Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020 Undanfarnar vikur hafa lesendur Morg- unblaðsins getað fylgst með ritdeilu Björns Bjarnasonar og Ólínu Kjerúlf Þorvarðar- dóttur og er tilefnið nýútkomin bók Ólínu, Spegill fyrir skugga- baldur, þar sem hún fjallar meðal annars um framgöngu ís- lenskra yfirvalda gagnvart Halldóri Laxness undir lok fimmta áratugar- ins og vísar til fyrri umfjöllunar minnar í ævisögu Halldórs Laxness (útg. 2004) og til nýlegrar greinar Ingu Dóru Björnsdóttur, mannfræð- ings. Snýst deilan meðal annars um hvaða ályktanir megi draga af frum- heimildum og er vikið að henni í leið- ara Morgunblaðsins laugardaginn 21. nóvember. Í ævisögu Halldórs geri ég ítarlega grein fyrir þessum heimildum en þess ber að geta að Valur Ingimund- arson sagnfræðingur fjallaði fyrst um þær í bók sinni Í eldlínu kalda stríðsins (1996). Bandarísku heimild- irnar eru skýrar og er rétt að rekja þá sögu í örstuttu máli: Frá því snemma árs árið 1947 og til vors 1948 var maður að nafni William Trimble sendifulltrúi Bandaríkjanna á Íslandi og starfandi sendiherra um skeið. Á þessum tíma er nýbúið að gera svo- nefndan Keflavíkursamning um dvöl bandaríska herliðsins á Íslandi sem harðar deilur höfðu staðið um. Kalda stríðið er hafið og Bjarni Benedikts- son, sem varð utanríkisráðherra 1947, og Halldór Laxness rithöf- undur voru eindregnir andstæðingar í þeirri pólitísku deilu. Skömmu áður hafði bandaríski útgefandinn Alfred Knopf gefið út enska þýðingu skáldsög- unnar Sjálfstætt fólk, en hún hafði fyrst komið út í Bretlandi. Sumarið 1946 er bókin valin í bókaklúbbinn Book of the Month sem þýddi að hún seldist í næstum hálfri milljón eintaka. Ári síðar efna íslenskir herstöðva- andstæðingar til ritgerðasamkeppni „um uppgjöf íslenskra landsréttinda“ og tilkynnir Halldór að hann muni verja höfundarstyrk sínum frá Al- þingi til að verðlauna þann sem vinn- ur. Við þetta fara Trimble og Bjarni Benediktsson á stjá og 16. júní 1947 sendir Trimble skeyti til yfirmanna sinna í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu, merkt trúnaðarmál, og segir að Bjarni Benediktsson utanríkis- ráðherra myndi mjög gjarnan vilja fá að vita hvað Halldór Laxness hafi fengið í höfundarlaun fyrir Sjálfstætt fólk í Bandaríkjunum: „Herra Bene- diktsson sagði að hann langaði sér- staklega til að vita hvaða meðalmán- aðargreiðslur herra Laxness hafi fengið það sem af er árinu 1947. Þess- ar upplýsingar, sagði hann, yrðu afar gagnlegar ríkisstjórn Íslands í til- raunum sínum til að finna þá sem helst fjármagna Kommúnistaflokk Íslands.“ Engar upplýsingar bárust en í nóvember ítrekaði Trimble í skeyti að utanríkisráðherra Íslands bráðlægi á þessum upplýsingum „í ljósi aukinna árása Laxness á stjórn- ina“. Bandaríska utanríkisráðuneytið sendi reyndar beiðni til fjármálaráðu- neytisins um að kanna greiðslur til Halldórs hjá Knopf, en á þessum tíma var ekki búið að gera upp við skáldið svo það var ekki frá neinu að segja. Var því kyrrt um hríð þar til snemma árs 1948, þegar Halldór er að ganga frá Atómstöðinni til prent- unar en hún kom út í mars. 21. febr- úar telur Trimble rétt að upplýsa yf- irmenn sína um þessa hættulegu and-amerísku bók og ítrekar nauðsyn þess að rannsaka höfundarlaun Hall- dórs frekar og segir: „Athugið að orðstír Laxness myndi skaðast var- anlega ef við komum því til skila að hann sé að reyna að komast undan tekjuskatti.“ Trimble fylgir þessu eft- ir með símhringingum og fær loks yf- irlit um höfundargreiðslur Halldórs frá umboðsskrifstofunni Curtis Brown og kemur þeim til Bjarna sem kann honum góðar þakkir fyrir en spyr, þar eð hann hafi fengið þetta í trúnaði, hvernig hægt sé að fá þær „opinberlega“ svo hægt sé að kanna hvort Halldór hafi talið fram gjald- eyristekjur sínar. Bandarísk skatta- yfirvöld sáu hins vegar ekki tilefni til frekari aðgerða, því allur skattur hafði verið greiddur af höfundarlaun- unum í Bandaríkjunum og létu þau því málið niður falla. Íslensk yfirvöld skattlögðu hins vegar Halldór og héldu áfram að reka mál á hendur honum vegna brota á ákvæðum gjald- eyrislaga sem lauk með 1500 króna sekt í febrúar 1955. Skömmu eftir að bók mín kom út birti bandaríski bókmenntafræðing- urinn Chay Lemoine bréf sem sýndu að óskum Trimble hafði líka verið komið á framfæri við yfirmann FBI, J. Edgar Hoover, og bað utanrík- isráðuneytið alríkislögregluna um að kanna þetta mál „hljóðlega“. Hoover bað síðan sjálfur fulltrúa sinn í New York að rannsaka málið (september 1947) en sú athugun virðist ekki hafa skilað neinu að heldur. Sömu skjöl sýndu að FBI var ennþá að kort- leggja ferðir Halldórs Laxness árið 1957, þegar hann kom til Bandaríkj- anna í heimsreisu sinni. En hvað segja þessar heimildir? Enginn sem les skeyti William Trimble, bandaríska utanríkisráðu- neytisins og FBI þarf að velkjast í vafa um að rannsókn á gjaldeyris- tekjum Halldórs á sér pólitískar ræt- ur og að bandaríska sendiráðið og ís- lenski utanríkisráðherrann unnu saman að því að koma höggi á hann af því þeim mislíkuðu stjórnmálaskoð- anir hans. Svo ömurlegt sem það nú er, þá er það beinlínis sagt í þessum skeytum. Þetta var engin hefðbundin skattrannsókn. En hafði það áhrif á útgáfu bóka hans í Bandaríkjunum? Um það er ekkert að finna í þeim heimildum sem hér hafa verið nefnd- ar og hverjum frjálst að draga sínar ályktanir. En þá má hafa þetta í huga: Alfred Knopf var virtur, borgara- legur útgefandi. Fyrirspurnir banda- rískra yfirvalda um þær tekjur sem „íslenskur kommúnisti“ hafi haft hjá forlagi hans fóru að sjálfsögðu ekki framhjá honum og eftir þetta gaf hann ekki út nein verk eftir Halldór Laxness. Þegar umboðsskrifstofa Halldórs, Curtis Brown, gekk á hann, bar Knopf fyrir sig að hann hefði engan lesanda á norræn tungu- mál sem hann gæti treyst, sem kann að vera rétt. Hoover lét reyndar rannsaka Alfred Knopf sjálfan ít- arlega án vitundar þess síðarnefnda, eins og flesta sem einhvern tíma komust í tæri við vinstrimenn, en þess er getið í skýrslu árið 1952 að Knopf hafi verið vinsamlegur FBI; síðar tók hann þátt í herferð Hoovers gegn rithöfundinum Howard Fast með því að hafna skáldsögu hans, Spartacus, ólesinni, með þeim orðum að hann vildi ekki gefa út svikara. Áhugasamir lesendur geta dregið sínar eigin ályktanir af þessu. En það liggur fyrir að Alfred Knopf hætti að gefa Halldór Laxness út eftir þetta og þeir eru ekki margir útgefendur sem hafa snúið baki við höfundi sem er nýbúið að selja í hálfri milljón ein- taka. Að loknu köldu stríði hefur hins vegar forlagið Random House, arf- taki Alfred Knopf, sinnt útgáfu Hall- dórs af myndarskap og um þessar mundir er að koma út ný útgáfa af Sjálfstæðu fólki. Kalda stríðið gerða enga okkar að betri mönnum, sagði fyrrverandi rit- stjóri þessa blaðs, Matthías Johann- essen, eitt sinn við mig. En við höfum öll meiri sóma af því að horfast í augu við framgöngu íslenskra stjórnvalda á þessum tíma, í stað þess að fegra hana eftir okkar pólitísku hentisemi. Samantekin ráð gegn Halldóri Laxness Eftir Halldór Guðmundsson Halldór Guðmundsson »Enginn sem les skeyti William Trimble, bandaríska ut- anríkisráðuneytisins og FBI þarf að velkjast í vafa um að rannsókn á gjaldeyristekjum Hall- dórs á sér pólitískar rætur … Höfundur er rithöfundur. Skipulags- og um- ferðarfræði eru merki- leg fög. „Það er sama hvað þú vilt gera við borgir, flutningar eru fljótlegasta og hag- kvæmasta leiðin að marki þínu. Viljir þú minnka kolefnalosun, viljir þú auka jöfnuð, viljir þú efla smáfyrir- tæki, viljir þú auka verðmæti lands, viljir þú fækka slys- um; það gerist allt með flutningum.“ Þetta er haft eftir Jeff Tumlin, yfir- manni flutningastofnunar San Francisco-borgar. Skýrsla COWI og Mannvits um samfélagslega grein- ingu á Borgarlínu tekur á sumu af þessu, en það þurfti ekki að skrifa hana í formi áróðursrits fyrir BRT- tækni. Eitt af því fróðlega í skýrslunni er hvernig umferðartafir eru verðlagð- ar. Tími manns í umferðinni er verð- lagður á tímakaupi sem svarar um 400.000 kr./mán. Hins vegar segja höfundar að í umferðartöfum aukist álag á taugar mannsins svo mikið að setja þurfi sérstakt stressálag á þetta kaup svo það verði um 600.000 kr./mán. Ekki er ástæða til að ætla að þetta sé leið til að reikna upp hag- kvæmni Borgarlínu, því á að bak við þetta hljóta að liggja einhverjar rannsóknir í Evrópu um áhrif þessa sérstaka taugaálags á fólk. Við get- um sett þetta í samhengi við útbruna á vinnustað, en það hjálpar ábyggi- lega ekki að mæta í vinnuna að morgni, toppstressaður eftir umferð- aröngþveitið og kvíða síðan heim- ferðinni allan daginn. Að ekki sé tal- að um allt álagið sem þetta veldur í heilbrigðiskerfinu. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort Borgarlína í öllum sínum glæsileik sé rétta leiðin til að ná þess- um árangri í heilbrigðismálum. Borgarlína er sett á sérakreinar og fær forgang á ljósum. Það fólk sem ferðast með henni, innan við 5% af fólkinu, er því algerlega losað undan öllu stressi en það er um leið aukið á þeim hátt í 90% sem ferðast með bíl og var þó ekki á bætandi. En íbúum stórborgarinnar líður að meðaltali betur og fyrir það eiga þeir að vera þakklátir, allir sem einn, líka þessi 90%. Það er samt ekki alveg gefið að álagið á heilbrigðiskerfið minnki af þessum ástæðum. Líklegri leið til árangurs í þeim efnum er að taka á töfum allra í umferðinni, líka þessara tæplega 90% sem ferðast með bílum utan Borgarlínuleiða. Hjólreiðamenn fá líka sinn skammt, en um einn af hverjum sex nýjum notendum almenningssam- gangna kemur úr þeim hópi. Þetta er að vísu andstætt stefnu stórborgar- yfirvalda en sá tímasparnaður sem þarna verður er samviskusamlega reiknaður Borgarlínu til tekna. Heilsufar hjólreiðamanna er enda talið versna við breytinguna og þar hverfur um einn þriðji af verðmæti tímasparnaðar þeirra að sögn Ter- esu, hins margfróða tölvulíkans. Svo vill Teresa meina að einhver ytri heilsuáhrif verki á hjólreiðamenn, þannig að ábati þeirra verður nei- kvæður. Þetta þarf að skoða. Álagið á heilsukerfi landsmanna mun væntanlega heldur aukast sam- kvæmt þessum lið. Þessar ábendingar um heilsufar íbúa stórborgarsvæðisins sem lesa má úr skýrslu COWI og Mannvits eru afar þörf áminning. Bakhliðin er sú, að allur þorri íbúanna situr leng- ur í bílum sínum, allir flutningar verða dýrari, það merkir t.d. að pizzusendingar verða dýrari og ný hús verða dýrari. Verðlag á höf- uðborgarsvæðinu hækkar, skattar hækka vegna aukinna niðurgreiðslna til Strætó bs. og taugaálag vegna þröngs fjárhags versnar. Greinilega er full þörf á félagsfræðilegum grein- ingum eins og þessi fyrirtæki eru þarna að kynna og þörf á að menn kynni sér þær vel og dragi sínar ályktanir. Kynning Borgarlínu hefur á und- anförnum árum borið sterkan keim af áróðri og þessi skýrsla er þar eng- in undantekning þannig að ábend- ingar þær sem að ofan eru ræddar vilja fara fram hjá við lesturinn. Hitt er svo annað mál, að skýrslan fjallar ekki um það hver sé besta leiðin til að ná þeim félagsfræðilega árangri sem hún fjallar um. Gallinn við Borgarlín- una er að félagslegur ávinningur hennar fellur fáum einstaklingum í skaut en aðrir gjalda fyrir. Skýrslan sýnir nauðsyn þess að leita snjallra lausna sem bæta hag þorra fólks. Slíkar lausnir eru til í formi umferð- armannvirkja en hagkvæmni þeirra hefur ekki verið kynnt. Jafnvel sú lausn að sleppa forgangi almennings- vagna á umferðarljósum gæti reynst betri, sömuleiðis að hleypa almennri umferð inn á Borgarlínubrautirnar. Hin félagsfræðilega greining sýnir ekki að opinber fjárframlög séu rétt- lætanleg því það vantar sönnun þess að aðrar leiðir séu ekki jafn hag- kvæmar. Hún sýnir hins vegar hvað við erum komin með öflug tæki til að meta mögulegar lausnir. Þegar tæk- in eru komin á að nota þau. Menn eiga að hætta að skrifa skýrslur um pantaðar niðurstöður. Sérfræðingum í umferðarmálum sem öðrum hefur verið kennt að þeim beri að finna bestu lausn á hverjum þeim vanda sem þeim er fal- ið að eiga við. Skýrsla COWI og Mannvits sýnir vandann, nú þarf að leysa hann á hagkvæmasta hátt. Borgarlínan og heilsufar Eftir Elías Elíasson »Hjólreiðamenn fá líka sinn skammt, en um einn af hverjum sex nýjum notendum al- menningssamgangna kemur úr þeim hópi. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is Þökk sé þér Guð, fyr- ir bænina. Það er svo óendan- lega friðgefandi, djúpt og svalandi að hvíla í bæninni og opna þannig glugga til að létta á sér við þann sem þekkir okkur best, elskar okk- ur mest og hefur skiln- ing á stöðu okkar og þörfum. Bænin er dýrmætur og dásamlegur lykill að friði og jafnvægi í huga og hjarta. Bænin kallar eftir og eflir samstöðu. Reynsl- an sýnir að það verður allt eitthvað svo miklu betra með bæninni. Bænin er nefnilega svo magnað undratæki sem vekur einhvern óskilj- anlegan undrakraft sem líknar og læknar með ófyrirséðum hætti, þrátt fyrir allt. Bænin veitir okkur himneskan frið í hjarta þegar allt virðist vera að fara á verri veg. Það er svo ótrúlega notalegt að dvelja í kyrrðinni í bæn. Hlusta á þögnina. Tala um hugð- arefni sín og allt það sem á okkur hvílir við höfund og fullkomnara lífsins. Hann sem býðst til að bera byrðarnar með okkur og létta þannig á okkur. Hugsa sinn gang, laus við ys og þys, glys og glaum. Fjarri skarkala heimsins. Biðjum fyrir þeim sem nýlega eða einhvern tíma hafa misst og vita því af eigin raun hvað það er að syrgja og sakna. Biðjum einnig fyrir þeim sem orðið hafa fyrir hvers kyns vonbrigðum eða upplifað áföll og geng- ið í gegnum erfiða tíma. Og biðjum ekki síst fyr- ir þeim sem daglega ganga til sinna hversdags- legu verka og heyja þann- ig sína stöðugu lífsbar- áttu. Já, öllum þeim sem elska lífið, þrá að höndla það, fá að halda í það og njóta þess. Þrátt fyrir vonbrigði, baráttu og ósigra má upplifa sigur í flestum kringumstæðum. Það er svo ótrúlega merkilegt og þakkarvert, þrátt fyrir allt, hvað hægt er að upplifa jákvæða hluti og öðlast dýrmæta reynslu, jafnvel í sárustu aðstæðum. Í gegnum allt að því óvið- unandi tíðindi, atvik, þjáningu og staðreyndir. Kærleikans Guð! Takk fyrir allar þínar góðu gjafir, ekki síst lífið sjálft og sigur þess. Gefðu að þegar upp er staðið verði lífið að eilífri niðurstöðu hjá okkur öll- um. Þess leyfum við okkur að biðja samkvæmt þínu boði sem elskar okk- ur út af lífinu. Í Jesú nafni. Okkar upprisna frelsara og eilífa lífgjafa. Með einlægri samstöðu-, kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Dýrmætur lykill Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Bænin kall- ar eftir og eflir samstöðu og er dýrmæt- ur og dásam- legur lykill að friði og jafn- vægi í huga og hjarta. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Röng mynd birt- ist með greininni „Bjarni – Gleymdir þú okkur nokkuð?“ eftir Bryndísi Kristjánsdóttur leiðsögumann í blaðinu í gær. Fyrir mistök var sett inn mynd af alnöfnu hennar, einnig leiðsögumanni. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Bryndís Kristjánsdóttir Röng mynd með grein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.