Morgunblaðið - 10.11.2020, Side 1

Morgunblaðið - 10.11.2020, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  265. tölublað  108. árgangur  HAFA BJARGAÐ 233 MANNS Á NÍUTÍU ÁRUM NÝTUR SÍN Í LE HAVRE EFTIR ERFITT ÁR FÉKK BITASTÆTT HLUTVERK Í RÓM- UÐUM TÖLVULEIK BERGLIND BJÖRG 27 GUÐMUNDUR INGI 28ÞORBJÖRN Í GRINDAVÍK 11 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2 Þýska stjórnmálakonan Silvana Koch Mehrin, stofnandi Sam- taka þingkvenna, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnar- formaður Women Political Leaders, settu í gær Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu. Heimsþingið mun standa fram til mið- vikudags, en það er að þessu sinni haldið með fjarfundabún- aði. Samhliða heimsþinginu hélt heimsráð kvenleiðtoga árs- fund sinn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður heimsráðsins, stýrði ársfundinum, en þar voru meðal annars umræður um áhrif kórónuveirufaraldursins á jafnréttismál. Heimsþing kvenna haldið í Hörpu með fjarfundabúnaði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar stærstu hótelkeðja lands- ins og Samtök ferðaþjónustunnar hafa farið þess á leit við sveitarfélög- in að greiðslu fasteignagjalda verði frestað með útgáfu skuldabréfa. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir hægt að fara ýmsar leiðir. „Fyrsta krafa okkar var að óska eftir því að fasteignagjöldin yrðu felld niður á tímum veirunnar. Til vara lögðum við fram þá tillögu, af því að við vitum að sveitarfélögin hafa ekki mikið aflögu, að fasteigna- gjöldunum yrði dreift með löngu skuldabréfi,“ segir Kristófer. Samsvari fasteignagjöldum Hugmyndin sé að Lánasjóður sveitarfélaga láni sveitarfélögunum fjárhæð sem samsvarar ógreiddum fasteignagjöldum. Skuldabréf yrði svo gefið út á hvert fyrirtæki í gisti- þjónustu með lögveði í þeirri fast- eign sem fasteignaskatturinn fylgir. Sú leið kalli á lengingu í lögveði fast- eignaskatta með hliðstæðri laga- setningu og gripið var til eftir efna- hagshrunið. Þá hafi með lögum 6/2009 verið lengt í lögveðum í fast- eign í fjögur ár í stað tveggja fyrir árin 2008-2010. „Kjörin á skuldabréfunum yrðu að vera mjög hagstæð og spegla vexti Lánasjóðs sveitarfélaga. Þannig yrðu vextirnir í flestum tilvikum vel innan við 1%. Ef sú vaxtaprósenta gengi áfram til okkar félagsmanna yrði þetta viðráðanlegt. Um leið myndi tekjustreymið ekki raskast hjá sveitarfélögum,“ segir Kristófer. Mögulega þarf ríkisábyrgð „Auðvelt er að útfæra þessa leið og ég tel að það sé vilji hjá ríkinu til að þetta geti orðið lausn. Lánasjóður sveitarfélaga er nógu öflugur en mögulega þyrfti að koma til ríkis- ábyrgð til sjóðsins til að liðka fyrir þessari útfærslu. Þetta er allt fram- kvæmanlegt innan núverandi kerfis og kallar ekki á mjög róttækar breytingar,“ segir Kristófer. Verði um 80% launa Ólafur Torfason, stjórnarformað- ur Íslandshótela, reiknar ekki með mörgum ferðamönnum fyrr en 2022. Samkvæmt einni spá komi 1-1,5 millj. erlendra ferðamanna á næsta ári en spár séu í raun út í bláinn. Hótelin hafi óskað eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd fyrir starfsfólk hótela. Rætt hafi verið um að æskilegt væri að bæturnar væru 80% af launum. Lánasjóðurinn láni hótelkeðjum  Keðjurnar leggja til frestun útgjalda með skuldabréfum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tekjufall Herbergi á Center- Hótelinu á Laugavegi 95-99. MLeggja til skuldabréfaleið »12 Lyfjafyrirtækið Pfizer greindi frá því í gær að bóluefni þess, sem þróað hefur verið gegn kórónuveirunni, sýndi allt að 90% virkni gegn henni. Markaðir tóku vel í tíðindin beggja vegna Atlantshafsins og hafði Dow Jones-vísitalan hækkað um 2,95% við lok viðskipta í gærkvöldi. Þjóðarleiðtogar víða um heim lýstu yfir hóflegri bjartsýni um að bóluefnið gæti orðið til þess að binda enda á heimsfaraldurinn, en nú hafa rúmlega 50 milljónir manna smitast af veirunni og um 1,2 milljónir látist af völdum hennar. Þá tilkynnti Evrópusambandið að það hygðist kaupa 300 milljónir skammta af bóluefninu, en þýska fyrirtækið BioNTech átti þátt í þró- un þess ásamt Pfizer. »12 og 13 Bóluefni glæðir vonir AFP Bóluefni Tilkynningu Pfizer um virkni bóluefnisins var vel tekið.  Einstaklingum verður heimilað að draga frá tekjuskatti fjárframlög til lögaðila sem starfa til almannaheilla ef tillögur í frumvarpsdrögum verða lögfestar. Frádráttarbært framlag einstaklings má þá að hámarki vera 350 þúsund kr. á ári og tíu þúsund kr. að lágmarki. Hjón og sambýlis- fólk gæti dregið allt að 700 þús. kr frá skattskyldum tekjum vegna gjafa eða styrkja til þeirra sem starfa til almannaheilla. »14 Gjafir til almanna- heilla til frádráttar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.