Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 4
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á
hugavert er að greina hvern-
ig markaðurinn fyrir sjáv-
arafurðir hefur breyst á
þessu ári. Rúnar Björg-
vinsson, framkvæmdastjóri Íslensks
sjávarfangs í Kópavogi, segir
áhyggjuefni hve mikil aukning hefur
orðið í útflutningi á heilum fiski til
verkunar erlendis. Þá hafi kórónu-
veirufaraldurinn haft þau áhrif að
orðið er flóknara og dýrara að koma
ferskum afurðum til erlendra kaup-
enda.
Íslenskt sjávarfang er með tvær
starfsstöðvar: í Kópavogi er fersk-
fiskfiskvinnsla fyrirtækisins og
starfa þar um hundrað manns, en frá
árinu 2015 hefur félagið einnig staf-
rækt fiskvinnslu á Þingeyri þar sem
áherslan er á frystar afurðir.
Fiskvinnslur skortir hráefni
Rúnari hugnast ekki sú þróun sem
orðið hefur í útflutningi á óunnum
fiski og er nú svo komið að fisk-
vinnslur sem reiða sig á að geta
keypt hráefni á markaði eru margar
í erfiðri stöðu. „Þetta hefur höggvið
skarð í þennan hóp fyrirtækja sem
mörg hver hafa verið starfandi um
langt skeið, rutt brautina í útflutn-
ingi ferskra afurða og veitt fjölda
fólks atvinnu. Hvert á fætur öðru
hafa þessi fyrirtæki lagt upp laup-
ana og dýrmæt störf horfið með
þeim.“
Reiknast Rúnari til að í kringum
60.000 tonn af bolfiski hafi verið flutt
óverkuð úr landi á síðasta fisk-
veiðiári. „Fyrir það magn gætu fisk-
vinnslurnar skapað þúsundir starfa
með afleiddum störfum. Eitt er svo
að missa þessi störf, og annað að
með hverju fyrirtækinu sem hættir
rekstri tapast markaðir fyrir ís-
lenskan fisk því erlendar vinnslur
selja fiskinn sem íslenskan og skaða
stundum gæðaímynd íslenska fisks-
ins.“
Seljendur tapa á
einsleitari markaði
Bendir Rúnar á að íslenskir fiskverk-
endur sitji ekki við sama borð og koll-
egar þeirra í Evrópu og því ekki hægt
að segja að þróunin sé afleiðing eðli-
legrar hagræðingar á frjálsum mark-
aði. „Fiskurinn er t.d. ekki allur að
fara til láglaunasvæða í Austur-
Evrópu og endar töluvert magn í
Hollandi þar sem Evrópusambandið
greiðir keppinautum okkar háa stofn-
styrki. Er eðlilegt að spyrja hvort ís-
lensk stjórnvöld eigi ekki að grípa til
aðgerða til að hamla þessum útflutn-
ingi ef hann er afleiðing inngripa af
hálfu Evrópusambandsins sem
skekkja eðlilega samkeppni.“
Spurður hvernig Rúnar myndi vilja
útfæra inngrip á markaðinum segist
hann ekki vera með svarið, en að
ýmsar leiðir séu færar. „En áður en
við förum að eyða orku í það að hugsa
hvaða leið væri best að fara þarf að
vera tryggt að vilji sé til þess hjá
stjórnvöldum að gera eitthvað í mál-
inu.“
Rúnar bætir því við að ekki sé
heldur um það að ræða að erlendu
kaupendurnir yfirbjóði sjálfstæðu
fiskvinnslurnar á fiskmörkuðum.
„Mikið af þeim fiski sem seldur er
óverkaður úr landi fer framhjá mark-
aði og hafa innlendu vinnslurnar því
ekki tækfæri til að kaupa hráefnið.
Raunar er hætt við að ef þessi þróun
fær að halda áfram þá muni verð á
fiskmörkuðum fara lækkandi enda
fækkar kaupendum þegar fisk-
vinnslur þurfa að hætta rekstri því
þær geta ekki tryggt sér nægt hrá-
efni. Þetta gerir markaðinn einsleit-
ari svo að hallar á seljendur og viðbú-
ið að fiskverð leiti niður á við.“
Ferðalag fisksins
lengra og dýrara
Í dag er starfsemi fyrirtækisins helg-
uð framleiðslu á þorska-, ufsa- og
ýsuafurðum. Fyrirtækið verkaði áður
makríl en Rúnar segir að þar hafi
framboðið verið of sveiflukennt og
hyggilegra að sérhæfa reksturinn í
hinum tegundunum þremur. „En
þrátt fyrir að vinna aðeins með þrjár
fisktegundir erum við með mjög fjöl-
breytta vöruflóru og framleiðum hátt
í 300 vörunúmer. Við getum brugðist
hratt við öllum breytingum og orðið
við öllum óskum kaupenda, sem hefur
hjálpað okkur að stíga ölduna í þeim
ólgusjó sem fylgt hefur kórónuveiru-
faraldrinum.“
Sú röskun sem varð á farþegaflugi
í faraldrinum þýddi að flóknara var
að koma ferskum afurðum til kaup-
enda. Segir Rúnar að flutningskostn-
aðurinn hafi hækkað mikið og sá
kostnaðarauki lent nær alfarið á
herðum framleiðenda. „Flutninga-
fyrirtækin hafa fundið aðrar leiðir til
að koma fiskinum á áfangastað og þó
farþegaflug vestur um haf liggi niðri
hefur fragtvélum verið bætt við og
einnig er hægt að koma ferskum fiski
með fragtflugi til Bandaríkjanna með
viðkomu í Evrópu. Gallinn er sá að
þetta getur lengt ferðatímann og
miklu betra að senda ferskar afurðir
með beinu flugi svo þær hafi lengra
hillullíf.“
Liturinn á ufsanum hentar
ekki stórmörkuðum
Rúnar segir hægt að skipta mark-
aðinum í þrjá hluta: stórmarkaði,
veitingahús og hótel. „Hótelmark-
aðurinn hefur nánast gufað upp og
hefur það ekki síst bitnað á sölu á
ufsa. Hafa birgðir af frystum ufsa-
afurðum safnast upp af þeim sökum
því ufsinn selst ekki eins vel í stór-
mörkuðum.“
Ástæðan fyrir því að neytenda-
markaður sýnir ufsa takmarkaðan
áhuga er líklega sú að ufsinn hefur á
sér brúnan lit áður en hann er eld-
aður. „Fyrir vikið getur hann virkað
fráhrindandi í frystiborðum versl-
ana og neytendur áhugasamari um
þær tegundir sem eru skjannahvít-
ar. Hjá hótelunum kemur liturinn
ekki að sök enda ufsinn orðinn fal-
lega hvítur þegar búið er að elda
hann.“
Eftirspurnin á veitingahúsamark-
aði hefur verið sveiflukennd og
greinir Rúnar merki nýs samdrátt-
arskeiðs í kjölfar nýrrar hrinu
hertra smitvarna víða um Evrópu. Á
móti kemur mikil aukning í sölu til
stórmarkaða á bæði frystum og
ferskum afurðum. „Fólk heldur
áfram að borða og vill fá fiskinn sinn
en gallinn er sá að þó svo að neyt-
endamarkaður hafi að hluta til bætt
upp fyrir hrunið sem varð í sölu til
veitingastaða þá er það veitinga-
geirinn sem hefur verið best borg-
andi markaðurinn fyrir sjávaraf-
urðir.“
Sitja ekki við
sama borð
og evrópskir
fiskverkendur
Vöxtur í útflutningi á óverkuðum fiski kann að ógna
gæðaímynd íslenskra sjávarafurða. Lítil sala er á
ufsa eftir mikla niðursveiflu í hótelgeira.
Morgunblaðið/Eggert
Rúnar Björgvinsson segir þá röskun sem orðið hefur á flugsamgöngum flækja útflutning á ferskum fiski og auka kostnað.
Morgunblaðið/Golli
Það gæti skapað vandamál ef fiskur veiddur á Íslandsmiðum er verkaður erlendis,
gæðunum mögulega ábótavant og fiskurinn síðan seldur sem íslensk vara.
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020