Morgunblaðið - 25.11.2020, Page 28

Morgunblaðið - 25.11.2020, Page 28
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Feðgarnir og vísindamennirnir Leó Kristjánsson og Kristján Leósson hafa um árabil kannað sögu kristalls- ins úr Helgustaðanámu skammt frá Eskifirði og bók þeirra, Silfurberg – Íslenski kristallinn sem breytti heim- inum, er afrakstur þessa merka starfs. „Í bókinni rekjum við afdrif silfurbergsins úr námunni, allt frá því steinhöggvari var sendur þangað á vegum Danakonungs til að sækja kristalla árið 1668,“ segir Kristján. Bókin er tileinkuð minningu Leós, sem starfaði lengst af sem jarðeðlis- fræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans og lést í mars á líðandi ári. Hann fann heimildir um íslenska silf- urbergskristalla og tækjabúnað, sem innihélt slíka kristalla, fyrir tilviljun fyrir um aldarfjórðungi og helgaði líf sitt að miklu leyti eftir það rann- sóknum á áhrifum íslenska silfur- bergsins á framþróun náttúruvísinda í heiminum frá 17. og fram á 20. öld. „Þau áhrif voru miklu víðtækari en nokkurn hafði áður grunað,“ segir Kristján. Bókin fyrir almenning Leó tók saman skýrslur um rann- sóknir sínar, birti vísindagreinar heima og erlendis og hélt um þær fyrirlestra. Kristján segir að sér hafi alltaf þótt sagan eiga erindi við al- menning og þeir hafi byrjað að und- irbúa ritun bókarinnar 2016. „Við vildum gefa út læsilega bók fyrir al- menning, tengja saman silfurbergið, vísindasöguna og Íslandssöguna á þessu áhugaverða tímabili.“ Isaac Newton hafi verið einna fyrstur til þess að fá íslenska silfur- bergið í hendurnar. Hann hafi reynd- ar verið með ákveðnar hugmyndir um eðli ljóssins en þar sem þær kenningar pössuðu ekki við hegðun ljóss í silfurbergi hafi hann reynt að gera lítið úr tilvist þess. Áður hafði Hollendingurinn Christiaan Huyg- ens, sem var meðal þekktustu vís- indamanna Evrópu fyrir tíma Newt- ons, sett fram kenningar um eðli ljóssins, sem hann byggði að miklu leyti á margra ára rannsóknum á silf- urberginu, en breskir og síðar franskir vísindamenn hafi í heila öld gert lítið úr kenningum hans vegna skoðana Newtons. Silfurbergskristallar, eins og fund- ust í Helgustaðanámu, voru eins- dæmi á sínum tíma. „Silfurberg sem nothæft var til vísindarannsókna og tækjasmíða fannst bara á einum stað í heiminum í um 250 ár,“ segir Krist- ján. Eftir miðja 19. öld hafi það verið orðið tæknilega mikilvægt vegna til dæmis matvælaframleiðslu í Evrópu og þegar útflutningur á því hafi fallið niður hafi skapast vandræðaástand í álfunni. Mál Helgustaðanámunnar höfðu einnig mikil áhrif í stjórn- málum á fyrstu árum heimastjórn- arinnar á Íslandi og áttu þátt í afsögn Björns Jónssonar, annars ráðherra Íslands, árið 1911. „Um og eftir 1920 voru gerðar tilraunir til að endur- vekja námuvinnsluna en þær skiluðu litlu. Á sama tíma hafði fundist tært silfurberg á öðrum svæðum, einkum í Suður-Afríku og Bandaríkjunum, sem tóku við hlutverki Helgustaða- námunnar. Tært silfurberg er þó á mörgum erlendum málum enn kennt við Ísland, til dæmis kallast það Ice- land Spar á ensku.“ Íslenska silfurbergið einstakt í um 250 ár Morgunblaðið/Eggert Sonurinn Kristján Leósson með silfurberg úr Helgustaðanámum.  Sagan í bók eftir Kristján Leósson og Leó Kristjánsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Faðirinn Leó Kristjánsson rannsakaði silfurbergið og sögu þess um árabil. MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Bjarni Ófeigur Valdimarsson ákvað að velja handbolt- ann fram yfir námið þegar hann samdi við sænska úr- valsdeildarfélagið Skövde á dögunum. Stórskyttan stundar nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík en hann mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik fyrir Skövde gegn Varberg í Skövde á laugar- daginn kemur. „Þeir vildu fá mig strax út en það dróst aðeins þar sem ég er í námi,“ segir Bjarni meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag. »22 Hægir á laganáminu til að gerast atvinnumaður hjá Skövde í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR MENNING Á dagskrá Menningar á miðvikudögum, sem streymt er í viku hverri frá Bókasafni Kópavogs, er í dag samtal Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, bók- menntafræðings og leikkonu, við Jón Kal- man Stefánsson rit- höfund. Hefst það kl. 12.15 og er streymt á Facebook-síðum Menningarhúsanna í Kópavogi og Bóka- safns Kópavogs. Til umfjöllunar verður ný skáldsaga Jóns Kalmans, Fjarvera þín er myrkur, og les hann líka upp úr henni. Gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði um margbrotna söguna að hún væri „ljóðræn og fal- leg og svo full af ást og harmi að hún lætur engan ósnortinn“. Jón Kalman og Maríanna Clara ræða um Fjarvera þín er myrkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.