Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Page 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 M aría Björk tekur glaðlega á móti blaðamanni og býður inn á skrifstofu í höfuð- stöðvum N4 á Akureyri. Blaðamanni verður fljótt ljóst að hér er á ferð orkumikil kona, vinnu- söm, jákvæð, hress og brosmild. Hún brennur fyrir starfi sínu og hefur tekist að snúa við af- leitri stöðu fyrirtækisins með erfiðum ákvörð- unum, elju og dugnaði. María segir N4 alls ekki vera litla Akureyrarstöð, heldur eigi að þjóna fólki um land allt. Yfir kaffinu ræðum við lífið og tilveruna, og hvernig örlögin og lukkan leiddu hana á þennan stað. Sex syngjandi systur María Björk er sextug, fædd á Akureyri, ein átta systkina. Systurnar komu fyrst sex í röð og drengirnir tveir ráku svo lestina. Foreldrar Maríu eru Sólveig Jónsdóttir, sem nú er látin, og Ingvi Rafn Jóhannsson rafvirkjameistari, nú níræður að aldri. „Pabbi vann meðal annars við að rafvæða sveitirnar og rak svo verslunina Raftækni þeg- ar ég var að alast upp. Ég hugsa að ég gæti enn sagt þér hvað Ignis-kæliskápar eru stórir því ég var bara tíu ára þegar ég var sett á bak við búðarborðið. Mamma var heimavinnandi og sinnti hópnum mjög vel, en hún er Vestfirð- ingur og ég því hálfur Vestfirðingur. Ég er lánsöm að hafa fengið líka vestfirsku genin; þrjósku og seiglu,“ segir hún og brosir. „Ég ólst upp í mjög líflegri og skemmtilegri fjölskyldu þar sem var mikil tónlist. Ég var ekki gömul þegar ég kom fyrst fram en við systur vorum gjarnan fengnar til að syngja,“ segir hún og segir þær hafa oftar en ekki stillt sér upp eftir hæð, í tröppugangi. „Við vorum sex syngjandi systur, eins og í Von Trapp-fjölskyldunni,“ segir María og hlær dátt. „Ég er í miðjunni og þurfti snemma að læra að eiga við eldri og yngri hópinn. Ég lærði mjög fljótt að standa á eigin fótum og þurfti að hafa fyrir hlutunum.“ Ástfangin upp í rjáfur Sextán ára ákvað María Björk að hún skyldi verða félagsráðgjafi. „Ég stóð við það, en það var ekki hægt að læra það á Íslandi. Eftir stúdentspróf komst ég inn í nám í Noregi en stuttu áður en ég átti að fara bankaði ástin upp á. Var það ekki dæmigert!“ segir María og hlær. Sá heppni var Ómar Bragi Stefánsson, eiginmaður Maríu. „Ég var ástfangin upp í rjáfur og sá ekkert nema þennan mann, en hann var þá íþrótta- kennari á Sauðárkróki. Ég hafði lært á ýmis hljóðfæri þannig að ég stakk upp á við hann að ég kæmi að kenna tónlist á Sauðárkróki. Mér fannst tilvalið að vinna með börnum; ég yrði þá örugglega betri félagsráðgjafi. Og það var laust starf fyrir tónmenntakennara og dönsku- kennara. Ég var þá rétt um tvítugt og var hent fyrir framan allan fyrsta til sjötta bekk,“ segir hún og brosir. „Þarna var ég með honum Ómari mínum í eitt ár en reif hann síðan úr rótunum í Skagafirði og við fórum saman til Oslóar þar sem ég fór í nám- ið,“ segir hún og segir Ómar hafa sjálfan endað í námi og seinna í skapandi vinnu hjá IKEA. Það fór vel um unga parið í Osló og þar fæddist þeim fyrsta barnið, Stefán Arnar. Katrín, yngri systir Maríu, bauðst til að koma út og hjálpa til því námið var langt og strangt. „Ég fór svo að vinna að barnaverndarmálum að loknu náminu og mér var sannarlega kastað í djúpu laugina. Ég upplifði eitt og annað sem ég vissi ekki að væri til,“ segir María Björk. Litla fjölskyldan bjó í Noregi í tæp fimm ár og var ekkert á leiðinni heim þegar atvinnu- tilboð breytti plönunum. „Þá var verið að opna IKEA á Íslandi og Ómari bauðst að vera með í því, þannig að hann dró mig heim. Við eignuðumst svo annan dreng ári eftir heimkomuna, Ingva Hrannar, en dóttir okkar Ásthildur kom ekki fyrr en fjórtán árum síðar, árið 2000. Ég fór að vinna við félagsráðgjöf í Reykjavík og endaði sem yf- irfélagsráðgjafi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins,“ segir María Björk. „Ég er fædd undir rosalegri lukkustjörnu. Ég þakka fyrir það, það er ekki sjálfgefið. Og það er alls ekki sjálfgefið að vera gift sama manninum í fjörutíu ár. Við erum eins og tvö stór og sterk tré sem standa hlið við hlið og styðjum hvort annað.“ Hamstur á hjóli Á Íslandi byrjaði baslið, en seint á níunda ára- tugnum vann María á þremur stöðum til að ná endum saman. Hjónin voru að byggja og verð- bólga gerði þeim erfitt fyrir. „Það dugði ekki til að vera í tveimur vinnum; ég var þarna yfirfélagsráðgjafi og skúraði sautján skrifstofur, klósett og stigaganga eftir að dagvinnu lauk, en þarna átti ég tvö lítil börn. Ég heyrði þá auglýst eftir þulu í sjón- varpinu, sæki um ásamt níutíu öðrum og fæ vinnuna. Það gerði dagana stundum svolítið langa, því þá var ég í þremur vinnum. Þetta var eins og að vera hamstur á hjóli,“ segir hún. „Við vorum að drukkna og áttum í raun enga útgönguleið. Við náðum að flytja inn í húsið rúmlega fokhelt, eins og fólk gerði. Svo einn daginn horfðumst við í augu og sögðum: þetta er ekkert líf, svona ætluðum við ekki að hafa þetta. Við áttum tvo yndislega drengi og sáum aldrei hvort annað. Það er oft þannig að þegar maður kallar út í kosmósið eftir hjálp, þá kemur hún. Það leið ekki á löngu þar til það var hringt frá Skagfirðingabúð og Ómari boðin vinna sem verslunastjóri, en þeir sáu hvað hann hafði gert góða hluti í IKEA. Hann kom með nýja hugsun inn í hvernig verslun á að vera og þeir stukku á þetta. Á þeim tíma var ég komin inn á fréttastofuna hjá RÚV og ég held því fram að ég sé ein af þeim fyrstu sem voru í starfi án staðsetningar, en þetta var árið 1989, fyrir rúmum þrjátíu árum.“ Að koma spólum í bæinn Fjölskyldan pakkaði því saman og flutti í heimabæ Ómars, Sauðárkrók. „Við stukkum úr þessu brjálæði yfir í að geta verið fjölskylda. Ég hélt áfram að fara suður því ég var enn þula og ýmist keyrði eða flaug, en þá var hægt að fljúga frá Sauðárkróki. Það var unnið í skorpum; þannig vann ég nokkra daga í röð, og svo var ég líka að vinna sem fréttaritari RÚV á Norðurlandi vestra,“ segir hún. „Ég er alin upp sem fréttamaður á RÚV og er heppin og þakklát að hafa fengið þá skólun en er líka þakklát fyrir að hafa haft grunn í félagsráðgjafanum því í þeirri vinnu lærir maður að hafa svo mikla yfirsýn; horfa á heild- armyndina og vinna sig inn að kjarnanum. Að finna styrkleikana og efla veikleikana,“ segir hún og segist ávallt búa að þessari reynslu. „Á þessum tíma var ég bæði í útvarpinu og sjónvarpinu, en þar á milli var hörku- samkeppni! Ég þurfti oft að ákveða hvaða frétt ætti heima í útvarpi og hvað í sjónvarpi. Ég lenti í öllu mögulegu sem fréttamaður á svona litlu svæði,“ segir hún en starfinu gegndi hún þar til 2004, þegar öllum fréttariturum RÚV var sagt upp á einu bretti. Lentir þú í einhverjum ævintýrum; eða klúðri? „Já, já, margs konar klúðri,“ segir hún og hlær. María segir starfið hafa verið afar skemmti- legt en oft og tíðum líka erfitt þar sem hún hafi „Ég er mjög ofvirk. Ég fæ svo ofboðs- lega margar hugmyndir og lífið er svo stutt að ég verð að láta þær verða að veruleika,“ segir María Björk Ingva- dóttir, framkvæmdastjóri N4. Morgunblaðið/Ásdís Fædd undir lukkustjörnu María Björk Ingvadóttir hefur komið víða við á lífsleiðinni og nýtir hverja reynslu í næstu lífsins þrautir. Hún er félagsráðgjafi að mennt, rak um skeið kaffihús en hefur nú starfað í fjölmiðlum í yfir þrjátíu ár. Í dag rekur hún sjónvarpsstöðina N4 af röggsemi og alúð. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.