Morgunblaðið - 25.11.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
Bæjarlind 4, Sími: 510 7900, www.fastlind.is
Byggingaraðili: Hönnun:
LIND FASTEIGNASALA KYNNIR NÝJAR OG GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR
VIÐ SKÓGARVEG 6-8 Í FOSSVOGSDALNUM Í REYKJAVÍK
GLÆSILEGAR
NÝJAR ÍBÚÐIR
Vandaðar innréttingar, myndavéladyrasími,
gólfhiti. Sér þvottahús í flestum íbúðum.
Öll hjónaherbergi með fataherbergi.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna
en flísar verða á votrýmum.
Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og
klætt með álklæðningu. Timbur-álgluggar.
Öllum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu.
Stærð: 73,7-163,9 m2
Herbergi: 2-4
Verð frá: 47.900.000 kr.
Afhending er áætluð í
lok árs 2021 og vor 2022.
LÁRA ÞYRI
EGGERTSDÓTTIR
Löggiltur fasteignasali
B.A. í lögfræði
899 3335
lara@fastlind.is
Nánari upplýsingar veitir:
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Eftir þessa tvo fundi tel ég að Flat-
eyringar séu rólegir yfir vetrinum.
Það verða mögulega rýmingar en
fólk veit þá hvernig það á að bera
sig að. Hér er verið að vinna að und-
irbúningi snjóflóðavarna. Vonandi
fáum við tímalínu um framkvæmdir
sem fyrst svo fólk geti áttað sig á
stöðunni,“ segir Helena Jónsdóttir,
verkefnisstjóri nýsköpunar og þró-
unar á Flateyri. Hafnarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar áætlar að tjón hafn-
arinnar, einstaklinga og trygginga-
félaga vegna snjóflóðsins í janúar
nemi eitt til tvö hundruð milljónum
króna.
Haldnir hafa verið tveir íbúa-
fundir um snjóflóðamál á Flateyri
að undanförnu. Sá fyrri var á vegum
ofanflóðasjóðs. Þar voru kynntar at-
huganir á snjóflóðavarnargörðunum
og mögulegum endurbótum á þeim.
Einnig uppfært hættumat og aukið
eftirlit. Kom fram að hönnuðir snjó-
flóðavarnargarðanna eru að end-
urhanna þá í ljósi reynslunnar í jan-
úar þegar flóð féllu yfir garðana og
á íbúðarhús og runnu í höfnina.
Mikið tjón varð þar. Ekki varð
manntjón í snjóflóðunum nú.
Undirbúningur tekur tíma
Á seinni fundinum sem Ísafjarð-
arbær stóð fyrir í fyrrakvöld fóru
fulltrúar viðbragðsaðila yfir aðgerð-
ir sem gripið hefur verið til, svo sem
um uppfært hættumat og rýmingar-
áætlun, og Vegagerðin kynnti vinnu
við athuganir á aðgerðum vegna
snjóflóðahættu á Flateyrarvegi.
Veginum var lokað oft síðastliðinn
vetur vegna snjóflóða og snjóflóða-
hættu. Helena segir að Vegagerðin
sé vel á veg komin með að velja
lausnir en þegar tillögur liggja fyrir
þurfi að fá fjárveitingar til fram-
kvæmda.
Helena segir að snjóflóðaeftirlit
hafi mjög verið bætt á Flateyri
þannig að vöktun verði betri í vetur
en verið hefur. Segir hún að góð
vinna hafi verið unnin á ýmsum
sviðum en vissulega séu það von-
brigði að ekki hafi verið hægt að
veita upplýsingar um það hvenær
framkvæmdir við varnir geti hafist.
Upplýst hafi verið að eftir að ákveð-
ið hefur verið hvaða leiðir verði
farnar í vörnum taki eitt og hálft ár
að undirbúa verklegar fram-
kvæmdir.
Verja þarf höfnina
Guðmundur M. Kristjánsson,
hafnarstjóri Ísafjarðarhafna, hefur
tekið saman yfirlit um tjón hafn-
arinnar vegna snjóflóðanna. Það
hefur numið rúmum 19 milljónum
króna, án virðisaukaskatts, og
greiddi náttúruhamfaratrygg-
ingasjóður rúmar níu milljónir af
því.
Hann getur þess í skýrslu sinni að
heildartjónið sé mun meira þegar
talið er með tjón sem einstaklingar,
fyrirtæki og tryggingafélög þeirra
hafa orðið fyrir vegna snóflóðsins
sem féll á höfnina. Áætlar hann að
það getið verið á bilinu eitt til tvö
hundruð milljónir króna.
Hafnarstjórinn leggur áherslu á
að byggður verði varnargarður til
að koma í veg fyrir að snjóflóð geti
fallið í höfnina og vísar til sam-
þykktar hafnarstjórnar um það efni.
Þar segir að búa verði svo um hnút-
ana að atvinnutæki og einstaklingar
geti áhyggjulaust verið með eigur
sínar í og á höfninni.
Fáum vonandi tímalínu á varnir
Verkefnastjóri telur að Flateyringar séu rólegir yfir vetrinum Vöktun snjóflóðahættu hafi verið
aukin stórlega Hafnarstjórinn áætlar að tjón við höfnina hafi numið á annað hundrað milljónum
Morgunblaðið/RAX
Flateyri Aðkoman á hafnarsvæðinu á Flateyri var nöturleg eftir snjóflóðin í janúar. Fjöldi báta skemmdist.
Helena
Jónsdóttir
Guðmundur M.
Kristjánsson