Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020 ✝ Hrafn Jóhanns-son, bygginga- tæknifræðingur og skógarbóndi, fædd- ist í Reykjavík 27. júlí 1938. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 16. nóv- ember 2020. Hrafn var sonur hjónanna Jóhanns Kristins Þorsteins- sonar, málara og efnafræðings, f. 23. ágúst 1906 í Hallgeirseyjarhjáleigu í A- Landeyjum, d. 20. apríl 1988 og Mörtu Tryggvadóttur húsfreyju, f. 22. ágúst 1907 í Arnarnesi við Eyjafjörð, d. 13. maí 1981. Systur hans eru Elva, f. 1936, Gíslunn, f. 1940 og Þórunn Margrét, f. 1946. Hrafn giftist Arndísi Finnsson hjúkrunarfræðingi, f. 5. júní 1943, þann 26. júlí 1963. For- eldrar hennar voru Sveinbjörn Finnsson, f. 1911 að Hvilft í Ön- undarfirði, d. 1993 og Thyra Fri- is Olsen, f. 1917 í Slagelse í Dan- mörku, d. 1995. Börn Hrafns og Arndísar eru: 1) Sveinbjörn, f. 19. mars 1964, maki Anna Maria Moestrup. Með fyrrv. sambýliskonu, Steinunni Mar, á hann soninn Anton Inga. fiskiðjuvers. Eftir heimkomu starfaði Hrafn í stuttan tíma hjá Vegagerðinni, síðan í nokkur ár hjá Flugmálastjórn og í tvo ára- tugi sem bæjartæknifræðingur Seltjarnarnesbæjar. Á þessum tíma bjó fjölskyldan í Kópavogi, en þaðan lá leiðin austur á Hvols- völl þar sem Hrafn var í mörg ár byggingarfulltrúi og matsmaður tjóna hjá Viðlagasjóði eftir stóru jarðskjálftana á Suðurlandi 2000 og 2007. Síðar vann hann við eft- irlit með byggingu álversins á Reyðarfirði á vegum Mannvits og Alcoa. Hrafn var alla tíð mikill áhugamaður um skógrækt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og austur á Rangárvöllum og þar er einnig þeirra sælureitur, Straumur, en þar er sumarhús umvafið skóg- argróðri. Hrafn var alla tíð mikill náttúruunnandi og veiðimaður af Guðs náð, bæði í stangveiði og skotveiði. Áhuga hans á menn- ingu og félagsmálum var við- brugðið. Útför Hrafns fer fram frá Digraneskirkju í dag, 25. nóv- ember, kl. 11 að viðstöddum nán- ustu aðstandendum. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður streymt frá útförinni á vef Digra- neskirkju. Virkan hlekk á streymið má einnig nálgast á: https:/www.mbl.is/andlat Með fyrrv. eig- inkonu, Kristínu Björk Arnórs- dóttur, á hann a) Arnór Finn og b) Hrafndísi. 2) Marta, f. 1. maí 1968, maki Maxime Poncet og eru börn þeirra a) Lilja Louve og b) Yl- ur. 3) Guðlaug, f. 17. júlí 1969, maki Jan De Zwaan. Sonur hennar með fyrrv. eiginmanni, Vigni Hlöðverssyni, er Hrafn Geir. 4) Kristín Inga, f. 26. apríl 1973, maki Þröstur Jónasson og eru börn þeirra a) Jökull Máni , b) Líf og c) Matthías. 5) Olga, f. 23. desember 1975. Börn hennar og fyrrv. eiginmanns, Sigmund- ar Unnars Traustasonar, eru a) Salka, b) Embla og c) Myrra. Eftir hefðbundna skólagöngu lauk Hrafn múraranámi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1962 og meistararéttindi hlaut hann 1982. 1963 lá leiðin til Danmerk- ur þar sem hann lauk námi í byggingatæknifræði frá Odense Teknikum 1967. Starfaði á ár- unum 1968-1971 á Grænlandi sem byggingarstjóri við hafn- arframkvæmdir og byggingu Ég held að ég geti óhikað sagt að pabbi var einhver heilsteyp- tasti maður sem ég hef kynnst um dagana, hann var hreinlega flekk- laus, alveg strýheill á allan máta, og ef það var eitthvað sem hann þoldi ekki, þá var yfirgangur það sem hann sætti sig ekki við. Hann fékk aldeilis að kynnast því dýru verði. Fyrst af hálfu hins opinbera, mál sem hann vann eðlilega fyrir dómstólum, og svo hin síðari ár, ágreiningur um stærð á hans eig- in landi, það fór einnig eðlilega þannig að hann vann það líka og rúmlega það, fékk aukaland sem hann óskaði aldrei eftir að fá, vildi bara vera í friði með sitt. Þessi málaferli kostuðu ógrynni fjár fyrir alla aðila og hreinlega settu mark sitt á hann andlega, hrein- lega gerðu næstum út af við hann, hann skildi ekki af hverju fólk gat tekið sig saman, sýnt svona ljótt innræti og logið upp á hann þær sakir sem á hann voru bornar. Pabbi var einstaklega löghlýð- inn og hafði mikinn áhuga á þeim málaflokki og var býsna vel að sér í þeim efnum. Lögfræðistofa ein eða starfsmaður þar á bæ hafði einmitt á orði að hann væri miklu betur að sér í svona málum en starfsmenn stofunnar. Hann var einnig, þó ég segi sjálfur frá, alveg einstakur sagna- maður, Elva frænka sagði alltaf um afa að hann hefði stálminni, pabbi var þar líka og gat fært áheyrendur inn í söguna, þannig að fólk hreinlega upplifði atburð- inn, einnig var hann einstaklega vel og mikið lesinn um allt milli himins og jarðar, gat setið heilu dagana og kvöldin ef svo bar und- ir og fræðst um alla skapaða hluti. Afi var svona líka. Rómaveldi til forna var eitt af því sem við deild- um sameiginlegum áhuga á og gátum við talað og horft á fræðsluþætti um verkfræðiafrek þeirra alveg út í eitt. Pabbi hafði gríðarlegan áhuga á skógrækt og hafði sl. 20 ár plantað alveg fáránlegu magni af græðlingum og trjám, lögbýli sem er orðið skógi vaxið og landið er ekki í líkingu miðað við það er for- eldrar mínir festu kaup á Straumi fyrir aldamót, enda var pabbi al- veg einstakt náttúrubarn og –unnandi, hann gat lesið þetta og hitt í aðstæður og var slunginn að meta ástandið hverju sinni. Ýkju- laust þá gat pabbi gengið um landið daginn út og inn spáð og spekúlerað, án þess að segja eitt orð, einn með sjálfum sér, virt fyr- ir sér plönturnar dafna, horft á fuglana, þarna var hann sko á heimaslóðum, hann elskaði að rölta um landið og virða þetta allt fyrir sér, eða bara vera þarna á staðnum, spila 10.000, drekka kaffi, bara eitthvað að stússast, tala nú ekki um veiðimennskuna, hann var snillingur, algerlega laus við græðgi, tók bara það sem hann vantaði en ofveiddi aldrei og í skotveiðinni var hann afburða- hittinn, hreinlega með afbrigðum. Því fer fækkandi alvöru fólki sem er af sama kalíber og af sömu kynslóð og pabbi var. Þessi limra á vel við og segir nokkurn veginn alveg hvernig pabbi var, í essinu sínu á Straumi, sannkölluð paradís að hans mati: Stiklar og sprotar að Straumi, hann stikar og sáir í draumi. Græðlingar og gróður gróa og mynda rjóður fyrir fugla og menn veldur glaumi. (Sv.H.) Sveinbjörn Hrafnsson. Í dag langar mig að kveðja ynd- islega tengdaföður minn með nokkrum orðum. Mér var tekið alveg óskaplega vel af Hrafni er ég kom í fjölskyld- una á sínum tíma, það var eins og ég hefði alltaf átt þar heima, gest- risni og dásemd heim að sækja. Hrafn var mikill sögumaður og viskubrunnur um allt, einnig mik- ill náttúruunnandi og lék skóg- ræktin í höndunum á honum, eins og sést þegar komið er að Straumi, landinu hans og Arndís- ar. Landið hefur tekið gífurlegum breytingum á þeim 15 árum sem ég hef verið í fjölskyldunni. Kveðja Ég minnist þín, er um mýrarnar þessar geng. Melar, runnar og hálfgróin rofabörð. Kveðjur færa þeim glaða og góða dreng, sem græða allt vildi og unni þessari jörð. (Halldóra Magnúsdóttir) Elsku Arndís og fjölskylda mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Lífi Hrafns er lokið, þakklæti er mér efst í huga. Hvíl í friði. Anna María Moestrup. Hrafn mágur okkar var snar í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Burtför hans af þessum heimi var í þeim anda. Frá því að ganga frískur um skógræktarland þeirra Arndísar í Straumi og að kveðjustund hafa liðið örfáar vik- ur. Við í fjölskyldunni höfum varla áttað okkur á þessu, því Hrafn var hraustmenni. Hann kom inn í tilveru okkar bræðra snemma á unglingsárum okkar fyrir hartnær 60 árum og ávann sér strax virðingu og síðar ævarandi vináttu og væntum- þykju. Hraður í hugsun, öruggur í máli og frár á fjöllum, framúr- skarandi sögumaður, eitraður andstæðingur í spilum, gleðigjafi í boðum með flottar ræður, þakk- látur gestur og örlátur gestgjafi. Einstakur ferðafélagi, þrælles- inn og vel að sér í öllu sem sneri að umhverfi og landslagi, náttúru, dýralífi, gróðri, veiði og svo ekki síst, mannlífi. Víst er að honum, sem var hóg- værðin holdtekin, þætti vand- ræðalegt að lesa þessa lýsingu og fulldjúpt í árinni tekið. En svona hefur hann ávallt birst okkur. Á kveðjustund raða sér upp minningarnar, svo sem spila- kvöldin, veislurnar í Víðihvammi og á Öldubakka, ferðir vítt og breitt um landið í tilefni ættar- móta, tjaldútilegur sem og veiði- ferðir og rökræður þar sem við vorum öll á öndverðum meiði en enduðu alltaf með hlátri. Minnst er veiðiferðar fyrir um tuttugu árum austur á land til hreindýraveiða, sem af ýmsum ástæðum varð lítið úr og í stað villibráðar komið heim með fulla kerru af krækiberjum úr Mjóa- firði. Afurðanna er enn notið. Í rjúpnaferð á Jökuldalsheiði var einu sinni legið tvær nætur í tjaldi í 18 stiga frosti. Ári síðar á bil- uðum bíl um nótt í Hornafirði. Og lengi má telja. Og spilakvöldin – þegar öðrum þótti nóg að segja og spila grand fór Hrafn frekar í heila en hálfa og stóð oftar en ekki. Á brúðkaupsdegi þeirra Arn- dísar, sem var daginn fyrir af- mælisdag Hrafns, reiknuðu ungu mágarnir út að mikið yrði um dýrðir þegar haldið yrði upp á silf- ur- og gullbrúðkaup þeirra og um leið stórafmæli Hrafns. Það gekk sannarlega eftir. Hrafn varð aldrei gamall. Hann var ævintýramaður. Í stað þess að fara á fjöll eins og til stóð í haust stefnir hann nú á hærri hæðir. Þeim mun ekki leiðast sem eru honum samferða. Við bræður kveðjum Hrafn og þökkum samfylgdina, fordæmin góðu og fyrir þann fjársjóð ljúfra minninga sem hann skilur eftir. Ólafur og Hilmar. Lífið er undarlegt ferðalag. Það er komið að kveðjustund. Það stóð ekki til að kveðja núna heldur ætluðum við að hittast í lok þessa mánaðar og halda okkar árlega jólaboð eins og við höfum gert síð- ustu tuttugu og fimm ár. Það verður með breyttu sniði í ár en við vitum að þú verður með okkur í anda. Það eru yndislegar minningar sem koma í hugann þegar við kveðjum Hrafn vin okkar. Hann var brosmildur, gestrisinn og hafði áhuga á málefnum líðandi stundar. Þegar við hittumst hafði hann alltaf frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Hann var fróður og ekki síður fróðleiksfús, lét sig varða það sem var að ger- ast. Hann hafði gaman af því að segja sögur og lagði áherslu á frá- sögnina með ákveðnum handa- hreyfingum, brosi og látbragði. Hann var heimsmaður. Arndís og Hrafn voru mjög samheldin hjón. Þau voru stór- huga – festu kaup á landi við Af- fallið og skógræktin var tekin föstum tökum. Þegar við komum þangað fyrst var varla stingandi strá á landinu en nú er þetta ekki bara nokkur tré, nei nei þetta er skógur. Ástríðan í skógræktinni fór ekki á milli mála og ófáir dag- arnir og vikurnar fóru í að planta. Allt gert eftir kúnstarinnar reglum, allt varð í raun grænt í höndunum á þeim. Hún var dýrmæt stundin sem við áttum saman með þeim hjón- um í sumarbústaðnum í lok júní. Gengum um landið í sól og blíðu, skoðuðum skógræktina og náttúr- una, hlógum og nutum þess að vera saman. Þessi minning er okkur ótrúlega dýrmæt. Hrafn var veiðimaður fram í fingurgóma, hafði gaman af stangveiði og skotveiði. Frásagnir Hrafns af hreindýraveiðum voru svo lifandi og skemmtilegar að þótt ekkert okkar hafi farið á hreindýraslóðir varð sagan svo skýr að það var engu líkara en við værum með í för. Alls konar náttúruafurðir hef- ur Hrafn boðið okkur upp á, vín og snafsa unnin úr náttúrunni og auk þess margs konar te úr jurt- um sem hann tíndi. Hann hafði þennan ótrúlega hæfileika að lesa náttúruna og nýta það sem landið gaf. Arndís og Hrafn voru mjög samrýnd hjón og missir Arndísar vinkonu okkar er mikill sem og allrar fjölskyldunnar. Við vinirnir viljum þakka þér fyrir allar okkar góðu og dýr- mætu stundir saman og allt sem þú hefur kennt okkur að meta og gleðjast yfir. Við kveðjum þig með söknuði, Rakel og Guðjón, Kristjana og Arnar. Hrafn Jóhannsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Árgerði, Eyjafjarðarsveit, lést 20. nóvember í Kollugerði á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við MND-teyminu og starfsfólki hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Herdís Ármannsdóttir Stefán Birgir Stefánsson Alda Björg Ármannsdóttir Sigurður Helgi Ármannsson Gyða Gissurardóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra og elskulega eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN BJARNADÓTTIR, Skipalóni 7, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar aðfaranótt laugardagsins 21. nóvember á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför auglýst síðar. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson Bjarni Þór Gunnlaugsson Sigríður Sigurðardóttir Kristín Fjóla Gunnlaugsd. Silja Rún Gunnlaugsdóttir Friðrik Guðjón Sturluson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur minn, bróðir, frændi og vinur okkar, GUÐLEIFUR ÍSLEIFSSON útgerðarmaður, Starmóa 12, Njarðvík, varð bráðkvaddur föstudaginn 20. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Ísleifur Guðleifsson Arnbjörg Ísleifsdóttir Sveinhildur Ísleifsdóttir Mekkín Ísleifsdóttir Guðmundur Sæmundsson Innilegar þakkir fyrir auðsýna samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBORGAR BENEDIKTSDÓTTUR, Hlíðarvegi 10, Ísafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk sjúkrahússins á Ísafirði. Fyrir hönd aðstandenda, Jónas Björnsson Ástkær vinur, faðir, tengdafaðir og afi, HANS HELGI STEFÁNSSON matreiðslumaður, lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, sunnudaginn 22. nóvember. Útför auglýst síðar. Alda Ægisdóttir Sigríður Diljá Blöndal Þorsteinn Hallsson Eva Rut Helgadóttir Patrekur Helgason Unnur Ósk Burknadóttir Viktor Elí Þorsteinsson, Hallur Frank Þorsteinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR PÁLSSON, viðskiptafræðingur og leiðsögumaður, lést á Landspítalanum mánudaginn 23. nóvember. Útför hans verður auglýst síðar. Erna Maríusdóttir Páll Valsson Nanna Hlíf Ingvadóttir Karl Steinar Valsson Erla Dögg Guðmundsdóttir Hermann Valsson Þóra Magnea Magnúsdóttir Sigurður Valur Valsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi SIXTEN ELOF HOLMBERG Málmsmiður til heimilis að Dalbraut 16 lést 24. nóvember á Landspítalanum. Jarðaförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Heiður S Sæmundsdóttir Edda Svanhildur Holmberg Jón Birgir Gunnarsson Heiðar Holmberg Jónsson María Lind Jónsdóttir Benjamín Páll Gíslason Jón Trausti Benjamínsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.