Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Síða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 stundum þurft að segja fréttir sem komu illa við heimafólk. Og svo var tæknin ekki mjög þróuð á þessum tíma og ekkert net til að auð- velda henni að senda efni suður. „Á þessum tíma þurftum við alltaf að finna far í bæinn fyrir spólurnar þegar við vorum að taka sjónvarpsfréttir. Það var oft ansi mikill kappakstur að keyra í veg fyrir einhvern sem var að fara í bæinn. Ég stóð ósjaldan á gatna- mótunum í Varmahlíð með puttann úti, biðj- andi Pétur og Pál að taka fyrir mig spólu og fara með upp á Laugaveg,“ segir hún og brosir. Ég er mjög ofvirk Þrátt fyrir annríki leiddist Maríu stundum á Sauðárkróki og fékk hún þá hugmynd; að opna kaffihús. „Ég spurði Ómar hvort hann væri til í þetta með mér ef ég fengi að leigja elsta húsið í bæn- um og hann var til. Það gekk eftir og við opn- uðum Kaffi Krók árið 1994. Ég setti mér það markmið að hafa þar nóg af tónlist, fræðslu, fyrirlestra og gott kaffi. Og eitt sem var ekki þekkt þá; mat úr héraði. Á þessum árum var aðallega hægt að kaupa sér hamborgara, en ég fór að velta fyrir mér hvað væri framleitt á svæðinu. Þarna var öflug kjötvinnsla og ég bað þá að þróa með mér tvíreykt hangikjöt til dæmis. Þarna er líka rækjuvinnsla, bleikjueldi og gott bakarí. Þetta var full vinna; að reka staðinn, vinna þar og búa til mat þegar þess þurfti,“ segir María, en á þessum árum var hún enn að vinna hjá RÚV. „Ég er mjög ofvirk. Ég fæ svo ofboðslega margar hugmyndir og lífið er svo stutt að ég verð að láta þær verða að veruleika.“ Á stærð við tennisbolta Árið 2013 var Maríu Björk boðin vinna á N4 á Akureyri en í millitíðinni hafði hún verið frí- stundastjóri í Skagafirði; starfi sem hún gegndi í tólf ár. „Alls staðar þar sem ég get fengið að skapa, þar líður mér vel. Svo var mér boðið að sjá um Að norðan-þáttinn á N4. Það þýddi að ég fór að vinna hér á Akureyri, áfram búsett á Sauðár- króki. Ég keyrði þrjá til fimm daga á milli í fjögur ár. Þetta eru 120 kílómetrar, aðra leið, og yfir Öxnadalsheiðina,“ segir hún. „Ásthildur mín var bara unglingur þannig að ég vildi geta verið heima á kvöldin með fjöl- skyldunni. Svo vatt þetta upp á sig og á end- anum var ég beðin, ásamt Hildu Jönu Gísla- dóttur, að taka við hér og stýra N4,“ segir María en hún er í dag ein framkvæmdastjóri. „En þegar ég er nýlega tekin við starfinu fer ég að finna fyrir óþægindum; átti erfitt með að anda og kyngja. Ég leitaði til lækna en það sást ekkert á röntgenmynd svo ég sótti það stíft að fá að fara í segulómun til Akureyrar. Daginn sem ég fór sagði ég við manninn minn og dóttur að ég yrði komin heim um hádegið. Það hádegi kom rúmum mánuði seinna.“ Læknar sögðu henni strax að á myndinni hefði sést einhvers konar æxli í brjóstholinu. „Þeir sögðust sjá fyrirferð á stærð við tennisbolta sem lægi út úr öðru lunganu og yf- ir vélinda og hjarta. Þeir skildu vel að ég ætti bæði erfitt með að kyngja og anda. Ég var sett upp í sjúkraflugvél strax og flogið með mig suður. Ég var þar með orðin að sjúklingi. Ég fór í alls kyns rannsóknir og það kom í ljós að þetta var svokölluð „cysta“ en ekki krabba- mein. En ég þurfti að bíða í tvo daga eftir nið- urstöðunni. Sá tími var rosalegur. Læknarnir voru í kapp við tímann að ákveða hvernig þeir myndu ná þessu, en ég endaði á að fara í mjög stóra og mikla aðgerð. Ég var átta eða níu tíma á skurðarborðinu hjá öllum þessum englum,“ segir hún og á við færu læknana. Lifðu í núinu „Þeir náðu þessu og ég jafnaði mig smátt og smátt. Aðgerðin var 5. nóvember og ég var far- in að vinna í gegnum síma og tölvu í janúar. Ég fór allt of snemma af stað, en það var allt í hers höndum á N4. Við rerum algjöran lífróður,“ segir hún. María viðurkennir að veikindin hafi verið erfið lífsreynsla. „Manni er kippt út úr öllu og það ríkti mikil óvissa og óöryggi. Ég átti á þessum tíma fimm- tán ára dóttur og var nýbúin að eignast barna- barn númer tvö. Ég get svo vel sett mig í spor þeirra sem horfast í augu við dauðann eða við það sem ekki er hægt að stjórna. Mér hafði fundist ég fram að þessu alltaf þakklát fyrir allt en þetta kenndi mér enn betur að kunna að meta allt. Ég veit þetta hljómar eins og klisja en þetta er ekki klisja fyrir mér. Þetta breytti mér og nú hugsa ég: lifðu í núinu, gerðu það sem þig langar að gera og vertu bara góð manneskja. Hvorki peningar né dauðir hlutir hafa skipt mig máli. Ef við Ómar eigum einhvern afgang not- um við það til að ferðast með börnunum okkar.“ Fór í mörg hlutverk María er nú hætt að keyra á milli daglega og dvelur á Akureyri á virkum dögum. „Þar sem ég vinn of oft fjórtán til sextán tíma á dag hef ég ekki úthald til að keyra heim á Sauðárkrók eftir vinnu,“ segir María og viðurkennir að hún hafi þurft að vinna allt of mikið. „Fjölmiðlarekstur er flókinn og oft ófyrir- sjáanlegur. Við Hilda Jana höfðum í tvö ár leit- að leiða til að efla N4, sem tókst nokkuð vel, en þar kom að það þyrfti að endurskoða allan reksturinn, fækka föstum starfsmönnum og fara í nýja vegferð og í lok árs 2017 var okkur í raun settur stóllinn fyrir dyrnar af eigendum. Ég tók þá við sem framkvæmdastjóri og Hilda sneri sér að pólitík. Þetta var ekki auðveldur tími. Ég byrjaði í raun upp á nýtt með stöðina 2018 og tókst okkur að snúa miklu tapi við, sem var rosalega flókið. Ákveðið var að fara í sókn og fara ekki með neina þætti í loftið nema eiga fyrir þeim. Við erum einkarekin stöð án nokk- urra ríkisstyrkja og í þeirri aðstöðu að vera langt frá auglýsingamarkaði, að berjast við það orðspor að við séum bara lítil og krúttleg Akur- eyrarstöð. Ég vildi gera N4 að landsbyggða- stöð og skapa okkur þá sérstöðu að reyna ekki að vera alls staðar, heldur að hitta fólk þar sem það á heima úti á landsbyggðunum. Við höfum verið að eflast víða um land. Ég réð fólk með sérþekkingu í markaðssetningu og einnig fór ég að ráða fólk inn sem verktaka. Ég reyndi að sýna fram á hvar styrkleikar okkar væru og efla þá og horfa langt fram á veginn. Ég vissi að ég væri engin galdrakerling sem gæti gert þetta einn, tveir og þrír,“ segir María og nefnir að kórónuveiran hafi vissulega sett strik í reikninginn í ár. „En þrátt fyrir að mjög mörg verkefni dyttu út vegna Covid komu önnur í staðinn. Ég segi oft að við göldrum þetta til okkar. Ég nýti það að Galdra-Finnur var langalangafi minn,“ seg- ir María og hlær. Ætla á núllið Hvernig er áhorfið og hverjir horfa helst? „Mesta áhorfið er hjá 35 ára og eldri í Reykjavík. Við fórum að sjá raunhæfar áhorfs- tölur í september 2018 þegar við fórum í öflugt samstarf við Símann um tímaflakkið. Við ákváðum líka að frumsýna alla þætti á face- book og nýta okkur styrkleika þess miðils. Ég áttaði mig fljótt á að framtíðin er ekki í línu- legri dagskrá. Ég bjó til slagorðið: N4, þar sem þú vilt, þegar þú vilt. Við bjuggum til margar veitur svo við fyndum fólk úti um allt. Í september 2018 horfðu 30 þúsund manns, bara í tímaflakki Símans, en síðustu tölur, frá sept- ember 2020, sýna að áhorfendur eru komnir í um 80 þúsund. Ég fór strax út úr Gallup- mælingum og gef ekkert fyrir þær. Ég vil ekki vera með hroka, en þeir mæla víðs vegar um Ísland hvað fólk er að horfa á á tilteknum tíma, en ekki uppsafnað áhorf. Því áhorfið hefur breyst svo mikið. Við sáum að áhorfið rauk upp í apríl í Covid af því fólk þráir að fá íslenskt efni,“ segir María og segist reka stöðina með auglýsingatekjum. „Það er algjört kraftaverk. Svo fengum við eins og aðrir fjölmiðlar Covid-styrk núna sem kom fyrsta september, vegna samdráttar í auglýsingatekjum en einnig vegna samdráttar í verkefnum. Í ár misstum við okkar aðalverk- efni, sem eru Fiskidagstónleikar. Ég er ekki með neina vasa til að fara í. Ég þarf að reka þetta fyrirtæki á núlli og stefni að því á þessu ári. Ég ætla á núll!“ segir María Björk ákveðin. Er rosalega sparsöm María segist oft hafa þurft að setjast niður og ákveða framhaldið. „Við fórum mest að rýna í framtíðina. Ég spurði mig spurninga eins og: Hvernig vil ég ná í efni og hvaða efni vil ég ná í? Hvernig get ég eflt íslenska þáttargerð?“ María nefnir að á síðasta ári hafi N4 fram- leitt 398 þætti. „Það er brjálæðislega mikið og ég hugsa að við rétt sleikjum 400 í ár,“ segir hún en tíu manns eru í fullri vinnu í dag hjá N4 auk nokk- urra verktaka. „Ég er alveg rosalega sparsöm og við nýtum hvern klukkutíma ofboðslega vel,“ segir María og segir þau ekki beinlínis vera í samkeppni við aðrar sjónvarpsstöðvar. „En sannarlega í auglýsingum af því það er svo erfitt að má af okkur þann stimpil að við séum einhver Akureyrarstöð. Við gætum verið hvar sem er á landinu og tökum efni alls staðar að. Við erum með verktaka á Vesturlandi og einnig tökufólk fyrir austan. Mig dreymir svo- lítið um að taka aftur upp „fréttaritarakerfi“ eins og var lagt af hjá RÚV árið 2004, vegna þess að fólk sem er að segja fréttir úr sinni heimabyggð með sínum gleraugum segir þær öðruvísi. Mesti vöxtur í fjölmiðlun í heiminum er einmitt frá svona svæðismiðlum. Við þráum að heyra sögur og við viljum heyra góðar sögur. Og þá er okkur alveg sama hvort þær koma frá Serbíu eða Svarfaðardal. Það er kannski leiðar- ljósið mitt; segjum góðar sögur, tölum við venjulegt fólk og sýnum breiddina í lífinu hvar sem er á Íslandi. Ég er ekki enn farin á Reykja- víkurmarkað, en kannski förum við þangað. Að fylgja innsæinu Það er margt fólk sem kýs að búa annars staðar en í stórborg og ég brenn fyrir að litið sé á það sem í lagi. Ég held reyndar að það sé að komast í tísku aftur, þökk sé Covid, að vera í miklu meiri tengslum við náttúruna og komast þang- að sem hægt er að anda í rólegheitum. Ég held að við setjum annað verðmat á lífið en áður,“ segir María og nefnir annað sem hún telur hafa breyst til batnaðar vegna kórónuveirunnar. „Við erum að tala saman á jafningjagrunni á fundum hvar sem við erum. Nú eru allir jafn fastir og auðveldara að hittast á netfundum og leysa málin. Þetta opnar alveg nýjar víddir.“ Finnst þér gott að búa á Sauðárkróki? „Já, mér finnst gott að vera þar í náttúrunni og mér finnst gott að vera á Akureyri. Það hentar mér að vera á báðum stöðum. Svo er ég mikil flökkukind. Elsti sonur okkar og fjöl- skylda hans búa í Svíþjóð og við förum oft þangað í frí,“ segir María. Hún virðist þó eyða mestum tíma þessa dag- ana í vinnunni. „Ég brenn fyrir þessu starfi, það er svo áhugavert!“ segir María en meðfram því að stýra stöðinni er hún sjálf í þáttagerð. „Við erum fá, en ég er með mjög flott og skapandi fólk hér með mér; þetta gerir enginn einn,“ segir hún og segist aldrei verða uppi- skroppa með hugmyndir. „Ég vissi alveg í sumar að við myndum fara inn í fleiri bylgjur faraldursins og datt þá í hug að setja í loftið ferðaþætti. Við þurfum að fá að ferðast í huganum, skapa gott afþreyingarefni og hvetja fólk til dáða,“ segir hún. „Þegar ég hætti að streitast á móti innsæinu og fór að hlusta á innri röddina, þá fór að ganga vel. Við eigum alltaf að hlusta á innri röddina.“ Morgunblaðið/Ásdís ’Við þráum að heyra sögurog við viljum heyra góðarsögur. Og þá er okkur alvegsama hvort þær koma frá Serbíu eða Svarfaðardal. Það er kannski leiðarljósið mitt; segjum góðar sögur, tölum við venjulegt fólk og sýnum breiddina í lífinu hvar sem er á Íslandi.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.