Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Við erum ótrúlega ánægð með leikskólann og skólann sem og íþróttafélögin Þrótt og Ármann sem sinna börnunum okkar vel. Svo eigum við líka frábæra nágranna.“ Hvað finnst þér að góð borg þurfi að hafa til að bera? „Góð borg þarf að bjóða upp á góða grunn- þjónustu fyrir borgara. Þar þurfa að vera góðir skólar og tryggð daggæsla við lok fæðingar- orlofs. Það þarf að vera gott að búa þar, lífsgæði mikil sem og lífvænleiki. Það þarf að vera fjöl- breytileiki svo fólk hafi val um hvers konar lífi það vill lifa. Það þarf að vera frelsi og val varð- andi til dæmis búsetu og samgöngumáta, og þá er ég að tala um raunverulegt frelsi. Kostirnir þurfa allir að vera góðir. Góð borg býður upp á mannlíf og menningu, skemmtilega viðburði að sækja og góða veitingastaði. Það þarf að vera frjór jarðvegur og umhverfi fyrir fyrirtækj- arekstur. Án atvinnulífsins eru engin störf fyrir íbúa. Álögur á íbúa þurfa svo að vera í hófi svo fólk geti notið erfiðis vinnu sinnar.“ Hvað finnst þér að þurfi að gerast í borginni svo hún verði betri? „Borgin þarf að þjónusta barnafólk betur. Það þýðir lítið að stæra sig af ódýrustu leikskól- unum þegar í sumum hverfum komast börn ekki að fyrr en tveggja og hálfs árs. Mér finnst mikilvægara að veita bestu þjónustuna en ódýr- ustu. Fólk er að lenda í því að þurfa að keyra tugi kílómetra á dag með barnið sitt í leikskóla utan hverfis, sem eykur bæði umferð, mengun og streitu foreldra. Útsvar er í hámarki og fast- eignagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi, heim- ilum og ekki síður fyrirtækjum til mikils ama. Við þetta má bæta stanslausu hiksti á ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar. Húsnæð- isskortur er áþreifanlegur, heim- ilislausum fjölgar og vandræða- gangur við mönnun leikskóla er endurtekið efni.“ Hvað drífur þig áfram í vinnunni þinni sem borg- arfulltrúi? „Ástríða fyrir frelsi einstak- lingsins, valfrelsi og til að búa til betri borg. Það er mjög gefandi að leggja fram tillögur að ein- hverju sem maður trúir að geri borgina betri og fá þær sam- þykktar og sjá þær í framkvæmd, finna að maður raunverulega hef- ur áhrif. Ég er núna formaður stýrihóps um nýja hjólreiða- áætlun, sem er mest spennandi verkefni sem ég hef fengið.“ Finnst þér vanta eitthvað í hverfið þitt? „Hér í Laugardalnum er allt til alls og stutt í mikið af þjónustu, íþróttum og afþreyingu. Það væri kannski gaman að sjá íþróttaaðstöðuna uppfærða svolítið, þar sem hún er komin vel til ára sinna. Ég vissi ekki að það væri hægt að koma jafn mörgum krökkum á einn gervigras- völl og raun ber vitni. Þróttur á ekkert íþrótta- hús, eins eru íþróttahúsin við skólana annaðhvort lítil eða ekki til staðar. Rakið mál að bæta úr því.“ Baðherbergið var endurnýjað og fékk það upplyftingu í sama stíl og eldhúsið. „Okkur vantaði herbergi fyrir fjög- urra ára dóttur okk- ar, en hún hafði deilt herbergi með sjö ára bróður sínum. Á ganginum eru fal- legar myndirnar af af- kvæmum Katrínar. Kaffivélin er á sínum stað í eldhúsinu og við hlið hennar er góður kaffimalari sem er mikið notaður. Katrín segir að það sé mikil ham- ingja með það á heimilinu að bæði börnin séu nú komin með sérherbergi en áður notaði yngra barnið stofuna sem leikvöll. Bleiki liturinn á herberginu pass- ar vel við bleiku Stringhillurnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.