Morgunblaðið - 24.10.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 24.10.2020, Síða 17
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 17 VEIST ÞÚ hvað er í kerinu þínu? Halda vel styrk og lögun = öruggara vinnuumhverfi til sjós og lands Draga ekki í sig vökva og óhreinindi = aukið matvælaöryggi hráefnisins Halda þyngd sinni út líftímann = réttari vigtun afla úr auðlindinni iTUB býður upp á PE einangruð ker sem eru að fullu endurvinnanleg VELDU RÉTT! www.itub-rental.com Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S jávarafurðaráð Noregs (Norges Sjømatråd) birti í byrjun mánaðarins mark- aðsáætlun fyrir árið 2021 en ráðið annast markaðsþróun og stuðning við útflutning frá Noregi og er fjármagnað með útflutnings- skatti sem allar norskir útflutnings- aðilar sjávarafurða verða að greiða. Fram kemur á vef ráðsins að áætlanir gera ráð fyrir að ráðstafað verði um 266 milljónum norskra króna, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna, í markaðssetningu norskra sjávarafurða á næsta ári. Sérstök áhersla er sögð lögð á hefð- bundna markaði vegna áhrifa kór- ónuveirufaraldursins. „Því fyrr sem við afgreiðum áætlun næsta árs, því betri grund- völl höfum við til að ná fullum ár- angri með því að útflytjendur og greinin í heild nái að nýta markaðs- starf sjávarafurðasráðsins í takti við eigin markaðssetningu. Meg- inmarkaðir okkar, svo sem Frakk- land, Portúgal, Japan og Bretland, eru í forgangi á næsta ári. En við verðum að vera sveigjanleg, svo að markaðsstarf okkar sé stöðugt að- lagað þeim áskorunum sem heims- faraldurinn hefur í för með sér,“ segir Børge Grønbech, forstöðu- maður alþjóðlegrar starfsemi ráðs- ins. Hann útskýrir að það sé mikil- vægt að dreifa kröftum ráðsins ekki of mikið. Því sé áhersla lögð á að styrkja norskar afurðir á þeim mörkuðum sem þær hafa staðið sterkar í gegnum tíðina, en þetta segir Grønbech sé í samræmi við óskir geirans í Noregi. Ræða áhrif á kaupvilja Mestu fjármununum mun vera veitt til markaðsstarfs í Frakklandi eða 23 milljónir norskra króna, jafn- virði 346 milljóna íslenskra króna. Þá mun markaðsstarfið á Spáni kosta tæplega 210 milljónir ís- lenskra króna og 286 milljónir ís- lenskra króna í Þýskalandi. Tilkynningin um áherslur á hefð- bundna meginmarkaði Norðmanna kemur í skugga þess að ákveðnir ýsu- og þorskstofnar í Noregi stefna í að missa MSC-vottun á næsta ári. Meðal þess sem var á dagskrá ráðstefnu norska sjávaraf- urðaráðsins á þriðjudag var hvaða áhrif það mun hafa á kaupvilja að missa vottunina. Það má því gera ráð fyrir að einhverjar áhyggjur eru þar ytra um hvaða áhrif þetta kann að hafa á samkeppnisstöðu norskra útgerðarfyrirtækja. MSC-vottun er veitt veiðar- færum og fiskistofnum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum staðli Marine Stewardship Council. Þá hefur sérstakt MSC-merki fest sig í sessi og seljendur vottaðra sjávar- afurða verða þess varir að margir kaupendur hafa markað sér þá stefnu að kaupa einungis fisk sem kemur með vottun um sjálfbærar og ábyrgar veiðar, auk þess sem vottunin virðist skila sér í betra verði. Rennur út í apríl Í fyrra var tilkynnt að þorskstofnar í Norðursjó myndu missa MSC- vottun í kjölfar snöggrar hnignunar stofnsins sem er talinn í veikri stöðu. Jafnframt var í desember þorskkvóti í Norðursjó skorinn nið- ur um 40%, en þorskveiðar Norð- manna í Norðursjó eru aðeins um 1,5% af heildarmagni þorskveiða þeirra. Nú bætist við að þorsk- og ýsu- stofnar sem eru innan 12 sjómílna frá ströndum Noregs kunna að missa MSC-vottunina 26. apríl á næsta ári, að því er fram kemur á vef norskra sjávarútvegssamtaka, Norges Fiskarlag. Þar segir að í fyrra hafi verið hafin vinna við að endurnýja vottunarskírteini fyrir þorsk og ýsu en eins og er staðan í umsóknarferlinu nú þannig að allt bendi til þess að strandstofnarnir fá ekki vottun, að sögn Tor Bjørklund Larsen, umhverfisráðgjafa Norges Fiskarlag. Norskur þorskur kann að missa MSC-vottun Morgunblaðið/Eggert Það er spurning hvort íslenskur þorskur mun njóta samkeppnisforskots ef hinn norski missir sjálfbærnisvottunina. Markaðsstofa norskra sjávarafurða hyggst leggja áherslu á hefð- bundna markaði í skugga þess að sam- keppnisstaða kann að skerðast þegar afurðir verða óvottaðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.