Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020
Þ
egar horft er til baka um aldir þykir
nútímamanni varnarleysi fólks, í svo
mörgum efnum, vera óskiljanlegt.
Það þurfti oft svo lítið til. Mótlæti í
efnislegum gæðum eða minni háttar
brestur sem varð í almennu heilsu-
fari og í hendingskasti virtust flestar bjargir bann-
aðar. Allur þorrinn var í jafn veikri stöðu. Ein-
staklingar voru stundum „betur af guði gerðir en
aðrir“ eða bjuggu örlítið betur en allur fjöldinn, en
líka þeir máttu ekki við miklu. En oftast nær áttu allir
hinn aukna vanda sameiginlega. Kal varð í túnum víð-
ast hvar. Aðrir veðurfarslegir afturkippir slepptu
fæstum. Ís varð landfastur. Eldvirkni jókst. Pestir
gátu farið sér hægt. Áratugir liðu án þess að þær
bærust en gerðu svo skyndilega mikinn usla. Ann-
markar ófrelsis þjóðarinnar og verslunarhömlur léku
þjóðina grátt.
Um sumt héldu gömul lög og óvenjuleg betur utan
um þá sem lakast stóðu eða gerðu kröfu um samstöðu
þeirra við tiltekna mótdræga atburði. Það urðu ekki
marktækar umbætur öldum saman. En þær komu
loks. Og það munaði um þær. Eftir heimastjórn og
svo stigvaxandi forræði þjóðarinnar sjálfrar batnaði
sameiginlegur hagur hennar verulega. Þó voru einnig
á þessum tíma settir steinar í götu þjóðarinnar.
Spænska veikin og frostavetur áttu samleið og rúm-
um 12 árum síðar barst alþjóðleg kreppa hingað og
innlend kreppuhugsun ýtti undir hana og framlengdi.
En þrátt fyrir þessa og aðra afturkippi, stóra sem
smáa, getur enginn sanngjarn maður farið á mis við
samhengið í bættum hag og sjálfræði þjóðarinnar.
Það er víða stutt í stuðandi tíma
Í aldagömlum sögum nágrannaþjóða – og sést oft í
kvikmyndum um þennan tíma – glittir í hrylling mun-
aðarleysingjaheimila og „vitlausraspítala“.
Lausn þessa fátæka þjóðfélags var önnur. En hún
var líka neyðarkostur og engin sælulausn. Yfirskrift
myndarinnar var gjarnan að fyrirvinnan fórst eða
jafnvel foreldrarnir dóu báðir með skömmu millibili.
Reynt var við þær aðstæður að deila börnum á milli
heimila eins og frekast var hægt og gjarnan horft til
frændsemi ef fært var, en víða var barnmargt fyrir.
Jafnvel „sæmilegt“ bú á þeirra tíma mælikvarða
mátti ekki við miklu. Þá var hreppsómaginn loka-
lausnin og í órafjarlægð frá því að detta í lukkupott-
inn. Grimmdin við að kenna þá sem „misstu vitið“ við
vitleysinga sem læsa varð inni með öðrum slíkum var
eitt, en hitt að orða slíka stofnun við spítala var í
besta falli tilraun til að milda umbúðirnar. Langt
fram undir miðja seinustu öld voru kostir þeirra sem
urðu undir lítilfjörlegir eða ónýtir. Það má þó vera að
í fámenninu hér og skyldleikanum sem fylgdi hafi
meira verið reynt að gera af litlum efnum en annars
staðar. Misnotkun á hælum munaðarleysingja eða fá-
tæklinga er lýst í þekktum erlendum bókum og síðar
kvikmyndum og sama máli gegndi um stofnanir af
öðru sambærilegu tagi. Það mátti svo sannarlega
finna afsakanir fyrir því að samfélagið taldi sig ekki
eiga annan kost en að loka augunum fyrir „hjálpar-
stofnunum“ af þessu tagi. En það þýddi um leið að
„skjólstæðingarnir“ þurftu ekki mikla óheppni til við-
bótar til að vera komnir á næsta bæ við helvíti.
Miklu betri vegir, en
á brattann að sækja
Geðveikraspítalarnir, sem nefndir voru svo, lutu lengi
sérstökum lögmálum. Venjulegum heimilum var
fyrirmunað að bjarga nokkru ef alvarleg veikindi af
því tagi komu upp. Þrautalendingin var að „vanda-
málið“ var flutt burt og aðferðin við það var ekki
beysin og iðulega til þess fallin að gera allt verra og
óviðráðanlegra en það var. En þó voru allir að reyna
að gera sitt besta.
Þekkingin á þessum sjúkdómum var lengi sár-
grætilega naum og það hlaut að ýta undir fordóma og
ömurleg örlög þess sem mátti ekki við neinu.
Samt voru þessar stofnanir reistar af stórhug á
fyrrihluta síðustu aldar og voru framfaraspor, þótt
margt vantaði upp á. Vissulega var það ekki endilega
margt sem gera mátti fyrir sjúklinga miðað við það
sem þó var fært í hefðbundnum sjúkrahúsum. Allur
heimurinn var stutt kominn á þessum vegi. Almenn-
ingur og sérstaklega „aðstandendur“ hliðruðu sér hjá
að draga athygli að því að einhver nærri þeim hefði
veikst að þessu leyti. Þóttust vita að slík umræða yrði
„engum til góðs“ og líkleg til að varpa enn dýpri
skugga á óhamingju sjúklinganna og þeirra nánustu
sem eygðu litla von um bata.
Ekki var alveg óalgengt að ættfrótt fólk þættist
geta greint af öryggi hvort geðveiki legðist sér-
staklega á „tilteknar ættar“. Verulegar efasemdir
hljóta þó að vera um að góður vísindalegur grundvöll-
ur hafi staðið undir þeim bollaleggingum öllum.
Hægt og sígandi hefur þessi þáttur hneigst til betri
vegar og þekkingu fleygt fram. Sjúklingar og að-
standendur þurftu í öndverðu að sýna kjark og styrk
til að breyta eigin viðhorfum og annarra, en hafa náð
miklum árangri. Var sú barátta háð þótt við hana
bættist ofurafl sjúkdómanna, angistar og fordóma
sem lengi vel voru ætíð skammt undan. Þeim sigri
hefur fylgt að læknisfræðilegur ávinningur er mjög
sjáanlegur.
Þeir sömu skekkja alla umræðu
Ætla mætti að opinber umræða um vandmeðfarin
mál væri jafnan til bóta. Það gildir þó einungis ef þeir
sem grípa forystuna gera ekki illt verra, hvort sem
það stafar af innræti eða fordómum.
Uppslátturinn um Víðines sýnist vera dæmi þessa.
Hálfsagðri sögu er slegið upp og strax lagt í leið-
angur til að koma sök á einhvern!
Drykkjuskapur. Uppgjöf óreglumanna gagnvart
Bakkusi, eins og það var kallað, taldist aumingjadóm-
ur af einhverju tagi. Það var ekki séríslenskt dæmi að
„rónarnir“ flæktust um öllum til ama. Reyndar var
landinn frekar seinn til og hefur hægfara þéttbýlis-
myndun sér til afsökunar. En drykkjumenn voru ekki
einir á ferð og fórnarlömbin víða og margfalt fleiri en
sá sem „aumingjadómurinn“ var sagður hafa hirt.
Það er tiltölulega stutt síðan þeir sem höfðu farið
halloka gagnvart Bakkusi tóku að viðurkenna fyrir
sjálfum sér og svo hnarreistir fyrir öðrum hvað væri
Margt verður
ljósara
’ Arnar Þór Jónsson lögfræðingur og hér-aðsdómari hefur skrifað merka ritgerð ítímaritið Þjóðmál sem allir þeir sem viljavera tækir í umræðu um mikilvægustu hags-
muni þjóðarinnar á lögfræðilegum grundvelli
gerðu rétt í að kynna sér vel.
Reykjavíkurbréf13.11.20