Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 13
Fagráð í lífrænumbúskap tilkynnir: Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa Málþing um lífrænan landbúnað Rafræntmálþing – sjá slóð á vef Bændablaðsins www.bbl.is 12. nóvember 2020 frá kl 10.00 -16.00 Fundarstjóri: Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor LBHÍ Kl. 10.00: Lífræn ræktun og kolefni í jarðvegi – binding eða losun ? Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen, prófessor við LBHÍ. Kl. 10.45: Hringrásarkerfið – næringarefni í umferð á Íslandi Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá RML í hringrásarhagkerfum Kl. 11.40: Lífræn ræktun í grundvallaratriðum Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur og lífrænn bóndi í Skaftholti fjallar um lífræna ræktun í framkvæmd - Hádegishlé kl. 12.15 - Kl. 13.00: Lífrænt ræktuðmatvæli og áhrif á heilsu. Samantekt nýjustu rannsókna Prófessor Carlo Leifert (PhD, Dipl. Ing. Agr.) Doktor í örverufræði, Southern Cross University Kl. 13.45: Lífræn sauðfjárrækt á Íslandi – hvað þarf til ? Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði Kl. 14.40: Lífræn framtíð á Norðurlandi – sjónarmið nýliða Sunna Hrafnsdóttir, lífrænn bóndi að Ósi í Hörgársveit. Kl. 15.15: Umræður og samantekt Málþingi lokið kl. 16.00 Hægt verður að tengjast málþinginu í gegnum vef Bændablaðsins www.bbl.is FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bóluefni sem þróað og prófað hefur verið í samstarfi bandaríska lyfjarisans Pfizer og þýska líftæknifyrirtækisins BioNTech hefur sýnt 90% virkni gegn sýkingum af völdum kór- ónuveirunnar í svonefndum þriðja fasa próf- unum sem nú eru á lokastigi. Meðal þeirra sem fagnað hafa þessu sem meiriháttar áfanga í stríðinu gegn kórónuveirunni eru Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, fráfarandi forseti. Þá ruku evrópskar hlutabréfavísitölur upp við fregnina og olíu- verð. Talsmenn Pfizer og BioNTech sögðu að þau áætluðu að koma með 50 milljónir skammta af bóluefninu á markað þegar í ár og 1,3 milljarða skammta á næsta ári, 2021. Fulltrúi Evrópu- sambandsins (ESB) sagði aftur á móti síðdegis að sambandið væri enn að prófa bóluefnið og héldi fast við áætlanir sínar að hefja mætti notkun þess á næsta ári. Gengur beint til verks Þótt Biden taki ekki við völdum fyrr en 20. janúar nk. ætlar hann að ganga hart fram gegn kórónuveirunni. Áformaði hann að setja þegar í gær á stofn vísindamanna- og sérfræðinga- sveit til að móta glímuna gegn veirunni næstu vikurnar, og birti hann nöfn þeirra í gær. Nú hafa rúmlega 50 milljónir manna sýkst af kórónuveirunni um allan heim, og rúmlega 1,2 milljónir látist af völdum hennar. Þá hafa 237.760 Bandaríkjamenn dáið frá upphafi far- aldursins en þar hafa sýkingar rokið upp að undanförnu. Sérstakt teymi við Johns Hopk- ins-háskólann sem fylgist með framgangi veir- unnar segir að rúmlega 10 milljónir Banda- ríkjamanna hafi smitast af völdum hennar og sýni veiran engin merki þess að slagkraftur hennar sé að dvína. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus, fagn- aði fréttinni um nýja bóluefnið og sagði hana „hvetjandi“. „Þetta eru góðar fréttir af hvetj- andi bóluefni. Við tökum ofan fyrir öllum vís- indamönnum og samstarfsmönnum þeirra sem eru að þróa tæki og tól til að leggja Covid-- 19-veiruna að velli,“ sagði Tedros. Trump og Fauci ánægðir með tíðindin Donald Trump hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hvernig hann hefur tekist á við kórónu- veirufaraldurinn. Hann sagði fréttirnar af nýja bóluefninu vera „frábærar fréttir“. Helsti far- aldsfræðingur Bandaríkjanna, Anthony Fauci, sagði sömuleiðis að árangurinn væri „framúr- skarandi“. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum á ár- angri bóluefnisins var fullri virkni þess náð 28 dögum eftir fyrri skammt og sjö dögum eftir seinni skammt. Voru þátttakendur í prófunun- um af mismunandi uppruna. Um miðjan október voru 42 mismunandi bóluefni á klínísku tilraunastigi en þau voru 11 um miðjan júlí. Tíu þeirra eru í þriðja fasa til- rauna en þá er skilvirkni bóluefnis prófuð á tugþúsundum manna í öllum heimsálfum. Að sögn AFP-fréttastofunnar eru bandaríska líf- tæknifyrirtækið Moderna, nokkrar ríkis- tilraunastofur í Kína og evrópskt samstarfs- fyrirtæki háskólans í Oxford og lyfjarisans AstraZeneca að klára þróun bóluefna sem talin eru lífvænleg. Greinir á um ágætið „Fyrstu niðurstöður úr þriðja tilraunafasan- um sanna getu bóluefnis okkar til að kveða Co- vid-19 í kútinn,“ sagði Albert Bourla, forstjóri Pfizer. „Við stöndum nú umtalsvert nær því en áður að geta boðið fólki um heim allan upp á langþráð vopn til að kveða heimsfaraldurinn í kútinn.“ Þriðji tilraunafasinn er lokastig klínískra lyfjatilrauna. Tilraunir á nýju bóluefni, BNT162b2, hófust seint í júlí og tóku 43.538 manns í prófunum á því. Pfizer segist vera að afla mæligagna í framhaldi af seinni bóluefn- issprautunni, en með þau í hendi uppfyllir fyrirtækið kröfur bandaríska lyfjaeftirlitsins (USFDA) um nauðsynlegar upplýsingar til að hljóta neyðarheimild til að hefja almenna bólu- efnisgjöf. Býst Pfizer við slíkri heimild í þriðju viku nóvember. „Við hlökkum til að deila skil- virkni lyfsins og öryggi,“ sagði Bourla. Lækna og aðra sérfræðinga á heilbrigðis- sviði greinir á um mikilvægi fréttarinnar. Í þeim hópi efasemdarmanna er Eleanor Riley, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræði við Edinborgarháskóla í Skotlandi. Þar sem sprauta þurfi tvisvar og halda bóluefninu of- urkældu kalli það á flókin dreifingarvandarmál eigi að koma því til allra. Riley segir að ekki hafi verið upplýst hver hafi verið aldursdreifing þátttakenda í klínísku tilrauninni. „Eigi bóluefni að draga úr alvar- legum veikindum og dauða og þar með gera al- menningi kleift að hefja aftur eðlilegt daglegt líf verður það að vera skilvirkt í rosknum sam- borgurum okkar og öldruðum,“ sagði hún. Veiran er óþreytt Biden hvatti í gær samlanda sína til að bera andlitsgrímu og sagði slíkt ekki vera pólitíska yfirlýsingu. „Ég grátbið ykkur að bera grímu, það er mikilvægasta skrefið í átt til þess að hindra dreifingu hinnar banvænu kórónu- veiru,“ sagði hann á blaðamannafundi síðdegis í gær í Wilmington eftir að hafa fundað með sérfræðingahópi sínum sem stofnaður var í gær til að stýra baráttunni vegna kórónuveir- unnar. Hann sagði að þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis gegn veirunni væri skilvirkasta leiðin nú til að stöðva dreifingu hennar að bera andlitsgrímu. Hann fagnaði fréttum af bóluefni Pfizer og BioNTech og sagði miklar vonir við það bundnar. Fram und- an væri samt löng barátta gegn veirunni. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri hvatti þjóðir heims í gærkvöldi til að slaka hvergi á því enda þótt almenningur væri orð- inn langþreyttur á glímunni við faraldurinn væri veiran ekki búin að „fá nóg af okkur“. AFP Bóluefni Joe Biden hvatti í gær Bandaríkjamenn til að halda áfram að ganga með grímu. Nýtt bóluefni brátt í dreifingu  Pfizer hyggst setja 50 milljónir skammta af bóluefninu á markað í ár og 1,3 milljarða skammta 2021  Biden grátbað landa sína að bera grímu  Rúmlega 50 milljón tilfelli staðfest frá upphafi faraldursins Þróun ofurhraðlestarinnar Virgin Hyperloop færist nær endamark- inu en gerðar voru tilraunir með farþega í þróunarlestinni í Nevadaeyðimörkinni í fyrradag, sunnudag. Hugmyndin að lestinni, sem lík- ist helst hylki, er að hún aki á ógnarhraða innan í lofttæmis- göngum. Orku til hröðunar fær hún með segulmagni og svífur lestin þar af leiðandi nokkrum millimetrum ofan við segulteininn. Í tilrauninni fór hylkið með tvo starfsmenn fyrirtækisins innan- borðs tvær ferðir í hinum 500 metra löngu göngum. Mesti hraði sem náðist á 15 sekúndna sprett- inum var 172 km/klst. Er það ekki nema brot af væntanlegum rúm- lega 1.000 km hraða þegar hún kemst í notkun. Sara Luchian, samskiptastjóri hjá fyrirtækinu, var önnur þeirra er fóru í tímamótaferðina. Lýsti hún henni fyrir BBC-stöðinni sem „hressandi upplífgun bæði fyrir sál og líkama“. Hún og tæknistjór- inn Josh Giegel voru íklædd flís- peysu og gallabuxum en ekki flug- galla í tilrauninni, sem fór fram skammt frá Las Vegas. Hún sagði ferðina hafa verið þægilega og ekkert líka rússíbanareið. Bætti við að hröðunin hefði verið „mun sprækari“ á lengri braut. Hvorugt þeirra Giegels varð bílveikt. Virgin Hyperloop hefur verið mörg ár í þróun og er byggð á hugmynd Elons Musks, eiganda bílsmiðjunnar Tesla. Gagnrýn- endur uppátækisins segja áformin hljóma eins og upplestur úr vís- indaskáldsögu. Lestin er byggð á svonefndri maglev-segulspólunar- tækni en er með lofttæminu í rör- inu stóra ætlað að ná enn meiri ferð en hingað til hefur tekist. Maglev-lest setti hraðamet við Fujifjallið í Japan 2015 og náði þar 600 km/klst ferð. Forsvarsmenn Virgin Hyperlo- op segja lestina fræðilega séð geta flutt farþega á milli Lundúna- flugvallanna Gatwick og Heathrow á aðeins fjórum mínútum en þar á milli eru 70 kílómetrar. Í höfuð- stöðvum fyrirtækisins í Los Ang- eles er verið að þróa hugmyndir að brautum í öðrum löndum, með- al annars eina sem byði upp á að- eins 12 mínútna ferð milli Dúbaí og Abú Dabí, en með núverandi samgöngumáta tekur ferðin á aðra klukkustund. Ofurlest prófuð með farþega innanborðs  Svífur með segulmagni á ógnarhraða Ljósmynd/Virgin Hyperloop Ofurlest Virgin Hyperloop-lestin getur ferðast á 1.000 km/klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.