Morgunblaðið - 23.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin HAUSTVÖRUR Glæsilegar komnar Túnikur • Bolir • Peysur Snyrtivörumerkin okkar eru: M a d e i n I c e l a n d Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUM MINNINGANN A Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Meirihluti virðist fyrir því í öldunga- deild Bandaríkjaþings að Donald Trump Bandaríkjaforseti fái að út- nefna næsta dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna, en sæti losnaði þar eftir að hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg lést fyrir helgi. Bader Ginsburg þótti meðal þeirra frjálslyndari sem sátu í Hæstarétti og óttast stuðningsmenn Demó- krataflokksins að hið tiltölulega jafnvægi sem ríkt hefur þar undan- farin ár verði fyrir bí, nái Trump að skipa sinn þriðja dómara í Hæsta- rétt. Trump hyggst lýsa því yfir á laugardaginn hvern hann útnefnir, en hann mun vera að íhuga fimm kandídata, sem allt eru konur. Repúblikanar hafa nú 53 þingsæti af 100 í öldungadeildinni, auk þess sem Mike Pence varaforseti er með oddaatkvæði falli þau á jöfnu. Tveir þingmenn repúblikana, þær Susan Collins frá Maine og Lisa Mur- towski frá Alaska, hafa hins vegar lýst því yfir, að þær telji að sigur- vegari forsetakosninganna, sem fara munu fram eftir sex vikur, eigi að út- nefna næsta hæstaréttardómara. Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney lýsti því hins vegar yf- ir í gær að hann teldi rétt að forset- inn myndi uppfylla skyldu sína sam- kvæmt stjórnarskránni og útnefna kandídat í stöðuna. Sagði Romney í yfirlýsingu sinni að hann myndi sömuleiðis uppfylla sína skyldu og greiða atkvæði um þann sem forset- inn útnefnir, ef dómaraefnið nýtur samþykkis dómsmálanefndar öld- ungadeildarinnar. Romney, sem var eini þingmaður flokks síns til þess að kjósa með embættissviptingu Trumps í febrúar síðastliðnum, gaf hins vegar ekki upp hvort hann myndi kjósa með eða á móti þeim sem Trump útnefnir, heldur sagði hann að það myndi fara eftir hæfni viðkomandi í stöðuna. McConnell sakaður um hræsni Afstaða repúblikana nú hefur sætt nokkurri gagnrýni, þar sem svipuð staða kom upp í febrúar 2016, eða átta mánuðum fyrir forsetakosn- ingarnar það ár. Þá tók Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, þá afstöðu, að ekki væri rétt fyrir forseta að útnefna dómara í Hæstarétt á kosningaári, og kom hann þannig í veg fyrir að Merrick Garland, sem þáverandi forseti, Barack Obama, útnefndi í stöðuna, fengi yfirhöfuð að kynna sig fyrir dómsmálanefnd öldunga- deildarinnar. McConnell hefur hins vegar rétt- lætt afstöðu sína nú með þeim rök- um, að í þetta sinn fari sami flokkur með bæði forsetaembættið og meiri- hluta í öldungadeildinni, og því beri þeim skylda til þess að uppfylla stjórnarskrárlega skyldu sína. Þessi afstaða McConnells hefur dregið að sér mikla gagnrýni demó- krata, og sakaði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild- inni, hann um hræsni. Hótaði Schumer því um helgina, að ef repú- blikanar myndu útnefna næsta dóm- ara svo skömmu fyrir kosningar yrði „allt á borðinu“ eftir þær, en kann- anir benda til þess á þessari stundu að demókratar gætu vel farið með bæði framkvæmdar- og löggjafar- valdið eftir kosningarnar. Hefur hót- un Schumers verið túlkuð á þann veg að demókratar myndu í þeirri stöðu reyna að breyta heildarfjölda dómara í Hæstarétti. Þá hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demó- kratar eru með meirihluta, heitið því að deildin muni nota „allar örvarnar í örvamælinum“ til þess að koma í veg fyrir að öldungadeildin geti staðfest dómaraefni Trumps. Er tal- ið líklegast að Pelosi sé þar að vísa til þess, að samþykki fulltrúadeildin ákærur til embættismissis á hendur forsetanum eða einhverjum ráð- herra er öldungadeildinni skylt að taka það mál fyrst á dagskrána fram yfir öll önnur mál. Óvíst um áhrif á fylgið Andlát Bader Ginsburg hefur hleypt nokkurri óvissu í forseta- kosningarnar í nóvember, en ljóst er að baráttan um eftirmann hennar í Hæstarétti mun setja mikinn svip á það sem eftir lifir kosningabarátt- unnar. Stuðningsmenn Trumps Bandaríkjaforseta, sem nú fer hall- oka í flestum skoðanakönnunum, vona að málið muni sýna fram á mik- ilvægi þess að repúblikanar haldi Hvíta húsinu, en stuðningsmenn Joes Biden, frambjóðanda Demó- krataflokksins, telja að málið muni geta ýtt við kjósendum flokksins og fengið þá til þess að fjölmenna á kjörstað sem aldrei fyrr. Of snemmt er að segja á þessari stundu hvor frambjóðandinn muni græða meira fylgi á slagnum um Hæstarétt, en skoðanakönnun sem CNBC-fréttastofan lét gera meðal líklegra kjósenda í nokkrum lykil- ríkjum bendir til þess að meirihluti þar sé mótfallinn því að Trump fái að útnefna í stöðuna, nema hann vinni kosningarnar. Átti það m.a. við um meirihluta kjósenda í Arizona, Norður-Karólínu og Michigan, en einnig verður kosið um öldunga- deildarþingsæti þar. Meirihluti með útnefningu  Romney segir að Trump eigi að fá að útnefna næsta dómaraefni í Hæstarétt  Óvíst hvaða áhrif málið mun hafa á fylgið fyrir forsetakosningarnar í nóvember AFP Hæstiréttur Aðdáendur Bader Ginsburg hafa lagt blómvendi við hæstaréttarbygginguna í Washington D.C. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í gær enn hertari sóttvarnaað- gerðir vegna fjölda nýrra til- fella kórónuveir- unnar sem sprottið hafa upp þar í landi und- anfarna daga. Sagði Johnson að nú yrði skylt að loka öldurhúsum, krám og veit- ingastöðum kl. 22 á kvöldin í stað kl. 23, og ráðlagði skrifstofufólki að vinna heima hjá sér ef það ætti kost á það sem eftir lifir vetrar, í þeirri von að ekki þyrfti þá að grípa á ný til útgöngubanns. „Þetta er stundin sem við þurfum að grípa til aðgerða,“ sagði John- son við neðri deild breska þingsins, en hann gerði ráð fyrir að aðgerð- irnar nú gætu varað í allt að hálft ár. Þá yrði enn hert á, fari tilfellum ekki að fækka í kjölfarið. Herða enn á aðgerð- um vegna veirunnar Boris Johnson BRETLAND Antonio Guter- res, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hvatti þjóð- ir heims í gær til þess að koma í veg fyrir kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína og um leið að önnur deilumál yrðu lögð til hliðar á með- an barist er við kórónuveirufarald- urinn. Ræða Guterres markaði upp- haf allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, en það fer nú nær alfarið fram yfir fjarfundabúnað. Sagði Guterres að heimsbyggðin hefði ekki efni á því að tvö stærstu hagkerfi jarðar færu hvort í sína áttina, og þrýsti jafnframt á að samið yrði um vopnahlé í öllum átökum fyrir næstu áramót. „Við höfum 100 daga. Klukkan tifar,“ sagði Guterres. Varar við öðru „köldu stríði“ Antonio Guterres SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.