Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020 „SKÚLI ER HÁLFSKOSKUR. HANN LÆRÐI BARA Á SEKKINN.” „JÆJA, ÁGÆTU NEMENDUR… NEFNIÐ FJÓRA HLUTI SEM HANN GERÐI RANGT.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að tjá ást sína á hverjum degi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VILTU SMÁKÖKU? EÐA KLEINU- HRING? HVAÐA „EÐA” ERTU EIGINLEGA AÐ TALA UM? ÉG VIL AÐ ÞIÐ VITIÐ… AÐ ENGIN LIFANDI SKEPNA ÞURFTI AÐ ÞJÁST FYRIR ÞESSA MÁLTÍÐ! ÞÚ GETUR TRÚTT UM TALAÐ – VIÐ EIGUM EFTIR AÐ BORÐA! ÉG ELSKA ÞIG!ÉG ELSKA ÞIG! eiginlega alltof mörg. „Ég spila golf og nýt þess mjög. Svo veiði ég bæði lax og silung þegar ég kemst í það og rjúpu fyrir jólin. Ég er í hljómsveit sem æfir einu sinni í viku og heldur stundum tónleika en þar spila ég á munnhörpu og syng. Þetta er góður félagsskapur fólks sem nýtur þess að leika sér að spila og syngja.“ Fjölskylda Eiginkona Ingvars er Hólmfríður Björk Óskarsdóttir, f. 15.7. 1973, flug- freyja. Foreldrar hennar eru hjónin Óskar Halldórsson, f. 29.7. 1947, bif- reiðasmiður og Margrét Hólmsteins- dóttir, f. 18.9. 1946, búsett í Kópavogi. Börn Ingvars og Hólmfríðar eru 1) Viktor Marteinn, f. 29.3. 1995, sund- laugastarfsmaður, með Mörtu Hlín Þorsteinsdóttur, dansara; 2) Bjarki Hrafn, f. 1.3. 2001, húsasmíðanemi og 3) Dagur Frank, f. 5.7. 2005, nemandi í Réttarholtsskóla. Systkini Ingvars eru Friðþjófur Ingi, f. 26.3. 1975, d. 9.7. 1984, yndis- legur drengur sem fór alltof snemma, og Sverrir Þór, f. 5.8. 1977, gerir allt sem honum dettur í hug og það góða er að hann gerir það vel. Foreldrar Ingvars eru hjónin Sverrir Friðþjófsson, f. 30.5. 1950, fv. borgarstarfsmaður, og Elísabet Ingvarsdóttir, f. 23.2. 1951, fv. starfs- maður Icelandair. Þau búa í Reykja- vík. Ingvar Sverrisson Elísabet Karólína Björnsd. Berndsen húsmóðir í Reykjavík Fritz Hendrik Berndsen blómakaupm. í Blómum og ávöxtum Steinunn Herdís Berndsen húsmóðir í Reykjavík Ingvar Nikulás Pálsson framkvæmdastjóri í Reykjavík Elísabet Ingvarsdóttir starfsmaður Icelandair Þóra Sigurðardóttir húsm., síðast í Rvk. frá Gerðum í Garði Páll Einarsson sjómaður, síðast í Reykjavík frá Sandgerði Þórunn Björnsdóttir hárgreiðslukona, Hafnarfirði Sigurbjörn Björnsson kaupmaður í Vísi á Laugavegi Björn Friðþjófsson verkstjóri hjá Ístaki Fritz Hendrik Berndsen læknir á Akranesi Úlfar Eysteinsson matreiðslu- meistari á Þremur Frökkum Þórir Sigurbjörnsson kaupmaður í Vísi Ingibjörg Björnsdóttir (Stella) húsmóðir í Reykjavík Fritz Hendrik Berndsen kaupmaður á Blómaverkstæði Binna Björg Berndsen húsmóðir, Rvk. Birgir Lárusson kaupmaður í Reykjavík Geir Rúnar Birgisson kjötiðnaðarm. í Kjötbúðinni Selma Björnsdóttir leikkona Ólafur Benediktsson landsliðsmarkvörður í Val Björn Eysteinsson þjálfari ólympíumeistara í brids Sigríður Gunnarsdóttir húsmóðir á Eyrarbakka Marel Oddgeir Þórarinsson verkstjóri, Eyrarbakka Ingibjörg Jóna Marelsdóttir húsmóðir Reykjavík Friðþjófur Björnsson fulltr. hjá Vegagerðinni í Rvk. Evlalía Ólafsdóttir húsmóðir í Reykjavík Björn Guðmundsson bifreiðastjóri í Reykjavík Úr frændgarði Ingvars Sverrissonar Sverrir Friðþjófsson starfsm. Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur Hólmfríður Bjartmarsdóttirskrifar á Boðnarmjöð: „Fyrst menn eru að senda vísur um vín þá“: Þó hreystin væri sjálfsagt sönn sem í arf við fengum. Alla nagar tímans tönn tíminn gleymir engum. Loks er fúnar lífs míns tré við lífið segi ég takk. En eftir mörgu sjálfsagt sé sem ég ekki drakk. Þegar hinsti dagur dvín drukknum vonir skína, því hann sem breytti vatni í vín verður að hýsa sína. Jón Atli Játvarðarson skrifaði 31. október: „Nágranni okkar af al- þýðuættum í Edinborg, hinn stór- kostlegi leikari Sean Connery, féll frá í dag. Hann var jafnaldri Vigdís- ar Finnbogadóttur, Eysteins í Skál- eyjum og Clints Eastwoods, svo helstu listamenn aðrir séu nefndir“: Sjaldan var þar „taka tvö“ en troðningur við barinn. Níræður varð núll-núll-sjö, og núna er hann farinn. Gylfi Þorkelsson birtir mynd af bol, sem á stendur „Make America great again“ en er þó með merkinu „Made in China“: Ef innlendan iðnað vill styrkja, amríska handaflið virkja og múrana byggja að mörgu’ er að hyggja því Kínverja verður að kyrkja! Hallmundur Kristinsson yrkir: Yrði mér að yrkja tregt, enga gerði vísu; væri heldur leiðinlegt að lenda í þannig krísu. Enda þótt hér yrði hlé, ætla ég á hreinu; ef ég læt sem ekkert sé enginn veit af neinu! Fátækt hugar farin senn. Fljótlega af mér bráði, enda þótt ég yrki enn ekki neitt að ráði. Indriði á Skjaldfönn rifjar upp vísu eftir Steingrím Baldvinsson í Nesi: Fiskur er ég á færi í lífsins hyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína. Djarfleg vörnin dugir ekki til. Dauðinn missir aldrei fiska sína. Ingólfur Ómar Ármannsson skrapp í göngutúr í rokinu niður að Gróttu og það var hressandi: Stikar þrár um strönd og ver strýkur Kári vanga. Kvikar bárur bylta sér brimar sjár við dranga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur um vín og núll-núll-sjö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.