Morgunblaðið - 25.11.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Landhelgisgæslan í þröngri stöðu
Ákvörðun ekki verið tekin um lög gegn verkfalli flugvirkja Leita allra leiða til að tryggja öryggi
Uppsöfnuð viðhaldsþörf Ráðherra segir lög um verkfallsrétt flugvirkja ekki samrýmast verkfalli
Ragnhildur Þrastardóttir
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Allra leiða verður leitað til að tryggja öryggi,
sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála-
ráðherra er hún var spurð í gær hvort til greina
kæmi að leita liðsauka hjá Dönum, ef engar þyrl-
ur Landhelgisgæslunnar yrðu til taks sökum
verkfalls flugvirkja.
Staðan í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæsl-
unnar var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær
en ekkert samkomulag náðist á fundi samninga-
nefnda flugvirkja og ríkisins hjá ríkissáttasemj-
ara í fyrradag.
Frá og með miðnætti í kvöld verður engin
þyrla til taks hjá Landhelg-
isgæslunni vegna viðhalds
TF-GRO yfir tvo daga,
fimmtudag og föstudag, óháð
því hvernig gengur í kjaravið-
ræðum.
Að loknum ríkisstjórnar-
fundi í gær sagði Áslaug í
samtali við mbl.is að ekki
væri hægt að tryggja að þyrl-
an yrði starfandi í vikunni
vegna uppsafnaðrar viðhalds-
þarfar. Forgangsverkefni væri að tryggja að ör-
yggisþjónusta Landhelgisgæslunnar væri virk.
Sagði Áslaug að nokkrir kostir kæmu til greina
til þess að tryggja öryggi en staðan væri þröng,
þar sem Landhelgisgæslan hefði sinnt mikilvægri
þyrlubjörgun á Norður-Atlantshafi og tryggja
þyrfti að svo yrði áfram.
„Við megum ekki tefla öryggi almennings eða
sjófarenda í tvísýnu með því að þyrlurnar séu
ekki virkar vegna verkfalls. Við höfum ekki tekið
neina ákvörðun um að stíga inn í enda er það mik-
ið og alvarlegt inngrip og verður ekki gert nema
brýna nauðsyn beri til. Við bindum enn vonir við
að það náist samningar,“ segir Áslaug.
Þá bendir hún á að lög um verkfallsrétt flug-
virkja samrýmist verkfallinu ekki nægilega vel.
„Þegar lögin um verkfallsrétt þessara flug-
virkja eru skoðuð þá er verkfallið ósamrýmanlegt
markmiði löggjafans þegar þau lög voru sett þar
sem kveðið var á um það að verkfallsréttur ætti
ekki að vera fyrir þá sem gætu komið í veg fyrir
eðlilega björgun og þjónustu Landhelgisgæsl-
unnar.“
Eina flughæfa þyrla Gæslunnar var kölluð til
síðdegis í gær að beiðni lögreglunnar á Suður-
landi og síðan aftur á sjötta tímanum vegna
vinnuslyss í sama umdæmi.
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarð-
eðlisfræði, gagnrýndi ástandið í pistli á Facebook-
síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í gær.
Óásættanlegt væri að skipulag mála væri með
þeim hætti að grundvallarþættir í öryggiskerfi
landsins væru undirorpnir verkfalli.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er brjálað að gera,“ sagði Anna
H. Pétursdóttir, formaður Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur, í gær.
Þá var 230 úthlutað fjölbreyttum
mat og öðrum nauðsynjum. Von var
á ámóta mörgum eða fleirum í út-
hlutunina í dag. Einnig var úthlutað í
síðustu viku en Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur starfar allt árið. Anna
sagði að ásóknin hafi aukist. Nú er
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að
undirbúa úthlutanir í desember.
„Við verðum að hafa enn fleiri
daga í desember en við erum vanar
að hafa vegna samkomutakmarkan-
anna,“ sagði Anna. Fólk sækir um
aðstoð á heimasíðu Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur (maedur.is) og
skráir þar nafn, kennitölu og tölvu-
póstfang. Mæðrastyrksnefnd sendir
svo upplýsingar í tölvupósti um hve-
nær viðkomandi getur komið og sótt
matarúthlutunina.
„Þetta er fólk á öllum aldri, alveg
frá 18 ára og upp úr. Það kemur
margt fullorðið fólk,“ sagði Anna.
Henni hefur komið á óvart hve margt
hefur komið af ungu fólki, bæði ein-
staklingum og fjölskyldufólki.
Aukin aðsókn á árinu
„Við höfum fundið almennt fyrir
aukinni aðsókn síðustu mánuði mið-
að við sömu mánuði í fyrra,“ sagði
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri
Hjálparstarfs kirkjunnar. Hjálpar-
starfið veitir aðstoð í formi inneign-
arkorta í verslunum eða með inn-
leggi á bankakort. Nú er verið að
taka við umsóknum um jólaaðstoð
svo umfangið liggur ekki enn fyrir.
Fólk er beðið að sækja um aðstoð á
heimasíðunni (help.is). Sé það ekki
mögulegt getur það komið fyrstu
dagana í desember. Farið er yfir um-
beðnar upplýsingar og svo eru um-
sækjendum send kort eða þeir geta
sótt þau. Stuðningur miðast við fjöl-
skyldustærð og aðstæður.
Taka hefur þurft tilliti til sam-
komutakmarkana í faraldrinum og
er úthlutuninni nú dreift á fleiri daga
en áður í samráði við félagsráðgjafa
Hjálparstarfs kirkjunnar.
Hjálparstofnanir finna fyrir
aukinni spurn eftir aðstoð
Úthlutunardögum fjölgað vegna samkomutakmarkana
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daní-
el Bjarnason hafa verið tilnefnd til
Grammy-verðlauna fyrir hljómdisk
sinn, Concurrence, í flokknum besti
hljómsveitarflutningur.
Þar að auki hefur Hildur Guðna-
dóttir tónskáld, sem hlaut Grammy-
verðlaun fyrr á þessu ári, aftur verið
tilnefnd og nú til tvennra verðlauna,
annars vegar fyrir tónlist sína við
stórmyndina Jókerinn og hins vegar
fyrir verkið „Bathroom dance“ úr
sömu mynd. Aðstandendur verð-
launanna tilkynntu þetta í gær.
Á diskinum Concurrence flytur
Sinfóníuhljómsveit Íslands ný verk
undir stjórn Daníels Bjarnasonar
eftir fjögur íslensk tónskáld, þau
Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tóm-
asson, Maríu Huld Markan Sigfús-
dóttur og Pál Ragnar Pálsson. Ein-
leikarar með hljómsveitinni eru
Sælunn Þorsteinsdóttir og Víkingur
Heiðar Ólafsson.
Diskurinn er annar í röðinni af
þremur í samstarfi Sinfóníunnar og
bandarísku útgáfunnar Sono Lum-
inus, þar sem hljómsveitin flytur alls
14 ný íslensk hljómsveitarverk undir
stjórn Daníels Bjarnasonar. Occ-
urrence, sem er lokadiskur þeirrar
útgáfuraðar, er væntanlegur í jan-
úar 2021.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur
einu sinni áður verið tilnefnd til
Grammy-verðlauna fyrir besta
hljómsveitarflutning, árið 2009.
Sinfónían
tilnefnd til
Grammy
Daníel og Hildur
einnig tilnefnd
Aðventuvagn Þjóðleikhússins var við Skógarbæ
og skemmti heimilismönnum Hrafnistu í sinni
fyrstu ferð í vetur í gær. Vagninn verður á ferð-
inni með skemmtidagskrá í desember, þar sem
hópur listamanna Þjóðleikhússins keyrir um á
sérútbúnum bíl og skemmtir landsmönnum til
þess að stytta þeim biðina þar til leikhúsið verður
opnað á ný. Farandleikhópurinn heimsækir dval-
arheimili, heimili eldri borgara og aðra staði þar
sem fólk er innilokað vegna faraldursins. Fyrir
utan húsin er flutt tuttugu mínútna skemmti-
dagskrá sem yljar fólki á erfiðum tímum.
Aðventuvagninn heimsækir einangraða hópa
Morgunblaðið/Eggert
Þjóðleikhúsið á faraldsfæti í aðdraganda jóla