● Listaháskólinn ● Fjölbrauta- skólinn í Ármúla ● Tjarnarskóli ● Melaskóli ● Fossvogsskóli ● Hvassaleitisskóli ● Álftamýrarskóli ● Valhúsaskóli ● Barnaskóli Hjalla- stefnunnar Rvík ● Vesturbæjar- skóli ● Ingunnarskóli ● Leikskólinn Akrar Garðabæ ● Leikskólinn Ásar Garðabæ ● Leikskólinn Ægisborg Rvík Helgi Grímsson Þrír alþingismenn eru í sóttkví auk tveggja starfsmanna Alþingis. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pí- rata, er enn í einangrun eftir að hafa greinst smitaður af kórónuveirunni. Gripið hefur verið til víðtækra ráð- stafana á Alþingi og skrifstofu þess. Vinnur mikill meirihluti þingmanna og starfsmanna heima út þessa viku, að því er fram kemur á vef þingsins. Flensa lagt hálft heimilið Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra mættu ekki á ríkis- stjórnarfund í gærmorgun sökum veikinda. Í stað Katrínar tók Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, við stjórn fundarins. Eftir skimanir kom í ljós síðar um daginn að hvorug hafði smitast af veirunni. „Hins vegar hefur einhver hefð- bundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið. Við þreyjum hana, fegin og þakklát að ekki er um sjálfa kórónu- veiruna að ræða,“ skrifaði forsætis- ráðherra á Facebook-síðu sína. Morgunblaðið/Eggert Alþingi Gripið hefur verið til víð- tækra ráðstafana á vinnustaðnum. Þrír alþingis- menn í sóttkví  Katrín og Svandís ekki reynst smitaðar Samkvæmt könnun Íslenska ferða- klasans um viðbrögð og aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins telja 69% ferðaþjónustuaðila sig þurfa á einhvers konar neyðar- fjármagni eða skammtímafjár- mögnun að halda. Stærstur hluti þeirra, eða 42,8%, taldi aukið fjármagn þurfa til næstu sex til 12 mánaða. 14,29% töldu fjármagnið þurfa til tveggja ára eða lengur. Þriðjungur þeirra 56 fyrirtækja sem þátt tóku í könn- uninni kvaðst hafa lokað starfsemi sinni tímabundið, eða í einn til sex mánuði, en aðeins 3,57% lokuðu starfsemi sinni alfarið. Flestir virð- ast hins vegar bjartsýnir um fram- tíð íslenskrar ferðaþjónustu og sáu fram á góða starfsemi árið 2024. 69% telja sig þurfa neyðarfjármögnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.