Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 25

Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Tíunda bókin í hinum vinsæla bókaflokkiPeter Madsen, Goðheimum, er nú loksinskomin út á íslensku, 27 árum eftir að húnkom fyrst út á frummálinu, dönsku. Hvernig á því stendur að biðin varð svona löng veit ég ekki en fagna því að útgáfu syrpunnar sé áfram haldið. Líkt og í fyrri bókum segir af helstu persónum norrænnar goðafræði og Loki hinn lævísi aðal- persónan að þessu sinni. Segir í byrjun af kynnum Sifjar og Þórs en Sif var þá ekkja og Þór ungur, ódæll og skegglaus. Þór tekst ekki að heilla Sif enda óheflaður mjög í framkomu og veðjar Loki því, í kvikindisskap sínum, að Sif muni falla fyrir honum áður en sól hnígur til við- ar. Til sönnunar muni hann færa Þór lokk úr hári hennar. Sif vill ekki sjá Loka og klippir hann þá af henni allt hárið í svefni og færir Þór einn lokkanna fögru. Þór kemst að hinu sanna og til að forða sér frá barsmíðum fer Loki á fund smíðadverganna Ívaldasona og biður þá að búa til hár úr gulli á Sif eða gabbar þá til þess, öllu heldur, og hefur svo af þeim fleiri dýr- gripi með veðmáli þar sem hann beitir einnig brögðum. Loki hittir svo á heimleiðinni dverginn Brokk, bróður Sindra sem er öðrum dvergum fremri í smíði. Brokkur veðjar við Loka að þeir bræður geti búið til betri gripi en þá þrjá sem hann hafði af Ívaldasonum. Skal einn ása vera dómari í því veðmáli. Þróast mál þannig að Þór er beðinn um að dæma um hvor gripurinn sé betri, gullhaddur Sifjar eða hamarinn Mjölnir og velur hann auðvitað hamarinn. Og þar sem Loki lagði höfuð sitt að veði vill Brokkur nú fá höfuðið. Tekst Loka með tungu- lipurð sinni að bjarga eigin höfði og það naumlega. Þessi útgáfa myndasagnahöfundarins Peters Madsen af sögunni um gullhadd Sifjar er í grófum dráttum eins og sú upphaflega úr goðafræðinni þótt Madsen taki sér skáldaleyfi hér og þar. Í upp- hafi bókar rifja Þór, Sif og Loki upp fyrstu kynni þeirra hjóna Þórs og Sifjar sem er skemmtileg hug- mynd og ber þeim ekki saman um atburðarásina í fyrstu. Þór segir Sif ekki hafa sýnt honum áhuga en Sif segir því öfugt farið. Þá er það skemmtileg hug- mynd hjá Madsen að láta Loka ítrekað byrja frá- sögnina af ferð sinni í dvergheima því Þór og Sif grípa ítrekað fram í fyrir honum og leiðrétta lyga- laupinn. Ekki þarf að fjölyrða um teikningar og teiknistíl Madsen, hann er lifandi og skemmtilegur og gætir teiknarinn að því að brjóta reglulega upp uppsetn- ingu síðnanna með stórri og óinnrammaðri teikn- ingu sem minni rammar flæða yfir að hluta til. Sumar síður eru formfastari með tíu römmum eða fleirum og teikningarnar eru fallega litaðar. Skemmtilegastar, myndlistarlega séð, eru síðurnar þar sem dökkur bakgrunnur fyllir síðuna og ramm- arnir eru settir ofan á. Þetta er tíunda Goðheima-bók Madsens og greinilegt að myndasagnaformið liggur vel fyrir honum. Fyrir aðdáendur Goðheima, og þeir eru án efa margir, er bókin skyldueign en hentar líka þeim sem þekkja ekki til bókaflokksins þar sem hver saga er sjálfstæð og krefst ekki þekkingar á þeim fyrri. Að lokum ber að nefna ágæta þýðingu Bjarna Frímanns Karlssonar. Spaugileg Sagan af Gjöfum guðanna er spaugileg í meðförum teiknarans Peters Madsen. Hér hittir Loki dverginn Brokk sem reynist honum erfiður viðureignar. Æ sér gjöf til gjalda Myndasaga Goðheimar 10 - Gjafir guðanna bbbbn Teikningar og texti eftir Peder Madsen. Saga skrifuð af Hans Rancke, Per Vadmand og Henning Kure. Um litun sá Jesper Ejsing. Bjarni Frímann Karlsson þýddi. Iðunn, 2020. Innbundin, 48 bls. HELGI SNÆR SIGURÐSSON BÆKUR Þjóðminjasafn Ís- lands og Háskóli Ís- lands standa fyrir málþingi undir yfir- skriftinni Fræða- mót í dag milli kl. 11.00 og 16.30. Þar verður sjónum beint að „áhrifum loftslagsbreytinga á safnastarf og þeim áskorunum og tækifærum sem söfn standa frammi fyrir tengdum þessari yfirvofandi vá“. Rætt verður hvernig söfn geti tekist á við samfélagslega kröfu um aukna sjálfbærni og jafnframt stuðl- að að upplýstri umræðu um lofts- lagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Málþingið fer að þessu sinni fram gegnum fundarkerfið Teams, en hlekk á fundinn má nálgast á vef Þjóðminjasafnsins. Meðal þeirra sem ávarpa fundinn eru Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Málþingið Fræða- mót haldið í dag Margrét Hallgrímsdóttir Vatnslitafélag Íslands hefur opnað sýninguna Andstæður í Listasal Mosfellsbæjar. Í tilkynningu frá fé- laginu kemur fram að Vatnslita- félag Íslands sé nýstofnað og öflugt félag um 200 vatnslitamálara. „Fé- lagsmönnum var boðið að senda inn verk og valdi sjálfstæð dómnefnd erlendra listamanna þau verk sem til sýnis verða á Andstæðum. Sýnd verða 64 verk eftir 47 listamenn.“ Listasalur Mosfellsbæjar er stað- settur inn af Bókasafni Mosfells- bæjar og er opinn á afgreiðslutíma þess, kl. 12-18 á virkum dögum og 12-16 á laugardögum. Sýningin stendur til 20. desember. Gestum ber að bera grímu og gæta að fjar- lægðarmörkum. Andstæður með 64 verk í Listasal Litadýrð Mynd eftir Guðbrand Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.