Morgunblaðið - 10.11.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
Á þessum tímum þar
sem covid-faraldurinn
er allsráðandi í lífi fólks
er ljóst að það reynir
verulega á þolrifin.
Ekki síst þar sem sótt-
varnir hamla því sem
við getum tekið okkur
fyrir hendur. Athafnir
sem við höfum tekið
sem sjálfsagðan hlut
eins og að vinna, versla
inn fyrir heimilið og almennt komast
á milli staða eru ekki lengur eins
sjálfsagðar og þær hafa verið. Þetta
reynist okkur sérlega erfitt þar sem
við erum vön svo miklu frelsi og að
búa við mikil lífsgæði. Í raun má taka
svo djúpt í árinni að segja að mann-
eskjan hafi aldrei búið við meiri lífs-
gæði en hún gerir í dag. Í því sam-
hengi má benda á framfarir í
læknisfræði, tækifæri til heilsurækt-
ar, húsnæðiskost, fæðu-
úrval, aðgang að mennt-
un og margt, margt
fleira.
Upplýsingagjöf hefur
náð nýjum hæðum frá
því sem áður var og er
nánast hægt að fræðast
um hvað sem er fyrir
framan tölvuskjáinn
heima hjá sér. Samfé-
lagsmiðlar hafa breytt
möguleikum okkar til
samskipta þar sem við
getum nú verið stöðugt í
tengslum og samskiptum við annað
fólk. Við getum deilt hugmyndum
okkar, hugsunum og líðan til milljóna
manna á svipstundu. Einnig höfum
við möguleika á því að fylgjast stöð-
ugt með öðru fólki og því sem það tek-
ur sér fyrir hendur. Í því umhverfi
virðast allir vera að gera eitthvað
merkilegt, hvort sem það er í tilefni
nýliðinnar hrekkjavöku, undirbún-
ingur fyrir jólin, að ganga á fjöll, elda
góðan mat eða sinna öðrum inni-
haldsríkum athöfnum.
En lífið var ekki alltaf svona. Hér
áður fyrr bjó mannskepnan við mun
frumstæðari aðstæður en í dag. Sé
farið nógu langt aftur í mannkyns-
sögunni má finna tíma þar sem ekk-
ert skipti máli annað en öruggt skjól,
matur og drykkur. Við þessar frum-
stæðu aðstæður snerist allt um að
verða sér úti um þessar nauðsynjar
til þess að tryggja lífsafkomu. Heilinn
þróaðist með það að markmiði að
taka eftir öllu í kringum sig, öllu því
sem gæti skaðað, svo hægt væri að
forðast eða fyrirbyggja það með ein-
hverjum hætti. Einnig lærði heilinn
að því meira sem við hefðum af mat
og nauðsynjum, því betra. Því örugg-
ari og betri vistarverur sem við hefð-
um, því betra. Með öðrum orðum: því
meira, því betra.
Í nútímanum þar sem fæstir þurfa
að hafa áhyggjur af grunnþörfum sín-
um er heilinn enn samt sem áður að
vinna út frá sama lögmáli. Við fáum
aldrei nóg. Það er sama hvað við höf-
um það gott, við þurfum alltaf meira
þar sem heilinn er hannaður til að
nálgast hlutina þannig. Þessi nálgun
heilans er jú frumástæða þess hvað
við höfum þróast og náð miklum ár-
angri. Þróunarsagan hefur því mótað
taugakerfi okkar með þeim hætti að
við hljótum að gjalda þess andlega.
Við berum okkur saman við aðra,
metum aðstæður og okkur sjálf,
gagnrýnum okkur fyrir það sem við
gerum og það sem okkur skortir,
verðum fljótt ósátt við það sem við
höfum og þurfum stöðugt meira,
ímyndum okkur allt hið versta sem
getur gerst, o.s.frv.
En hvað hefur þetta allt saman
með covid-faraldurinn að gera? Jú, á
tímum sem þessum, þar sem við þurf-
um að lifa fábrotnara lífi en við erum
vön, myndast óánægja, pirringur og
eirðarleysi. Okkur langar út á golf-
völl, í ræktina, á barinn, að ganga til
rjúpna, o.s.frv. Við erum búin að venj-
ast því að fá flest sem okkur langar og
það strax. Takmörkun á samkomum
og aðrar ráðstafanir vegna covid sam-
ræmast ekki þeirri hugsun og nálgun
á lífið sem við höfum í dag. Nær allir
skilja mikilvægi þess að sinna sótt-
vörnum en sumir eru bara ekki til-
búnir til að takmarka lífsgæði sín með
þeim hætti sem lagt er upp með, jafn-
vel þó að um tímabundið ástand sé að
ræða. Þessir sömu aðilar ætlast jafn-
vel til þess að aðrir lúti þessum
reglum og skilja alveg mikilvægi
þeirra, en finna síðan leið til að fara
framhjá þeim sjálfir. Réttlætingin
birtist í ýmsum myndum: „Við förum
varlega,“ „Við höldum tveggja metra
reglu,“ „Við sprittum okkur bara vel
fyrir og eftir,“ „Ég verð nú bara einu
sinni 25 ára,“ o.s.frv.
En hvað skal þá gera til að bæta
sína líðan? Ýmis ráð hafa verið gefin í
þessu samhengi og sérstaklega hefur
verið hamrað á mikilvægi þess að
halda rútínu, sinna góðum heilsuvenj-
um, passa upp á svefn og að missa sig
ekki í ávanabindandi efni. Þetta eru
ráð sem skipta verulega miklu máli en
eftir situr samt sá missir að geta ekki
lengur stundað áhugamál sín og tóm-
stundir með þeim hætti sem maður
myndi vilja. Til þess að takast á við
þann missi má rýna í undirliggjandi
ástæðu þess að þessi athöfn skipti
máli. Eða með öðrum orðum: átta sig
á þeim gildum sem liggja þar að baki.
Gildi varða það sem þig langar allra
mest að standa fyrir sem manneskja,
hvernig þú vilt haga þér í daglegu lífi.
Þau eru ekki um það sem þig langar í
eða þann árangur sem þú vilt ná held-
ur varða þau ákveðna hegðun sem þú
sýnir. Ef þú ert meðvitaður um gildi
þín ná þau að vera leiðandi í lífinu og
benda á hvað það er sem skiptir raun-
verulegu máli. Í þessu samhengi er
mikilvægt að hafa í huga að gildi eru
eitthvað sem við náum aldrei fylli-
lega, heldur eitthvað sem við lifum í
samræmi við. Gildi eru eins og að fara
í vestur. Alveg sama hversu langt þú
ferð vestur, þú getur alltaf farið
lengra vestur.
Ef fólk áttar sig á því hvaða gildi
skipta það máli getur það hjálpað
verulega að komast í gegnum þessa
tíma. Gildi veita okkur stefnu og þeg-
ar hún liggur skýrt fyrir höndlum við
betur mótlæti og forðumst ekki það
sem okkur finnst erfitt. Þannig ná
gildin að leiðbeina okkur þegar hug-
urinn reynist hrekkjóttur og má
segja að gildin séu eins og áttaviti í
gegnum lífsins ólgusjó. Heiðarleiki,
umburðarlyndi, samkennd og að vera
fyrirmynd eru dæmi um gildi sem
hægt er að horfa á þegar við sleppum
því að gera eitthvað í dag sem hug-
urinn segir að „við þurfum“ að gera.
Einnig má spyrja sig af hverju ákveð-
in athöfn (tómstund, áhugamál)
skiptir svona miklu máli. Hvers
vegna skiptir það mig svona miklu
máli að fara í ræktina? Hvers vegna
hef ég svona ríka þörf fyrir að fara á
happy hour og hitta annað fólk? Hvað
er það í vinnuumhverfinu sem ég
sakna? Ef hægt er að svara þessum
spurningum með því að tilgreina und-
irliggjandi gildi er hægt að skoða aðr-
ar leiðir til að mæta þeim tímabundið.
„Ég vil fara í ræktina því það skiptir
mig miklu máli að halda mér í formi.“
„Ég hef þörf fyrir að fara á happy
hour til að hitta og spjalla við annað
fólk.“ „Ég sakna vinnunnar því hún
skapar mér rútínu sem veitir mér
ákveðið öryggi.“ Með því að ná að til-
greina undirliggjandi gildi er hægt að
hugsa út fyrir rammann og finna
tímabundið aðrar leiðir til að mæta
þessum þörfum á upplýstan og með-
vitaðan hátt. Það hjálpar.
Höfum í huga að við stöndum
frammi fyrir því að taka ákvörðun á
hverjum einasta degi. Á hverjum ein-
asta tímapunkti höfum við val um
hvað við ætlum að gera, segja og
leggja áherslu á. Þegar valið endur-
speglar okkar innri gildi erum við al-
mennt sátt í eigin skinni. Þegar co-
vid-faraldurinn er að baki er gott að
geta litið í baksýnisspegilinn vitandi
að maður hafi lagt sitt af mörkum og
verið samfélagslega ábyrgur.
Að þrauka í gegnum Covid-faraldurinn
Eftir Rúnar Helga
Andrason » Samfélagsmiðlar
hafa breytt mögu-
leikum okkar til sam-
skipta þar sem við get-
um nú verið stöðugt í
tengslum og sam-
skiptum við annað fólk.
Rúnar Helgi Andrason
Höfundur er yfirsálfræðingur á
verkjasviði Reykjalundar.
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri
Við lifum á mestu
krepputímum síðustu
100 ára, ekki bara á Ís-
landi heldur á heims-
vísu. Ástæðan er hin
illskeytta veira sem
kölluð er Covid-19 og
ættuð frá Kína. Fullyrt
er að veiran sé búin til
af kínverska Komm-
únistaflokknum til að
auðvelda honum
heimsyfirráð.
Enda athyglisvert hversu kínversk
stjórnvöld reyndu að þagga faraldur-
inn niður í upphafi og enn hvílir mikil
leynd yfir honum í Kína. Og svo virð-
ist sem kínversk stjórnvöld ætli að
komast upp með það eins og svo ótal
margt annað!
Breytt heimsmynd
Því fyrr sem við gerum okkur
grein fyrir breyttri heimsmynd
vegna Covid-19, því betra. Þannig
hefur t.d. Carmen Rich-
ard, yfirhagfræðingur
Alþjóðabankans, sagt að
Covid-19 sé að „breytast
í meiriháttar efnahags-
kreppu með mjög alvar-
legum fjárhagslegum
afleiðingum og löng leið
fram undan“. Já, að al-
varleg heimskrísa sé í
vændum sem kristallist
m.a. í átökum fullveldis-/
þjóðríkjasinna annars
vegar og glóbalista með
stuðningi m.a. kín-
verskra kommúnista og
marxista hins vegar. Átakalínurnar
þar hafa verið miklar undanfarið en
aldrei eins afgerandi og áberandi og
nú, þegar Covid-19 tröllríður heim-
inum og virkilega harðnar á dalnum,
því hin skefjalausa alþjóðavæðing
glóbalista á kostnað þjóðríkja og
þjóða berskjaldast nú sem aldrei fyrr
í vanmætti og nánast getuleysi fjölda
þjóða til að takast á við hinn risavaxna
efnahagsvanda á eigin forsendum.
Þau hafa einfaldlega eftirlátið al-
þjóðavæðingunni stóran hluta full-
veldis síns, framselt framleiðslugetu
sína til ríkja lágra launa, sbr. Kína, og
standa nú mun veikari en ella frammi
fyrir risavöxnum vandamálum, efna-
hagslegum og stjórnmálalegum, sem
munu enn dýpka kreppu og átök inn-
an þeirra! Átök sem birtast einna
best í forsetakosningum í Banda-
ríkjunum og í Brexit.
Glóbalisminn skekur
líka Ísland
Langt er síðan glóbalisminn náði
fótfestu á Íslandi. EES-samningur-
inn var hvalreki hans, með öllu sínu
„fjórfrelsi“ er skóp m.a. bankahrunið
2008 með skelfilegum afleiðingum
fyrir íslenska þjóð. En líka siðferðis-
legum afleiðingum, einkum í seinni
tíð þegar glóbalistar og marxistar
(sósíalistar) náðu að stilla saman
strengi. ESB er gott dæmi um slíkt
erlendis en hérlendis myndun núver-
andi ríkisstjórnar á Íslandi fyrir rúm-
um þremur árum, þar sem til að
mynda Sjálfstæðisflokkur, sem í upp-
hafi átti að vera brjóstvörn þjóðlegra
kristinna borgaralegra gilda, og
Vinstri-grænir, afsprengi kommún-
ista og marxista, tóku saman höndum
og mynduðu ríkisstjórn undir forystu
hinna síðarnefndu. Já, náttuðu undir
sömu sæng. Og afkvæmin létu svo
ekki á sér standa; kynrænt sjálfræði,
rústun íslenskrar mannanafnahefðar,
róttæk marxísk fóstureyðingarlög og
nánast galopin útlendingalög í anda
No Borders þar sem allt stefnir í að
íslensk þjóð verði orðin minnihluta-
hópur í eigin landi eftir fáa áratugi
með sama áframhaldi (þjóðinni skipt
út bara sí svona að henni forspurðri).
Loks endalaus undanlátssemi gagn-
vart Brussel-valdinu á grundvelli
EES, sem nú er orðið aðildarferli að
ESB, auk Schengen, enda hefur um-
sókn Íslands að ESB ekki enn verið
afturkölluð á Alþingi, sem segir jú allt
í þeim efnum. Þá er þjónkunin gagn-
vart kínverskum stjórnvöldum kapít-
uli út af fyrir sig. Nægir þar að nefna
framhjáhorf stjórnvalda við njósnum
Kínverja hér á landi og innleiðingu
hins kínverska G5-njósnafjarskipta-
kerfis sem meira að segja Svíar hafa
hafnað vegna þjóðaröryggis. Og er þá
mikið sagt!
Hvert stefnir Ísland?
Því spyrja margir þjóðhollir Ís-
lendingar í dag: Hvert stefnir Ísland?
Hafandi við völd í æðstu embætt-
um þjóðarinnar yfirlýsta og róttæka
alþjóðasinnaða sósíalista, s.s. forseta,
forsætisráðherra, forseta Alþingis og
borgarstjóra. Með glóbalisma/marx-
isma í öndvegi á altari alþjóðlegrar
heimsskipunar þeirra, þar sem hinn
pólitíski rétttrúnaður er í hávegum
hafður og heilaþvottur í mennta- og
fræðslumálum rækilega ástundaður
gegn hvers konar þjóðrækni og fórn-
um liðinna kynslóða fyrir sjálfstæði
og frelsi þjóðarinnar. Þvert á þá póli-
tísku þjóðhyggju sem nú er í sókn
víðsvegar um heim, ekki síst nú í
breyttum heimi. Fyrir utan svo allan
hinn rándýra og brjálaða loftslags-
heilaþvott. Sem væri efni í aðra grein.
Breytt heimsmynd
Eftir Guðm. Jónas
Kristjánsson
Guðm. Jónas
Kristjánsson
» Allt stefnir í að
íslensk þjóð verði
orðin minnihlutahópur
í eigin landi eftir fáa
áratugi með sama
áframhaldi.
Höfundur er bókhaldari og situr í
flokksstjórn Frelsisflokksins.
gjk@simnet.is