Morgunblaðið - 25.11.2020, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
30 ára Rúna Dís ólst
upp á Akranesi og
keypti fyrir nokkrum
árum æskuheimilið og
býr þar nú. Hún vinnur
í Norðurál. Helstu
áhugamálin eru fjöl-
skylduferðalög, heimil-
ishundarnir og sjálfsvarnartækni sem
hún æfir hjá Tý.
Maki: Björn Árnason, f. 1990, vélvirki og
vinnur í Norðurál.
Dætur: Sóldögg Rún Ástþórsd., f. 2011,
Ástrós Tara Ástþórsd., f. 2013, og Ísold
Nótt Björnsdóttir, f. 2016.
Foreldrar: Sigurey Guðrún Lúðvíks-
dóttir, f. 1957, d. 2009, og Þorsteinn Jó-
hannesson, f. 1953, vinnur í Vélsmiðjunni
Norma í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Rúna Dís
Þorsteinsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það skiptir öllu í samstarfi að
menn virði skoðanir hver annars og nái
samkomulagi um það sem máli skiptir. Að
öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú er tímabært að hefjast handa við
verkefni sem þú hefur lengi borið fyrir
brjósti. Ekki hafa áhyggjur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft á meiri hvíld og einveru
að halda. Heimurinn uppfyllir óskir þínar
ef þú tjáir þær skilmerkilega.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Verðlaunin lenda alltaf hjá þeim
sem eru ekki hræddir við að taka við þeim.
Nú þarf að taka af skarið og komast að
niðurstöðu í peningamálum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það getur verið erfitt að hemja til-
finningarnar þegar rödd hjartans hljómar
sterkt. Bíddu svo rólegur eftir úrslitunum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt auðvelt með að skilja aðra
og því er þetta góður tími til að jafna deil-
ur við gamlan vin. Enginn er fullkominn og
heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að
sitja á hakanum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Kannski finnst þér eins og allur heim-
urinn reiði sig á þig. Gefðu þér tíma til að
njóta fegurðar náttúrunnar með þínum
nánustu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú gætir hitt einhvern á
óvæntum vettvangi sem verður vinur þinn
eða jafnvel nánari. Vertu opinn fyrir nýjum
tækifærum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur mikinn sannfæring-
arkraft og átt því auðvelt með að fá aðra á
þitt band. Leggðu þitt af mörkum með því
að sýna skilning og umburðarlyndi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Njóttu heppni þinnar með góðri
samvisku því þú átt ávinninginn skilið.
Daginn ættirðu að nota í tilraunastarfs-
semi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Finnist þér þú vera sam-
bandslaus og þreyttur er kominn tími til
að slaka á og hlusta á líkamann. Flas er
ekki til fagnaðar og þér liggur ekki á.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur hagað málum svo, að allt
virðist falla í réttar skorður. Sýndu því
skoðunum annarra þá virðingu sem þú vilt
að menn sýni þér.
Fjölskylda
Eiginmaður Höllu var Sveinn Þór-
arinsson bóndi, f. 6.9. 1931, d. 11.11.
2013. Foreldrar hans voru hjónin
Þórarinn Auðunsson, bóndi í Fag-
urhlíð V-Skaft og Láguhlíð (Hlíð)
Mosfellssveit, f. 15.5. 1892, d. 24.7.
1957 og Elín Guðbjörg Sveinsdóttir,
húsfreyja í Fagurhlíð V-Skaft og
Láguhlíð, f. 7.7. 1898, d. 29.12. 1993.
Börn Höllu og Sveins eru 1) Þór-
arinn, f. 3.8. 1957, prófessor við Há-
skóla Íslands, kvæntur Kristjönu
Gunnarsdóttur, f. 1959, deildarstjóra
hjá velferðarsviði Reykjavík-
urborgar. Þau eru búsett í Hafn-
arfirði og börn þeirra eru:
leikstjórn Eyvindar Er-
lendsonar. Hún söng
lengi í Söngkór Vill-
ingaholtskirkju og
Hörpukórnum á Selfossi
og gekk í Kvenfélag Vill-
ingaholtshrepps fljótlega
eftir að hún flutti í Fló-
ann. Hún varð formaður
félagsins á árunum 1976
til 1982 og formaður
stjórnar Sambands
sunnlenskra kvenna
(SSK) á árunum 1981 til
1986. Hún sat einnig í
stjórn Kvenfélaga-
sambands Íslands (KÍ)
sem gjaldkeri árin 1991
til 1997. Á vegum KÍ
fékk hún tækifæri til að ferðast víða
um heim, m.a. til Kína í boði kín-
verskra kvennasamtaka og til Suð-
ur-Afríku á fund ACWW (Alþjóða-
samband dreifbýliskvenna). Halla er
heiðursfélagi bæði hjá SSK og KÍ.
Um tíma tók Halla þátt í störfum
fyrir Framsóknarflokkinn. Hún var
m.a. um skeið í ritnefnd fyrir Þjóðólf
sem samtök Framsóknarfélaganna í
Suðurlandskjördæmi gáfu út og hún
tók sæti á framboðslistum framsókn-
armanna til Alþingis vorið 1987 og til
Búnaðarþings árið 1990.
Afkomendur Höllu eru nú orðnir
alls 43. Hún eignaðist fjögur börn
sem hafa fært henni 13 barnabörn og
26 barnabarnabörn.
H
alla Aðalsteinsdóttir
fæddist 25. nóvember
1935 í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp. For-
eldrar hennar fluttu
vestur árinu áður með þrjú eldri
systkini Höllu. Aðalsteinn faðir henn-
ar vann að stofnun Reykjanesskóla
og var fyrsti skólastjóri skólans árið
1934. Þegar Halla er níu ára flytur
fjölskyldan suður. Hún gekk í skóla í
Reykjavík og Kópavogi en lýkur
sinni barnaskólagöngu á Brúarlandi í
Mosfellssveit. Hún er síðan tvo vetur
í Kvennaskóla í Reykjavík og útskrif-
ast þaðan vorið 1954. Veturinn eftir
fer hún í Lýðháskóla í Þýskalandi.
Þegar hún kemur heim aftur, sum-
arið 1955, fer hún að vinna á síman-
um á Brúarlandi í Mosfellssveit. Árið
1956 giftist hún Sveini Þórarinssyni
og þau taka við búi foreldra hans um
áramótin 1957 og búa þar með kýr,
kindur og hænur og rækta rófur og
kartöflur. Þegar þéttbýlið fór að
þrengja að búskap í Mosfellssveitinni
árið 1969 flytja þau með fjögur börn
að Kolsholti 1 í Flóanum í gamla Vill-
ingaholtshreppnum. Sveinn fellur frá
árið 2013 og í kjölfar þess flytur
Halla á Selfoss, þar sem hún býr
núna.
Með búskapnum fór Halla að
kenna við Villingaholtskóla árið 1984
og átti það að vera til bráðabrigða því
tilfinnanlega vantaði kennara. Hún
ílentist hins vegar í kennarastarfinu
og kenndi bæði við Villingaholtsskóla
og Þingborgarskóla í fullu starfi sem
leiðbeinandi en síðan sem kennari.
Haustið 1997 hóf hún nám við Kenn-
araskóla Íslands í fjarkennslu, með
kennslunni, og lauk þar námi með
kennsluréttindum í grunnskóla í árs-
byrjun 2001. Frá árinu 2004 kenndi
hún við Flóaskóla, sem var samein-
aður skóli Villingaholts- og Þingborg-
arskóla og Gaulverjaskóla. Síðustu
árin sá hún um forfallakennslu við
Flóaskóla, en hún lét af störfum vorið
2007.
Halla tók virkan þátt í ýmiss konar
félagsstarfsemi. Ung tók hún þátt í
leiklistarstarfi Ungmennafélagsins
Aftureldingar í Mosfellssveit. Vet-
urinn 1970 tók hún þátt í leiklist-
arsýningu Ungmennfélaganna í Fló-
anum í verkinu Nýársnóttinni í
a) Sveinn, f. 1979, maki
Dagný Franklínsdóttir, f.
1977. Þeirra börn eru Jök-
ull, f. 2005; Þóranna, f. 2008,
og Franklín, f. 2015. b)
Edda Sólveig, f.1994.
2) Aðalsteinn, f. 10.1.
1959, bóndi í Kolsholti 1 í
Flóahreppi, kvæntur Kol-
brúnu J. Júlíusdóttur
bónda, f. 1961. Börn þeirra
eru: a) Hallfríður Ósk, f.
1980, maki Jón Valgeir
Geirsson, f. 1975. Þeirra
börn eru: Kolbrún Katla, f.
2001; Hjalti Geir, f. 2006, og
Ásta Björg, f. 2010. b) Sig-
mar Örn, f. 1983, maki
Sandra Dís Sigurðardóttir
f. 1986. Þeirra börn eru: Aldís Tanja,
f. 2005; Arnór Leví, f. 2007; Hrafnkell
Hilmar, f. 2010, og Rakel Ýr, f. 2015.
c) Erla Björg, f. 1987, maki Krist-
inn Matthías Símonarson, f. 1984.
Börn þeirra eru: Steinunn Lilja, f.
2013, og Íris Harpa, f. 2016.
3) Elín Bjarnveig, f. 3. janúar 1960,
bóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi,
maki Einar Hermundsson bóndi, f.
1955. Börn þeirra eru: a) Guðbjörg
Hulda, f. 1981, í sambúð með Þor-
steini Traustasyni, f. 1977. Börn Guð-
bjargar eru Ólafur Veigar, f. 2008 og
Eva Ísey, f. 2015. b) Þorsteinn Logi,
f. 1982, maki: Cathy Krentel, f. 1990.
Þeirra börn eru: Elín Dóra, f. 2014,
og Hermundur Karl, f. 2018. Barn
Halla Aðalsteinsdóttir bóndi og kennari – 85 ára
Listræn kvenfélagskona í Flóanum
Börnin Halla með börnum sínum í Hlíð. Frá vinstri: Elín
Bjarnveig, Halla, Þórarinn, Aðalsteinn og Alda Agnes.
Afkomendur Halla á orðið marga afkomendur og hér eru Halla og Sveinn með afkomendur sína í Kolsholti.
30 ára Andri Valur
fæddist í Keflavík, ólst
upp á Stöðvarfirði en
býr núna á Egils-
stöðum. Andri Valur er
vélamaður hjá Yl.
Helstu áhugamál hans
eru skotveiði, jeppa-
mennska og vélsleðar. Hann fer reglu-
lega á fjöll á jeppum sem hafa verið
stækkaðir og breytt með vinum sínum.
Maki: Kolbrún Sif Grétarsdóttir, f. 1991,
bókari.
Börn: Heiðrós Hulda, f. 2014, og Bergrós
Harpa, f. 2017.
Foreldrar: Jóhanna Guðveig Sólmund-
ardóttir, f. 1965, húsmóðir og Páll
Björnsson, f. 1964, fv. vörubílstjóri. Þau
búa á Stöðvarfirði.
Andri
Valur Pálsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Aron Berg Robertasson
fæddist 2. janúar árið 2020 á kvenna-
deild Landspítalans í Reykjavík. Hann
vó 3.450 gr. og var 51 sm langur. Aron
kom í heiminn kl. 4:55 að morgni. For-
eldrar hans eru Robertas Radcenko
og Karen Björg Jóhannsdóttir.
Nýr borgari