Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
✝ Þyri DóraSveinsdóttir
snyrtisérfræðingur
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1945.
Hún lést á heimili
sínu 11. nóvember
2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Sveinn Helgi Sig-
urðsson, f. 7. júní
1918, d. 10. október
1970, og Fjóla Vilmundardóttir,
f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl
1998. Bróðir Þyri Dóru var Sig-
urður Helgi Sveinsson, f. 15.
september 1953, d. 18. maí 2018.
Börn Sigurðar Helga eru Bóas
Helgi, f. 23. desember 1979,
Fjóla Ruth, f. 3. maí 1982,
Sveinn Helgi, f. 24. október
2011, og Eiríkur Helgi, f. 17.
er Brynja Rós Thelmudóttir.
Börn Kristins og Herdísar eru:
a) Andrea, f. 7. júní 1988, maki
Jón Friðrik Jónatansson, f. 7.
desember 1987, sonur Andreu
og Jóns Friðriks er Birnir, f. 16.
janúar 2020. b) Tómas Árni, f.
28. desember 1993, maki Katrín
Vera, f. 3. september 1998. c)
Katrín Ása, f. 2. september
1999.
Dóttir Kjartans af fyrra sam-
bandi er Dóra Kjartansdóttir
Welding, f. 15. janúar 1967,
maki Hinrik Þráinsson, f. 20.
nóvember 1965. Börn þeirra
eru: a) Rebekka, f. 25. sept-
ember 1990, dóttir Rebekku er
Díana Marín Rúnarsdóttir, f. 27.
júlí 2012. b) Viktoría, f. 26. ágúst
1994, maki Kristján Ingi Krist-
jánsson, f. 2. október 1993. Son-
ur Viktoríu og Kristjáns Inga er
Hinrik, f. 25. júní 2020.
Þyri Dóra ólst upp á heimili
foreldra sinna í Reykjavík, fyrst
við Óðinsgötu og síðar við Heið-
argerði. Hún lauk landsprófi og
hóf nám sitt á hárgreiðslu- og
snyrtistofunni Valhöll við
Laugaveg árið 1963, sem hún
lauk með þriggja mánaða náms-
dvöl í París. Eftir heimkomu
starfaði hún á Valhöll til ársins
1965 en þá hóf hún störf hjá
Snyrtihúsinu, þar sem hún starf-
aði í fimm ár. Til ársins 1980
starfaði hún við fag sitt sem og
hjá heildsölu sem umsjónarkona
margra þekktustu vörumerkja
snyrtivöruiðnaðarins. Árið 1980
stofnaði hún snyrtistofuna og
verslunina Ársól í Grímsbæ
ásamt samstarfskonu, frá árinu
1991 rak hún fyrirtækið ein.
Hún lagði metnað sinn og stolt í
rekstur stofunnar, sem hún
starfrækti með dugnaði allt til
dauðadags. Þyri Dóra var einn
elsti starfandi snyrtisérfræð-
ingur landsins, ef ekki sá elsti.
Þyri Dóra verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu í dag, 24.
nóvember 2020, klukkan 15, að
viðstöddum nánustu ættingjum.
Streymt verður frá athöfninni á
slóð: https://youtu.be/PZhTKEo-
ui7E/. Nálgast má virkan hlekk á
streymið á: https://www.mbl.is/
andlat/.
janúar 2013.
Eftirlifandi eig-
inmaður Þyri Dóru
er Kjartan Ágústs-
son, f. 26. janúar
1943, en þau giftust
árið 1972. For-
eldrar Kjartans
voru Ágúst Snorra-
son Welding, f. 16.
júní 1920, d. 10.
febrúar 1994, og
Jóhanna Þórólfs-
dóttir, f. 15. febrúar 1921, d. 29.
ágúst 2012.
Sonur Þyri Dóru og Kjartans
er Sveinn Helgi, f. 2. júlí 1980.
Sonur Þyri Dóru af fyrra sam-
bandi er Kristinn Tómasson, f.
13. desember 1965, maki Herdís
Sigurðardóttir, f. 25. mars 1965.
Dóttir Kristins er Thelma Rut, f.
28. janúar 1982, dóttir Thelmu
Elsku amma mín, nú ertu
komin á fallegan stað til ömmu
Grétu.
Takk fyrir allt og takk fyrir að
vera alltaf svona hvetjandi og
góð og passa að maður ætti alltaf
nóg af öllu, sérstaklega því sem
tengdist húðinni; maður var allt-
af fínn og með bestu kremin!
Sakna þess að heyra í þér, amma
mín, en ég veit að þú ert komin á
betri stað og að þér líður mun
betur.
Elsku amma mín, guð og engl-
ar varðveiti þig og ég hlakka til
að sjá þig síðar. Elska þig,
amma.
Þín
Rebekka.
Við höfðum mælt okkur mót
10. nóvember. Ég lagði rós á
borðið fyrir framan hana en
hugsaði um leið hvernig datt mér
í hug að kaupa svona föllita rós?
Ekki hvarflaði að mér að næsta
morgun væri Þyri Dóra öll.
Hún var eins og rós, falleg, í
sterkbleikum litum, jákvæð, góð
og tillitsöm. Mikið söknum við
hennar.
Þyri Dóra soroptimistasystir
okkar til næstum 40 ára var
sterkur hlekkur í klúbbnum,
mikil félagsvera, alltaf til í vera
með, hvetjandi í að taka þátt í
öllu sem í gangi var hjá soroptim-
istum. Eftir stöndum við hljóðar
og söknum vinkonu og systur.
Þegar við fórum í ferðalög eins
og í Munaðarnes eða að Reykjum
í Hrútafirði, sem við gerðum
hvert haust árum saman, eða á
landssambandsfundi utan höfuð-
borgarsvæðisins, var það órjúf-
anlegur þáttur af gleðinni að Þyri
Dóra væri með fulla tösku af
prufum og snyrtivörum og allar
fengum við tilsögn um rétt val á
litum og ráðleggingar um með-
ferð. Þyri Dóra var snyrtifræð-
ingur eins og þær gerast bestar.
Fagið var líf hennar og yndi. Hún
var ekki hávær en einstaklega
traust, mikil dama og elegans
sem fylgdi henni. Þyri Dóra rak
snyrtistofu áratugum saman og
allt fram á síðasta dag. Þangað
komum við klúbbsystur reglu-
lega, hvort sem var til þess að
spjalla eða fá snyrtingu.
Oft talaði Þyri Dóra um
ógleymanlegu ferðirnar okkar
klúbbsystra til Jersey og Álands-
eyja. Ljúfar voru þær og mikil
vinátta og kærleikur innan hóps-
ins.
Þyri Dóra var mörg ár í fjár-
öflunarnefnd fyrir klúbbinn og
stóð hún vaktina af sömu sam-
viskusemi og dugnaði eins og í
öðru sem hún tók að sér.
Þá var Þyri Dóra þátttakandi í
vikulegum gönguferðum klúbbs-
ins árum saman. Þegar veikindi
hennar gerðu vart við sig og hún
treysti sér ekki til þess að ganga
langar vegalengdir kom hún allt-
af þegar heilsan leyfði í kaffi með
okkur eftir gönguferðir. Þá var
spjallað og skipst á skoðunum
um málefni líðandi stundar.
Við þökkum Þyri Dóru ára-
tuga vináttu og samfylgd og
sendum fjölskyldu hennar inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Soroptimista-
klúbbs Bakka og Selja,
Guðrún Erla
Björgvinsdóttir.
Það var harmafregn að heyra
11. nóvember sl. að elskuleg
frænka mín, Þyri Dóra, hafði lát-
ist fyrr um morguninn.
Við Þyri Dóra vorum systkina-
börn. Hún var sex árum eldri en
ég og elst okkar barnabarna
Halldóru Ingimundardóttur,
húsfreyju í Enni við Blönduós.
Faðir Þyri Dóru, Helgi Sveinn,
var bróðir móður minnar Arínu
Margrétar. Þau voru ásamt
Hólmfríði börn Halldóru og fyrri
eiginmanns hennar Sigurðar.
Halldóra eignaðist einnig þrjú
börn með seinni eiginmanni sín-
um Þorsteini, þau Elsu, Sigurð
og Ævar.
Samband föður Þyri Dóru og
móður minnar var afar náið og
var mikill samgangur á milli fjöl-
skyldna okkar þegar við vorum
börn. Traustur vinskapur hélst
með okkur Þyri Dóru alla tíð síð-
an. Þyri Dóra tengdist einnig
hálfsystkinum föður hennar og
mörgum börnum þeirra sterkum
böndum.
Í minningunni kemur Þyri
Dóra fyrir sem falleg manneskja.
Hún hafði útlitið með sér en feg-
urðin kom ekki síður innan frá
því að hún var sönn og lét sér
annt um að rækta tengslin við
sína nánustu. Hún kunni að
hlusta og því laðaðist frændfólkið
að henni. Hún var því í reynd
óformlegur foringi innan fjöl-
skyldunnar.
Þyri Dóra bjó yfir æðruleysi
allt sitt líf. Það sýndi sig hvað
gleggst þegar hún greindist með
illvígan sjúkdóm fyrir þremur ár-
um. Leitin að lækningunni
reyndist í senn löng og ströng en
samt bar hún höfuðið ætíð hátt
og gekk til sinna starfa til hinsta
dags, þess fullviss að handan við
hornið biðu betri tímar. Þess
vegna kom fráfall Þyri Dóru nú
okkur flestum á óvart.
Það er mikill missir að Þyri
Dóru. Mestur er hann þó fyrir
Kjartan, eftirlifandi eiginmann
hennar, börn og ástvini þeirra.
Megi Guð styrkja þau í sorg
þeirra.
Minningin um mæta konu lifir!
Gunnar Helgi Hálfdanarson.
Þyri Dóra
Sveinsdóttir
✝ Steinþóra Jó-hannesdóttir
fæddist 4. maí
1931. Hún lést 10.
nóvember 2020 á
Hrafnistu í Reykja-
vík. Foreldrar
hennar voru Jó-
hannes Skúlason,
bóndi á Geirmund-
arhóli í Hrollleifs-
dal, og Sigurlaug
Guðný Jónsdóttir
húsmóðir.
Systkini hennar: Björn Ey-
steinn, fæddur 1923, dáinn
2018, Guðni Óskar, fæddur
1925, dáinn 1926, Þuríður
Sveina, fædd 1926, dáin 1969,
Sigrún Guðný, fædd 1929,
Magnús Ingiberg, fæddur 1933,
dáinn 1986, Unnur, fædd 1935,
börn og 22 barnabarnabörn og
fjögur barnabarnabarnabörn.
Steinþóra missti móður sína
fjögurra ára og ólst upp hjá
föður sínum og ömmum til 12
ára aldurs á Geirmundarhóli.
Þegar heimilið flosnaði upp var
hún send sem vinnukona til
vandalausra þar sem hún vann
fyrir sér á ýmsum stöðum til
1959 er hún fór sem ráðskona
til Þórarins Salómonssonar, þar
sem hún bjó í Bergsholti og
Syðri-Tungu, en 1981 flutti hún
í Stykkishólm og bjó þar með
Sigurgrími Guðmundssyni þar
til hún flutti til Reykjavíkur og
bjó lengst af í Möðrufelli 3.
Útför hennar verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 24. nóv-
ember 2020, klukkan 13 að við-
stöddum nánustu ættingjum í
ljósi aðstæðna og streymt verð-
ur frá jarðarförinni. Stytt slóð
á streymið:
https://tinyurl.com/y2ccbwg3/.
Hægt er að nálgast virkan
hlekk á streymið á:
https://www.mbl.is/andlat
dáin 2018.
Börn: 1) Erla
Gunnarsdóttir, f.
1952, maki: Steinn
Símonarson, látinn.
2) Óskírður dreng-
ur, f. 1955, látinn.
3) Petrína Krist-
jana Ólafsdóttir, f.
1956, maki Finnur
Guðmundsson. 4)
Jón Steinar Ólafs-
son, f. 1958, maki
Praiya Kanisarn. 5) Salómon
Þórarinsson, f. 1960, maki Jóna
Björg Kristinsdóttir. 6) Sig-
urlaug Guðný Þórarinsdóttir, f.
1961, maki Leifur Þór Ingólfs-
son. 7) Jóhannes Bergþór Þór-
arinsson, f. 1965, maki Sigríður
Elín Júlíusdóttir.
Steinþóra eignaðist 18 barna-
Tilviljun hagaði því svo að
elskuleg Steinþóra mín réðst til
heimilisstarfa hjá okkur fjöl-
skyldunni fyrir um það bil 26 ár-
um. Hún þá tiltölulega nýflutt til
Reykjavíkur, og ég nýkomin
heim eftir sjúkrahúslegu. Það er
ekki ofsögum sagt að hún hafi
verið sem sending af himnum of-
an. Hún hafði þá þegar húsnæði
í borginni sem einungis varð
tímabundið, svo úr varð að hún
flutti til okkar í Garðabæinn.
Steinþóra var glaðlynd kona,
kannski svolítið stríðin og
skemmtileg var hún líka, vand-
virk og vinnusöm og þótti okkur
yndislegt að hafa hana hjá okk-
ur. Í fasi og lund bar hún öll
merki þess að að hafa verið
gæfusöm í lífinu.
Að því kom að Steinþóra flutti
í sitt eigið húsnæði, fallega íbúð
í Breiðholtinu. Ávallt var gott og
gaman að líta þar inn. Ekki var
síður ánægjulegt að um langt
árabil skyldi mín kona mæta
vikulega í stofuna í Garðabæn-
um, uppábúin, hress og kát með
prjónana. Þá hlotnaðist henni
viðurnefnið Steinþóra stofustáss.
Eftir því sem kynni okkar
Steinþóru urðu nánari sagði hún
mér meira frá lífshlaupi sínu,
allt aftur til þess tíma er hún
missir móður sína fjögurra ára
gömul. Systkinahópurinn var
stór og leystist heimilið upp í
kjölfarið á næstu árum. Stein-
þóra er aðeins 12 ára gömul er
hún var send sem vinnukona, á
milli bæja til vandalausra. Óör-
yggið, slitrótt skólagangan og
óvissan um framtíðina hefur
vitaskuld hvílt þungt á Stein-
þóru á þessum árum, þó svo að
aldrei hafi örlað á biturð í frá-
sögnum hennar, heldur báru
þær einatt vott um æðruleysið
og hugrekkið sem var henni eðl-
islægt. Tólf ára stúlkubarnið
sem átti ekki í nein hús að
venda, engan griðastað. Tvívegis
man ég til þess að hún varð
meyr og reið við frásögn úr for-
tíðinni, sú fyrri var hálfkláruð
setning, þessi setning er greypt
í huga minn æ síðan: „… og svo
það, Þórunn, að lenda stundum
hjá vondu fólki“. Hin frásögnin
var um litla soninn sem lést í
örmum hennar. Læknirinn kom
aldrei í vitjunina. Í þeirri miklu
sorg sagðist hún hafa farið að
efast um tilvist Guðs. Á þessum
tíma, í sögunni sem hér er
fjallað um, bauðst þeim sem
minna máttu sín ekki neitt ann-
að en þolgæði og sterkasti mátt-
urinn, vonin. Þetta tvennt hefur
í raun líka átt erindi til okkar
allra á þessu ári sem senn er á
enda. Steinþóra sem við kveðj-
um hér í dag var merk kona,
sönn hetja. Af henni lærði ég
margt sem ekki verður lært á
bókina.
Við Jón og dætur vottum
börnum og fjölskyldu Steinþóru
allri okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Stein-
þóru.
Þórunn Þórhallsdóttir.
Þegar horft er til baka eru
minningar margar og góðar um
þig elsku mamma og tengdó.
Okkur þótti svo gott að hafa
þig nálægt okkur árin sem þú
bjóst í Stykkishólmi, það var
alltaf vel tekið á móti okkur á
Vallarflötinni með gleði og
hlýju, maður kom aldrei að
tómum kofanum hjá þér, alltaf
nóg með kaffinu. Hvenær dags
sem maður kom var borðið
dekkað með hnallþórum eða
mat.
Það var alltaf auðsótt mál að
leita til þín með að passa strák-
ana ef á þurfti að halda eða
hvaðeina sem við þurftum hjálp
við. Skemmtileg minning kem-
ur upp í hugann við sláturgerð
sem var fastur liður á hverju
hausti, þú að hræra í bala,
Grímur að brytja mörinn og við
Lauga og Leifur að sauma
keppi, þá var oft kátt í kotinu.
Fleiri minningar sækja á
eins og þegar við fórum fjögur
saman til Þýskalands Stein-
þóra, Grímur, Lauga og Leifur,
flugum til Danmerkur og tók-
um bílaleigubíl og keyrðum
þaðan til Þýskalands og ferð-
uðumst þar um og gistum á
krám og heimahúsum. Minning-
arnar úr Syðri-Tungu koma líka
upp í hugann, þar var nú oft
þétt setið þótt húsið væri lítið
og lélegt en alltaf hreint og öll-
um leið þar vel.
Þú varst félagslynd og þótti
gaman að taka á móti gestum
og þá var oft mikið hlegið og
alltaf var tekið á móti fólki af
miklum höfðingsskap.
Þótt þú hafir ekki alltaf haft
mikið milli handa varstu ein-
staklega örlát og vildir helst
aldrei kveðja öðruvísi en að
rétta einhverju að okkur.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum þig elsku
mamma og tengdó.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á
örskammri stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo falleg, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin – mig setur
hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hrönn Lárusdóttir)
Sigurlaug og Leifur.
Steinþóra
Jóhannesdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
JÓNS HALLDÓRS JÓNSSONAR,
fv. forstjóra Keflavíkurverktaka.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B2 á Landspítalanum í
Fossvogi fyrir einstaka umönnun.
Björg K.B. Jónsdóttir Óðinn Sigþórsson
Kristín G.B. Jónsdóttir Þórólfur Halldórsson
Jón H. Jónsson
Karen H. Jónsdóttir Vilhjálmur S. Einarsson
Dagný Þ. Jónsdóttir
Halldóra V. Jónsdóttir
Ragnheiður E. Jónsdóttir Marco Mintchev
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS EYRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR,
Skipastíg 22, Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
laugardaginn 14. nóvember.
Útförin hefur farið fram.
Innilegt þakklæti til starfsfólks Víðihlíðar fyrir góða umönnun.
Einar Björn Bjarnason Sæunn Kristinsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir Pétur Gíslason
Þórkatla Bjarnadóttir Lúðvík Gunnarsson
Sigurgeir Þór Bjarnason Kristjana Halldórsdóttir
Sveinbjörn Bjarnason Ingibjörg S. Steindórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn