Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 16
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
V
ið erum að sjá ákveðin merki
meðal annars í íbúaþróuninni.
Þegar maður tengir þessa
íbúaþróun við atburði sem
hafa verið að eiga sér stað frá því var
hafist handa við að koma þessu fiskeldi
á koppinn, þá sér maður að íbúafjöld-
inn sem var í frjálsu falli frá 1998 fer
að breytast og íbúum fer að fjölga því
atvinnutækifærin eru fleiri. Það er
ekki hægt að fullyrða að hægt sé að
rekja alla breytinguna til fiskeldisins
en það er ljóst að fiskeldið setti af stað
ákveðinn snjóbolta sem gerði það að
verkum að íbúafjöldinn jókst og er
stöðugt að aukast. Við sjáum mjög
stórar breytingar bara á þessu ári sem
er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Re-
bekka.
Hún segir töluverðan fjölda starfa
hafa orðið til í sveitarfélaginu við til-
komu fiskeldisins, bæði bein störf og
afleidd störf og vísar til þess að nú
þegar eru um 120 bein störf í fiskeldi í
Vesturbyggð auk 30 starfa hjá Kalþör-
ungafélaginu. „Ekki síst verða til fjöl-
breyttari atvinnutækifæri. Þetta er
þannig atvinnugrein að það þarf fólk
með mismunandi bakgrunn. Það eru
fleiri sem flytja hingað og setjast að og
skapast grundvöllur fyrir ýmiss konar
þjónustu.“
Þá hefur aldurssamsetning íbúanna
breyst mikið enda er yngra fólk að
setjast að í Vesturbyggð í síauknum
mæli, en því fylgja hæglega áskoranir
að sögn bæjarstjórans. „Ungu fólki
fylgja oft mörg börn sem er mjög
ánægjulegt, en það hefur verið áskor-
un fyrir sveitarfélagið að taka við
börnum í leikskóla og grunnskóla.
Þetta eru samt allt mjög jákvæð verk-
efni að leysa úr.“
Kallar á fjárfestingar
Spurð hvort viðsnúningurinn hafi ekki
haft jákvæð áhrif á tekjur sveitarfé-
lagsins svarar Rebekka því játandi.
„Jú, við sjáum kannski ýktustu breyt-
inguna á hafnarsjóði sem var í áratugi
rekinn með tapi.“ Þá hefur afkoma
hafnarsjóðs undanfarin ár verið með
ágætum en hún bendir á að tekju-
samdráttur hefur orðið vegna kór-
ónuveirufaraldursins enda komu
reglulega skemmtiferðaskip til Vest-
urbyggðar. Fiskeldið heldur þó að
mestu áfram að skila sínu.
„Svo höfum við séð auknar útsvar-
stekjur, en þær hafa ekki ekki aukist í
takt við íbúaþróunina. Það er atriði
sem við erum að vakta vel í þeim til-
gangi að átta okkur betur á því hvað er
um að vera þar. Við erum ekki með
neina skýringu á þessu,“ segir hún.
Atvinnuuppbygging og íbúafjölgun
kallar óneitanlega á aukna fjárfestingu
í innviði sveitarfélagsins útskýrir bæj-
arstjórinn. „Við fórum í það með Eflu-
verkfræðistofu að vinna innviðagrein-
ingu fyrir sveitarfélagið og var hún
unnin í samvinnu við hafsækin fyrir-
tæki á svæðinu. Þá var ekki bara verið
að skoða hafnaraðstöðu heldur einnig
svæði fyrir íbúabyggð, vegi, öll kerfi
eins og fráveitukerfi, rafmagn og
fleira. Þetta gagn nýtist okkur gríð-
arlega vel í því að setja upp áætlanir
fyrir sveitarfélagið þannig að eðlileg
þróun [fiskeldis]fyrirtækjanna geti
gengið sem best, en auðvitað er fyrir
lítið sveitarfélag mjög flókið og erfitt
að fara í kostnaðarsamar og umfangs-
miklar fjárfestingar. Þetta reynir oft á
forgangsröðunina.“
Húsnæðisskortur
Fram kom í greiningunni að miðað við
framtíðaráfrom fyrirtækja í sveitarfé-
laginu verða engar lausar lóðir á hafn-
arsvæðinu á Patreksfirði og Bíldudal,
en á Bíldudal stefnir einnig í skort á
leguplássi og almennu athafnasvæði.
Lagt er meðal annars til að hafin verði
vinna við að endurskipuleggja hafn-
arsvæðið á Patreksfirði og að sett
verði í gang vinna við landfyllingu á
hafnarsvæðinu á Bíldudal. Þá er einn-
ig talin þörf á að auka framboð lóða
undir athafnasvæði og skilgreina
stærri iðnaðarsvæði nærri byggða-
kjörnunum.
Framboð lóða undir íbúðarhúsnæði
er talið nægilegt hins vegar er skortur
á íbúðarhúsnæði sem kallar á bygg-
ingu fjölbreyttra íbúða innan byggða-
kjarnanna, jafnframt er talin þörf á að
flýta þurfi uppbyggingu ofanflóða-
mannvirkja í sveitarfélaginu þar sem
svæði sem kunna að nýtast sem lóðir
undir íbúðahúsnæði eru að hluta til á
hættusvæðum.
Það er hins vegar ekki einfalt mál
að skyndilega ætla að hefjast handa,
segir Rebekka. „Fyrir sveitarfélög
eins og okkar þar sem var áður lang-
varandi niðursveifla, skapaðist veruleg
uppsöfnuð viðhaldsþörf á mörgum
stöðum. Það þarf grettistak að komast
áfram en það hefur tekist vel til þessa í
samstarfi við fyrirtækin.“
Svo reynir auðvitað á innviði sem er
á forræði ríkisins segir bæjarstjórinn
og vísar til samgöngumálanna. Við er-
um með eina sláturhúsið fyrir eldisfisk
á Bíldudal og afurðirnar þurfa að kom-
ast af svæðinu á markað. Við erum
kannski í ágætri stöðu með tilliti til
þess að við erum með ferjuna yfir
Breiðafjörð til þess að aðstoða okkur
sérstaklega yfir vetrartímann þegar
færð getur spillst mjög hratt, það er
mikið af fjallvegum á svæðinu. En
ástand veganna er mjög bágborið og
þrátt fyrir ýmsar framkvæmdir sem
standa yfir þá þarf meira að koma til.“
Löggjöfin ekki í takt
„Það eru ýmsar áskoranir í lagaum-
hverfinu sem sett hefur verið upp fyrir
sveitarfélögin og fiskeldið. Mikið af
þeim ákvæðum sem sveitarfélögum er
gert að starfa eftir, eins og í hafn-
arlögum, eru samin fyrir sjávarútveg
og fiskeldi er allt annars eðlis. Þetta er
eitthvað sem þarf að lagfæra, því fisk-
eldið er komið til að vera,“ segir Re-
bekka sem telur fulla ástæðu til þess
að fara í heildræna skoðun á lagaum-
hverfi sveitarfélaga með tilliti til áhrifa
hafsækinnar starfsemi sem ekki er
hefðbundinn sjávarútvegur. Þá sé það
einnig í hag fiskeldisfyrirtækjanna að
lagaramminn sé skýr, að sögn bæjar-
stjórans.
„Ég hef líka talað fyrir því að það
yrði horft heildstætt á greinina þegar
um er að ræða gjaldtöku, hvort sem
það er af hálfu sveitarfélaga eða ríks-
ins, þannig að umhverfi fyrirtækjanna
væri þannig að þetta myndi ganga
upp. Það vantar heildarsýn og vonandi
verður farið markvisst í að laga þessa
þætti,“ segir hún og svarar því játandi
er hún er spurð hvort sveitarfélög þar
sem fiskeldi fer fram ættu að fá aukna
hlutdeild í gjaldtökunni.
„Við töluðum fyrir því þegar frum-
varpið um fiskeldið var til umfjöllunar
og hugmyndir um fiskeldissjóð lá fyrir
þinginu. Vesturbyggð gagnrýndi þetta
töluvert á þeim tíma. Þá vorum við að
fást við gríðarlega kostnaðarsöm fjár-
festingaverkefni og bentum á að fyr-
irkomulagið í Noregi er öðruvísi þar
sem meirihluti tekna af þessari starf-
semi rennur í auknum mæli til svæð-
anna þar sem fiskeldið er, meðal ann-
ars í þeim tilgangi að standa undir
kostnaði sem fylgir uppbyggingu.
Þetta endaði þannig að komið var á
fiskeldissjóði þar sem sveitarfélagið
mitt þarf að berjast við önnur sveit-
arfélög um að fá einhverja fjármuni í
uppbyggingu. Það hefur ekki komið
reynsla á þetta og óvitað hversu miklir
fjármunir er um að ræða, en við hefð-
um heldur kosið að sjá þetta gert með
öðrum hætti,“ segir bæjarstjórinn.
Rebekka segir heilt á litið hefur
fiskeldið haft jákvæð áhrif á Vest-
urbyggð. „Þessi mikla atvinnu-
uppbygging hefur haft mikil og já-
kvæð áhrif á íbúaþróun og krafturinn
sem þessu öfluga fólki fylgir er gríð-
arlegur. Lífið í fiskeldisþorpunum er
gott, þar er allt í botni!“
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Vesturbyggð
Í Vesturbyggð býr 1.021 og eru í
sveitarfélaginu tveir byggðakjarn-
ar, Bíldudalur og Patreksfjörður.
Tvö eldissvæði eru í Vestur-
byggð, Arnarfjörður og Patreks-
fjörður, og starfa þar eldisfyrir-
tækin Arnarlax og Arctic Fish.
Á Bíldudal er þjónustuhöfn fyrir
fiskeldi í Arnarfirði og eina slátur-
húsið fyrir eldisfisk á Vest-
fjörðum.
Á Patreksfirði er þjónustuhöfn
fyrir fiskeldi í samnefndum firði
og er unninn eldislax fyrir eldis-
fyrirtækin í samstarfi við fisk-
vinnsluna Odda hf.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rebekka Hilmarsdóttir segir að mikilli uppbyggingu fylgi jákvæðar áskoranir, því
sé mikilvægt að tryggja hlutdeild sveitarfélaga í tekjum af fiskeldi.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Laxaslátrun fyrir Arnarlax á Bíldudal. Fjöldi starfa hefur orðið til á svæðinu vegna aukinna umsvifa fiskeldisins.
Fiskeldi sneri
hnignun í sókn
Fiskeldi hefur haft verulega jákvæð áhrif á Vest-
urbyggð. Ekki bara hefur langvarandi hnignunar-
skeið verið stöðvað heldur bendir allt til áframhald-
andi uppbyggingar og horfir sveitarfélagið fram á
skort á íbúðarhúsnæði. Bæjarstjórinn Rebekka
Hilmarsdóttir lítur framtíðina björtum augum.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum