Morgunblaðið - 24.10.2020, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þ
essi bók er sprottin úr íslensk-
um sjávarútvegi en segja má
að mikilvægi sjávarútvegs
hérlendis og þekking á þess-
ari atvinnugrein geri það að skyldu
okkar að miðla þeim fróðleik til ann-
arra í heiminum,“ segir Ásta Dís Óla-
dóttir, dósent í Viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands, en hún ritaði bókina
ásamt Ágústi Einarssyni, fyrrverandi
prófessor og rektor við Háskólann á
Bifröst.
Bókin byggist á rannsóknum
þeirra Ástu Dísar og Ágústs og fjallar
meðal annars um breytingar sem
hafa orðið í sjávarútvegi á und-
anförnum árum og áratugum og þær
leiðir sem færar eru í greininni hvað
varðar aukna sjálfbærni, hagkvæmari
veiðar, vinnslu og fiskeldi, að sögn
Ástu Dísar. „Markmiðið var að skrifa
fræðibók sem myndi nýtast til
kennslu og sem almennt fræðirit um
rekstur sjávarútvegsfyrirtækja og
sjávarútveg í heild sinni hér á landi og
erlendis. […] Sýnt er hvernig bæta
má árangur fyrirtækja og landa á
þessum sviðum, meðal annars með
tækninýjungum og þar er Ísland
mjög framarlega í heiminum. Bókin
er ætluð þeim sem starfa í sjávar-
útvegi, stefnumótendum í greininni,
fræðimönnum, háskólanemum og öll-
um þeim sem áhuga hafa á þróun
sjávarútvegs til framtíðar,“ útskýrir
hún.
Spurð hvernig það kom til að
ákveðið var að gefa bókina út, svarar
Ásta Dís: „Þetta byrjaði þegar ég var
fengin til þess að endurvekja kennslu
í rekstri í sjávarútvegi við Háskóla Ís-
lands. Þegar ég kem inn 2017 hafði
þetta ekki verið kennt síðan Ágúst
gerði það, mörgum árum áður. […] Í
samtali við ýmsa aðila hér á landi og
erlendis kom í ljós að það voru eig-
inlega engar bækur á ensku til sem
nálgast sjávarútveginn í víðara sam-
hengi. Þannig raunar kom þessi hug-
mynd að útskýra hvað við höfum ver-
ið að gera í sjávarútvegi í samanburði
við aðrar þjóðir.“
Betri stjórnun veiða og aukið eldi
Hún segir mikilvægi sjálfbærni og
tækniframfarir í veiðum og vinnslu
gegna lykilhlutverki í bókinni. „Eitt af
því sem skiptir afar miklu máli í dag
er sjálfbærni, að nýta auðlindir jarðar
þannig að þær standi komandi kyn-
slóðum til boða í ekki minna umfangi
en núverandi kynslóðum. Við verðum
að fara vel með það sem við höfum í
höndunum og nýta hvern fisk ef svo
má segja til hins ýtrasta. Flök og bit-
ar eru verðmæt afurð en í dag eru það
ekki síður hliðarafurðir, prótín og
ensím sem skipta máli og skila verð-
mætum. Ég nota stundum í kennsl-
Veiðar munu ekki standa undir stöðugri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í haust kom út ný bók
um sjávarútveg og fisk-
eldi í alþjóðlegu sam-
hengi í ljósi fæðuöryggis
framtíðarinnar og ber
hún heitið Fisheries and
Aquaculture: The Food
Security of the Future.
„Við verðum að fara vel með það sem
við höfum í höndunum og nýta hvern
fisk ef svo má segja til hins ýtrasta.“
G
U
N
N
A
R
JÚ
L
A
R
T