Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 hann viðurkennir að þetta hafi verið farið að skemma fyrir bandinu, orðsporið var í upp- námi. Reglan var að menn fóru ekki fullir á svið en máttu vera orðnir hellaðir í lok tónleika en þá lá ósjaldan heil viskíflaska í valnum. Þá tók við tómt rugl, að taka saman græjurnar og annað slíkt, blindfullir. Ófá neyðarvegabréfin voru gefin út fyrir Sólstafi á þessum árum og einu sinni flaug bandið heim frá Noregi án þess að einn þeirra gæti framvísað pappírum af nokkru tagi. „Það var auðvitað kolólöglegt en Norðmennirnir tóku bara kalt mat á stöðuna: „Komum þessu mönnum úr landi!““ Það versta var það besta Síðla árs 2013 lenti Addi á vegg og keyrði tappann í flöskuna. Það tengdist þó ekki tón- leikahaldi ytra. „Ég var orðinn óheiðarlegur við konuna mína. Það komst upp um mig og hún henti mér út. Ég þoldi ekki vinkonu mína sem kjaftaði frá en faðma hana innilega að mér í dag þegar ég hitti hana. Það versta sem gat komið fyrir mig var í raun og veru það besta. Hefði ekki komist upp um framhjáhald mitt þá hefði ég mögulega haldið áfram að drekka. Ég brotnaði niður og var tilbúinn að gera allt sem í mínu valdi stóð til að bæta fyrir misgjörðir mínar en sambandinu lauk samt. Það var mjög sárt að fá höfnunina en ég skil hana vel; hún varð að skila mér. Við erum perluvinir í dag.“ Addi hafði lengi sannfært sjálfan sig um það að hann gæti ekki hætt að drekka. Hann væri í rokkbandi. „Ég hafði heyrt af mönnum sem höfðu hætt að drekka og fannst þeir skrýtnir. Aumingja kallinn, lífið er búið hjá honum! Ef- laust líta einhverjir þannig á mig í dag. Ég fann til með mönnum sem ég lít upp til eins og James Hetfield, Trent Reznor og Nick Cave en staðreyndin er sú að þeir hafa aldrei verið betri en eftir að þeir hættu að drekka; eru ekk- ert endilega að búa til betri músík en hafa mun meiri orku til að flytja hana og miklu meiri reisn.“ Sjálfur nýtur hann þess margfalt betur að spila á tónleikum edrú. „Það er frábær tilfinn- ing að vera uppi á sviði fyrir framan kannski fimmtán þúsund manns í tjaldi á einhverri há- tíðinni og spila lögin sem við sömdum saman og áhorfendur syngja með okkur Fjöru og hlaða jafnvel í „ole, ole“. Addi fór ekki í áfengismeðferð, heldur þáði hjálp hjá góðu fólki. Kveðst eiga meðferðina inni en vonar að ekki reyni á það úrræði. „Vog- ur er afeitrunarstöð og sjúkrahús og engin trygging fyrir því að tíu daga meðferð dugi mönnum til að halda sér á beinu brautinni, eins og dæmin sanna. Maður verður ekki í raun og veru edrú fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjá mán- uði. Ég hætti að drekka 1. desember 2013 og flutti beint inn í stúdíó til að taka upp Óttu. Lifði þar á kaffi og sígó í tvo mánuði og var kominn niður í 66 kíló. Mæli ekki endilega með því. Ég er 191 á hæð. Áður en ég vissi hafði ég verið edrú í sex mánuði, síðan eitt ár og núna um mánaðamótin verða komin sjö ár.“ Sólstafir voru lengi bara fjórir á ferðum sín- um erlendis, ekki svaraði kostnaði að borga undir hljóðmann. Nú ferðast þeir alltaf með hljóðmanni og á síðasta túr, vegna plötunnar Berdreyminn sem kom út 2017, var Ragnar Ólafsson úr Árstíðum með þeim á hljómborð, auk fjölþjóðlegs klassískt þjálfaðs strengja- kvartetts. Í honum eru tvær finnskar konur, ein bandarísk og ein grísk/mongólsk. „Það er ótrúlegt að heyra svona færa listamenn spila dótið okkar; manni líður nefnilega alltaf eins og maður sé sextán ára málmhaus í Breiðholt- inu,“ segir Addi brosandi. Vinslit og málaferli Sólstafir hafa starfað í aldarfjórðung og þótt á ýmsu hafi gengið hefur ekkert reynt eins of- boðslega á bandið og brottrekstur Guðmundar Óla Pálmasonar trommuleikara í ársbyrjun 2015. „Við Gummi erum æskuvinir. Ég þekki alla hans fjölskyldu og það er yndislegt fólk. Allt gekk vel framan af en fólk breytist og fyr- ir um tíu árum voru komnir brestir í sam- starfið og vináttuna. Andinn í bandinu var orð- inn brenglaður og skrýtinn og það var búið að stefna í þetta um tíma, að við létum hann fara. Lengi vel hugsaði maður: Við erum lið og lát- um þetta ganga! Þetta varð hins vegar alltaf ljótara og ljótara; ekki bara milli okkar Gumma, hinir tveir drógust inn í málið líka.“ Hann segir andrúmsloftið á Evróputúrnum haustið 2014, þegar þeir túruðu plötuna Óttu, hafa verið eitrað en þá voru menn fastir saman í rútu í mánuð. Enginn var að tala saman, eng- inn að skemmta sér. Frá Evrópu var flogið til austurstrandar Bandaríkjanna, þar sem við tók annar túr í mánuð. „Þar vorum við með sendibíl og þú getur rétt ímyndað þér hvernig stemningin var. Hefðum við komið heim með fullt af peningum hefði það verið annað mál en það var öðru nær; það er ekkert upp úr þessu að hafa peningalega. Þegar við komum heim rétt fyrir áramótin blasti við nýr túr eftir mán- uð. Það hefði aldrei gengið.“ Addi átti ekki í neinum erjum við hina tvo, Svavar Austmann bassaleikara og Sæþór Mar- íus Sæþórsson gítarleikara, og þeir stóðu því frammi fyrir skýru vali: „Viljum við leggja bandið niður eða losa okkur við Gumma og halda áfram?“ Enginn vildi hætta, þannig að seinni kosturinn varð fyrir valinu. Guðmundur tók tíðindunum ekki vel og höfðaði mál á hendur Adda. „Honum fannst hann eiga tilkall til nafnsins Sólstafir og eiga rétt á fébótum og kaus að fara í mál við mig í nafni fyrirtækis sem við áttum saman. Í reynd var ég því að fara í mál við sjálfan mig. Hér- aðsdómur vísaði málinu frá. Við reyndum að ná samkomulagi við Gumma en enginn vilji var til þess af hans hálfu.“ Allsberir í World Class – Hafið þið talað saman síðan? „Nei, en við hittumst einu sinni fyrir tilviljun, allsberir í búningsklefanum í World Class. Ég var að koma úr sturtu. Það eru fjögur hundruð skápar þarna, ég hef talið þá, en aðeins tveir menn, við æskuvinirnir, hlið við hlið. Ég klæddi mig í þögn en áður en ég fór gat ég ekki stillt mig um að spyrja. „Finnst þér þetta ekki fynd- ið?“ Þetta var súrrealískt augnablik, eins og at- riði úr einhverri kvikmynd.“ Mikið hefur verið um málið fjallað á sam- félagsmiðlum og sitt sýnist hverjum. Addi hef- ur þó ekki blandað sér í þá umræðu sjálfur enda ekki til neins að rífast við fólk á netinu. „Auðvitað kom þetta við okkur. Allt hafði gengið vel, verið skemmtilegt og jákvætt. Við vorum heitt band upp úr 2010, partíljón frá Ís- landi, með öðruvísi tónlist, hljóm og stíl, Fjara varð óvænt megahittari og Ótta gekk vel. Við vorum á frábærri bylgju og fólki fannst gaman að sjá okkur og djamma með okkur. Allt í einu vorum við hins vegar lentir í einhverjum aur- stormi. Fólk tók afstöðu með eða á móti og allt skíðlogaði. Meðan sumir nenna ekki neikvæðni þá þrífast aðrir á henni. Mín afstaða er sú að aldrei sé hægt að gera öllum til geðs. Þess vegna höfum við bara haldið áfram að gera okkar tónlist og látið skoðanir annarra sem vind um eyru þjóta. Ég veit hvern mann ég hef að geyma og treysti mér til að haga mér og taka ákvarðanir. Það er erfitt að taka mark á fólki sem ekki hefur verið í hljómsveit, rétt eins og erfitt er fyrir fólk sem aldrei hefur ver- ið gift að hafa skoðun á hjónabandi. Það að vera í rokkbandi er ekkert frábrugðið því að vera í hjónabandi; leggja þarf rækt við hvort tveggja til að það dafni. Það skilur heldur eng- inn við maka sinn eftir eitt rifrildi eða eina slæma helgi. Það þarf meira til.“ – Spilaði óregla inn í þetta? „Í og með. Menn höfðu misjafnar hug- myndir um skemmtun. Það var líka ofbeldi í gangi. Þegar það er orðið normið að gler- brotum rigni yfir fólk, hver Smirnoff-flaskan af annarri sé mölvuð, þá er eitthvað að. Það segir sig sjálft.“ – Hvernig hugsarðu til æskuvinar þíns í dag? „Það er svo merkilegt að þegar eitthvað bjátar á hjá bandinu þá eru mín fyrstu við- brögð að hringja í Gumma. Lengi vel vorum við gott teymi og leystum öll mál. Við gerðum margt gott saman og deildum á margan hátt sömu sýn. Ég er núna að vinna að hliðarverk- efni með Birgi Jónssyni trommuleikara og við fengum meðal annars söngvarann úr þýsku dauðarokkshljómsveitinni Morgoth til að syngja með okkur. Meðan ég var að hlusta á þessar upptökur á hlaupabrettinu fór ég að hugsa: Vá, hvað ég væri til í að leyfa Gumma að heyra þetta efni! Við elskuðum báðir þetta þýska band í gamla daga.“ Loksins kominn Bastarður Ég gerist forvitinn um þetta hliðarverkefni og Addi upplýsir að plötu sé að vænta á næsta ári. Nafn sveitarinnar hefur ekki verið meitlað í stein en líklega verður það Bastarður. „Motör- head átti upphaflega að heita Bastard og það hefur aldrei neinn Bastarður verið til.“ Fyrr en nú. Ég spyr um annað hliðarverkefni, Mel- rakka, sem komu saman fyrir nokkrum árum og heiðruðu Metallica á Gauknum með því að flytja fyrstu plötu málmgoðanna, Kill ’Em All, í heild sinni. „Við höfum oft talað um að taka upp þráðinn en það er aldrei tími. Bjössi [Björn Stefánsson í Mínus] er orðinn vinsæll leikari og Bibbi [Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld] situr aldrei auðum höndum. Við komum að vísu fram í fertugsafmælinu hans Bjössa í sumar og það var þrælgaman. Við eig- um örugglega eftir að telja í aftur og flytja Ride the Lightning [næstu plötu] í heild. Við æfðum fjögur lög af henni fyrir seinasta gigg og eigum því bara önnur fjögur eftir.“ Nóttin nálgast og við erum enn ekki byrj- aðir að ræða nýju plötu Sólstafa, Endless Twi- light of Codependent Love. Platan er samin á Íbúð Adda er blanda af heimili og rokksafni og að sjálfsögðu er Hr. Rokk sjálfur, Rúni Júl., í öndvegi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.