Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 36
yfir Skálholt og sveitina og hefur unnið þar baki brotnu við að smíða og hanna
þetta fallega hús. Hann á heiðurinn af öllu sem hér má sjá enda hefur hann sér-
lega gott auga og er afar laghentur.“
Hvernig notið þið þetta hús?
„Við notum það aðallega um helgar og þegar við eigum frí. Þarna er góður andi
og gott er að hvíla sig á þessum rólega stað. Ég sé fyrir mér að nota það við skriftir
í framtíðinni. Í síðasta mánuði lánuðum við húsið vinkonu okkar frá Bretlandi sem
nýlega hlaut BAFTA-verðlaun fyrir handritsskrif sín. Ég get ekki ímyndað mér
annað en að hún hafi skilið einhvern innblástur eftir í húsinu fyrir mig.“
Athvarf frá kórónuveirunni
Er gott að eiga afdrep fjarri miðborginni?
„Við byrjuðum að nota húsið í mars um leið og það var tilbúið og ég hef eytt
ómældum tíma þar síðan. Ég notaði það mikið sem athvarf frá kórónuveirunni
með stelpurnar mínar. Ég slökkti á fréttum og við höfðum það náðugt. Við fjöl-
skyldan munum nota það mikið. Þó að Reykjavík sé ekki stórborg þá er ekkert
sem toppar að komast út í náttúruna á Íslandi. Það sem ég held mest upp á í
Laugarási er að það er hægt að ganga niður að gróðurhúsunum og kaupa sér
nýtt grænmeti hvenær sem er. Þetta er fyrsti staðurinn á Íslandi þar sem jarð-
hitavatn var notað til húshitunar. Við skiljum peninga eftir í litlum póstkassa og
tökum það sem þarf af grænmeti og kryddjurtum. Það er viss rómantík í því.“
Hvað einkennir stílinn inni í húsinu?
„Ég myndi segja að stíllinn væri frekar mínimalískur. Samt er þarna sterkur
karakter. Svolítið eins og maðurinn minn; fallegur og náttúrulega hrár.“
Í húsinu er stíllinn frekar
hrár en þó notalegur.
Stólarnir í stofunni voru keyptir
á Bland.is og fara þeir vel við
lampann úr Tekk-Habitat.
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15