Morgunblaðið - 25.09.2020, Blaðsíða 26
H
vað vilduð þið kalla fram með
þessum breytingum?
„Okkur vantaði herbergi fyrir
fjögurra ára dóttur okkar, en hún
hafði deilt herbergi með sjö ára
bróður sínum. Okkur fannst líka skipulagið ekki
alveg nógu skemmtilegt, með þessa borðstofu
sem við nýttum eingöngu á afmælum og ára-
mótum og eldhúsið svona lokað af frammi. Valið
stóð á milli þess að flytja eða ráðast í breyt-
ingar. Svo erum við mjög ánægð með staðsetn-
inguna innan hverfisins en við erum með útsýni
yfir leikskólann og skólann þannig að við end-
uðum á að velja það síðarnefnda. Við sáum fyrir
okkur skemmtilegri fjölskyldustemningu með
eldhúsið samofið stofunni, sem hefur verið
raunin,“ segir Katrín.
Katrín og Sveinn færðu eldhúsið í borðstof-
una. Fyrir valinu varð hvít sprautulökkuð inn-
rétting með eyju.
„Við vorum alveg ákveðin í að hafa hvíta inn-
réttingu og ljósan stein. Við erum hrifin af nátt-
úrulegum efnum og okkur þykir marmari alveg
ótrúlega fallegur en flestir vara við því að hann
sé svo viðkvæmur. Við vorum búin að panta
kvarts, en prufurnar voru lengi á gólfinu hjá
farþegasætinu í bílnum og alltaf þegar ég rak
augun í þær hugsaði ég um hversu miklu fal-
legri mér þótti marmarinn. Eftir svefnlausar
nætur sneri ég því ákvörðuninni. Þetta er í raun
það eina sem ég var svona efins með og lengi að
ákveða. Ég sé alls ekki eftir ákvörðuninni, ég
nýt þess að horfa á marmarann og svo er alveg
ótrúlega gott að koma við hann, hljómar fárán-
lega en það er satt,“ segir hún og hlær.
Fenguð þið einhverja hjálp varðandi hönnun
á innréttingum og litavali?
„Ég var algjörlega óviss um hvernig ætti að
koma þessari innréttingu fyrir þarna og eftir
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Færðu eldhúsið inn í borð-
stofu til að fá aukaherbergi
Hjónin Katrín Atladóttir borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og
Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson
fjármálastjóri Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi búa í fallegri íbúð við
Teigana í Reykjavík. Hjónin eiga
tvö börn, fjögurra og sjö ára, og
vantaði aukaherbergi. Valið stóð á
milli þess að flytja eða breyta íbúð-
inni og völdu þau síðari kostinn.
Marta María | mm@mbl.is
Innréttingin er hvít sprautulökkuð og
klassísk. Hún er höldulaus með ríflegu
skápaplássi. Á borðplötunum er
marmari sem setur svip á umhverfið.
Hvíta borðstofuborðið
fer vel við bleikar
sjöur Arne Jacobsen
og PH-ljósið sem gef-
ur svo fallega birtu.
Stringhillunni er treyst
fyrir dýrmætum kaffiboll-
um úr Múmíndal og frá
Royal Copenhagen.
Katrín Atladóttir borg-
arfulltrúi segir að fjöl-
skyldulífið hafi breyst
mikið eftir að þau færðu
eldhúsið inn í borðstofu.
SJÁ SÍÐU 28
Vínkælirinn er
á sínum stað í
eldhúsinu.