Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí Níu innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í fyrradag. Fimm voru í sóttkví við greiningu. Alls höfðu þá 958 sýni verið tekin innanlands. Nýgengi innanlands: 39,5 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 9 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 186 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október nóvember Fjöldi inn an lands- smita frá 30. júní H ei m ild : c ov id .is 75 916 99 86 Greindu níu ný innanlandssmit Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að launavísitalan væri að hækka í októ- ber, en þessi þróun vekur engu að síð- ur athygli á meðan við búum við svo mikið atvinnuleysi eins og raunin er,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnu- lífsins. Mikil hækkun varð á launavísi- tölu í október samkvæmt hagsjá Landsbankans sem kom út í gær. Þar kemur fram að hækkun launa- vísitölu síðustu mánuði sé „óneitanlega dálítið sér- stök“. Vísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síð- ustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1% en það er mesta árs- breyting frá því í apríl árið 2018. Þessar tölur koma eflaust einhverj- um spánskt fyrir sjónir í núverandi árferði en áhrif kórónuveirunnar hafa leitt til mikils tekjufalls og atvinnu- leysis. „Samanburður við Norður- löndin sýnir að við erum með mestu raunlaunahækkun á árinu þrátt fyrir að vera einnig með mesta atvinnu- leysið og dræmustu hagvaxtarhorf- urnar,“ segir Anna Hrefna og bendir jafnframt á að gögn SA um meðallaun milli landa, leiðrétt frá 2019 fyrir gengisbreytingum, sýni að á Íslandi séu enn þriðju hæstu meðallaun í OECD, rétt á eftir Lúxemborg og Sviss. Þær launahækkanir sem orðið hafa á árinu hafa þó ekki verið teknar inn í þessa útreikninga. Anna Hrefna bendir á að launaþró- un í hverju landi fari að miklu leyti eftir því hversu skjótt vinnumarkaður geti brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. „Þar sem um 90% einstak- linga á vinnumarkaði eru í stéttar- félagi hér á landi, sem er hæsta hlut- fall á heimsvísu, er ekki mikilla breytinga að vænta í kjaramálum til skemmri tíma nema sérstök sátt náist meðal aðila vinnumarkaðar um að bregðast við ástandinu – til að mynda með frystingu launahækkana eins og átti sér stað í kjölfar fjármálakrepp- unnar. Í löndum þar sem þátttaka í stéttarfélögum er mun minni en hér má sjá áhrif kórónuveirukreppunnar endurspeglast betur í rauntíma í mis- munandi atvinnugreinum. Laun á markaði hér hafa ekki aðlagast að- stæðum.“ Hún segir jafnframt að ef horft sé til Bandaríkjanna hækki laun al- mennt nokkurn veginn í takt við verð- lag og því hafi lítil sem engin kaup- máttaraukning átt sér stað undanfarið. „Í Bandaríkjunum er þó „einungis“ spáð 3-4% samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári á meðan við eigum von á 8,5% samdrætti, enda vegur sú grein sem er að fara einna verst út úr faraldrinum, ferðaþjónust- an, talsvert þyngra í landsframleiðslu okkar. Þar í landi eru laun einmitt að lækka mest í gistinga- og veitinga- geiranum sökum aðstæðna í grein- inni. Þær aðstæður eru ekki að endur- speglast í launaþróun hér á landi en birtast fyrst og fremst í atvinnuleysi.“ Laun „ekki aðlagast aðstæðum“  Mikil hækkun á launavísitölu í október þrátt fyrir erfitt árferði  Mesta hækkun á Norðurlöndum þrátt fyrir að hér sé mesta atvinnuleysið og dræmar hagvaxtarhorfur  Þróun vekur athygli, segja SA Samanburður á meðallaunum, raunlaunahækkunum og atvinnuleysi Meðallaun á mánuði í OECD-löndum árið 2019 (þús. evrur, PPP leiðrétt)* Samanburður við Norðurlöndin Ísland Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Ársbreyting launavísitölu á almennum vinnumarkaði miðað við 2. ársfj. 6.5% 1.9% 1.0% 3.1% 1.6% Verðbólga í október 3.6% 0.4% 0.3% 1.7% 0.2% Raunlaunahækkun sl. 12 mánuði 2.9% 1.5% 0.7% 1.4% 1.4% Hagvaxtarspá fyrir 2020 -8.5% -4.5% -4.7% -2.8% -4.0% Atvinnuleysi í október 9.9% 4.8% 8.6% 3.5% 8.3% Heimild: OECD, Macrobond, IMF Economic Outlook Lú xe m bo rg Sv is s Ís la nd D an m ör k B an da rík in B el gí a Ír la nd H ol la nd Au st ur rík i N or eg ur Ka na da Ás tr al ía Þý sk al an d B re tla nd Fr ak kl an d Fi nn la nd Sv íþ jó ð Su ðu r - Kó re a N ýj a Sj ál an d Sl óv en ía Íta lía Ís ra el Sp án n Ja pa n Pó lla nd Ei st la nd Té kk la nd Le tt la nd Li th áe n G rik kl an d Sí le Po rt úg al Sl óv ak ía U ng ve rja la nd M ex ík ó 7,1% Launavísitala á Íslandi hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%, sem er mesta árs- breyting frá því í apríl 2018 *M.v. gengi gjaldmiðla í október 2020 OECD meðaltal „Það er ýmislegt sem ýkir áhrif- in. Til að mynda fengu opinberir starfsmenn afturvirkar greiðslur auk þess sem stytting vinnuvikunnar hefur áhrif. Við erum að vinna í því að skoða hvaða kraftar eru þarna að verki,“ segir Drífa Snædal, for- maður ASÍ, um fréttir af hækk- andi launavísitölu. Segir Drífa að auk fram- angreindra áhrifa hafi vaktaálög opinberra starfsmanna sömu- leiðis sitt að segja. „Það getur verið að vaktaálög opinberra starfsmanna í tengslum við kór- ónuveiruna hafi áhrif,“ segir Drífa og bætir við að hugsan- legt sé að þróunin snúist við á næstu mánuðum. Ýmislegt sem ýkir áhrifin ASÍ UM LAUNAVÍSITÖLU Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er kornungur eða mér líður alla vega þannig. En maður verður víst að pakka saman 65 ára og má ekki einu sinni fljúga á afmælisdag- inn,“ segir Tryggvi Jónsson, flug- stjóri hjá Air Iceland Connect. Þegar Tryggvi lenti síðdegis í gær á Akureyrarflugvelli lauk starfsferli sem spannar um fjóra áratugi. Vinir og samstarfsmenn kvöddu Tryggva í heimabæ hans og þökkuðu honum samstarfið. Tryggvi segir í samtali við Morg- unblaðið að hann hafi klárað at- vinnuflugmannsréttindin árið 1980 og „verið í þessu meira og minna síðan“. Hann starfaði hjá Flugfélagi Norðurlands þar til það var sam- einað Flugfélagi Íslands árið 1997. Flugtímarnir eru orðnir tæplega 17 þúsund og áfangastaðirnir margir. Kvíðir ekki aðgerðaleysi „Megnið af þessu er innanlands en svo hef ég líka verið í verkefnum annars staðar, til að mynda á Bret- landseyjum og í fragtflugi. Svo höf- um við flogið til Grænlands og Aberdeen og Belfast um tíma. Það hefur verið hellings blöndun í þessu, landið og miðin eins og sagt er.“ Tryggvi segir aðspurður að þegar hann horfir til baka hafi starfið verið skemmtilegt. „Mér finnst það, jú. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið farsæll fer- ill þótt það hafi auðvitað verið hark framan af eins og gengur í þessum bransa. Þetta er búinn að vera frá- bær tími hjá Air Iceland Connect enda er ótrúlega gott starfsfólk hérna. Ef maður mun sakna ein- hvers þá verður það starfsfólkið og samskiptin við það,“ segir flugstjór- inn sem kveðst ekki kvíða aðgerða- leysi þegar hann lætur af störfum. „Verkefnalistinn er góður og mér leiðist aldrei.“ Morgunblaðið/Margrét Þóra Tímamót Starfsfólk flugfélagsins ásamt Tryggva eftir að hann lenti á vellinum í gær. Frá vinstri eru þau Jónas Þór Sveinsson, Anfinn Heinesen, Tryggvi, Ari Fossdal, stöðvarstjóri á Akureyrarflugvelli, og Elva Dögg Pálsdóttir. Kveður sáttur eftir 40 ár  Tryggvi Jónsson flugstjóri lætur af störfum eftir farsæl- an feril  Mun sakna samstarfsfólksins í innanlandsfluginu Anna Hrefna Ingimundardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.