Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samtök iðn-aðarins hafasent Reykja- víkurborg umsögn um tillögur að breytingum á aðal- skipulagi borg- arinnar. Í umsögn- inni er vísað til þeirrar stefnu borgarinnar sem fram komi í viðauka við að- alskipulagið, „að þétta enn frek- ar byggð vegna skipulags Borg- arlínu og að á næstu árum þurfi einkum að forgangsraða upp- byggingu á svæðum sem liggja að fyrsta áfanga línunnar“. Samtök iðnaðarins benda í þessu sambandi á „að þéttingar- stefna borgarinnar í óbreyttri mynd mun að hluta til leiða til þess að þær íbúðir sem skila sér á markaðinn verði dýrari en ella. Þörfin er hins vegar mest á hagkvæmari íbúðum á lægra verði.“ Þá vitna Samtök iðnaðarins til nýlegrar könnunar meðal fé- lagsmanna á mannvirkjasviði sem sýni að erfitt geti reynst að byggja hagkvæmt húsnæði á þéttingarreitum. Þetta eigi þó ekki við alls staðar, til að mynda á óbyggðum reitum í nálægð við þegar lagða vegi. „Að sama skapi telja samtökin að skortur á lóðaframboði sé flöskuháls þegar kemur að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis. Ef borgin vill ná fram hagkvæmari upp- byggingu á þéttingarreitum þarf heilt yfir að eiga sér stað endurskoðun á núverandi um- hverfi byggingarmála innan borgarinnar, m.a. með auknu samtali við atvinnulífið, og byggingaraðilum þurfa að standa til boða lóðir þar sem raunhæft er að byggja hag- kvæmt húsnæði,“ segir í um- sögninni. Þar kemur einnig fram að stytta þurfi afgreiðsluferli skipulags- og bygg- ingarmála hjá borg- inni. Óþarfa tafir í ferlinu leiði til auk- ins kostnaðar sem hækki íbúðaverð. Samtök iðnaðarins gagnrýna ennfremur það markmið að 25% nýrra íbúða verði á vegum „hús- næðisfélaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Samtökin vilja benda á að koma ætti til móts við verktaka sem ætla sér að ráðast í uppbyggingu á hag- kvæmu húsnæði á almennum markaði með sama hætti og gert hefur verið fyrir óhagnaðar- drifin leigufélög. Kannanir hafa sýnt að mikill minnihluti fólks vill búa varanlega í leigu- húsnæði. Ennfremur er ljóst að stórum hluta íbúa á leigumark- aði reynist erfitt að safna fé til kaupa á fasteign. Að mati sam- takanna er því brýnt að tryggja lóðaframboð þar sem byggðar verði íbúðir sem ætlaðar eru til sölu á viðráðanlegu verði. Því ætti ekki eingöngu að einblína á uppbyggingu á vegum óhagn- aðardrifinna leigufélaga heldur samhliða að greiða leið fyrir- tækja á markaðnum til að byggja hagkvæmt húsnæði, m.a. sem falla undir skilyrði fyrir veitingu hlutdeilarlána.“ Allt eru þetta mikilvægar ábendingar sem ekki er vafi á að meirihlutinn í borginni mun leiða hjá sér. Borgarlínutrúin er meirihlutanum mikilvægari en hagkvæmt húsnæði fyrir al- menning og kreddur um kosti „óhagnaðardrifinna leigufélaga“ vega þyngra innan meirihlutans en löngun meirihluta almenn- ings til að eignast þak yfir höf- uðið. Kreddur meirihluta borgarstjórnar koma í veg fyrir framboð á hag- kvæmu húsnæði} Óhagkvæmt aðalskipulag Á mbl.is var ífyrradag sagt frá því að þyrla Landhelgisgæsl- unnar hefði þrisvar þann daginn verið kölluð út vegna bráðra veikinda. Í gær var sögð frétt um að engin þyrla yrði til taks í lág- mark tvo sólarhringa, á fimmtu- dag og föstudag. Það er graf- alvarleg staða, eins og sjá má á tíðu og brýnu þyrluflugi á sunnudag, en kemur ekki á óvart eftir að flugvirkjar hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Í gær var ennfremur greint frá því að ekki hefði náðst sam- komulag á fundi samninga- nefnda flugvirkja og ríkisins. Honum lauk án þess að boðað væri til nýs fundar og kjaradeil- an var sögð „á erfiðum stað“. Málið er allt óneitanlega „á erfiðum stað“. Ástandið er raunar grafalvarlegt, eins og dómsmálaráð- herra orðaði það í samtali við mbl.is fyrir helgi, þegar hún benti á að flug- virkjum stæðu til boða sömu launahækkanir og aðrir opin- berir starfsmenn hefðu fengið. Í því samtali sagði ráðherrann einnig, spurð um lög á verkfallið í ljósi þeirrar hættu sem skap- aðist vegna þess, að það þyrfti að skoða alvarlega. Þar sagði hún ennfremur að sú staða mætti ekki koma upp að Land- helgisgæslan gæti ekki sinnt lífsnauðsynlegu hlutverki í ör- yggi og almannavörnum þjóð- arinnar. Þetta er rétt, og augljóst að ekki getur dregist að grípa til aðgerða. Stundum er laga- setning eina leiðin} Öryggi ógnað Þ ingsályktun sem við í Flokki fólks- ins höfum nýverið mælt fyrir á þingi er að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp sem hafi að markmiði að tryggja fullkominn eign- ar- og ráðstöfunarrétt fólks á lífeyrisrétt- indum sínum, þ.m.t erfðaréttindi. Í fyrsta lagi sé það tryggt að fólk geti valið á milli þess að greiða skyldubundinn lífeyris- sparnað í sjóð sem veitir hlutfallslega rétt- indaávinnslu eða að greiða inn á sérgreindan reikning þar sem hægt er að velja hvernig líf- eyrir er ávaxtaður. Í öðru lagi viljum við að lífeyrisréttindi gangi að erfðum til lögerfingja að fullu þegar lífeyrisþeginn fellur frá. Erfingjar geti valið hvort líf- eyrir verði greiddur út til þeirra beint eða hvort rétt- indin flytjist til þeirra innan kerfisins. Þegar uppbygging lífeyriskerfisins hófst um 1969 var meginmarkmiðið sparnaður fyrir launþegann sem hann skyldi njóta góðs af á síðari hluta ævinnar. Eignarréttur sparnaðarins var óumdeildur. Undan þessu hefur verið grafið ítrekað allar götur síðan. Í dag er ráðskast með líf- eyriseignir launþegans án þess að hann fái nokkru um það ráðið. Þannig hefur fólk ekkert val um það hvernig lífeyrissparnaður þess er ávaxtaður. Stjórnir lífeyris- sjóða ráða ferðinni. Kaldhæðnislegt en satt að stjórn- irnar eru að meirihluta skipaðar fulltrúum atvinnurek- enda. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að þeir hafa gætt eiginhagsmuna í hvívetna þegar þeir í krafti ofur- eflis beina fjármunum í hinar ýmsu áhættu- fjárfestingar í eigin þágu. Dæmin sýna svo ekki verður á móti mælt að stórar fúlgur af sparifé landsmanna hafa verið brenndar upp á þennan hátt með tilheyrandi réttindaskerð- ingum eigendanna sjálfra. Launþeginn er lögþvingaður til að greiða í lífeyrissjóð. 15,5% af launum sínum er hann skikkaður til að greiða í sjóð sem hann hefur nánast ekkert um að segja hvernig farið er með, sem er ekki eignarréttarvarinn og ekki erfanlegur nema að litlu leyti. Flokkur fólksins vill skilyrðislausan eignarrétt á lífeyrisrétti, sbr. 1. mgr. 72. gr. stjórrnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/ 1944, þar segir m.a. „eignarrétturinn er frið- helgur“; þannig munu verða tryggð réttindi launafólks yfir lífeyrissjóðseign sinni. Þannig munu eftirlifandi lög- erfingjar lífeyrisþegans njóta fulls og óskoraðs erfða- réttar á réttindunum eins og gildir um aðrar eignir arf- gjafans. Við í Flokki fólksins viljum leyfa fjölskyldu látins sjóð- félaga að njóta góðs af lífeyrissparnaði hans. Við vitum flest að margir sem misst hafa maka sinn eiga mjög erf- itt í kjölfarið. Ekki einungis af þrúgandi sorg heldur fjár- hagsáhyggjum líka. Því er það óverjandi að ævisparn- aður látins ástvinar skuli ekki skila sér þangað sem hann hefði sjálfur valið, heldur bætast í tæplega 6.000 millj- arða hít sjóðanna en nýtast fjölskyldu hans ekki neitt. Inga Sæland Pistill Lífeyrissjóðurinn er launþegans Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sandvinnslufyrirtækið Lavaconcept Iceland ehf. í Vík í Mýrdal stefnir að því að byrja starfsemi næsta sumar. Vinnsla og útflutningur sandblást- urssands til Þýskalands á svo að hefjast af fullum krafti árið 2022, að sögn Jóhanns Vignis Hróbjarts- sonar framkvæmdastjóra. Starfsem- in mun skapa 15-20 störf auk af- leiddra starfa. Hugmyndin um sandnám og út- flutning sem tilraunaverkefni kvikn- aði í atvinnuleysinu eftir fall bank- anna 2008. Þá hófst undirbúnings- vinna sem hefur staðið síðan með hléum. Þegar aftur syrti í álinn vegna hruns í ferðaþjónustu sökum kórónuveirufaraldursins var aftur hafist handa af krafti. „Við viljum standa að atvinnuuppbyggingu í okkar heimabyggð,“ sagði Jóhann. Fyrirtækið er búið að semja við marga landeigendur í Mýrdals- hreppi og við sveitarfélagið. Það hef- ur fengið framkvæmdaleyfi í lítilli sandnámu austan við þorpið í Vík, sem verður stækkuð. Einnig verður skipulögð ný náma austur í Fagra- dalsfjöru. Samkvæmt drögum að skipulagi verður mögulegt að nýta 47.300 m3 af sandi eða um 77.000 tonn úr þessum tveimur námum. Þróun og prófanir á vinnslulínu eru á lokastigi í Þýskalandi og er von á henni hingað til lands næsta sumar. Vonast er til að skipulagsundirbún- ingi ljúki næsta vor. EFLA verk- fræðistofa hefur veitt ráðgjöf. Mat á umhverfisáhrifum Skipulagsstofnun ákvað nýlega að efnistakan og forvinnslan á sand- inum skyldu vera háð mati á um- hverfisáhrifum. Jóhann sagði að Lavaconcept Iceland ehf. hefði alltaf ætlað sér að fara í umhverfismat með verkefnið hver sem niðurstaða Skipulagsstofnunar hefði verið. „Ákveðið var að sækja um efnismagn sem var undir reglum um umhverfismat en átti að tryggja fyrirtækinu 5-8 ára reynslutíma til að afla gagna fyrir umhverfismat, meta hagkvæmni og standa að reglubundinni vöktun á mögulegu strandrofi. Það var aldrei áætlun Lavaconcept Iceland að reyna að komast hjá mati á umhverfisáhrif- um. Okkar hugmynd var hins vegar sú að hefja ferlið og byggja niður- stöður umhverfismats á reynslu, staðreyndum og rauntölum í stað hugmynda, getgáta og reiknilíkana. Við ákváðum að sækja um áætlað efnismagn sem átti að tryggja fyrir- tækinu 5-8 ára reynslutíma til að afla gagna, meta hagkvæmni og vakta mögulegt strandrof. Þetta kemur fram í öllum gögnum frá okk- ur og EFLU verkfræðistofu,“ sagði Jóhann. Hann sagði að það hefði tekið Skipulagsstofnun hálft ár að taka ákvörðun en samkvæmt reglum ætti það að taka fjórar vikur. Þetta hefði valdið óhjákvæmilegri töf á verkefn- inu og leitt til hærri kostnaðar. Þá segir Jóhann að í áliti Skipulags- stofnunar séu fullyrðingar sem ekki séu studdar neinum mælingum eins og að efnistakan muni valda auknu strandrofi. Sjórinn fyllir upp jafnóðum „Nú þegar ákvörðunin liggur loksins fyrir er verið að horfa í það efnismagn sem þarf til að geta byrj- að og haldið áfram í góðu samstarfi við Mýrdalshrepp, landeigendur og fagaðila,“ sagði Jóhann. „Ekki verð- ur tekið meira af sandi en tilgreint er í leyfum. Öll efnistaka fer fram í fjöruborðinu og sjórinn fyllir jafn óðum í það sem tekið verður. Haf- straumar flytja þúsundir rúmmetra af efni meðfram ströndinni frá vestri til austurs flesta daga. Gott dæmi um sandflutninga hafsins er Land- eyjahöfn,“ sagði Jóhann. Áætlað er að vörubílar fari 3-5 ferðir alla virka daga með efni til Þorlákshafnar. Þaðan verður það flutt laust með skipum til Þýskalands. Skapa 15-20 störf við útflutning á sandi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagradalsfjara Hér er ráðgert að önnur sandnáman verði. Hin verður vestar og nær þorpinu í Vík í Mýrdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.