Morgunblaðið - 25.11.2020, Qupperneq 23
MEISTARADEILDIN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Fjögur lið tryggðu sér í gær sæti í 16-liða úrslit-
um Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þrátt fyrir
að enn séu tvær umferðir eftir af riðlakeppninni.
Spennan verður lítil í E-riðli því Chelsea og
Sevilla skoruðu bæði sigurmörk í uppbótartíma í
2:1-útisigrum og tryggðu sér sæti í útslátt-
arkeppninni. Olivier Giroud kom inn á sem vara-
maður hjá Chelsea og var hetjan því hann skor-
aði sigurmark á fyrstu mínútu uppbótartímans
gegn Rennes. Hjá Sevilla var Munir El Haddadi
hetjan með sigurmark á fimmtu mínútu uppbót-
artímans gegn Krasnodar í Rússlandi. Chelsea
og Sevilla eru með 10 stig en Krasnodar og Ren-
nes eru aðeins með eitt stig hvort.
Síðustu tvær umferðirnar verða sömuleiðis lít-
ið spennandi í G-riðli eftir að stórliðin Juventus
og Barcelona tryggðu sér efstu tvö sætin. Juven-
tus marði Ferencváros frá Ungverjalandi á
heimavelli, 2:1. Álvaro Morata skoraði sig-
urmarkið á annarri mínútu uppbótartímans.
Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið og er
hann markahæstur allra í keppninni með 131
mark.
United þarf eitt stig
Spennan verður töluvert meiri í H-riðli þar
sem Manchester United vantar aðeins eitt stig til
að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni eftir 4:1-
sigur á Basaksehir á heimavelli. Með sigrinum
hefndi United fyrir 1:2-tapið gegn sama liði á úti-
velli. Bruno Fernandes átti enn og aftur góðan
leik og skoraði tvö mörk. Paris SG hélt sér á lífi í
riðlinum með 1:0-sigri á Leipzig á heimavelli þar
sem Neymar skoraði sigurmarkið úr víti strax á
11. mínútu. Með tapi hefði Parísarliðið, sem lék
til úrslita á síðustu leiktíð, nánast verið úr leik.
Þess í stað er liðið með sex stig, eins og Leipzig.
United er á toppnum með 9.
Í F-riðli sáu magnaðir markaskorarar til þess
að liðin sín kæmust í góða stöðu í efstu tveimur
sætunum. Erling Braut Haaland skoraði tvö
mörk fyrir Dortmund í 3:0-sigri á Club Brugge á
heimavelli og Ciro Immobile gerði tvö mörk fyrir
Lazio í 3:1-sigri á Zenit. Dortmund er á toppnum
með 9 stig og Lazio í öðru sæti með 8, fjórum
stigum á undan Club Brugge. Haaland er búinn
að skora tíu mörk í síðustu átta leikjum í keppn-
inni og alls 17 mörk í 12 leikjum á tímabilinu. Þá
hefur hann skorað 16 mörk í 12 leikjum í Meist-
aradeildinni, en enginn hefur skorað eins mikið í
eins fáum leikjum í keppninni.
Fjögur lið tryggðu sig áfram
Chelsea, Sevilla, Juventus og Barcelona öll komin áfram í 16-liða úrslit
United þarf eitt stig Paris SG hélt sér á lífi Haaland sjóðandi heitur
AFP
Tvenna Portúgalinn Bruno Fernandes skoraði tvö mörk fyrir Manchester United gegn Basaksehir.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir Slóvakíu 26. nóv-
ember og Ungverjalandi 1. desem-
ber í síðustu leikjum liðsins í
undankeppni EM. Fara báðir leikir
fram á útivelli.
Íslenska liðið má ekki æfa hér á
landi vegna sóttvarnareglna og
ferðaðist því til Slóvakíu á sunnu-
dag. Liðið þarf hins vegar að
ferðast til Austurríkis til að æfa
fyrir leikinn við slóvakíska liðið.
Fékk liðið aðstöðu hjá austurríska
félaginu Hundsheim og þar æfði
liðið í gær. sport@mbl.is
Landsliðið æfir
í Austurríki
Morgunblaðið/Eggert
Undankeppni Elín Metta Jensen,
miðherji landsliðsins.
Erlendir fjölmiðla þreytast ekki á
að fjalla um Skagamanninn unga
Ísak Bergmann Jóhannesson og
framtíð hans á knattspyrnuvell-
inum. Mirror fjallaði um það á dög-
unum að Juventus gæti gert Norr-
köping tilboð í janúar.
Ísak er aðeins 17 ára en hefur
vakið mikla athygli og starfsmenn
Norrköping hafa sagt frá því að
fulltrúar margra stórliða hafi kom-
ið og fylgst með Ísak í Svíþjóð.
Sportsmail hélt því fram að Ísak
væri metinn á tæpa 2 milljarða ís-
lenskra króna um þessar mundir.
Verðmiðinn
hækkar hratt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eftirsóttur Ísak Bergmann er mikið
til umfjöllunar erlendis.
Knattspyrnudeild Fjölnis gekk í gær
frá samningum við tvo sterka leik-
menn en Dofri Snorrason gerði
tveggja ára samning við félagið og
Andri Freyr Jónasson þriggja ára
samning.
Dofri er uppalinn hjá KR en hefur leik-
ið með Víkingi Reykjavík síðustu sjö
tímabil. Hann hefur leikið 138 leiki í
efstu deild og skorað í þeim fjögur
mörk og þá á hann 34 leiki í B-deild
þar sem hann hefur skorað níu mörk.
Andri Freyr er framherji sem er uppal-
inn hjá Aftureldingu og hefur leikið
með Mosfellsbæjarfélaginu allan fer-
ilinn, alls 79 leiki í 1. og 2. deild og 11
leiki í bikar þar sem hann hefur skorað
49 mörk.
Jack Grealish, fyrirliði enska knatt-
spyrnuliðsins Aston Villa, er efstur á
óskalista Peps Guardiola, stjóra Man-
chester City, samkvæmt frétt breska
blaðsins Independent.
Grealish, sem er 25 ára gamall, hefur
vakið mikla athygli hjá Aston Villa síð-
an félagið komst aftur upp í ensku úr-
valsdeildina vorið 2019 og lék með
enska landsliðinu gegn Íslandi á dög-
unum. Hann hefur skorað fjögur mörk
og lagt upp önnur fimm í átta leikjum í
ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Gunnar Einarsson hefur verið ráð-
inn þjálfari 1. deildar liðs Víkings frá
Ólafsvík í knattspyrnu en hann hefur
samið við félagið til tveggja ára. Hann
tekur við af Guðjóni Þórðarsyni sem
tók við liðinu í júlímánuði og gerði
samning út tímabilið.
Gunnar er 44 ára gamall og lék á sín-
um tíma með KR og Val þar sem hann
varð alls fjórum sinnum Íslandsmeist-
ari en einnig með Víkingi R. og Leikni
R. undir lok ferilsins. Alls spilaði hann
208 deildaleiki hér á landi, þar af 143 í
úrvalsdeildinni, á árunum 1995 til
2012. Hann þjálfaði Akranesliðið Kára í
2. deild karla á síðasta tímabili en hef-
ur áður þjálfað Leikni í Reykjavík árið
2012 og yngri flokka hjá Val.
Formúlu-1-ökuþórinn Lewis Hamil-
ton verður sæmdur riddaratign á
næstu vikum og verður því sir Lewis
Hamilton framvegis. BBC greinir frá
því að Boris Johnson, forsætisráð-
herra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því
að Hamilton yrði sleginn til riddara.
Hamilton, sem er einungis 35 ára
gamall, er sigursælasti formúlu-1-
ökumaður frá upphafi en hann tryggði
sér heimsmeistaratitilinn í keppninni
um þarsíðustu helgi þegar hann kom
fyrstur í mark í Tyrklandskappakstr-
inum. Var þetta fjórði heimsmeist-
aratitill Hamiltons í röð og hans sjö-
undi á ferlinum en aðeins Michael
Schumacher státar einnig af sjö
heimsmeistaratitlum í formúlu-1.
Þá hefur enginn ökumaður í formúlu-1
unnið fleiri keppnir en Bretinn eða 94
alls og enginn hefur verið oftar á rás-
pól en Hamilton eða 97 sinnum.
Riddaranefnd Bret-
landseyja hefur þótt
treg til að veita
íþróttafólki sem er
enn að keppa riddara-
tign en mun gera
undantekningu í tilfelli
Hamiltons.
Eitt
ogannað
Freyr Alexandersson, fráfarandi
aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í
knattspyrnu, hafnaði tilboði frá
dönsku meisturunum í Midtjylland
síðasta vetur. Freyr vildi ekki láta
af störfum hjá KSÍ á þeim tíma
enda átti landsliðið möguleika á að
komast í lokakeppni EM.
„Ég fór í viðræður við þá og
fannst þetta ofboðslega spennandi
en á þeim tíma vorum við að fara
með landsliðinu í umspil í mars.
Hvorki Midtjylland né KSÍ höfðu
áhuga á að ég myndi sinna hvoru
tveggja og ég gat ekki yfirgefið
landsliðið á þeim tíma,“ sagði Freyr
í samtali við Vísi.
Íslenski landsliðsmaðurinn Mika-
el Anderson leikur með Midtjylland
og komst liðið á dögunum í riðla-
keppni Meistaradeildar Evrópu og
er í riðli með Liverpool, Ajax og
Atalanta.
Freyr er staddur í Katar þar sem
hann verður aðstoðarþjálfari Al-
Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið og með því leikur landsliðsfyr-
irliðinn Aron Einar Gunnarsson.
Morgunblaðið/Eggert
Katar Aron Einar Gunnarsson og Freyr eru nú samstarfsmenn hjá Al-Arabi.
Freyr hafnaði freistandi
tilboði frá Danmörku
Keppnistímabilinu er lokið hjá GR-
ingnum Guðmundi Ágústi Kristjáns-
syni á Áskorendamótaröð Evrópu í
golfi. Guðmundur hafnaði í 46. sæti á
stigalista mótaraðarinnar en
keppnistímabilið var óvenjulegt
vegna heimsfaraldursins eins og í
mörgum öðrum íþróttagreinum.
Keppni fór þó af stað aftur nú í
haust og því tókst að ljúka tíma-
bilinu en hlé var gert í marga mán-
uði fyrr á árinu. Guðmundur Ágúst
heldur keppnisrétti sínum á móta-
röðinni á næsta ári. Áskorenda-
mótaröðin er sú næststerkasta í
Evrópu og er haldið úti af sömu að-
ilum og Evrópumótaröðinni. Góður
árangur á Áskorendamótaröðinni
gefur tækifæri á Evrópumótaröð-
inni. Fimm efstu kylfingarnir á
stigalistanum fengu keppnisrétt á
Evrópumótaröðinni á næsta tíma-
bili. Í gegnum tíðina hafa verið 15 til
20 sæti í boði en því var breytt í
þetta skipti þar sem tímabilið var
óvenjulegt. Guðmundur hafnaði í 16.
sæti á lokamótinu á dögunum.
Haraldur Franklín Magnús, einn-
ig úr GR, keppti á Áskorendamóta-
röðinni á árinu en komst ekki inn í
lokamótið. Hann hafnaði í 85. sæti
og er einnig með keppnisrétt á
næsta ári. Haraldur fór upp um tutt-
ugu sæti á listanum á lokaspretti
tímabilsins. Haraldur var að ljúka
sínu fyrsta keppnistímabili á móta-
röðinni en Guðmundur öðru.
Besti árangur Guðmundar á
mótaröðinni á árinu var 5. sæti og
einungis Birgir Leifur Hafþórsson
hefur gert betur af íslenskum kylf-
ingum í karlaflokki . kris@mbl.is
Guðmundur í 46.
sæti á mótaröðinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
46. sæti Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson komst inn á lokamótið.