Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kirkjuþing samþykkti á fundi sínum á laugardaginn tillögu biskups um að Hvanneyrar- og Reykholtspresta- kall í Borgarfirði sameinist í eitt nýtt prestakall, Reykholtsprestakall. Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, verður sjötugur 10. des- ember næstkomandi og lætur því af störfum í árslok fyrir aldurs sakir. Séra Geir hefur setið staðinn síðan í nóvember 1978 eða í 42 ár. Fljótlega mun biskup auglýsa embætti sóknarprests hins nýja prestakalls laust til umsóknar. Fram kemur í greinargerð með tillögunni á kirkjuþingi að í vísitasíu Agnesar M. Sigurðardóttur biskups í Hvanneyrarprestakalli í febrúar 2020 hafi hún kynnt þau áform að sóknarprestsstarfið á Hvanneyri yrði ekki auglýst laust til umsóknar þegar sóknarpresturinn léti af störf- um enda hefði verið horft til þess þegar bætt var við þriðja presti á Akranesi. Á árinu 2018 var tillaga að samein- ingu prestakalla í Vesturlandspró- fastsdæmi fyrst kynnt en þá sendi biskupafundur sóknarnefndum og sóknarprestum í Borgar-, Hvann- eyrar-, Reykholts- og Stafholts- prestakalli, Vesturlandsprófasts- dæmi svo og héraðsnefnd prófasts- dæmisins beiðni um umsagnir vegna fyrirhugaðra sameininga prestakalla í prófastsdæminu. Umsagnir hafa á þessu ári borist frá aðalsafnaðarfundi Reykholts- Hvanneyri sam- einast Reykholti  Séra Geir lætur af störfum í árslok  Embættið verður auglýst á næstunni Séra Geir Waage Hefur verið prestur í Reykholti frá árinu 1978. Morgunblaðið/ Jim Smart Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Spurn eftir síldarhrognum frá Noregi hefur verið meiri í ár heldur en nokkru sinni áður og verðið hefur hækkað í samræmi við eftirspurnina. Ástæða þessa er einkum talinn skort- ur á loðnuhrognum, en ekkert hefur verið veitt af loðnu við Ísland í ár og í fyrra og sömu sögu er að segja úr Barentshafi. Síldarhrognin eru meðal annars notuð sem toppar á sushi- rétti. Frá þessu er greint á heimasíðu Norges Sjømatråd, sem á íslensku hefur meðal annars verið kallað út- flutningsráð norska sjávarútvegsins. Í byrjun október var búið að flytja út 5.300 tonn af síldarhrognum frá Nor- egi í ár og verðmæti afurðanna nam 392 milljónum norskra króna eða tæplega sex millljörðum íslenskra. Aukningin frá síðasta ári er um 40% í magni og 142% í verðmætum. Allt að 100 krónur norskar hafa fengist fyrir kílóið, en mest eftirspurn hefur verið í Suður-Kóreu, Kasakstan og Japan. Áþekk loðnuhrognum Fram kemur í frétt Norges Sjø- matråd að samkvæmt hefð hafi loðnu- hrogn frá Íslandi verið notuð sem „topping“ á sushi-rétti. Þar sem þau séu ekki fyrir hendi um þessar mund- ir sé tilvalið að nota hrogn síldarinnar, sem séu áþekk hvað varði bragð og lit. Nú vinna tíu verksmiðjur síldar- hrogn í Noregi, en fyrir nokkrum ár- um voru þær aðeins tvær. Í ár hafa orðið til 100 ný störf í þessum iðnaði. Bjartsýni kemur fram í greininni um að þessi útflutningsgrein muni festa sig í sessi. Norðmenn vinna hrogn úr norsk- íslenska síldastofninum, en sú síld hrygnir á vorin við vesturströnd Nor- egs. Íslensk skip hafa því ekki færi á að veiða hrognafulla síld af þessum stofni. Að hrygningu lokinni heldur síldin í ætisleit í vesturátt er líður á sumar og í ár var mikið af síld í ís- lenskri lögsögu. Reyndar mátti sjá færeyskt skip að veiðum djúpt úti af Austfjörðum í gær. Möguleikar gætu verið í íslenskri sumargotssíld Möguleikar gætu hins vegar verið fyrir íslensk fyrirtæki að vinna hrogn úr íslensku sumargotssíldinni, en sá stofn hrygnir aðallega í júlí. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, segir að hjá fyrir- tækinu hafi þetta verið til skoðunar. Án vafa séu mikil verðmæti í hrogn- um síldarinnar og full ástæða til að kanna þennan möguleika til hlítar. Hérlendis sé þó ekki mikil þekking á vinnslu hrogna úr síld. Einnig þyrfti að skoða hvaða áhrif hrognavinnslan hefði á aðrar afurðir eins og síldar- flökin. Skömmu fyrir hrygningu séu flökin laus í sér og ekki söluvænleg af- urð. Þá horfi menn til þess að nokkuð veiðist af íslenskri sumargotssíld sem meðafli á makrílveiðum og aflaheim- ildir þurfi til að mæta þeim afla. Beinar veiðar á íslenskri sumar- gotssíld hafa einkum verið á haustin. Tvö íslensk skip, Jóna Eðvalds og Venus, voru í gær að veiðum úti af Reykjanesi og fleiri eru að byrja. Sushi Vinsæll matur víða um heim og oft eru hrogn notuð á toppinn. Fá hátt verð fyrir hrogn síldarinnar  Í stað loðnuhrogna  Ekki unnin hér Laufey Eyjólfsdóttir, kennari og umsjónarmaður með Olweusarverk- efninu í Melaskóla, hlaut í gær hvatningarverðlaun sem afhent voru á degi gegn einelti. Almenningur gat tilnefnt ein- staklinga eða verkefni til verð- launanna. Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum valdi verðlaunahafa sem kynntur var við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti verðlaunin ásamt Sigrúnu Eddu Eð- varðsdóttur, formanni Heimilis og skóla. Þetta var í tíunda sinn sem dagurinn var haldinn hátíðlegur hér. Einnig var frumsýnt nýtt mynd- band, Dagur gegn einelti – skilaboð til þín, sem Heimili og skóli létu gera. Hægt er að skoða það á You- Tube. Upptöku af streymi frá við- burðinum má sjá á facebooksíðu Heimilis og skóla. Þjóðleikhúsið Margir tilnefndu Laufeyju Eyjólfsdóttur til verðlaunanna sem Lilja menntamálaráðherra afhenti. Hlaut hvatningarverðlaun  Dagur gegn einelti var haldinn hátíðlegur í gær í 10. sinn Landsbankinn hefur lokað á gagna- flæði til Meniga og þar með til snjall- forrits Arion banka. Þannig hefur verið dregið úr þjónustunni, sem gerði notendum framangreinds snjallforrits kleift að skoða hreyfing- ar reikninga hjá Landsbankanum. Mun umrædd ráðstöfun hafa áhrif á þúsundir notenda forritsins. Að sögn Rúnars Pálmasonar, upp- lýsingafulltrúa Landsbankans, var samningur bankans við Meniga ekki nægilega skýr. „Í samningi okkar við Meniga var ekki gert ráð fyrir með nægilega skýrum hætti að banka- upplýsingum væri miðlað áfram til þriðja aðila, Arion banka, og ekki tekið á þeirri ábyrgð sem hvílir á slíkri miðlun,“ segir Rúnar og bætir við að samstarfið sé að öðru leyti óbreytt. Þá muni bankinn halda áfram að taka fullan þátt í því að opna bankakerfið. aronthordur@mbl.is Loka á gagnaflæði til Meniga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsbankinn Bankinn hefur nú lokað á gagnaflæði til Meniga.  Hefur áhrif á snjallforrit Arion banka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.