Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Qupperneq 18
Fatastíllinn minn er ótrúlega breytilegur ogþað fer oftast eftir árstíð og skapi hvernigég vil klæða mig. Það sem ég leita eftir þegar ég vel mér flíkur er að þær séu þægileg- ar og aðsniðnar svo að línur líkama míns njóti sín sem best. Ég er mikið sjálfsöruggari í þannig fatnaði og líður hvað best með sjálfa mig. Það skiptir mig máli að ég geti nýtt flíkurnar í mörg ár, ef ég er ánægð með flík og hún er vel gerð get ég átt hana í 10-15 ár,“ segir Ágústa Sif þegar hún er beðin um að lýsa fata- stílnum sínum. Ágústa Sif er fædd árið 1991 og er tísk- an frá tíunda áratug síðustu aldar og rétt eftir aldamót í miklu uppáhaldi hjá henni. „Ég horfði á systur mína gellast í 90’s- tískunni og svo er ég unglingur á 2000- tímabilinu, sem litaði skoðanir mínar al- veg rosalega. Ég hugsa oft: hvernig ég get yfirfært það sem ég elskaði sem ung- lingur í nútímann,“ segir hún. „Innblásturinn kemur oftast til mín þegar ég er ein að sinna heimilisstörfum, þá poppa oft upp myndir í kollinn sem mig langar að yfirfæra í raunveruleikann. Auð- vitað sæki ég líka innblástur úr sjónvarpi og frá skvísum á Instagram. Ég hef rosalega gaman af því að fylgjast með konum sem eru með svipaða líkamslögun og ég eða eru með lík- ama sem ég tengi við. Ég fæ daglega innblástur fyrir fataval hjá konum eins og Arlette Jeanett og Önnu LaRiccia. Ég versla langmest á netinu, sérstaklega um þessar mundir þegar við þurfum að passa upp á okkur sjálf og náungann. Ég á svolítið erfitt með að réttlæta það að fara í búðir þegar að- gengi verslana á netinu er eins frábært og það er. Það erfiðasta við netverslunina er að maður getur ekki mátað flíkurnar og ef eitthvað er ekki að virka fyrir mann þá þarf að skila og skipta sem getur alveg verið pirrandi,“ segir Ágústa Sif sem segist stundum fara í búðir sem eru ekki með netverslanir og mátar þá það sem henni líst vel á. Ágústa Sif segist ekki safna lengi fyrir hverri flík. Hún er þó með ágætt ráð þegar kemur að fatakaupum. Hún tekur frá ákveðna upphæð á mánuði sem hún má eyða í afþreyingu og verslun. Hún segist reyndar ekki kaupa mjög dýrar flíkur nema hún sjái fyrir sér að ganga í þeim í mörg ár. Áttu þér uppáhaldsverslun? „Ég versla út um allt svo að ég á ekki ein- hverja eina uppáhaldsverslun sem ég gæti ekki lifað án, það eru kostir og gallar við allt. Ég hef alltaf verið ánægð með gæði og endingu miðað við verð hjá til dæmis Vila og H&M. Ég kíki alltaf í New Yorker ef ég þarf að versla, þar leynast ýmsir gullmolar á spottprís! Á netinu fylgist ég hvað mest með Asos, Next, Miss- guided og SHEIN en gæðin hjá SHEIN eru oft arfaslök og skoplegt að sjá muninn á því sem maður ætlaði sér að kaupa og hvað maður fékk í staðinn. Það er samt rosalega gaman að skoða hjá þeim.“ Er einhver flík í uppáhaldi hjá þér? „Þær eru nokkrar, til dæmis Burberry- skyrtan mín sem hefur fylgt mér í átta eða níu ár, pleðurskokkur sem mér finnst ótrúlega skemmtilegur og svo var ég að fá gervipels með kúamynstri sem ég held að verði lúmskt uppá- hald í vetur! Öll pilsin mín eru líka í uppáhaldi, ég get ekki án pilsa verið.“ Bestu kaup sem þú hefur gert? „Ætli það séu ekki silfurgallabuxurnar sem mamma keypti handa mér fyrir 12 árum. Ég hafði bara mátað þær daginn sem við keyptum þær. Þær voru aðeins of þröngar en við keypt- um þær samt, draumagallabuxurnar sko! Þær pössuðu almennilega á mig nýlega og við eigum mjög skemmtilega sögu saman. Geng í þeim mjög mikið núna svo að ég fái nú eitthvað fyrir peningana.“ Þegar kemur að skarti kýs Ágústa annað- hvort netta og klassíska muni eða rosalegt glingur, það er enginn millivegur hjá henni. Uppáhaldstaskan hennar er klassísk taska frá Harrods sem hún rogast með þegar hún þarf. Stíll Ágústu Sifjar hefur breyst mikið á und- anförnum misserum. Hún kaupir sér fleiri föt eftir að hún tók andlega og líkamlega heilsu sín í gegn. Hún hristir höfuðið yfir þeim fötum sem hún klæddist fyrir árið 2018. Hún varð þó upp- vís að stærsta tískuslysinu sem unglingur. „Þegar ég var 14 og 15 ára var ég alltaf með bleika röndótta húfu með deri, mér fannst hún Sæki innblástur frá skvísum á Instagram Ágústa Sif Aðalsteinsdóttir, förðunarfræðingur og naglafræðinemi, er með skemmtilegan fatastíl. Pils eru í miklu uppáhaldi hjá Ágústu Sif sem segist reyna að sýna líkamslögun sína þegar hún klæðir sig. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Bleiku spariskórn- ir voru keyptir í skóbúðinni Bianco á sínum tíma. Ágústa Sif í pleður- skokk og skyrtu frá Burberry. Falleg förðun set- ur punktinn yfir i-ið hjá Ágústu Sif. Ágústa Sif er mjög hrifin af perlum. Hún notar stundum perlur í farðanir en bleiku peysuna keypti hún á markaði í Holta- görðum fyrir frekar löngu. Köflótta pilsið er frá SHEIN. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 LÍFSSTÍLL Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Afsláttarverð gilda til 24. desember eða á meðan birgðir endast Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 11 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 11 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 LOUISE BORÐSTOFUSTÓLL, ÞRÍR LITIR 11.192 KR. 13.990 KR. GAIN BORÐSTOFUSTÓLL, FLY ÁKLÆÐI, TVEIR LITIR 24.642 KR. 28.990 KR.BRISTOL HÆGINDASTÓLL 59.492 KR. 69.990 KR. ERIS BRÐSTOFUSTÓLL. FLAUEL/ÁKLÆÐI/PU-LEÐUR 7.493 KR. 9.990 KR. GAIA BORÐSTOFUSTÓLL, TVEIR LITIR 39.992 KR. 49.990 KR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.