Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 11
Verndunarsjón- armiða ekki gætt Elliðaárvirkjun og mannvirki henn- ar voru friðuð af mennta- og menn- ingarmálaráðherra 14. júlí 2012 og teljast friðlýst samkvæmt lögum um menningarminjar. Friðlýsingin nær meðal annars til Árbæjarstíflu. Þetta kemur fram í bréfi Minja- stofnunar Íslands til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá 19. nóvember sl. vegna tæmingar Árbæjarlóns til frambúðar. Það voru Hollvina- samtök Elliðaárdals sem bentu Minjastofnun á tæmingu lónsins. Stofnunin fékk ekki tilkynningu frá OR um að tæma ætti lónið fyrir ofan Árbæjarstíflu til frambúðar. „Því hefur sjónarmiða um verndun menn- ingarminja ekki verið gætt sem skyldi,“ segir m.a. í bréfinu. Minjastofnun bendir á það í bréfi sínu að samkvæmt lögum um menn- ingarminjar gildi það um friðlýst hús og mannvirki að óheimilt sé að gera nokkrar breytingar á friðlýstu húsi eða mannvirki án vitundar Minja- stofnunar Íslands. Leita skuli álits stofnunarinnar við endurbætur og viðhald friðlýstra húsa og mann- virkja og, ef til þurfi, leyfis Minja- stofnunar Íslands með minnst sex vikna fyrirvara Minjastofnun óskar eftir upplýs- ingum frá OR um hvers vegna stofn- uninni var ekki kynnt að til stæði að tæma Árbæjarlón til frambúðar. Einnig hvort gerðar hafa verið var- anlegar breytingar á Árbæjarstíflu, sem er friðlýst mannvirki, við þá að- gerð? Jafnframt var óskað upplýs- inga um hvort gerð hafi verið könn- un á því hvort og þá hvaða áhrif það kunni að hafa á varðveislu Árbæj- arstíflu ef ekki verður lengur uppi- stöðulón fyrir ofan hana. Undir bréfið rita Guðný Gerður Gunnarsdóttir, minjavörður Reykja- víkur og nágrennis, og Pétur Ár- mannsson, sviðsstjóri og arkitekt. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Árbæjarstífla Lónið var tæmt til frambúðar 29. október 2020.  Minjastofnun krefur OR um svör FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 SMÁRALIND www.skornir.is Netversl un www.sko rnir.is Vatnsheldir Kuldaskór Innbyggðir broddar í sóla Verð 19.995 Stærðir 36 - 47 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að þessi staðsetning henti mörgum sem nota þjónustuna bet- ur,“ segir Anna De Matos, stofnandi og framkvæmdastjóri Munasafns Reykjavíkur, sem opnað var við Laugaveg 51 á dögunum. Munasafnið var fyrst opnað úti á Granda árið 2018 og starfsemi þess mæltist vel fyrir en kórónuveiran setti strik í reikninginn fyrr á árinu. „Við gátum ekki borgað leiguna þar og urðum að flytja,“ segir Anna. Í fyrstu fékk Munasafnið aðstöðu í kjallaranum á Laugavegi 51 en svo náðust hagstæðir samningar við leigusala um að taka einnig við aðal- hæðinni. Anna segir í samtali við Morgunblaðið að hún vonist til að starfsemi Munasafnsins hjálpi til við að lífga upp á Laugaveginn og hvetur fleiri grasrótarsamtök og -fyrirtæki að flytja starfsemi sína þangað. Ljóst sé þó að húsaleiga þurfi að lækka á svæðinu. Munasafn Reykjavíkur er einnig þekkt sem Reykjavík Tool Library. Anna segir að um félagasamtök sé að ræða sem byggi á hugmyndafræðinni um deilihagkerfið. Hún líkir starf- seminni við bókasafn nema fyrir verkfæri og ýmsa aðra hluti. „Þó þú eigir ekki hlutina þarftu samt að nota þá,“ segir Anna og útskýrir að gegn vægu félagsgjaldi geti fólk fengið lánuð verkfæri, útilegutól eða jafnvel súpupott og Kitchen Aid-hrærivél fyrir veisluna. „Þannig minnkum við sóun, nýtum betur það sem er nú þegar til og stuðlum að frekari sjálfbærni og grænni þróun samfélagsins,“ segir hún. Starfsemin er ekki í hagnaðar- skyni og það sem afgangs er nýtist í svokölluð viðgerðarkvöld sem haldin eru mánaðarlega. Þá getur fólk kom- ið með muni og hjálpast að við endur- bætur á þeim. Í tilkynningu kemur fram að Munasafn Reykjavíkur mun einnig bjóða upp á samvinnurými fyrir sprotafyrirtæki og aðgengi að fram- leiðslurými með stærri og sérhæfðari verkefnum og vöruþróun. Þar að auki verður sýningarrými og aðgengi að sýningarplássi á besta stað á Laugaveginum sem hægt er að leigja til þess að kynna vörur og selja. Morgunblaðið/Eggert Líflegt Anna De Matos er ánægð með að Munasafnið hafi fengið húsnæði á Laugavegi og horfir björt fram á veginn. Vonar að Munasafnið færi aukið líf á Laugaveg  Hægt að fá lánuð verkfæri og hrærivél gegn vægu gjaldi „Þótt árangur á prófum sleppi til finn ég vel að krakkarnir óttast að skiln- ingur þeirra á námsefni sé kannski minni en ella. Mörg óttast að undir- stöður þeirra í námi verði til lengri tíma litið veikari en ella,“ segir Júl- íus Viggó Ólafs- son, formaður Sambands ís- lenskra fram- haldsskólanema. Fulltrúar sam- bandsins hafa að undanförnu verið í samtali við skóla- fólk um raskanir sem orðið hafa á námi þeirra vegna kórónuveirunnar. Hafa þau einnig átt vikulega fundi með Lilju Alfreðs- dóttur menntamálaráherra um þessi sömu efni. „Þegar framhaldsskólanemar eru heima svo mánuðum skiptir verður aðhald í námi lítið og leiðbeiningar frá kennurum aldrei neitt í líkingu við hvað gerist í staðnámi. Skipulag í náminu riðlast og sumir nemendur segja að í heimanámi upplifi þeir sig eins og á eyðieyju. Séu eins konar Róbínson Krúsó,“ segir Júlíus Viggó, sem sjálfur er nemandi við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og stefnir að brautskráningu með stúdentspróf nú um jólin. Í flestum framhaldsskólum lands- ins er kennt út líðandi viku, en í þeirri næstu hefjast próf. Ljóst er að flestir nemendur munu taka prófin yfir net- ið og segir Júlíus ósk nema að fyrir- komulag prófa taki mið af óvenju- legum aðstæðum. Brottfall segir takmarkaða sögu „Bakgrunnur eftir nám nú á haust- önn er veikari en venjulega. Efnis- próf þar sem nemendur hafa náms- bækur tiltækar væru æskileg. Margir kvíða prófum og andlega líðan hefur oft borið á góma í samtölum okkar við stjórnendur skóla og ráðherra. Allir eru meðvitaðir um þann þátt mála, segir Júlíus og heldur áfram: „Að brottfall úr skólunum hafi ekki aukist á tímum veirunnar segir tak- markaða sögu. Framboð atvinnu nú er takmarkað, framhaldsskólanemar hafa því fáu að hverfa að og halda því áfram í skólanum. Í stóra samheng- inu er svo verðugt að hafa í huga langtímaáhrif af ringulreið á skóla- starfi á landsframleiðslu og hagvöxt. Menntun er afgerandi áhrifaþáttur í því sambandi og því þarf kröftuga inngjöf í skólamálum þegar veiran er afstaðin.“ sbs@mbl.is Nemar óttast minni skilning  Heimanám minnir á Róbínson Krúsó Morgunblaðið/Eggert Grímutími Nýnemar í kennslustund í Verzlunarskóla Íslands í sl. viku. Júlíus Viggó Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.