Morgunblaðið - 25.11.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni.
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Umræður eru hafnar um nýjaneða mjög endurnýjaðan þjóð-
arleikvang í Laugardal sem for-
ráðamenn íþróttanna telja að sé fyr-
ir löngu orðinn tímabær.
Pawel Bartoszek,forseti borgar-
stjórnar, vill að aðrir
þættir sem tengjast
íþróttaiðkun og
keppnisgreinum
annars staðar í borginni séu frá upp-
hafi teknir inn í myndina.
Taka má undir að sjálfsagt sé aðhorfa til annarra þátta sem eru
á ferðinni og tengjast íþróttamann-
virkjum, eins og þeirra sem Pawel
nefnir og eru þá ekki tæmandi taldir.
Einhverjir kynnu að tortryggjaþað og segja það þekkta aðferð
láta áhugamenn á sama sviði bítast
um bitana. Slíkt hefði oft gefist yfir-
völdum vel og tryggt að miklu síðar
en ella væri í verkin ráðist.
En hitt liggur fyrir að fjármunireru takmarkaðir, ekki síst
vegna fyrirhyggjuleysis borgaryf-
irvalda.
Annað sem forseti borgarstjórnarnefnir til sögu eru þær for-
sendur sem talsmenn þjóðar-
leikvangs gefa sér um þær tekjur
sem myndu að nokkru réttlæta að
farið yrði í dýrari lausnir en ella.
Í rauninni má ætla að útspil, einsog það sem frá Pawel kom, sé til
þess fallið að tryggja að endanleg
ákvörðun um þetta mikilvæga mál
verði reist á traustari grundvelli en
ella væri.
Því ættu allir að geta fagnað.
Pavel Bartoszek
Spennandi verk
og dýrt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Í dag hefst 16 daga átak gegn kyn-
bundnu ofbeldi, jafnt hér á landi og á
heimsvísu. Stendur átakið til 10.
desember og er því ætlað að vekja
athygli á þeirri staðreynd að ofbeldi
gegn konum er útbreiddasta mann-
réttindabrot í heiminum. Markmiðið
er að hvetja til umræðu og vitund-
arvakningar um að samfélagið
standi saman gegn kynbundnu of-
beldi og knýja á um afnám þess.
Í ár beinist átakið að áhrifum Co-
vid-19 á kynbundið ofbeldi. Sorop-
timistaklúbbur Akureyrar, Zonta-
klúbbur Akureyrar og Zonta-
klúbburinn Þórunn hyrna eru á
meðal þeirra sem kynnt hafa átakið.
„Aðgerðir til að ná tökum á far-
aldrinum valda félagslegri ein-
angrun og spenna og álag eykst út af
áhyggjum af heilsu, öryggi og fjár-
hagslegri afkomu. Konur einangrast
á heimilum með gerendum og eiga
erfitt með að leita sér aðstoðar til að
komast í burtu því stuðningskerfið
er rofið. Þetta eru kjöraðstæður fyr-
ir drottnun og ofbeldi fyrir luktum
dyrum og skuggafaraldur faraldurs-
ins,“ segir m.a. í tilkynningu um
átakið.
Bent er á að bæði konur og karlar
verði fyrir kynbundnu ofbeldi en
konur og stúlkur eru samt yfirgnæf-
andi meirihluti þeirra sem verða fyr-
ir slíku ofbeldi. „Það var áður um-
borið í skjóli einkalífsins en er nú
viðurkennt sem ein af verstu birting-
armyndum kynjamisréttis. Kyn-
bundnu ofbeldi er viðhaldið af fé-
lagslegum viðmiðum og
staðalímyndum sem mismuna á
grundvelli kyns og veikja stöðu
kvenna og stúlkna,“ segir enn frem-
ur í tilkynningunni og vitnað til þess
að SÞ hvetji ríkisstjórnir heims til að
hafa aðgerðir gegn kynbundnu of-
beldi sem lykilþátt í viðbragðsáætl-
unum sínum gegn Covid-19.
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Átakið beinist að áhrifum Covid-19 Útbreiddasta mannréttindabrotið
Jón Eiríksson í Fagra-
nesi á Reykjaströnd í
Skagafirði, gjarnan
nefndur Drangeyjar-
jarl, lést á hjúkrunar-
deild Heilbrigðisstofn-
unar Norðurlands á
Sauðárkróki í fyrri-
nótt, 91 árs að aldri.
Jón var fæddur 8. jan-
úar 1929 á Grófargili í
Skagafirði, sonur
hjónanna Eiríks Sig-
mundssonar og Birnu
Jónsdóttur. Fjögurra
ára gamall flutti hann
með foreldrum sínum
að Reykjum á Reykjaströnd og
fáum árum síðar að Fagranesi. Þar
átti hann heima allt upp frá því.
Ungur fór Jón til náms við Hér-
aðsskólann að Laugarvatni en sneri
að námi þar loknu aftur á heima-
slóðir sínar nyrðra. Saman keyptu
Jón og Sigmundur bróðir hans
Fagranesjörðina árið 1949, sem Jón
eignaðist síðar alla. Þar rak hann
lengi blandað bú, allstórt á mæli-
kvarða fyrri tíðar. Hann gegndi
ennfremur margvíslegum trún-
aðarstörfum í sínu samfélagi, sat í
hreppsnefnd Skarðshrepps, héraðs-
nefnd og mætti þá fleira tiltaka.
Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Sigríður
Viggósdóttir (f. 1940)
og eignuðust þau
fimm börn. Þau eru
Eiríkur, Sigurjón,
Viggó, Sigmundur og
Alda. Seinni kona
Jóns var Hólmfríður
Heiðbjört Agnars-
dóttir (1944-1997).
Börn þeirra eru Sigfús
Agnar, Björn Sig-
urður, Ásta Birna,
Brynjólfur Þór og Jón
Kolbeinn.
Jón byrjaði snemma
að sækja í Drangey,
seig þar í björg eftir eggjum og
veiddi fugl á fleka í marga áratugi.
Það var svo árið 1990 sem hann
byrjaði með skipulagðar ferðir í
Drangey, en þar og við Reyki á
Reykjaströnd kom hann upp
bryggjustúf og lendingaraðstöðu. Á
næstu árum fór hann með þúsundir
ferðamanna í eyna og var af því
gjarnan í máli fólks nefndur Jón
Drangeyjarjarl. Ferðir þessar
skópu honum nafn og var hann út-
nefndur ferðafrömuður ársins 2007
af útgáfufélaginu Heimi.
Auk þess var Jón þekktur sem
hagyrðingur og átti leikandi létt
með vísnagerð.
Andlát
Jón Eiríksson
Drangeyjarjarl