Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 47
Brúni sófinn í stofunni fékkst í Tekk Habitat. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 47 Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að klassískum retro kæliskáp á heimilið, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 elda. Þess vegna finnst mér starfið mitt í Fylgifiskum líka svona skemmtilegt. Það er eitthvað svo gefandi að vinna með mat. Blanda saman bragði og leika sér með hráefni. Ég var hins vegar orðin ansi gömul þegar ég byrjaði að baka. Ég á svo erfitt með að fara eftir upp- skriftum og í bakstri verður maður að gera það. Ég er algjör dassari og hafði lengi vel mjög lítinn skilning fyrir fólki sem þarf að gera allt upp á gramm.“ Af hverju valdir þú að búa í þessu hverfi? „Það var meðal annars vegna þess að Gunni bróðir minn, sem á og rekur Fylgifiska með mér, bjó hér í götunni. Þetta var 2011 og krakkarnir okkar litlir, það var alveg frábært að hafa þau í næsta húsi á þessum árum en svo er hann fluttur ofar í hverfið en við erum hér enn.“ Öll íbúðin í miklu uppáhaldi Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima? „Íbúðin okkar er mjög opin og björt og mér finnst mjög gott að vera heima hjá mér. Held að íbúðin öll sé bara svolítið uppáhalds nema þvottahúsið, sem mætti vera stærra.“ Hvernig bjóstu til aðstöðu fyrir hugleiðslu? „Maður þarf í raun og veru enga sérstaka aðstöðu til þess að hugleiða. Það er bara nóg að stoppa, slaka á og sleppa allri innri stjórn. Það er ótrúlegt hvað maður er spenntur á ýmsum stöðum í líkamanum þegar maður fer að gefa því gaum. Hausinn er líka stöðugt að og þegar maður fer að leggja við hlustir er hann síblaðrandi. Gaggandi um hitt og þetta sem skiptir ekki neinu máli. Í hugleiðslu lærir maður að hlusta. Ekki á hausinn á sér heldur á líkamann, innri vitund og hjartað. Það er magnað. Allir þekkja ástandið sem maður kemst í þegar maður er að gera eitthvað sem maður gleymir sér alveg við og hverfur inn í það. Sumir úti í náttúrunni, aðrir í íþróttum, sumir við að prjóna og aðrir við lestur. Að hug- leiða sem dæmi er að ná því ástandi, það er rosalega gott að hafa lært að hugleiða og ég er rétt að byrja. Þess vegna vil ég að hugleiðsla eigi sér stað á heimilinu mínu.“ Sælkeri sem kann að gera vel við sig Guðbjörg Glóð byrjar alla daga á góðum kaffibolla. „Þegar kemur að kaffitímanum í vinnunni fæ ég mér nánast án undantekninga baguette- brauð með besta túnfisksalati í heimi. Ég er alltaf jafn ánægð með morgunmatinn minn og segi daglega hvað mér þyki samlokan mín góð. Þetta er órofið rúmlega 18 ára ástarsamband sem ég fæ ekki nóg af. Um helgar þegar ég er ekki að vinna finnst mér best að fá mér góðan kaffibolla og ristað brauð með osti. Ég held að það yrði nokkurn veginn minn versti dagur ef ég yrði að hætta að borða brauð, eða fisk, eða osta og margt fleira. Ég er algjör sælkeri.“ Hvað keyptir þú inn á heimilið síðast? „Ég keypti mér ljósbrúnan leðursófa í Tekk og skipti þar með út hornsófanum sem var keyptur til að duga tímabilið með syninum þegar mikið var hoppað og borðað í sófanum. Mjög tímabær skipti og góð.“ Hvað gerir gott mataræði og það að taka út sykur á kvöldin? „Ég hef ofurtrú á gullna meðalveginum og þar af leiðandi litla trú á alls konar kúrum. Ég hef til dæmis alltaf lagt mikið upp úr því að við vinnum alla fiskréttina í Fylgifiskum frá grunni. Að notaður sé ferskur fiskur, ferskt grænmeti, ferskar kryddjurtir og vönduð krydd og olíur og eins lítið af rotvarnarefnum og mögulegt er. Þannig mat tel ég bestan. En þegar ég fór að hreyfa mig reglubundið fann ég hvað ég jók á nasl á kvöldin. Mér fannst ég eiga það skilið en það stóð í vegi fyrir að ég næði árangri. Þess vegna ákvað ég að hætta að borða allt á kvöldin, ekki bara sykur. Ég fann snjallforrit á sama tíma sem heitir Habitify og hjálpar manni að skipta um lífsstíl. Það hentar mér rosalega vel en mig óraði ekki fyrir því hvað þetta yrði erfitt. Ég stóð sjálfa mig að því að vera komin með súkkulaði upp í mig þegar ég tók það út úr mér aftur og hanga utan á kex- skápnum og nánast klóra hann til að komast inn. Ég hef aldrei þurft að hætta að reykja en ég get ekki ímyndað mér að þetta sé neitt léttara. Alla vega tók það mig vel yfir 30 daga að komast yfir mestu þörfina. Nú rúmu ári seinna tek ég varla eftir þessu. Samt koma kvöld þar sem hausinn fer að selja mér það að víst sé þetta í góðu lagi. Þá er gott að hafa appið og hugleiðsluna.“ Guðbjörg segir að hún eldi úr því sem hún eigi hverju sinni, eftir því hvernig skapi hún er í og hverjir eru að koma í mat. Eftirfarandi fiskréttur er í hennar anda: Ceviche – sítrusleginn fiskur 600 g hvítur fiskur skorinn í strimla (þorskur, ýsa, lúða eða rauðspretta) 2 sítrónur 2 límónur 2 appelsínur 2 msk sæt chilisósa 1 msk fínt skorið chili 1 msk soja fullt af fínt skornum kóríander Það má bæta við sesamfræjum og skvettu af djús úr ísskápnum. Setjið skorinn fiskinn í skál. Fínrífið börkinn af sítrónu, límónu og appelsínu með rifjárni yfir. Kreistið safann úr öllum ávöxtunum ofan í skál- ina. Setjið allt hitt saman við og blandið vel. Lát- ið standa í að minnsta kosti klukkutíma. Má geyma í lokuðu íláti í ísskáp í tvo til þrjá daga. Rétturinn er góður með nachos eða öðru stökku kexi eftir smekk. Gunnar Barri er með góða aðstöðu að æfa sig á hljóðfæri heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.