Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Vandaðir álsólskálar og glerhýsi Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími 578 6300 skelinehf@ skelinehf.is www.skelinehf.is Húsið fallega hrátt eins og maðurinn Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona er með flottan smekk. Hún segir gott að eiga fallegt afrep fyrir fjölskylduna úti á landi. Ekki síst á tímum kórónuveirunnar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Svarta eldhúsið og svörtu flísarnar fara vel með viðarklæðning- unni á veggjunum. V era Wonder er að klára fæðingarorlof með Grímu dóttur sinni. Meðfram því vinnur hún í handriti að fimm þátta sjónvarpsseríu ásamt Lindu Vil- hjálmsdóttur frænku sinni. „Ég bý í vesturbæ Kópavogs með Gunnari Gylfasyni manninum mínum, eldri dóttur minni Sögu og nýjasta fjöl- skyldumeðlimnum Grímu sem er sjö mánaða. Hér býr líka tíkin Kolka og Oddný, næstyngsta dóttir mannsins míns, er hér reglulegur heimalningur.“ Hvað er gott heimili að þínu mati? „Gott heimili er staður sem maður vill vera á. Það er ekkert betra en að langa til þess að vera heima hjá sér. Ég hef búið á stöðum sem mig langar bara alls ekki að koma heim í. Þetta er allt spurning um andrúmsloft og að þar sé fólk sem manni líður vel með. Ekki skemmir fyrir ef það er pláss fyrir alla og sæmi- lega hreint. Mér finnst gaman að gera kósí og er ansi heimakær þessa dagana.“ Áttu þér uppáhaldshönnuð? „Ég þekki aðallega leikmyndahönnuði og þeirra verk. Ég hef verið hrifin af því sem Heimir Sverrisson og Hálfdán Pedersen hafa verið að gera innanhúss hér heima. Ég myndi kalla það „fágaðan hráleika“ sem ég er hrifin af. Svipað því sem Gunnar maðurinn minn hefur verið að gera í húsinu okkar fyrir austan. Ég er voða lítið fyrir pjatt. Ég myndi samt aldrei fúlsa við að búa í húsi eftir Högnu Sigurðardóttur. Þau eldast sérlega vel. Hún notaði aðallega náttúruleg efni og sýndi mikla dirfsku í verkum sínum á starfsævi sinni. Þrátt fyrir frum- leika sinn hafa verk Högnu elst stórkostlega vel. Frönsku áhrifin og formin heilla mig alltaf.“ Sumarhúsið notað í frístundum „Fyrir rúmum þremur árum fann Gunnar þennan yndislega stað fyrir aust- an í Laugarási, Bláskógabyggð. Hann fjárfesti í grunni þar sem hægt var að sjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.