Morgunblaðið - 25.11.2020, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Tangar, Fljótsdalshérað, ásamt tilheyrandi fylgifé og hlutdeild í
sameign og lóðarréttindum, fnr. 217-2459, þingl. eig. Nesnúpur ehf,
gerðarbeiðandi Hýsi - Merkúr hf., mánudaginn 30. nóvember nk.
kl. 14:00.
Bakkagerði, Fljótsdalshérað, ásamt tilheyrandi fylgifé og hlutdeild í
sameign og lóðaréttindum., fnr. 217-2184, þingl. eig. Nesnúpur ehf,
gerðarbeiðandi Hýsi - Merkúr hf., mánudaginn 30. nóvember nk.
kl. 15:00.
Miðgarður 13, Fljótsdalshérað, fnr. 228-2492, þingl. eig. Sigurður
Steinar Pálsson, gerðarbeiðendur Framtíðin lánasjóður hf. og Aur app
ehf., mánudaginn 30. nóvember nk. kl. 16:00.
Sýslumaðurinn á Austurlandi
23. nóvember 2020
Tilkynningar
Aðalskipulagi
Reykhólahrepps
2006-2018
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á
fundi sínum 19. nóvember sl. að auglýsa
tillögu að breytingu á Aðalskipulagi
Reykhólahrepps 2006-2018 vegna
vindorkugarðs í landi Garpsdals í samræmi
við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreytingin felst í því að allt að
4,37 km2 landbúnaðarland er breytt í
skilgreint iðnaðarsvæði til vindorunýtingar.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð verða
til sýnis í Stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps á
Reykhólum og hjá Skipulagsstofnun, frá
miðvikudeginum 25. nóvember til
miðvikudagsins 20. janúar 2021.
Skipulagsgögnin eru einnig á vefsíðu
Reykhólahrepps www.reykholar.is.
Athugasemdafrestur vegna ofangreindrar
tillögu er til 20. janúar 2021 og skal athuga-
semdum vinsamlegast skilað til skrifstofu
Reykhólahrepps í Stjórnsýsluhúsinu við
Maríutröð á Reykhólum eða með tölvupósti
í netfangið: skipulag@dalir.is, merkt
Garpsdalur-Breyting á Aðalskipulagi.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.
Bækur
Bækur til sölu
Ljóðabók Jóns Þorlákssonar,
Bægisá. Alfreð Flóki, teikningar,
Um Grænland að fornu og nýju,
Árbækur Espolíns 1. - 12. útg.
Ævisaga Árna Þórarinssonar
1 - 6, Aldafar og örnefni í
Önundarfirði, Gestur Vest-
firðingur 1 - 5, Stjórnartíðindi
1885 til 2000, 130. bindi, Mann-
talið 1703. Kollsvíkurætt, Ponzi
18. og 19. öldin, Fjallamenn,
Hæstaréttardómar 1920 - 1960,
40. bindi, Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar. Kvennablaðið 1. - 4. ár,
Bríet 1895, Ódáðahraun 1 - 3,
Fritzner orðabók 1 - 4, Flateyjar-
bók 1 - 4, Ferðabók Eggerts og
Bjarna 1981, Íslenskir Sjávar-
hættir 1 - 5, Sýslumannaævir
1 - 5, Tímrit Verkfræðinga Íslands
1 - 20 ár, Tímarit hins íslenska
Bókmenntafélags 1 - 25,
Ársskýrsla sambands íslenskra
Rafveitnaa 1942 - 1963. Hín
1. - 44. árg., Skýrsla um Lands-
hagi á Íslandi 1 - 5, Töllatungu-
ætt 1 - 4, Síðasti musterisridd-
arinn Parceval, Austantórur 1 - 3,
Kerling vill hafa nokkuð fyrir
snúð sinn, Nína, Ferðabók Þ. TH.,
1- 4, önnur útgáfa. Fólkð í firði-
num 1 - 3, Ættir Austfirðinga
1 - 9, Heimsmeistaraeinvígið í
skák 1972, Landfræðisaga
Íslands 1 - 4, Lýsing Íslands 1 - 4,
plús minn-ingarbók Þ. HT.,
Almanak hins Íslenska Bók-
menntafélags 1875 - 2006, 33.
bindi, Inn til fjalla 1 - 3, Fremra
Hálsætt 1- 2, Kirkjuritið 1. - 23.
árg., Bergsætt 1 - 3, V-Skafeftell-
ingar 1 - 4.
Uppl. í síma 898 9475
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt Bílar
Nýr Svartur Mitsubishi Outlander
á Black Friday tilboði !
Vetrardekk og mottu sett fylgir.
5 ára ábyrgð. Flottasta typa.
Verðtilboð kr. 5.690.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Smá- og raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Bústaðakirkja Við bjóðum upp á hressandi göngutúr frá Bústaða-
kirkju um nær umhverfi kirkjunnar. Við hittumst safnaðarheimilis-
megin og löbbum af stað kl. 13. Klæðum okkur eftir veðri og munum
mannbroddana eða góða skó.
Hlakka til að sjá ykkur, Hólmfríður djákni.
Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við
leiðbeinendur. Kaffikrókurinn, handavinnan og samveran í dag er
eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. Hámarksfjöldi 10 manns. Munum
grímuskylduna og aðrar sóttvarnir.
✝ Margaret RossRitter Wolfe
fæddist í William-
sport, Pennsylv-
aníu í Bandaríkj-
unum, 18. júlí 1924.
Hún lést 13. nóv.
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Charles
Daniel Wolfe kaup-
sýslumaður, f. 1.
apríl 1904, og Car-
oline Ritter Wolfe, bóndi og rit-
ari, f. 11. jan. 1906, d. 11. jan.
1990.
Bróðir Margaretar samfeðra
var Daniel C. Wolfe, f. 26. sept.
1926, d. 8. jan. 2001, giftur June
Marley, f. 20. jan. 1929 og áttu
þau sjö börn. Bróðir Margaretar
sammæðra var William W.
Faust, f. 11. júní 1939, giftur
Barböru Faust, f. 1. apríl 1948.
Margaret giftist 23. júní 1946
Bent Hilman Sveini Scheving
Thorsteinsson, f. 12. jan. 1922,
d. 7. jan. 2015. Foreldrar Guð-
rún Sveinsdóttir, f. 1. mars
1892, d. 18. ág. 1967, frá Hrauni
á Skaga og Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson, f. 11. feb. 1890,
d. 23. apríl 1971, lyfsali.
Bent og Margaret eignuðust
sjö börn: 1) Gunnar Bent, f. 13.
apríl 1947, börn: a) Bent Pétur,
f. 1972, börn: Úlfur Brúnó, f.
frá Pennsylvania Hospital Scho-
ol of Nursing árið 1945 og sér-
námi í skurðstofuhjúkrun og
svæfingum frá University of
Pennsylvania árið 1946. Eftir
úrskrift hóf Margaret störf
barnaspítala í Philadelphiu.
Margaret flutti til Íslands
1948 og starfaði lengst af á
Landspítalanum og síðar Landa-
kotsspítala fram til ársins 1986
auk þess að sinna heimili og
börnum. Margaret var í kven-
félagi Dómkirkjunnar og félagi í
Oddfellowreglunni. Hún las
mikið og hafði gaman af alls
kyns handverki og handavinnu.
Naut þess mikið að fara í leikhús
og í óperuna og hlusta á klass-
íska tónlist. Margaret og Bent
höfðu alla tíð mikið yndi af
ferðalögum, útivist, golfi og
sundi. Bent og Margaret stofn-
uðu ýmsa styrktarsjóði til rann-
sókna, m.a. á sviði lyfja-, lækn-
isfræði og félagsvísinda.
Útför Margaretar fer fram
frá Lindakirkju í Kópavogi í
dag, 25. nóvember 2020, kl. 11.
Vegna fjöldatakmarkana verð-
ur aðeins nánasta fjölskylda við-
stödd en streymt verður frá at-
höfninni á:
https://youtu.be/l-wKMIncp9Y
Virkan hlekk á streymi má
einnig nálgast á:
https:/www.mbl.is/andlat
2003, Aría Alex-
andra, f. 2013 og
Óskar, f. 2019, b)
Margrét, f. 1975,
börn: Móeiður
Svala, f. 1997, Elís
Móses, f. 2011, c)
Gunnar, f. 1983. 2)
Súsan Auður, f. 1.
sept. 1950, d. 15.
ág. 2014. Dætur: a)
Vala, f. 1984, synir:
Sylvester, f. 2014
og Sixten, f. 2017, b) Tenna, f.
1986, börn: Nellie, f. 2015 og
Pelle, f. 2018. 3) Carole Ann, f.
22. mars 1952, sonur: Brjánn, f.
1980, börn: Gabríel Rökkvi, f.
1997, Saga Ann, f. 2014 og
Lovísa Ann, f. 2019. 4) Guðrún
Margrét, f. 28. mars 1958, dótt-
ir: Margrét Rún, f. 1995. 5) Ósk
Sólveig, f. 20. júlí 1960, börn: a)
Páll, f. 1980, börn: Ástmar Óli, f.
2000, Sara, f. 2008 og Finnur f.
2018, b) Súsan Ósk, f. 1988, son-
ur: Óliver, f. 2018, c) Gísli Valur,
f. 1990, d) Þórður Páll, f. 1992,
d. 1992. 6) Þorsteinn, f. 26. júlí
1961, synir: a) Atli Bent, f. 1984,
b) Benedikt Myroslav, f. 1993, c)
Patrick Jens, f. 1997. 7) Ástríður
Þóra, f. 16. ág. 1970, gift Karli
Trausta Einarssyni.
Margaret ólst upp í Williams-
port og á bóndabýli fjölskyld-
unnar. Hún lauk námi í hjúkrun
Mig langar að minnast móður
minnar, Margaret, sem var alltaf
svo góðhjörtuð og hjálpsöm. Sem
barn leitaði ég oftast til hennar.
Það er mér sérstaklega minnis-
stætt hversu viðkvæm hún var.
Eitt sinn þegar átti sér stað
árekstur fyrir utan heimili okkar á
Öldugötu 17 hljóp hún út grátandi
með fleiri en eitt handklæði og
annað til að reyna að veita þeim
slösuðu fyrstu hjálp. Hún fann
ævinlega til með fólki og vildi
ávallt hjálpa, hún vildi ekkert
óréttlæti og reyndi ævinlega að
gera öllum vel. Hún var hreinskil-
in og sagði einfaldlega það sem
henni fannst.
Ég hef aldrei haft neitt vit á
saumaskap, en mikið óskaplega
gat hún saumað af vettlingum,
sokkum og púðum og áklæði utan
á stóla og hvaðeina. Í dag held ég
upp á allt það sem mamma saum-
aði. Hún móðir mín átti það til að
elda eftir amerískum uppskriftum
eins og t.d. muffins og ameríska
snúða. Þessir snúðar þóttu mjög
góðir, og nokkrir vinir mínir komu
reyndar sérstaklega í heimsókn til
að fá svona snúða! Hún hafði mörg
önnur áhugamál eins og t.d. bók-
menntir, svo og tók þátt í ýmsum
félagsstörfum. Ég er henni mjög
þakklátur fyrir allt það sem hún
gerði fyrir mig og syni mína, og á
hún þakkir skilið fyrir það.
Megi Guð blessa minningu
hennar.
Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson.
Ég heyri hlýjan hlátur dauft í
gegnum veggi og seinni tíma bíl-
ferðir nálægt Öldugötu. Minning-
arnar þaðan eru fáar og fennt hef-
ur yfir margar þeirra. Síðustu
daga hafa þó nokkrar rifjast upp,
þótt ég hafi verið mjög ungur. Ég
sé skuggann af þér seinna ljóslif-
andi í Efstaleiti gegnum eldhús-
gluggann á aðfangadag. Nú heyri
ég vel í þér. Klukkan er bara fimm
en það er allt á fullu. Þú gefur þér
samt tíma til að stoppa og taka á
móti mér með þínu einstaka brosi
og hlýju sem umlék þig alltaf. Ég
finn strax hvað ég er velkominn,
og ég finn hvað þér annt um að ég
finni það. Ég sé glitta í ömmusnúð
út undan mér og get ekki beðið.
Áttaði mig ekki á því fyrr en ég
átti börn sjálfur hversu mikil
vinna hefur örugglega verið fyrir
þig á svona stundum. En ekki
bara af því ég var barn og/eða
barnlaus sjálfur. Ástæðan var sú
að þú sýndir aldrei bug á sjálfri
þér. Þú raunverulega naust þess
að hafa okkur hjá þér og láta öll-
um líða vel. Sjálflaus gestrisni og
þjónustulund sem hvaða fimm
stjörnu hótel í heimi yrði stolt af.
Þú kunnir svo vel að gefa öllum af
þér. Enginn fór frá ömmu og afa
án þess að finnast hann raunveru-
lega skipta máli. Þú sást til þess,
og það skipti mig persónulega
meira máli en ég get útskýrt hér.
Það var tómlegt í Hafnarfirð-
inum í fyrstu eftir að afi kvaddi, en
fljótlega hætti ég að leita að því
sem var farið. Samtölum okkar
fækkaði eftir því sem árin liðu, en
urðu þeim mun dýrmætari fyrir
vikið. Erfiðisvinnu þinni var lokið,
en þú varst ekki lengi að fylla hús-
ið aftur af hlátri og hlýju. Ég hafði
svo innilega gaman af því að við
gáfum okkur alltaf smá tíma í inn-
lenda og bandaríska pólitík ásamt
trúmálum. Ég mun sakna þessara
samtala svo mikið. Ég hefði viljað
spjalla mun meira við þig um
kosningarnar í Bandaríkjunum.
Það er svo margt sem hægt er að
gera betur og breyta þegar maður
horfir til baka en slíkar hugsanir
hafa ekkert vægi. Þakklætið sem
þú kenndir mér vegur hins vegar
þungt. Það var þér líkt að hafa
áhyggjur af okkur á dánarbeði
þínum, og vera þakklát fyrir að við
værum hjá þér. En í dag er ég
þakklátur fyrir þig.
Ég er sérstaklega þakklátur
fyrir hvað þér tókst vel að ala upp
mömmu mína. Án hennar, eins og
hún er vegna þín, væri ég ekkert.
Ég er þakklátur fyrir hversu góð-
an tíma þið áttuð saman upp á síð-
kastið. Ég er þakklátur fyrir að
Saga Ann mín var mikið með og
kynntist þér vel. Hún var auðvitað
skírð í höfuðið á mömmu, sem var
svo reyndar skírð í höfðið á gam-
alli vinkonu þinni. Takk fyrir að
segja mér söguna á bak við það
allt saman. Ég er þakklátur fyrir
hversu alla tíð góð og forvitin um
Gabríel minn þú varst. Ég er
þakklátur fyrir faðmlagið sem þú
sendir Vísu Ann minni kvöldið
sem ég kvaddi þig. Ég er líka
þakklátur fyrir að hafa fengið til
baka ljóð og kerti sem ég gaf þér.
Meira en 20 ár síðan, en þú pass-
aðir svo vel upp á allt.
Ég ætla að kveikja á kertinu
fyrir þig á aðventunni með börn-
unum mínum og hugsa til þín.
Góða nótt elsku brosmilda, hlýja,
stóra og sterka amma mín.
Brjánn Árnason.
Margaret Ross
Scheving Thorsteinsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÖRLYGS HÁLFDANARSONAR
bókaútgefanda, Jaðarleiti 4.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Sóltúns og starfsfólki
Landspítala í Fossvogi og Grensás fyrir
hlýhug og góða umönnun.
Þóra Þorgeirsdóttir
Þorgeir Örlygsson Iðunn Reykdal
Hálfdan Örlygsson Guðbjörg Geirsdóttir
Arnþór Örlygsson
barnabörn og barnabarnabörn
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar