Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
England
Burnley - Crystal Palace ........................ 1:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 67
mínúturnar með Burnley.
Wolves – Southampton ............................ 1:1
Staðan:
Tottenham 9 6 2 1 21:9 20
Liverpool 9 6 2 1 21:16 20
Chelsea 9 5 3 1 22:10 18
Leicester 9 6 0 3 18:12 18
Southampton 9 5 2 2 17:13 17
Everton 9 5 1 3 19:16 16
Aston Villa 8 5 0 3 19:11 15
West Ham 9 4 2 3 15:10 14
Wolves 9 4 2 3 9:10 14
Manch.Utd 8 4 1 3 13:14 13
Crystal Palace 9 4 1 4 12:13 13
Arsenal 9 4 1 4 9:10 13
Manch.City 8 3 3 2 10:11 12
Leeds 9 3 2 4 14:17 11
Newcastle 9 3 2 4 10:15 11
Brighton 9 2 3 4 13:15 9
Burnley 8 1 2 5 4:12 5
Fulham 9 1 1 7 9:18 4
WBA 9 0 3 6 6:18 3
Sheffield Utd 9 0 1 8 4:15 1
Pólland
Jagiellonia - Wisla Plock ........................ 5:2
Böðvar Böðvarsson kom inn á sem vara-
maður á 83. mínútu hjá Jagiellonia.
Danmörk
FC Köbenhavn - Randers ....................... 1:2
Ragnar Sigurðsson var allan tímann á
bekknum hjá FC Köbenhavn.
Staðan:
Midtjylland 9 6 1 2 17:12 19
SønderjyskE 9 5 3 1 17:10 18
Brøndby 9 6 0 3 17:13 18
AGF 9 4 3 2 17:11 15
AaB 9 4 3 2 11:11 15
Vejle 9 4 2 3 16:16 14
Nordsjælland 9 3 4 2 17:12 13
OB 9 3 2 4 13:15 11
Randers 9 3 1 5 12:10 10
København 9 3 1 5 15:19 10
Lyngby 9 0 3 6 9:20 3
Horsens 9 0 3 6 5:17 3
Svíþjóð
Gautaborg - Häcken................................ 1:1
Oskar Tor Sverrisson kom inn á sem
varamaður á 81. mínútu hjá Häcken.
Norrköping - Falkenberg....................... 4:1
Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn
með Norrköping.
Staðan:
Malmö 28 16 9 3 58:27 57
Elfsborg 28 12 13 3 46:35 49
Djurgården 28 13 6 9 46:31 45
Häcken 28 11 12 5 42:29 45
Norrköping 28 12 7 9 56:42 43
Hammarby 28 10 11 7 46:44 41
Mjällby 28 11 8 9 43:41 41
Örebro 28 11 6 11 35:37 39
AIK 28 10 8 10 28:30 38
Sirius 28 9 10 9 42:48 37
Varberg 28 9 7 12 42:41 34
Östersund 28 8 9 11 27:38 33
Gautaborg 28 5 13 10 29:41 28
Kalmar 28 5 9 14 29:49 24
Falkenberg 28 5 8 15 31:51 23
Helsingborg 28 4 10 14 29:45 22
Danmörk
Aarhus - SönderjyskE......................... 25:26
Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
SönderjyskE.
Svíþjóð
Sävehof - Guif ...................................... 25:16
Daníel Freyr Ágústsson varði 2 skot í
marki Guif.
Freyr Alexandersson, aðstoðar-
þjálfari íslenska karlalandsliðsins í
fótbolta síðustu ár, viðurkennir í
samtali við vefmiðilinn Fótbolta.net
að hann hafi áhuga á að taka við sem
landsliðsþjálfari, en Erik Hamrén
tilkynnti á dögunum að hann myndi
hætta með liðið. „Auðvitað langar
mann alltaf að þjálfa landsliðið,“
sagði hann m.a. við miðilinn en
Freyr er nú í Katar þar sem hann er
orðinn aðstoðarþjálfari Al-Arabi.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðs-
ins og með því leikur landsliðsfyrir-
liðinn Aron Einar Gunnarsson.
Freyr vill taka
við landsliðinu
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðið Freyr Alexandersson
vill taka við þjálfun landsliðsins.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, tilkynnti í gær að áhorf-
endur verði leyfðir á íþrótta-
viðburðum utanhúss á nýjan leik en
allt að 4.000 áhorfendur mega
mæta á leiki frá og með 2. desem-
ber.
Svæðum í Bretlandi er skipt nið-
ur í þrjú áhættusvæði vegna veir-
unnar, en 4.000 áhorfendur mega
koma saman þar sem áhættan er
minnst, 2.000 þar sem áhættan er
meðalmikil en enn verða engir
áhorfendur á svæðunum þar sem
áhættan er talin mest.
Leyfa áhorf-
endur á ný
AFP
Tómt Leikið hefur verið án áhorf-
enda í ensku deildinni til þessa.
ÞÝSKALAND
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður
í handknattleik, hefur hafið tímabil-
ið með Stuttgart í þýsku 1. deildinni
af gríðarlegum krafti. Viggó, sem
leikur í stöðu hægri skyttu, hefur
skorað 71 mark í 9 leikjum á tíma-
bilinu og er markahæstur í deildinni
ásamt hinum austurríska Robert
Weber, leikmanni Nordhorn-
Lingen. Bjarki Már Elísson, leik-
maður Lemgo, er í 3. sæti með 61
mark.
Stuttgart er fjórða félagsliðið sem
Viggó leikur fyrir á um einu og
hálfu ári. Hann spilaði á þarsíðasta
tímabili fyrir West Wien í aust-
urrísku 1. deildinni og skipti svo yfir
til Leipzig í þýsku 1. deildinni. Það-
an fór hann til Wetzlar og spilar nú
með Stuttgart. Viggó útskýrði af
hverju félagsskiptin hafa verið
svona tíð hjá honum að undanförnu:
„Ég var í Austurríki á þarsíðasta
tímabili og langaði virkilega að taka
skrefið til Þýskalands en var með
samning áfram í Austurríki og því
var ekki auðvelt að losna. Það þurfti
að kaupa mig burt. Undir lok apríl
2019 meiðist skytta hjá Leipzig
þannig að þá vantar leikmann fyrir
næsta tímabil og ákveða að kaupa
mig. Ég síðan byrja tímabilið hjá
þeim og ég er mjög ánægður þar
enda mjög flottur klúbbur. Þar var
ég varamaður fyrir Franz Semper
og fékk mínútur hér og þar.
Svo kom í nóvember á síðasta ári
mjög óvænt tilboð frá Wetzlar. Þá
vantaði skyttu og ég sá það bara
sem gott tækifæri. Bæði buðu þeir
góðan samning og Wetzlar hefur
verið þekkt síðustu ár fyrir að hafa
byggt upp mjög marga góða leik-
menn sem hafa farið í stórlið. Ég sá
því fram á að geta bætt mig heil-
mikið þar, sem varð síðan raunin. Þó
ég hafi ekki verið númer eitt þar
fannst mér ég bæta mig og læra
heilmikið,“ sagði hinn 26 ára gamli
Viggó.
Mikill styrkleikamunur
„Maður tekur alltaf einhverja
hluti frá hverju liði og hverjum
þjálfara. Þjálfararnir í bæði Leipzig
og Wetzlar voru báðir mjög flottir
en mjög ólíkir og með ólíkar
áherslur. Ég tók margt með mér frá
þeim báðum.
Sömuleiðis spilaði ég mína fyrstu
landsleiki í fyrra og fór á mitt fyrsta
stórmót og tók hellings reynslu út
úr því. Á þessum tveimur vikum
sem ég var með landsliðinu, bara
það að spjalla aðeins við Guðjón Val,
Alexander og Aron, og horfa á þá og
æfa með þeim, það gerði mér mjög
gott. Maður heldur alltaf að það sé
klisja þegar það er sagt að það sé
rosa reynsla að spila með reynslu-
miklum leikmönnum, en það er í
rauninni engin klisja því mér fannst
ég taka gríðarlegum framförum. Ég
allavega fann það strax hjá sjálfum
mér,“ bætti Viggó við.
Félagsskiptin til Stuttgart komu
upp um sama leyti og Viggó samdi
við Wetzlar. „Það kemur í rauninni
upp þegar ég er í Leipzig. Í nóv-
ember 2019 var komið í ljós að
Leipzig myndi ekki framlengja við
mig og á sama tíma og Wetzlar býð-
ur mér samning út tímabilið býður
Stuttgart mér samning til tveggja
ára eftir það. Því vissi ég það þegar
ég fór til Wetzlar að það yrði bara
út tímabilið og að ég yrði svo næstu
tvö ár í Stuttgart.
Það er mjög algengt í Þýskalandi
að lið séu að semja svolítið vel fram
í tímann og fyrir íþróttamenn eins
og mig sem eru með fjölskyldu er
þetta líka gott. Þá er maður með at-
vinnuöryggi næstu árin og mér
finnst það mjög þægilegt.“
Í síðasta leik Stuttgart skoraði
Viggó 11 mörk í 30:34 tapi gegn
Flensburg og hann er að skora tals-
vert meira en hjá Leipzig og Wetzl-
ar. Hvað hefur breyst í leik Viggós?
„Það sem hefur kannski breyst er
það að ég kem í þýsku deildina í
fyrra og er þá á mínu fyrsta ári. Það
er mikill styrkleikamunur á deild-
unum í Austurríki og Þýskalandi.
Ég kannski vanmat aðeins mína
eigin styrkleika í fyrra og hélt að-
eins aftur af mér.
Svo var ég með minni rullu í lið-
inu, bæði í Leipzig og Wetzlar, held-
ur en ég er með hér í Stuttgart. En
ég átti samt leiki inn á milli í fyrra
þar sem ég sá að ég gat þetta alveg,
þar sem ég skoraði nokkrum sinn-
um 5-7 mörk í leik og fékk nasaþef-
inn af þessu. Ég var í rauninni bú-
inn að setja mér það markmið að
sama hvaða liði ég yrði í, hvort sem
það væri Leipzig, Wetzlar eða því
sem varð á endanum, Stuttgart,
ætlaði ég mér alltaf að vera númer
eitt í minni stöðu. Það gekk á und-
irbúningstímabilinu með Stuttgart,
þá náði ég að festa mig í sessi sem
númer eitt hjá okkur og í rauninni
hefur gengið fáránlega vel síðan.“
Sveif um á gólfinu
Viggó segir upplifunina af því að
fara á stórmót með landsliðinu hafa
verið frábæra.
„Það var auðvitað bara frábært.
Ég kom inn á í fyrsta leik á EM fyr-
ir framan 12.000 manns á móti Dan-
mörku og við náðum síðan að vinna
þann leik. Það var mjög sérstök til-
finning. Mig minnir að þegar ég
labbaði inn á hafi ég ekki náð al-
mennilegri jarðtengingu, mér leið
eins og ég væri að svífa á gólfinu.
Það var óþægileg tilfinning að finn-
ast maður vera að svífa en svo fær
maður boltann í fyrsta sinn og þá
hverfur þetta og manni líður vel.“
Viggó er í 35 manna æfingahóp
fyrir HM sem fer fram í Egypta-
landi í janúar á næsta ári. Hann er
bjartsýnn á að vera í lokahópnum.
„Ég er búinn að vera í síðustu
hópum þó það hafi auðvitað verið
lítið um verkefni vegna kórónuveir-
unnar. Ég er bjartsýnn og vona að
ég fái tækifæri til þess að spila með
landsliðinu á HM.“
Hann kveðst ekki vera farinn að
rýna í andstæðinga Íslands á
mótinu en telur þó möguleika liðsins
góða. „Fyrst og fremst vona ég að
það verði spilað. Þó það væri fyrir
tómum höllum þá hlakka ég til að
spila. Ég tel okkur vera með mjög
spennandi lið, það eru margir að
spila mjög vel. Við erum með
þokkalega ungt lið líka. Miðað við
hvernig þetta leit út hjá okkur á
móti Litháen, auðvitað voru Litháar
ekki með sitt sterkasta lið, en ég tel
að við getum gert góða hluti. Þó það
tækist ekki núna strax í janúar tel
ég að á næstu árum getum við orðið
mjög góðir,“ bætti Viggó við.
Hefur gengið lygilega vel
Viggó Kristjánsson hefur slegið í gegn í Þýskalandi og er markahæstur í
deildinni ásamt Weber Hefur tekið gríðarlegum framförum á einu og hálfu ári
Morgunblaðið/Einar Ragnar
Markahæstur Viggó Kristjánsson raðar inn mörkunum í þýsku 1. deildinni og er markahæstur ásamt Weber.
Næstu lands-
leikir íslenska
karlalandsliðsins
í handknattleik
verða spilaðir á
Ásvöllum í Hafn-
arfirði, en þetta
kemur fram í
fréttatilkynn-
ingu sem HSÍ
sendi frá sér í
gær. Íslenska lið-
ið hefur hingað til leikið landsleiki
sína í Laugardalshöll en í síðustu
viku sprakk lögn í höllinni sem varð
til þess að vatn flæddi um öll gólf.
Höllin er því ónothæf næstu mán-
uðina þar sem skipta þarf um gólf í
henni.
HSÍ sótti um undanþágu til evr-
ópska handknattleikssambandsins,
EHF, um að næstu leikir landsliðs-
ins yrðu spilaðir á Ásvöllum og var
sú beiðni samþykkt.
Landsleikir
á Ásvöllum
Guðmundur
Guðmundsson