Morgunblaðið - 25.09.2020, Qupperneq 44
er svo heilandi og endurnærandi, maður er
bæði laus við áreiti frá símanum, svo lendir
maður oft á spjalli við áhugavert fólk í pott-
inum.“
„Maður á að þiggja alla aðstoð
sem manni býðst“
Valgerður hefur notið aðstoðar fjölskyldu
sinnar og vina í flutningunum og öðru. Hún
segir að maður eigi að þigga alla þá aðstoð sem
manni býðst því það sé svo miklu skemmti-
legra að brasa með fólkinu sínu.
Það má segja að heimili Valgerðar sé hin
fullkomna blanda af nýju og gömlu. Þar má
finna húsgögn frá ömmu hennar og ömmusyst-
ur sem hún var svo heppin að fá. „Það er mikill
pakki að ætla að kaupa allt nýtt, ég var líka
mjög dugleg að fara á nytjamarkaði og geri
það reglulega, mér finnst algjörlega æðislegt
að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf,“ segir
Valgerður.
Þegar Valgerður fékk íbúðina afhenta lang-
aði hana að taka baðherbergið smávegis í
gegn, mála flísarnar, skipta um blöndunar-
tæki og baðskáp. „Þegar ég tók baðskápinn
niður hafði myndast mygla á bak við spóna-
plötu á veggnum, og ég með mitt stóra skap
og þrjósku ákvað bara að rífa allt út. Eins og
ég sagði áður fékk ég mikla hjálp frá yndis-
legu fólki, ég væri klárlega ekki búin með
baðið án þeirra. Ég hafði mjög gaman af því
að innrétta baðið frá grunni og ég lærði mikið
af þessu og þykir vænt um baðherbergið mitt
fyrir vikið.“
Hún á þó erfitt með að gera upp á milli her-
bergja á heimilinu. „Það er yfirleitt mesta lífið
í stofunni. Þar eru hljóðfærin mín, plötuspil-
arinn, þar kem ég til með að mála, trönurnar
eru að minnsta kosti komnar upp.
Út um stofugluggann horfi ég svo á
grænan garð og tignarleg tré sem veita mér
jarðtengingu. Það er yndislegt andrúmsloft í
þessari íbúð og enginn einn staður í meira
uppáhaldi en annar, hvert og eitt herbergi er
mikilvægt fyrir það sem maður er að gera
hverju sinni, hvort sem ég er að elda, syngja
í sturtu, hvíla mig, semja eða með matar-
boð.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Ég myndi segja að íbúðin
endurspeglaði mig og
minn karakter.“
Valgerður lenti í miklum
vandræðum þegar hún
reif niður baðskápinn.
Valgerður leggur stund á
söng- og píanónám við MÍT.
„Ég horfi aldrei á sjónvarp
og frekar en að koma heim
eftir langan dag og kveikja
á sjónvarpinu set ég plötu á
fóninn og dúlla mér.“
Henni þykir gott að
koma heim og setja
plötu á fóninn.
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
LOFTVIFTUR
Með innbyggðu ljósi
S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
Betri loftgæði - Kæling - Hitajöfnun