Morgunblaðið - 23.09.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Milli 17:00–19:00
af völdum drykkjum og réttum
HAPPY
HOUR
Lagasmíðar Steinunnar Arnbjargar
Stefánsdóttur verða í fókus á tón-
leikum Nordic Affect í Menningar-
húsinu Mengi við Óðinsgötu klukkan
21 í kvöld, miðvikudagskvöld. Í til-
kynningu segir að í ljóðum tón-
skáldsins, sem fá að hljóma, bregði
meðal annars fyrir ást, naglalakki,
leikskólum og
spilaborgum.
Nordic Affect-
hópurinn hefur á
undanförnum ár-
um vakið mikla
athygli og hlotið
lof jafnt fyrir
upptökur sem
tónleika og hefur
hann áður flutt
verk Steinunnar
sem er tónskáld,
ljóðskáld og sellóleikari. Nú verða
frumflutt tvö ný verk eftir hana, auk
þess sem eldri verk hennar hljóma.
Steinunn tekur þátt í flutningnum
og þá er sérstakur gestur á tónleik-
unum söngvarinn og langspilsleik-
arinn Eyjólfur Eyjólfsson. Verk
Steinunnar verða fléttuð saman við
tónsmíðar frá barokktímanum eftir
meðal annars Matteis, Fontana og
Philips.
Mörgum verkefnum frestað
Halla Steinunn Stefánsdóttir er í
forsvari fyrir Nordic Affect og segir
hún 30 sæti vera í boði á tónleikana í
Mengi í kvöld. Nú á tímum veiru-
faraldursins glími allir tónlistar-
menn við þá spurningu hvort hægt
sé og þá hvernig að koma fram að
spila. „Við höldum þessa tónleika
núna og höfum skipulagt aðra í októ-
ber en tíminn verður að leiða í ljós
hvort það gengur upp,“ segir hún.
„Við höfum pantað verk hjá tón-
skáldum sem hafa unnið að þeim
hörðum höndum og okkur ber
skylda til að sinna flutningi þeirra.
Í vor höfðum við nýlokið tónleika-
ferð um Bandaríkin þegar farald-
urinn brast á en hátíð í Austurríki
sem við áttum síðan að leika á var af-
lýst. Við höfum verið bókuð aftur á
hana á næsta ári og vonandi verður
allt þá komið í góðan farveg.
Svo áttum við núna að vera í stóru
plötuupptökuverkefni í Noregi, því
hefur verið frestað fram á næsta ár.
En þótt mörgu sé frestað reynum
við að gera það sem við getum.“
Varðandi samstarfið við Steinunni
Arnbjörgu segir Halla Steinunn:
„Fyrir nokrum árum lék Steinunn
með okkur í efnisskrá í Skálholti. Ég
hafði nokkru áður farið á einleiks-
tónleika þar sem hún bæði söng og
spilaði á sellóið, og hrifist af, og
stakk upp á því að við hefðum lög
eftir hana á efnisskránni og áheyr-
endur hrifust mjög af þeim. Í fram-
haldinu stakk ég upp á því að við
pöntuðum fleiri lög frá henni og nú
er loksins komið að því að flytja þau,
ásamt fleiri verkum hennar. Stein-
unn er sannkallaður þúsundþjala-
smiður; hún er barokksellóleikari,
getur dansað barokkdansa og hefur
afar næma tilfinningu fyrir ýmsum
stílum. Svo er hún ljóðskáld og hefur
samið sum lögin, eins og þau sem
hún samdi fyrir okkur, við eigin ljóð.
En lögin sem við bættum á efnis-
skrána samdi hún við texta eftir
Caccini, frá barokktímanum, sem
hún hefur þýtt og samið ný lög við.
Það er rosaleg tjáning í orðunum og
mikið drama og það skilar sér inn í
þessar tónsmíðar Steinunnar.“
Samtímatónlistin eftirsótt
Steinunn mun sjálf syngja í tveim-
ur laganna sem hljóma í kvöld en
Eyjólfur í fjórum. Hann spilar líka á
langspil. „Svo mætti hann á æfingu
með flautu sem hann hafði smíðað úr
rabarbara! Við ákváðum þá að hljóð-
færið yrði með á tónleikunum,“ segir
Halla Steinunn. „Það er æðislegt
hljóð í þessari rabarbaraflautu.“
Nordic Affect lék fyrst í stað bar-
okktónlist og það var ekki fyrr en
tveimur árum eftir stofnun sem hóp-
urinn flutti fyrst samtímatónlist á
tónleikum. „Við höfum síðan gert
mikið af því að flytja þetta tvennt í
flútti en mál hafa samt þróast þann-
ig að erlendis er í dag svo mikill
áhugi á íslenskri samtímatónlist að
við erum oft beðin að mæta bara
með hana. En núna njótum við þess
að flétta þetta saman í Mengi. Enda
er svo margt í tónlist Steinunnar
sem tengist með skemmtilegum
hætti ýmsu sem gert var snemma á
barokktímanum,“ segir Halla Stein-
unn. efi@mbl.is
Ljósmynd/David Oldfield
Flytjendurnir Meðlimir Nordic Affect ráða ráðum sínum yfir nótnablöðum en hópurinn leikur í Mengi í kvöld.
Rosaleg tjáning og mikið drama
Nordic Affect frumflytur ný verk eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur í Mengi í kvöld
Verk Steinunnar verða fléttuð saman við tónsmíðar nokkurra höfunda frá barokktímanum
Steinunn Arnbjörg
Stefánsdóttir
Gestir sem sátu á svölum óperuhúss-
ins Teatro Real í Madríd á sunnudag
komu í veg fyrir sýningu á óperu
Verdis, Un Ballo in Maschera, með
klappi og hrópum í meira en klukku-
stund. Ástæða háreystinnar var
óánægja mikils hluta gesta sem
höfðu keypt miða á svölunum með
það hversu þröngt þeir voru látnir
sitja og að ekki hafi verið hugað
nægilega vel að sóttvörnum. Smitum
vegna kórónuveirunnar hefur farið
fjölgandi síðustu daga á Spáni.
Ljósmyndir og myndbönd sem
gestir tóku sýna að fyrir sýninguna
voru gestir komnir í langflest sæti á
svölum en laus sæti voru látin vera á
milli gesta neðar í salnum.
Blaðamaður sem var í salnum, og
rætt er við í The New York Times,
segir gesti á svölum hafa byrjað að
mótmæla fyrir sýninguna þegar
ljóst var hversu þröngt þeir ættu að
sitja. Talsmenn óperuhússins sögðu
í yfirlýsingu að þeir hefðu farið eftir
settum reglum um fjarlægð milli
gesta, sem þýddi að einungis var selt
í 65 prósent sæta hússins. Við mót-
mælin var 200 gestum á svölum boð-
ið að færa sig neðar í salinn en það
dugði ekki til; eftir að hljómsveitin
hafði leikið forleikinn að óperunni,
en látunum linnti ekki, var sýningin
slegin af.
Gestir stöðvuðu óperusýningu
Ósáttir við
þrengsli á svölum
Skjáskot/Vanguardia
Mótmæli Gestir óperuhússins klöppuðu og púuðu í um klukkustund.
Magnús Helgason hefur opnað sína
þriðju einkasýningu í sýningarsal
Listamanna gallerís á Skúlagötu
32. Sýninguna kallar hann „Róleg-
ur Snati – við snertum aldrei rúllu-
stigahandrið“. Á sýningunni gefur
að líta málverk sem Magnús hefur
unnið með ýmsum aðferðum í
vinnustofu sinni í Slippnum á Akur-
eyri undanfarin tvö ár. Magnús fell-
ir saman í verkunum allrahanda
fundinn efnivið, sem hann málar,
slípar, sagar og meðhöndlar með
ýmiskonar öðrum hætti við sköpun
áhugaverðra verkanna. Sýningin er
opin virka daga vikunnar.
Magnús sýnir hjá Listamönnum
Morgunblaðið/Einar Falur
Litskrúðug Magnús við eitt málverka sinna á sýningunni í Listamönnum galleríi.