Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 32
Vísnabókin, sem var svo fagurlega myndskreytt af Hall- dóri Péturssyni, hefur skemmt kynslóðunum síðan hún kom fyrst út árið 1946. Í dag, þriðjudag, kl. 12.05 verð- ur Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor við Háskóla Ís- lands, með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands þar sem hún fjallar um sögu og gildi Vísnabókarinnar; hún veltir fyrir sér sérstöðu bókarinnar og mögulegri framtíð hennar. Fyrirlestrinum verður streymt gegnum teams-livestream og verður hann einnig tekinn upp og birtur á youtube-rás Þjóðminjasafnsins. Fjallar um Vísnabókina með mynd- skreytingum Halldórs Péturssonar Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður Íslands í hand- knattleik og leikmaður Stuttgart í þýsku 1. deildinni, hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Viggó hefur skorað 71 mark í 9 leikjum á tímabilinu og er marka- hæsti leikmaður deildarinnar ásamt hinum austurríska Robert Weber sem leikur með Nordhorn-Lingen. Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo, er í 3. sæti með 61 mark en hann varð markahæsti leikmaður deildarinnar á síð- ustu leiktíð. Stuttgart hefur einnig komið á óvart en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig. »26 Hægri skyttan hefur farið á kostum í Þýskalandi í upphafi tímabilsins sunnudagssýningar á leikritinu „Lalli og Töframaðurinn“ í Tjarn- arbíói hafi legið niðri en haldi áfram um leið og græna ljósið komi. Ýmsir leggja Lalla lið á plötunni. Á meðal textahöfunda eru Megas, Ómar Ragnarsson, Ingibjörg Gunn- arsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Lögin eru meðal annars eftir Megas og Justin Bieber. Purumenn syngja með honum lagið „Jólamamba“ eftir Megas, Heiðrún Arna Friðriks- dóttir, eiginkona Lalla, syngur með honum lagið „Jólastelpa“ og Ævar Þór Benediktsson vísindamaður lag- ið „Jólakort“ eftir Lalla. „Hér kenn- ir svo sannarlega ýmissa grasa,“ segir skemmtikrafturinn. Jólaplatan hefur verið í vinnslu allt árið og Lalli segir að óvænti frí- tíminn hafi nýst vel. Hann á fjóra frumsamda texta, þar á meðal „Knús“ við aðallagið, sem kom upp- haflega út með Justin Bieber 2011. „Ég samdi textann 27. apríl, sama dag og Kári Lennon, sonur okkar Heiðrúnar, fæddist.“ Til nánari út- skýringar segir hann að þegar átt hafi að setja Heiðrúnu af stað hafi hann ekki mátt fara með henni inn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og því beðið úti í bíl og samið textann. „Þótt brjálað sé að gera á Þorláks- messu er það samt yndislegt og allt- af er tími til að trappa sig niður og knúsa fólkið sitt, en textinn fjallar um konuna og börnin okkar.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Útgáfutónleikum jólaplötunnar Gleðilega hátíð með Lalla töfra- manni, hliðarsjálfi Lárusar Blön- dals, verður streymt á „Jólastund Lalla 2020“ á Facebook í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:30. „Vínylplatan er komin í búðir og á Spotify en þar sem ekki má vera með út- gáfutónleika, eins og til stóð, vegna veirunnar, ákvað ég að skella í jólastund 24. nóvember, nákvæmlega mánuði fyr- ir jól,“ segir Lárus, eða Lalli. Jólaplatan er fyrsta plata Lalla töframanns. „Ég er rosalega mikið jólabarn, sem er skrýtið að segja, því ég er eiginlega meiri jólamaður og eins nálægt því að vera jólasveinn og hægt er.“ Hann á eitt frumsamið lag á plötunni og er skráður útgefandi. Á henni eru 12 innlend og erlend ný og gömul jólalög í íslenskum bún- ingi. „Lárus Blöndal varð reyndar miklu meira í plötunni en til stóð,“ segir Lalli. „Daði Birgisson, tónlist- arséní og upptökustjóri, gerði það að verkum að platan varð eins geggjuð og hún er. Af því að hann er svo flinkur duttum við í þann gírinn og platan varð betri en við ætluðum. Hún átti að vera hress og skemmti- leg en í upptökuferlinu gerðust töfrar og hún varð töff og góð.“ Á ráslínunni Lárus vinnur fyrir sér sem Lalli töframaður (toframadur.is). Hann segir erfitt að vera skemmtikraftur í veirustandinu. „Enginn veit ná- kvæmlega hvenær allt fer aftur í gang og ef maður ætlar að vera tilbúinn á ráslínunni, þegar kallið kemur og allir fara út og skemmta sér, er ekki hægt að lofa upp í erm- ina á sér og bóka sig í eitthvað ann- að. Ég hef því haldið mér heitum til að vera tilbúinn þegar flautað verður út og allir mega fara í partíið.“ Í því sambandi nefnir hann að Lalli töframaður með ás uppi í erminni  Fyrstu útgáfutónleikum skemmtikraftsins streymt í kvöld Hjón Lárus Blöndal og Heiðrún Arna Friðriksdóttir. ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.